Morgunblaðið - 07.03.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 07.03.1967, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967. Guðjón Alexíus Kristjúnsson Minningurorð t Faðir minn Hjörtur Guðmundsson lézt í sjúkrahúsi ísafjarðar 4. marz. Ingibjörg Hjartardóttir og aðrir vandamenn. t Faðir okkar, Jón Jóhannsson, húsasmiður, Efstasundi 31, andaðist að heimili sinu að- faranótt 5. þ. m. ' Börn og tengdabörn. t Konan mín og móðir okkar, Pálmey Magnúsdóttir, Miðengi, Garðahreppi, lézt á St. Jósepsspítala, Ha£n- arfirði, að kvöldi 5. marz. Kristján Eyjólfsson og börn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför konu mininar og móður okl^ar Hönnu Sigríðar Kristvinsdóttur frá Lækjarkoti. Kjartan Magnússon og synir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðárför Esther Sigurðardóttur Gailagher. Arthur Gallagher, Anna Helgadóttir, Haraldur Sigurðsson, Unnur Sigurðardóttir, . Georg Sigurðsson, Jóhann Sigurðsson. — t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, Eyjólfs S. Jónssonar, múrara, Bergstaðastræti 46. Sólveig Eyjólfsdóttir, Eysteinn Jónsson, Valgerður Sigurðardóttir, Guðlaugur Eyjólfsson, Hólmfríður Eyjóifsdóttir, Jón Einarsson, Sigríður Erlendsdóttir, Finnur Eyjólfsson. ÞEGAR mér var sagt frá andláti Guðjóns A. Kristjánssonar, fyrr- verandi sjómanns, komu mér fyrst í huga þessar Ijóðlínur: „Bak við hafið, bak við hafið, bíður fagurt draumaland.“ Ég hef litið þannig á frá fyrstu kynnum af Guðjóni, að fagurt draumaland biði hans fyrir hand an hafið og hann stæði ávallt tilbúinn til ferðar þangað. Hann var ættaður frá Bolunga vík, en alinn upp á ísafirðL Hann þekkti hafið, var alinn upp við öldur þess og nið. Hann hrædd- ist aldrei ógnir þess né stunur, því í bernsku lærði hann hjá fóstru sinni, að bak við hafið biði fagurt draumaland. Hennar kenning um landíð handan við hafið gerði hann óttalausan, þótt brim og boðar stefndu á móti þeim skipum, sem hann sigldi með. Þes<si bjargfasta kenning fóstru hai%s gerðu honum einnig fært að sigla óttalaust yfir ýmis- konar aðrar öldur á lífsleiðinni. í bernsku var hann búinn undir sitt óttalausa lif, búinn undir það að standa ferðbúinn og flytja yfir í hið eilífa draumaland, enda þurfti hann oft á því að halda að vera viðbúinn hætt- um, fyrst sem ungiingur við að sækja björg í bú á opnum róðra- bátum og síðar sem fullorðinn maður í skipsströndum og bar- áttu og ógnum vítisvéla stríðs og tortímingar. Guðjón var ávallt viðbúinn, hvort sem það var til starfs eða hvíldar. Samvizkusemi hans var á svo háu stigi að varla verður lengra komizt. Hjartað var stórt og falslaust. Hann þurfti ekkert að dylja. Hann var alla ævina viðbúinn að ganga inn í hið eilífa draumaland á bak við hafið, haf- ið sem hánn þekkti svo vel og eyddi svo mörgum lífsstundum í að sigla um. Nú er hann flutt- ur til guðs er fóstra hans kenndi honum ungum að þekkja og treysta. Hann andaðist 26. febrú- ar á Borgarsjúkrahúsinu. Guðjón var fæddur í Bolungar vík 1. júli 1897. Hann var sonur Kristjáns Jónssonar sem fyrst var útvegsbóndi á Ósi í Hóls- hreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, síðan verkstjóri hjá Pétri Odds- syni í Bolungarvík og síðustu ár- in kaupmaður í Reykjavík og hafði verzlun á horni Freyju- götu og Baldursgötu. Móðir Guðjóns_ var Friðrikka Lúðvíks- dóttir, Ásgeirssonar skipstjóra á ísafirði. Guðjón átti fimm systkini: Guðnýju og Lúðvík, sem dóu í æsku; Línu, sem verið hefur t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför Stefáns Tómassonar Sigríður Björnsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda vin- semd og samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu, Ingibjargar Stellu Briem. Katrín S. Briem, Guðmundur Júlíusson og börn. skipsþerna á Fossunum; Jón starfsmann hjá Eimskipafélaginu og Kristján skipstjóra, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. Ung misstu þau systkinin móður sína og tvístraðist þá hóp urinn, en einlægt samband ríkti þó alla tíð á milli þeirra, og varla eru til þau systkini, sem tekið hafa meiri þátt í hvers annars gleði og sorgum en þau. Þegar móðir Guðjóns dó og barnahópurinn tvístraðist var Guðjón tekinn í fóstur til Hólm- fríðar Jónsdóttur, Brunngötu 12, ísafirði. Hólmfríður' var dugnað- arkona, sem vann fyrir sér og unga dregnum með ýmiskonar störfum, t.d. með því að bera vatn og kol fyrir bæjarbúa, með- an lífsskilyrðin voru frumstæð og þess þurfti með. Hjá Hólm- fríði naut Guðjón mikils ástrík- is og mikillar umönnunar enda lofaði hann ópsart hennar ástúð og eftirlæti. Engum kom það því á óvart, að hann kæmi nafni Hólmfríðar upp, þegar hann sjálfur eignaðist dóttur. í Brunngötu 12 bjó einnig önn ur Hólrnfríður, frænka Guðjóns, og maður sem hét Sigurvin var þar í húsmennsku á síðari ár- um. Þar ólst einnig upp fóstur- systir Guðjóns, Sigríður Guð- mundsdóttir, ættuð frá ísafirði, nú gift Friðþjófi Jóhannessyni loftskeytamanni á Gullfossi. Milli Guðjóns og heimilis- fólksins að Brunngötu 12 voru órofa tengsl og kærleikur, sem hélzt, þótt atvikin höguðu því þannig til, að Guðjón fór fljótt að heiman suður á bóginn og gerðist skipsmaður hjá bróður sínum, Kristjáni, sem þá var skipstjóri á togaranum Andra. Á togaranum Andra voru þeir bræðurnir allir um tíma. Það var á þrengingarárunum, þegar atvinnuleysi og lág laun hrjáðu þjóðina. • Kristján bróðir Guðjóns var mikill skipstjóri og afburða afla- maður. Skipshöfn hans var úr- val dugandi og kjarkmikilla sjó- manna, sem bjuggu og störfuðu í sátt og einingu eins og stór fjölskylda. Haft var á orði, að Kristján þyrfti færri menn á dekki held- ur en aðrir skipstjórar, vegna þess hve skipshöfnin var dug- andi og samhent. Skipsrúmin á Andra voru eftirsótt vegna orð- rómsins um eininguna um borð. Þar báru menn meira úr býtum en á flestum öðrum fiskiskipum og gátu þar af leiðandi veitt fjöl- skyldum sínum meira heldur en almennt gerðist. Til marks um samstöðu skips- félaga Guðjóns mætti nefna árs- hátíðir þeirra og sumarferðalög. Nokkrum sinnum urðu þeL' skips félagar fyrstir að marki í kapp- róðri á sjómannadaginn og hlutu verðskulduð verðlaun. Guðjón var mikill skorpumað- ur, svo notað sé hans eigið vest- firzka orðalag. Ekkert átti verr við hann en leti og ómennska. Hann vann af kappi öll verk, var mjög árvakur og var ekki ánæg^ur nema að hann væri kominn nokkuð löngu áður en vinnustundin hófst. Guðjón byrjaði um fermingu að róa með gömlum hörðum sjó- sóknurum á ísafirði. Af því, sem hann lærði af þeim, taldi hann sig hafa búið að allt lífið og einn ig þvi, hve fóstra hans bjó nota- lega út bitakassann hans, þegar öðrum var skammtað lítið. Ekki væri það ótrúlegt, að hann með sínu stóra hjarta hefði þá miðl- að af bita sínum þeim sem mina fengu. Guðjón var framúrskarandi stórtækur maður, sem gat gefið og staðið eftir með tómar hend- ur, ef leitað var til hans fyrir þá, sem bágt áttu. Sigríði stjúpmóður sína og hennar yngstu börn, Þuríði og Bernódus, hafði Guðjón alla tíð kúnningsskap við. Kvæntur var Guðjón Kristínu, dóttur Halldórs Guðmundssonar, bónda í Magnússkógum í Dala- sýslu og konu hans Ingibjargar Sigríðar Jensdóttur frá Hara- stöðum á Fellsströnd. Guðjón og Kristín eignuðust fjögur börn: Ingva verksmiðju- stjóra í Borgarnesi, sem kvænt- ur er Þóru Magnúsdóttur Joch- umssonar fyrrverandi póstmeist- ara; Hólmfríði Kristínu, sem gift er Böðvari Valtýssyni rafvirkja, syni Valtýs Guðmundssonar frá Miðdalskoti í Laugardal; einnig tvíbura, Katrínu Maríu og Lovísu Ósk, sem báðar létust á unga aldri. Kristín og Guðjón byrjuðu bú- skap að Óðinsgötu 14 í Reykja- vík og bjuggu þá í sambýli við Elísaebtu systur Kristínar og mann hennar Sigurð íshólm. Á Óðinsgötunni bjuggu þau þar til þau eignuðust sína eigin íbúð að Flókagötu 27. Milli ofangreindra heimila voru alla tíð mjög náin tengsl og börnin frá báðum heim ilunum eins og stór systkinahóp- ur. Þótt húsrýmið væri lítið, var á þessum heimilum einskonar miðstöð fyrir fjölskyldumar að vestan og annað venzlafólk. Hjá Guðjóni og Kristínu var alltaf nóg á borðum, því þar voru samhentar tvær persónur. Húsbóndinn dró vel að sínu heimili, og húsfreyjan hagsýn og mikil húsmóðir. Hlýja ogtylur umvöfðu alla, sem þangað komu. Ég sem þetta rita þakka allt, sem ég hef notið á þeirra heim- ili, en því verður ekki með orð- um lýst. Ég þakka Guðjóni mági mínum, alla föðurlega umhyggju og góðvild, sem ég hef notið á heimili hans um áratugi og hugsa með djúpri sorg til þess að mæta þar ekki lengur hlýju handtaki húsbóndans, sem ávallt var heima utan vinnustunda. Ég minnist nú margra stunda, er Guðjón kom af hafi úr sigling um, glaður og reifur, með fang- ið fullt af varningi og leikföng- um, og mætti með barnslegu hjarta, mjúkum litlum höndum, sem vöfðu sig um háls hans með þakklæti. Það voru ekki síður börn Elísabetar mágkonu hans en hans eigin börn, sem nutu með gleði heimkomu hans af haf inu. Fyrir öllum var hugsað. Eng inn var skilinn eftir. Guðjón var einstaklega góður maður og hreinskilinn við hvern sem í hlut átti. Tengdaforeldr- um sínum reyndist hann sem bezti sonur. Hann var vinsæll meðal vinnufélaga, góður og um hyggjusamur heimilisfaðir. Hann gat leikið sér sem lítið barn við barnabörnin, sem sóttust mjög eftir félagsskap við hann. Hið frjálsa sjómannslíf átti vel við Guðjón. Eftir að hann hætti sjómennsku og gerðist starfs- maður á Póststofunni í Reykja- vík, saknaði hann sjávarloftsins, og hugur hans leitaði oft til hafs- ins. Sjómannsblóðið rann áfram í æðum hans, þótt fast land væri undir fótum. Hann vann unzhann helsjúkur var fluttur á sjúkra- hús og andaðist eftir einnar viku sjúkdómslegu. Slík endalok voru táknræn í sambandi við allt hans líf. Góðir menn eins og Guðjón Kristjánsson eru tilbúnir til ferð ar yfir landamæri lífs og dauða hvenær sem kallið kemur. Fóstra hans, sem gekk honum 1 æskn í móður stað, bjó hann svo vel undir lífið, skammtaði svo vel f bitakassann hans og kenndi honum að treysta á hann, sem ræður ríkjum í hinu eilifa draumalandi á bak við hafið. Þangað er hann nú fluttur eftir allar ferðir á sjó og landi. Litlu barnabörnin kveðja nú sinn góða afa og munu lengi minnast leikjanna við hann. Eiginkona, sonur, dóttir og tengdabörn minnast elskulegs heimilisföður. Minningin um hann mun lifa sem ljósgeisli I hugum þeirra og einnig systkina hans, tengdafólks og annarra, er þekktu hann bezt. Með djúpu þakklæti kveð ég þig, mágur minn, og bið Guð að blessa minningu þína. Jensína Halldórsdóttir. Sprungin æð í heiln — var dánaror- sök Ferries New Orleans, 28. febr. N'T3 LÆjKNIR sá, er hafði ums.jón með krufningu á líki Davids Ferries — manns þess, er tal- inn var geta gefið upplýsing- ar varðandi morðið á Kenne- dy forseta — staðfesti fyrir rétti í New Orleans í dag, að hann hefði látizt af eðlileg um orsökum. Banamein nans hefði verið sprungin æð í heila, en ekkert hefði fund:zt sem benti til þess, að hinn látni hefði nýlega neytt áfeng is, arseniks, cyanids eða ann- arra eiturefna. Hjartans þakkir tH allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum gjöfum og skeyt- um á 70 ára afmæli mínu 28. febrúar síðastL Lifið heiL Sveindís Hansdóttir Ingólfsstræti 7a, Reykjavík. Kærar þakkir flyt ég öll- um þeim, sem sýndu mér vin- semd á áttræðisafmælinu 27. febrúar síðastliðinn með heillaskeytum, blómum hlýjum ummælum. og Lifið heil. Þorvaidur Sigurðsson frá ÓlafsfirðL Alúðarþakkir færi ég 511- um þeim er heiðruðu mig með gjöfum, heimsóknum og heilla skeytum á 80 ára afmæli mínu 27. febrúar. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir, Skeiðarvogi 137, Ykkur öllum sem minntust mín þann 10/2 s.l. færi ég mínar beztu þakkir. Sérstak- ar þakkir færi ég verka- kvennafélaginu Öldunni, Sauð árkróki fyrir hlýjar kveðjur og fögur blóm. Ástríður Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.