Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 17
' ' ' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 19OT, 17 Traktoraslysin og varnir gegn þeim f HANDBÓK bænda 1965 e* að firuia smágrein er nefnist: Drátt- arkrokur. Greinin er sögð tekin eftir Búnaðarblaðinu 1964. í þessari nefndu grein er rætt k mjög þarfan hátt um það hvernig traktorum er beitt fyr- ir æki, sérstaklega vagna. Þar segir meðal annare: ,,Nú eru komnir á markaðinn dráttarkrókar, sem tengdir eru við vökvalyftu traktorsins. í Noregi er það skylda að hafa elíka króka á traktorunum.*1 Víst eru það orð í tíma töluð *& ráða mönnum til þess að hafa vökvakróka á traktorum ■ínum, og vara við þeim ósið og þeirri hættu sem því fylgir að tervgja þung æki þannig við traktor sem enn er vanalegast hér á landi, það er að tengja ækið við dráttarbeizli traktors- ins. Hve fráleitt þetta er og hættulegt ætti að vera öllum, lem nokkra þekkingu hafa á traktorum og traktorakstri, meira en fullljóst. Það er alveg •trúlegt hve hér er látið skeika að sköpuðu um þessa hiluti. Auk- velt mun að sanna, að hér hafa orðið dauðaslys sökum óskyn- ■amlegar tengingar ækis við traktor án vökvavirks drátt- arkróks —- vökvakróks. En hvað þá um þessa vökva- króka, sem vel má nefna svo, en sem á Norðurlandamálunum oft er nefndur „Hydraulisk trekk krok“. Er þetta einhver nýjung sem ekki hefir verið kostur á til notkunar fyrr en hin allra *íðustu ár? (1964—1965?) Ó nei, ekki aldieilis. Það er eitthvað annað sem veldur, að á þúsundum bændabýla á landi hér er ekið með traktorum án vökvakróks, og mjög oft við sllkar aðstæður og við þann rirhtt, að meira veldur heppni og Biembilukka en vit og forsjá að oigl verður að slysL Nei, vökvakrókurinn er ekki alveg ný tækni við traktorakstur hér á landi. ,,,Saga“ vökvakróks- ins hérlendis er táknræn fyrir það tómlæti sem því miður rík- ir um öryggi við traktorakstur og traktorstörf. Dauðaslysin mörgu og sprglegu virðast ekki megna að vekja mannskapinn, ■em helzt ætti um þetta að hugsa, til skynsamlegra aðgerða sem vel eru framkvæmilegar til varn ar gegn slysum. Eitt af því er óneitanlega notkun vökvakróks- ins. Vil ég þvi rekja „sögu“ hans, þótf mér sé málið dálítið skylt. Arið 1957 átti ég aðild að þvi •ð flytja inn norskan mykju- dreifara af nýrri gerð. Ég beindi vélinni upp að Hvanneyrb til reynslu þar hjá Verkfæranefnd ríkisins. Skömmu síðar var hringt til mín frá Hvanneyrb þsu- var illt í efni sagði tilrauna- Btjóri nefndarinnar, það var ekki hægt að tengja mykjudreifar- »nn við neinn af þeim traktorum Km voru í eigu skólans, þar á meðal nýlegur disiltraktor Fergu son. Mér var ekki Ijóst, fremur en tilraunastjóranum, hverju þetta sætti. Hringdi ég án taf«r austurá J aðaj-^^if^miáíunnar "Séíh' smíðað hafði dreifarann og tjáði framkvæmdastjóra hennar og eiganda fregnina frá Hvann- eyri. Hann sagðist ekkert botna 1 þessu, mykjudreifarinn ætti að tengjast á „hydrauliska drátt- arkrókinn" á traktornum, á venjulegan hátt, og það gætu ekki verið nein vandkvæði á þvb Ég greip hin norsku orð mannsins um dráttarkrókinn, vissi að Ferguson traktorar voru allra traktora venjulegastir á Jaðri. fór til fyrirtækisins Drátt- arvélar og fékk þar að líta á ensk söluplögg varðandi Fergu- son traktora, þar fann ég fljótt það sem um var að ræða, hinn vökvavirka dráttarkrók — vökva krókinn, eða Automatic Hitch sem þessi búnaður er kallaður á ensku, og sem í Pergusonplögg- unum var skilgreindur sem auka búnaður fáanlegur með traktorn um. Ég fékk svo flugsendan slíkan vökvakrók frá Noregb kom hon- um upp að Hvanneyri, mykju- dreifarinn var reyndur. Hinn sjálfvirki drtátarkrókur, vökva- krókurinn, eða hvað sem menn vilja kalla þennan tæknibúnað, hafði hafið innreið sína í is- lenzkri búnaðartækni, og senni- lega er hinn umræddi krókur enn í notkun á HvanneyrL Þegar þetta bar við, sem raun- ar er ekki mikið frásagnarefni, voru liðin 11 ár frá því ég hætti beinum afskiptum af innflutn- ingi búvéla, þar með taldir trakt- orar, sem framkvæmdastjóri Búnaðardeildar SÍS. Og jafn- mörg ár voru frá því að búnað- arfræðslu málgagn Búnaðarfé- lags íslands Freyr óskaði „is- lenzkum landbúnaði til hamingju með þau málalok" — að ég myndi ekki framar koma nærri vali og innflutningi búvéla. Að þessu athuguðu var ekkert und- aukabúnaður. en langflestir kaupa krókinn um leið og þeir kaupa nýjan traktor. Og hann bætti við: Ég beld það sé nóg um traktorslysin, þótt reynt sé að draga úr hættunni með því að hafa vökvakrók á traktorun- um. Þannig leit þesei mikli trakt- or-sali á þetta, og þannig var þessu farið í Noregi 1957 — og er auðvitað enn. — En hér á íslandi var þessi tækni-búnaður óþekktur — að því er virtist — og ekki til sölu. Enn er eins að geta í þessu sambandi. í skýrelu Verkfæra- nefndar ríkisins 1957 (um til- raunir það ár) var sagt frá mykjudreifaranum norska — Doffen, þar segir svo: „Ekki er hægt að tengja dreif- arann beizli traktorsins, heldur verður að nota sérstakan drátt- arkrók, sem hægt er að fá við Ferguson-traktor, og hann verð- ur að panta sérstaklega.-------- Er einka-r hentugt að nota þenn- an dráttarkrók fyrir vagna.“ Heyra má að nefndinni hefir lit- izt vel á krókinn, en þó kemur þessi umsögn þannig fram, að hún bendir nánast til þess að það sé nokkur „galli“ á mykjudreif- Ef þungt æki er tengt við dráttarbeizli traktorsins verður dráttar- og átaksstefna óheppileg, of hátt uppi. Traktorinn verður óstöðugur í akstri og ef hann prjónar getur hann farið alveg aftur yfir sig. Ökumanni er þá — í flestum tilfellum bani vís. arlegt þótt ég hefði ekki um þessar mundir fylgzt neitt veru- lega með hver ný tækni bauðst á þessu sviðb og vissi ekki um vökvakrókiinn. Enda var vökva- lyftu-tæknin vart komin fram sem búnaður á venjulegum heim ilistraktorum, er ég hætti störf- um hjá SÍS 1945. Hitt var meira og ótrúlegra, að á árunnum 1949—1956 hafði Ferguson umboðið — Dráttar- vélar, flutt inn og selt um 1600 Ferguson traktora án þess að einn einasti þeirra væri búinn vökvakrók. Umboðið hafði ekki einu sinni fengið sér sýnishorn af slíkum tæknibúnaði. Þeir sem þar voru áð verki virtust ekki hafa neinii áhu^° Æyíir þéSSarr ityjtlhg, hvort sem þeir þekktu til hennar skal ósagt látið. Þá var enn annað eigi síður ótrúlegt, og stórum ótrúlegra en fávísi mín, að Verkfæranefnd ríkisins, sem reynir búvélar, vissi í þann tíma ekkert um vökvakrókinn, engin deili á hon- um, sem berlega kom fram er reyna skyldi mykjudreifarann norska, svo sem fyrr var sagb Síðar á sama ári — 1957 — var ég staddur í Stafangri og spurði þá aðalumboðsmann Ferguson (Massey-Ferguson) traktoranna í Noregi, hvort bændur fengju ekki traktoranna búna vökvakrók þegar þeir keyptu þá. Svarið var á þessa leið: — Þú veizt að þetta er arannum, að það þurfi að búa traktorinn sérstökum dráttar- krók til þess að hægt sé að nota dreifarannJ Ég reyndi þegar árið 1957 og 1958 að vekja athygli á vökva króknum og þessari nýju drátt- artækni, ritaði um þetta í Morg- unblaðinu — ef ég mann rétt — og í Ársrit Ræktunarfélags Norð urlands 2.—3. hefti 1958. Ekki mun sú viðleitni hafa borið mik- inn árangur, þó munu einstaka bændur hafa tekið upp þessa ný- bretyni. Heildar útkoman er þó ekki betri en svo. að árið 1965 er, svo sem sagt var í þessa^; grerhár, bændum leið- beint um notkun vökvakróksins með orðunum: „Nú eru komnir á markaðinn dráttarkrókar, sem tengdir eru við vökvalyftu trakt- orsins“. Eins og þetta sé alger nýjung. Framsókn búvélasala og Íeiðbeiriingamanna á árunum 1958—1965 að útbreiða þessa mik ilsverðu tækni virðist hafa ver- ið hæg og róleg, og árangurinn er eftir því. Enn er það svo, að vart mun meira en 10% þeirra bænda sem kaupa traktora fá þá búna vökvakrók. Nokkrir bænd- ur kaupa krókinn síðar, í lausa- sölu, en allur þorri þeirra trakt- ora sem notaðir eru á búum bænda er án vökvakróks. Sá tæknibúnaður er ekki notaður tii öryggis og verkaléttir. Því er þannig farið, að vökva- Þegar vagninn er tengdur á vökvakrókinn verður dráttarátakið neðarlega og eðlilegt. Við það verður traktorinn stöðugri í akstri. Um leið er stórum minni hætta á að traktorinn fari að prjóna, þótt óvænt fyrirstaða verði. Og þótt svo illa tak- ist til að traktorinn lyftist upp að framan — prjóni — fer hann í fæstum tilfellum alveg aftur yfir sig, og ökumaður- inn hefir svigrúm til að snarast af traktornum áður en svo illa fer. krókurinn er ekki bara mikils- vert öryggisatriði við traktor- akstur margháttaðann, hann er einnig til stórkostlegs verkalétt- is, ef traktorvagnarnir eru — um tengibúnað — gerðir í sam- ræmi við krókinn. Kemur þetta sér hvað bezt þegar unglingar eru að starfi. Það er blátt áfram óhuggulegt hvaða Kleppsvinnu- erfiði margur traktormaðúrinn verður að leggja á sig við að beita traktor fyrir æki, sökum þess að traktorinn er ekki bú- inn vökvakrók, og vagninn sem draga skal ekki við hæfi slíks búnaðar. Að mínu viti ætti að vera vandalítið að lagfæra þessa traktorvinnuhætti langt fram yfir það sem gert hefir verið til þessa. Ekki er það rétt sem segir í Handbók bænda 1965, að í Nor- egi sé ,,það skylda að hafa slíka króka á traktorunum“ — þ. e. vökvakrók. Það er engin skylda, en þykir sjálfsagt, svo sjálfsagt að öll skylduákvæði um slíkt eru algerlega óþörf. Bn í efni er að setja ákvæði um gerð vökva- króksins — stöðlun hans og drátt araugans á traktorvögnum, það er augans sem gengur á krókinn. Þegar það kemst á má segja að vökvakrókurinn sé orðinn skyldu búnaður á öllum traktorum, þótt svo sé eigi enn. Að öllu athuguðu tel ég að mjög komi til mála að gera það að skyldu að allir nýir traktor- ar, sem seldir eru hér á landi, séu búnir vökvakrók (Automatic Hitoh). Virðist vel mega ákveða þetta í reglugerð, svo sem gert var, er ákveðið var, að frá 1. janúar 1966 mætti ekki selja traktora nema þeir væru búnir veltutraustu húsi eða öryggis- grind. Það voru mistök er ákvæði um vökvakrók á traktorum voru eigi sett samtímis ákvæðunum um hin veltutraustu hús og grindur. En lengi má um bæta og auka við ákvæði í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Á Alþingi því er nú situr hefir verið flutt frumvarp um breyt- ing á umferðarlögunum frá 1958. Þar segir svo: „Þeir unglingar, sem náð hafa 14 ára aldri, mega þó án öku- skírteinis aka dráttarvél, þegar hún er notuð við jarðyrkju- gða heyskaparstörf utan alfaraveg- ar. Yfirbyggt skýli skal vena á slíkum dráttarvélum“. Hið mesta atriði þeirrar breyt- ingar, sem hér er gert ráð fyrir er að banna með öllu. að ungl- ingar (og börn), sem ekki hafa náð 14 ára aldri, aki traktor. Margt má tilfæra með og móti þessu ákvæði, mun ég ekki ræða það, vil aðeins benda á, að það sem gerir slíkt bann vafasamt, er sú staðreynd að bannið, þótt að lögum verði, mun verða lítið annað en dauður bókstafur. Af dauðum lagaákvæðum, sem eng- inn virðir, höfum við ærið nóg. Annað atriði frumvarpsins er skýlið á traktornum — „yfir- byggt skýli“. Hugtakið „yfirbyggt skýli“ kemur mér undarlega fyrir, og sem klaufalegt og óþarft orðalag. Ef til vill er slíkt aukaatriðb Hér er annar misskilningur verri á ferðinni. í greinargerð er sagt: „----- jafnframt er sett það skilyrði, að skýli sé á slík- um dráttarvélum (sem ungling- ar aka?). því að það dregur úr slysahættunni". Þetta er blátt áfram villandi. Venjulegt „skýli“ eða hús — sem það venjulega er kallað — á traktor, dregur alls ekki úr neinni slysahættu, jafn- vel fremur hið gagnstæða, þar eð húsið hindrar nokkuð að öku- maður hafi fulla yfirsýn við aksturinn og torveldar honum að stökkva nógu fljótt af trakt- ornum, ef í háska er komið. Sermilegt er að flutningsménn frumvarpsins hafi í huga með orðunum „yfirbyggt skýli“ og „skýli“, að veltatraust hús eða öryggisgrind skuli vera á trakt- ornum. En því segja þeir það ekki beint og greinilega, slíkt má ekki vera neitt loðið vafa- mál, sízt af öllu í lögum. Ef svo er, að átt sé við veltu- traust hús eða öryggisgrind, er mikið í efni. það þýðir þá breyt- ingu frá því sem nú er, að gert er að skyldu að allir traktorar séu með slíkum búnaði. En nú- gildandi ákvæði ná nú aðeins til þess að allir nýir traktorar sem seldir eru og teknir í notkun séu með veltutraustu húsi eða grind. Ef þessi breyting á gild- andi lögum nær fram að ganga er þetta mikið átak fyrir bænd- ur, kostnaður eigi lítill, en árang ur vafasamur, að því er nær til margra hinna eldri traktora. Fynst ég minnist á lagafrum- varp þetta, get ég ekki látið vera að benda á, að orðalaeið „bibs uraTtaróél, þégar hún er notuð við jarðyrkju- og hey- skaparstörf utan alfaravegar“, er lítið greinilegt. Á búi bónd- ans er traktoriinn notaður við fjölda margt annað en jarðyrkju og heyskap, akstur margs konar. Sem dæmi má nefna akstur mjólkur frá fjósi að alfaravegb oft við erfiðar og jafnvel hættu- legar aðstæður, í öllum veðrum, hálku og ófærð. Öll ógreinileg ákvæði í lögum og reglum um traktorakstur eru lí'tt til þess fallin að koma að notum í baráttunni við slysa- hættuna. Að lokum er það fræðsla og leiðbeiningar, — og þekking sem lengst dregur í baráttunni gegn traktorslysunum. Á því sviði er áreiðanlega þörf auk- inna og bættra aðgerða. Reykjavík, 18. febrúar 1967 Árni G. Eylands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.