Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 30
30 MOíítíUNtíLXÍHÍ), LAUéXRÓAGtJR lf.!<í/lÁtt£ 106*?; Hefur brotið upp a morgum nýjungum, verið forystufélag í ýmsum greinum og átt marga R 60 ára í dag beztu íþróttamenn landsins ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur er 60 ára í dag. Félagið var stofnað l'l. marz árið 1007, en aðalhvata- maður að stofnun þess var Andreas J. Bertelsen og var hann jafnframt fyrsti formaður ÍR. Frá stofnun félagsins hafa 17 menn veitt því formennsku. Nú- verandi formaður ÍR er Sigurður i>orsteinn Hallgrimsson bezt- körfuknattleik. Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi- liðsstjóri. Fyrir 20 árum var stofnað Formannafélag ÍR, en það , skipa fyrrverandi formenn félagsins. Formannafélagið stend ur í beinu sambandi við stjórn félagsins og hefur m. a. úrslita- vald i meiri háttar ráðstöfunum varðandi fjármál og eignir fé- lagsins. Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, er heiðursformaður félagsins. Forystufélag ÍR er fyrsta iþróttafélagið hér- lendis, sem hefur þau megin- stefnumál í lögum sínum að efla fimleika og frjálsar íþróttir, en félagið efndi m. a. til fyrsta frjálsíþróttamótsins, sem haldið var í Reykjavík — árið 1911. Forystumenn ÍR voru á sínum tíma aðalhvatamenn að stofnun ÍSÍ, má þar einkum nefna Helga Jónasson frá Brennu, sem var einn mesti áhugamaður og drif- fjöður um íþróttir í áratugi. ÍR efndi til víðavangshlaups árið 1916, en víðavangshlaup ÍR' þótti hér áður fyrr einn mesti íþróttaviðburður hvers árs. — Hlaupið hefur farið fram á hverju ári og oft með miklum glæsibrag. Hin síðari ár hefur verið daufara yfir hlaupinu. Á þeim 60 árum, sem liðin eru frá stofnun ÍR hefur félagið fært mjög út starfsemi sína. Á stefnu- skrá ÍR eru nú sex íþróttagrein- ar, frjálsar íþróttir, sund, fim- leikar, handknattleikur, körfu- knattleikur og skíðaíþróttír. Fé- lagið á og hefur átt frábæra íþróttamenn og konur innan sinna vébanda. Mun nú getið helztu atriða í afrekum hinna ýmsu íþróttadeilda. Frjálsar íþróttir Á undanförnum áratugum hef- ur ÍR verið eitt fremsta félag landsins í frjálsum íþróttum, þó að misjafnlega hafi egngið frá ári til árs. Um þessar mundir er ÍR með sterkustu unglinga- flokka landsins í frjálsíþróttum og mesti afreksmaður íslands í frjálsíþróttum nú, er ÍR-ingur- inn Jón Þ. Ólafsson. Á sl. ári hlaut ÍR flesta íslands meistara í frjálsum iþróttum, þegar allir aldursflokkar eru reiknaðir. For- maður Frjálsíþróttadeildar er Karl Hólm, en þjálfarar Jóhann- es Sæmundsson og Karl Hólm. Sund Sunddeildin hefur oftast verið fámenn. ÍR-ingar hafa verið sig- ursælir á sundmótum og hlotið fleiri meistaratitla á íslandsmót- um undanfarinna ára, en nokkurt annað félag. Sundmet á ÍR einn- ig flest. Á sl. ári setti Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir fleiri íslands- met en nokkur annar, eða 13 talsins. Aðaláherzlan er nú lögð á yngri flokkana í Sunddeild- inni, en nýlega tók hinn kunni sundkappi og ÍR-ingur Ólafur Guðmundsson við þjálfarastörf- um hjá deildinni. Formaður Sunddeildar er örn Harðarson. Handknattleikur Handknattleiksmenn ÍR starfa af miklum dugnaði, en margir ungir og efnilegir leikmenn æfa hjá Handknattleiksdeildinni. — Meistaraflokkur ÍR leikur nú í 2. deild og hefur staðið sig vel i vetur, þó ekki tækist að að sigra í deildinni að þessu sinni. 2. flokkur handknattleiksmanna ÍR er með þeim beztu hér og hefur náð góðum árangri. Þjálfarar Handknattleiksdeildar eru Sig- urður Bjarnason og Þórarinn IK-ingar 17. júní fyrir um 20 árum. Körfuknattleikur Ein fjölmennasta og dugmesta deild ÍR er Körfuknattleiks- deildin og afrek ÍR-inga hafa verið frábær á undanförnum ár- um. Meistaraflokkur ÍR var ó- sigrandi um árabil og er enn í fremstu röð. ÍR-ingar hafa orðið Olafur Guðmundsson þjálf ar ungt sundfólk. Tyrfingsson, en Þórarinn er jafn- framt formaður deildar og einn bezti handknattleiksmaður fé- lagsins. Jón Þ. Ólafsson segir ung um til í hástökki Cloy móti Spencer í jnlí — og e.t.v. Bonaveno í maí C5ASSIUS Clay mun verja titil sinn í þungavigt hnefaleika fyrir Thad Spencer í júlímánuði. Sagði framkvstj. Spencers að gengið hefði verið munnlega frá samningum við framkv.stj. Clays og færi leikurinn fram í San Francisco — heimaborg Spencers. Næsti leikur Clays er hins vegar gegn Zora Folley og verð- ur i New York 22. marz. Líður svo langt milli áðurnefndra leikja, því Clay hefur hug á Tokíóferð og raddir hafa heyrzt um að hann muni í þeirri ferð mæta Oscar Bonaveno frá Arg- entínu. Spencer hefur leikið 31 leik 9Íðan hann gerðist atvinnumað- ur, unnið 26 en tapað 5. Þrettán leikja sinna hefux hann unnið a rothöggi. • íslandsmeistarar í karlaflokki oftar en önnur félög samanlagt að öllu atgervi, líkamlegu sem og nú er ÍR íslandsmeistari í kvennaflokki. í yngri flokkunum er árangurinn einnig mjög góður og oft hefur félagið hlotið fleiri sigurvegara á Reykjavíkur- og íslandsmótum en öll önnur félög samanlagt. Formaður Körfuknatt leiksdeildar er Helgi Jóhanns- son, og aðalþjálfarar Helgi Jó- hannsson og Einar Ólafsson. Skíðadeildin Eitt mesta átak Skíðadeildar- innar á sl. áratug er bygging Skíðaskálans í Hamragili en þar í kring er ágætt skíðaland. er innan vébanda ÍR og á undan- förnum árum hefur félagið hlotið fjölmarga Reykjavíkur- og ís- landsmeistara. Formaður Skíða- deildar er Sigurjón Þórðarson. Fimleikar Hér áður fyrr átti ÍR marga frábæra fimleikamenn og konur. Fimleikaflokkar félagsins fóru í sýningarferðir bæði innanlands og utan og gátu sér frægðarorð. Á siðustu árum hefur fimleika- íþróttin farið halloka fyrir öðr- um iþróttagreinum og er það miður. Er vonandi að á þessu verði breyting fyrr en síðar. Inn- an ÍR er nú aðeins frúarflokkur. Skíðamót ungíinga í DAG hefst keppnin á Ungl- ingalandsmóti skíðafólks og hefst keppnin með stórsvigsikeppni í Jósefsdal kl. 12 á hádegi. Síðdegis í dag verður keppt í skíðagöngu í Hveradölum. Á morgun verður keppt 1 svigi í Hamragili og í stökki í Flengingabrekku. Fjölmennt lið unglinga víða að keppir og er án efa gaman aí að sjá keppnina. Mörg og góð afrek Hér hefur verið minnzt lítil- lega á íþróttastarf ÍR og stiklað á stóru. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn og margt gott verið gert, afrek mikil og góð. Hverju íþróttafélagi er nauðsyn að eiga góða afreksmenn, en þeir verða þó að vera meira, þeir verða að sýna með framkomu sinni og drengskap, að íþróttirn* ar geri menn ekki aðeins sterka líkamlega, heldur og andlega. íþróttamaðurinn á að vera fyrir- mynd í drengskap og góðri fram- komu. Þýðingarmesta atriðið í íþrótta- starfinu er þó að fá sem flesta með í íþróttirnar. Aðalsetur ÍR undanfarna ára- tugi hefur verið ÍR-húsið við Túngötu. Húsið er lítið og ófull- komið, en hefur þó gert sitt gagn. Helzta verkefni forystumanna ÍR næstu árin verður að skapa fé- laginu athafnasvæði. Fyrir rúmu ári sótti ÍR um athafnasvæði til borgaryfirvaldanna í hinu nýja F ossvogshverf i. Engin ákveðin svör hafa borizt við umsókninni en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Afmælishátíð og afmælismót í tilefni 60 ára afmælis lR efnir félagið til hátíðar í Lidó föstudaginn 7. april. Verður nán- ax skýrt frá tilhögun síðar. Hinar ýmsu deildir félagsin* munu efna til afmælismót* en fyrsta mótið verður 4. apríl, af- mælissundmót í Sundhöflinni. Önnur mót eru ekki ákveðin enn. Körfuknattleikur um helginu Körfuknattleiksmóti íslands verður haidið áfram um helgina og verður leikið bæði í 1. og i yngri flokkunum. Dagskrá móts- ins um helgina er þessi: Laugardagur 11. marz kl. 20:16 að Hálogalandi: 2. fl. kvenna: ísafjörður - Skalla grímur. 2. fl. karla: ÍR - Skallagrímur. 3. fl. karla: ÍR - Skallagrínaur. 2. fl. karla: ÍKF - Á. Sú 'breyting verður á leifeskrá. að á sunnudag 12. marz kl. 14, fara fram eftirtaldir leikir í íþróttahöllinni. 2. fl. karla: ÍR - KR. 1. flokkur karla: ÍR - KFR. 1. deild: Ármann - ÍS. Staðan í 1. deild er nú þessi: KR 4 4 0 0 337-172 8 ÍR 4 4 0 0 256-186 8 KPR 5 3 0 2 343-369 6 ÍKF 6 3 0 3 329-371 6 Á 5 1 0 4 232-264 2 ÍS 6 0 0 6 313-458 0 Breiðablik Knottspyrnudeild Breiðabliks í Kópavogi heldur spilakvöld sunnudaginn 12. marz í Æsku- lýðsheimilinu við Álíhólsvae kL 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.