Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 3
• HÚN VAKNAÐI Framlhald af bls. 1 sama vegg og eldurinn kom upp L Húsið fuðraði upp. Við náðum einnig tali af syni Sigþrúðar, Sigurði Rún- ari Jónssyni sem er 12 ára að aldri og hann sagði: — Ég vaknaði strax og mamma hristi mig. Þá var svo mikill reykur í herberginu. oð ég gat ekkert séð. Ég gat þó lokað hurðinni að herberginu, því ég hélt að það myndi forða því að eldurinn breiddist út. En það hafði ekkert að segja, húsið fuðraði upp og við gát um ekki bjargað neiniu af eig um okkar, ekki einu sinni föt um til að ganga L Herbergið fullt af reyk. Hjónin, Lilja Margeirsdótt ír og Flosi Ólafsson, voru ekki heima þegar eldsins varð vart, og svaf sonur þeirra, Ólafur, Sigþrúður Sigurðardóttir ásamt syni sinum Sigurði Rúnari, en hún varð fyrst allra vör við eldinn. tíu áira einn á efri hæðinni. Við fengum hann til þess að segja okkur örlítið frá þess- um atburði, og var hann þá hinn hressasti, og ekki að sjá að atburðir næturinnar hefðu fengið neitt á hann, — Ég vaknaði við það, að konan kom upp stigan. og kallaði, Flosi, Flosi, sagði hann. Þá var svo mikill reyk- ur inni hjá mér, að ég gat ekk ert séð, og ég varð að brjóta svefnherbergisgluggann til að getað andað. Ég ætlaði að fara út í gegnum gluggann og út á svalirnar, og síðan að klifra niður, þvi ég hélt að allt væri logandi niðri og ekkert hægt að komast. Þá kallaði konan að við kæm- umst niður stigann og út bak- dyramegin, og hætti ég þá við að fara út um gluggann. Fór ég aftur til baka og komust við öll út. — Varstu ekki hræddur þeg ar þú vaknaðir? Ólafur Flosason yppti bara öxlum við spurningunni, og fékk að launum klapp á koll- inn frá pabba. Hjónin Flosi Ólafsson, leikari og Lilja Margeirsdóttir, ásamt syni sínum Ólafi. sem bjarg- aðist naumlega úr eldsvoðanum í Lækjargötu. (Ljósm. Tómas Jónsson). Hólf mílljón n hnlfmiðn FÖSTUDAGUNN 10. marz var dregið í 3. flokki Happdrættis Háskóia íslands. Dregnir voru 2,000 vinningar að fjárhæð 5,500, 000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500,000 krónur, kom á hálfmiða númer 657. Voru allir hálfmiðarnir seld- ir í umboði Arndísar Þorvalds- dóttur, Vesturgötu 10. 100,000 krónur komu á hálf- miða númer 43,820. Þrír hálf- miðarnir voru seldir í umboði Þóreyjar Bjarnadóttur I Kjör- garði, en fjórði hálfmiðinn var seldur í umboðinu í Sandgerði. 10,000 krónur: 656 658 1344 4559 7614 12799 15899 16959 18695 21585 22031 22469 24263 25189 28336 30989 33023 35696 36501 36701 37565 41193 41890 44036 47569 49311 57863 (Birt án ábyrgðar) Tveggju og þriggja vikno íslandsferðir í TILKYNNINGU, sem Mlbl. hef- ur borizt frá Dansk-Islandsk sam fund í Kaupmanna/höfn, segir, að félagið gefi meðlimum sínum kost á tveggja og þriggja vikna fslandsferðum í sumar. Er með- limum félagsins boðin þátttaka í tveimur ferðum, annars vegar ferð, sem stendur yfir frá 29. júní til 20. júlí og hins vegar ferð, sem stendur yfir frá 4. júli til 18. júlí. í báðum ferðum er flogið frá Kaupmanna'höfn til Keflavíkur og sömu leið til baka. TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGAR ” PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700 © Hvað er w „Stórtry gging ” ? Stórtrygging er sérstaklega hagkvæm LÍFTRYGGING, sem Almennar Tryggingar hafa selt á undanförnum árum. Ræðið við umboðsmenn vora um þessa athyglisverðu líftryggingu, sem er sniðin eftir nútíma þörfum og óháð verðbreytingum. STAKSTEIMAR Stalin og Hitler f ræðu þeirri, sem forsætís- ráðherra flutti á Alþingi sJ. fimmtudag um utanrikis- og alþjóðamál, sagði hann m.a.: „Við skulum minnast þess þeg- ar Einar Olgeirsson heldur þvi fram, að hann hafi sett fram tillögur um ábyrgð annara rikja á sjálfstæði íslands undir skugga Munchen-sáttmálans og yfirvof- andi styrjaldar, að stríðið 193» brauzt því aðeins út, og það var alger forsenda fyrir því að það hófst, að Stalín samdi við Hitt- er. Mér dettur ekki ttt hugar að halda þvi fram að rússneska þjóðin hafi viljað stríð frekar en þýzka þjóðin, en það voru þessir tveir einræðisherrar sem sömdu um að hleypa seinni styrj öldinni af stað. Fram hjá þessu verður aldrei komizt og Einari Olgeirssyni tjáir ekkí að segja að þessi hætta hafi fyrst hafizt með Múnchen-sáttmálanum. Við getum sagt, að Bretar hafi þeg- ar samið af sér og má þó spyrja. Var ekki skynsamlegt að gera úrslitatilraun til þess að koma í veg fyrir nýja stórstyrjöld? Munchen-sáttmálinn brást ekki vegna þess að hann var gerður, heldur vegna þess að hann var svikinn. Hann var svikinn af Hitler í ársbyrjun 1939 og eftir þau svik var Hitler fyrst orð- inn, að mati Rússa, samningshæf ur. Þetta eru þær staðreyndir, sem vert er að hafa-í huga, og ástæðulaust er að snúa við eins og Einar Olgeirsson reyndi að gera í sínum málflutningi“. Var Lúðvík hræddur? Forsætisráðherra vitnaði einn- ig í ræðu sinni, í grein, sem Lúð- j vík Jósefsson skrifaði í Þjóðviij- ! ann á tíma vinstri stjórnarinnar, en greinin heitir „Hverjir hafa svikið í hersetumálunum“. Þar segir Lúðvík meðal annars: „Ástæðan til frestunarinnar var sú að með hernaðarárás Breta og Frakka á Suez og óeirðunum, sem brutust út I Ungverjalandi í nóvembermánuði tókst hernaðar- sinnum og ýmsum afturhaldsöfl- um í Reykjavík að þyrla upp slíku moldviðri hlekkinga og æsa upp svo ýmsa sakleysingja að óhugsanlegt var, á meðan sú æs- ingaalda stóð yfir, að koma fram endurskoðun á hernámssamning- um við Bandaríkin í þeim anda, sem Alþýðubandalagið hafði á- kveðið." — Og síðan: „Þeir aðilar úr Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum, sem lofað höfðu að vinna að því að herinn færi úr landi, gáfust upp fyrir þess- um æsingum afturhaldsins, sem skipulagði upphlaup hér og þar í bænum, brutu rúður í húsum, réðust á fólk og hótuðu limlest- ingum.“ Um fyrirslátt Lúðviks fórust forsætisráðherra m. a. orð: „Hann segist ekki sjálfur hafa verið hræddur, en það voru féiagar hans, Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson, Guð- . mundur 1. Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason, sem voru svo hrædd- ir að þeir skulfu á beinunum, en hetjan óhrædda gugnaði og þorði ekki að bera upp málið fyrr en tveimur árum síðar. Það var að- faranótt 3. des. 1958, þegar ráðið var að vinstri stjórnin mundi segja af sér, sem flokkur Lúðviks Jósefssonar fyrst mannaði sig upp og gerði samþykkt um að það skyldi ákveðið síðar hvenær Alþýðubandalagið gerði það að fráfararatriði, hvort staðið yrði við loforðið um brottför hersins I eða ekki“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.