Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1»67. 5 Svetlana dóttir Stalíns til USA sem póiitískur flóttamaður — Taldi sér ekki Bengur óhætt í Sovétríkjunum Washington, 10. marz NTB-AP Þ Æ R fregnir bárust frá áreiðanlegum heimildum í Washington í gærkveldi að Svetlana Stalina, dóttir Jósefs Stalíns, íyrrum ein- ræðisherra Sovétríkjanna, hefði beðizt hælis í Banda- ríkjunum sem pólitískur flóttamaður. Hafði hún gef ið sig fram við bandaríska sendiherrann í Nýju Delhi í Indlandi fyrir nokkrum dögum og tjáð honum, að hún hefði ákveðið að snúa ekki aftur til Sovétríkj- anna, þar sem hún teldi sig í hættu þar í landi. Frá Nýju Delhi fór hún sl. miðvikudag til Rómaborg- ar, að talið er í fylgd starfs manns sendiráðsins, og þaðan hélt hún í dag, föstu dag, flugleiðis til Banda- ríkjanna. Bandarísk yfir- völd hafa hvorki staðfest fregn þessa né vísað henni á bug. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins, Robert McCloskey sagði, er hann var spurður, hvenær mætti vænta við- bragða stjórnarvaldanna, að væntanlega mundi Svetlana Stalin sjálf gera grein fyrir fyrirætiunum sínum, er hún kæmi til Bandaríkjanna eða einhverjir þeir aðilar aðrir, sem málið varðaði. Lagði hann áherzlu á, að hann gæti hvorki staðfest né borið til baka fregnina. Svetlana, senv nú er rúm- lega fertug að aldri, er dótt- ir Stalíns af seinna hjóna- bandi. Eftir fráfall Stalíns hvarf hún algerlega af opin- berum vettvangi í Sovétríkj- unum svo og bróðir hennar Vassily, sem verið hafði for- ingi í sovézka flughernum. Ekki er vitað með vissu um örlög hans, en óstaðfestar fregnir herma, að hann hafi látið lífið í fangelsi eða vinnu búðum. Aðrar fregnir herma, að hann sé enn í fangelsi — í Lubianka fangelsinu í Moskvu. Annar sonur Stalíns, Jacob, mun hafa verið skot- inn í fangabúðum nazista ár- og eignaðist með honum tvö börn. Föðurnum féll ekki tengdasonurinn og neyddi hana til að skilja við hann. Næst er talið, að hún hafi gifzt árið 1951, en ekki er full ljóst hverjum, sumar fregnir segja, að það hafi verið son- ur Andreis Zhdanovs, sérfræð ings Stalíns í menningarmál- um, aðrar, að það hafi verið jé Mynd þessi af Josef Stalín og dóttur hans Svetlönu tekin á fyrstu árum heimsstyrjaldarinnar síðari. var ið 1045, er hann hafði gert tilraun til sjálfsmorðs. Meðan Stalín var enn við völd var oft minnzt á Svetl- önu í fréttum og í Moskvu var fylgzt gjörla með henni og þeim mönnum, er hún hafði samband við. t>að gerði faðir hennar líka og sendi marga þeirra í fangelsi, ef honum líkaði ekki við þá. Meðal annars er getið um kvikmyndaframleiðanda einn, sem hafði setið í fangelsi í nær tíu ár vegna sambands síns við Svetlönu. Winston Churchill minnist í ævisögu sinni á Svetlönu — hann sá hana árið 1942, er hann heimsótti Moskvu og tal ar um hana sem rauðhærða telpuhnátu, „sem kyssti pabba sinn blíðlega og hjálp- aði til við að leggja á mat- borðið um kvöldið.“ Svetlana giftist f fyrsta sinn sautján ára að aldri ung um stúdent Grigorí Morozov Mikhail Kaganovitch, sonur kommúnistaforingjans Lazars Kaganovitch. Hafi Stalín vér- ið á móti þeim ráðahag í upphafi, vegna þess að Kaga- novitch var Gyðingur, en lat- ið sig og haldið þeim veg- lega brúðkaupsveizlu, sem 160 gestir sátu. Síðustu árin hefur Svetl- ana búið í gráu steinhúsi á bakka Moskvufljóts — svo- kölluðu Stjórnarhúsi, þar sem eru búsettir margir embætt- ismenn í háum stöðum. í þrjú ár hefur hún búið með ind- verska kommúnistanum og furstanum fyrrverandi, Bri- jesh Singh, sem lézt í desem- ber eða janúar sl. Hann var 59 ára að aldri, hafði átt við vanheilsu að stríða og komið til Sovétríkjanna sér til heilsubótar. Þar starfaði hann sem þýðandi hjá bókaforlag- inu „Progress“, þar sem Svetlana vann einnig. Lík Singhs var rennt í Moskvu, Svetlana fór þess á leit þegai' eftir lát hans, en við sovézku stjórnarvoldin, að hún fengi að fara með ösku hans til fjölskyldu hans í Nýju Delhi. Meðal ættingja Brijesh Singhs er núverandi utanríkisráðherra Indlands, Dinesh Singh. Segir í NTB frétt í dag, að síðdegis hafi sovézkur sendiráðsmaður gengið á fund Dinesh Singlh og var talið víst, að umræðu- efnið hafi verið mál Svetlönu. Eklki var almennt vitað í Moskvu, að Svetlana væri gift Indverjanum, en svo mun þó ha'fa verið. Er haft eftir á- reiðanlegum iheimildum í Moskvu, að hún hefði aldrei fengið fararleyfi og vega- bréfsáritun hefði þar ekki allt verið löglegt. Þegar Svetlana fór frá Nýju Delhi, mun hún hafa gengið undir nafninu Allem- oujeva Allilujeva, — en Nad- ezjda Allilujeva var nafn móður hennar, sem fórs't með voflegum hætti í nóvember 1952. Voru uppi get.gátur um, að hún hefði verið myrt — eða framið sjálfsmorð, eftir að hún hafði sagt manni sín- um til syndanna fyrir hungrið og óánægjuna í landinu. Er sagt, að Stalín hafi svarað með óbótaskömmum og nokkru síðar hafi kona hans fundizt látin. Fréttamaður NTB í Moekvu skrifar, að fyrrverandi utan- rikisráðherra Sovétrikjanna, Litvinov, segi frá því í endur- minningum sínum, að móðir Svetlönu hafi skömmu fyrir andlátið skrifað henni bréf, þar sem hún sagði frá grimmd Stalíns. Þetta bréf hvarf úr fórum Svetlönu s’kömmu eftir lát móðurinnar. Sérfræðingar I Washington um málefni Sovétríkjanna segja, að Svetlana Stalina hafi áreiðanlega geysilega mikilsverðar upplýsingar um valdatímabil föður síns. Hún er málfræðingur, að menntun og sögð tala ensku mjög vel. í Sovétríkjunum skildi hún eftir börn sín tvö. uppkomin, fimmtán ára stúlku, Ekater- inu, sem er í framhaldsskóla og 21 áns son, Josef, sem er á þriðja ári í læknisfræðinámi. í tilefni fregnarinnar um landflótta Svetlönu Stalínu hefur AP fréttastofan rifjað upp nöfn nokkurra frægra Sovétborgara, sem flúið hafa hið kommúníska þjóðskipulag. Er þá skemmzt að minnast sovézka ballettdansarans, Rudolfs Nureyevs, sem reif sig lausan frá öryggisvörðum Kirov-ballettsins frá Lenin- grad eftir sýningarferð I FrakklandL Var hann að fara frá París, er hann hljóp í fang franskra lögreglumanna og hrópaði, að hann vildi ekki fara aftur til Sovétríkjanna og bæðizt hælist sem pólitískur flóttamaður. í ágúst 1946 tók kennslu- kona, að nafni Oksana Step- anovna Kasenkina svipað stökk í New York. „Stökk til frelsisins“? eins og hún nefndi það í bók, er hún skrif aði síðar. Frú Kasenkian, sem var kennari barna starfs- manna sovézka sendiráðsins stökk út um glugga á þriðju hæð í sendiráðsbyggingunni, til þess að komst hjá því að fara aftur heim til Sovétríkj- anna. Símalínur drógu nokkuð úr falli ’hennar, en hún slas- aðist mjög mikið. Hún náði sér þó nokkurn veginn og varð bandarískur ríkisborgari árið 1957. Hún lézt af hjarta- bilun 24. júlí 1960 í Miami i Florida. Ýmsir, se.m flúið hafa frá Sovétríkjunum hafa flutt með sér mikilsverðar upplýsingar. Meðal þelrra er Igor Gouz- enko, sem starfað hafði við dulmálslykla sovézku leyni- þjónustunnar. Hann flúði ásamt konu sinni úr sovézka sendiráðinu í Ottawa í Kana- da 5. september 1945 og veitti kanadískum stjórnarvöldum ómetanlegar upplýsingar, se.m m.a. urðu til þess að af- hjúpa sovézkan njósnahring í Kanada. Þær upplýsingar leiddu einnig til handtöku sovézkra njósnara í Banda- ríkjunum og Bretlandi, meðal annarra Rósenberg hjónanna, sem voru tekin af lifi í Sing Sing fangelsinu — Klaus Fudhs og Alan nunn May, Gouzenko skrifaði nokkrar bækur og býr nú undir dul- nefni í Kanada. Annar flóttamaður, sem mikiivægur reyndist vestræn- um leyniþjónustum var Yuri I. Nosenko, háttsettur í ör- yggislögreglu Sovétríkj anna, sem baðst hælis í Bandaríkj- unum í febrúar 1964, er hann við staddur á 17 ríkja afvopn- unarráðstefnunni í Genf I Sviss. En annar, Anatolý Dolnytsin, sem verið hafði háttsettur í sovézku leyni- þjónustunni, flúði í ársbyrjun 1962 og haifði með sér mikils verðar upplýsingar um skipu- lag njósnastarfsemi Sovét- manna. Ekki var skýrt frá flótta 'hans fyrr en 18 mánuð- um eftir að hann fór frá Sov- étríkjunum og ekkert er vit- að hvað hann aðhefst nú. Þá f-lúði sovézkui vísindamaður, dr. Mikhail Antonovich Klooh í nóvember 1961, er hann sat vísindaráðstefnu 1 Montreal. Jazzklúbbur R.víkur. JAZZKL'CBBUR Reykjavikur hefur sofið um stund, en nú er hann vaknaður endurnærður og fullur lífskrafts. Öllum þeim er jazztónlist unna má vera það ljóst að ekkert er hættulegra jazzleikur um okkar en að fá ekki tæki- færi til að leika fyrir fólk. Einn helzti tilgangur Jazzklúbbs Reykjavíkur er því að tryggja slíkt jafnframt sem hann fræð- ir félaga sírva um jazztónlist. Næstk. sunnudag kl. 1.30 e.h. ▼erður haldinn aðalfundur klúbbsins í Glaumbæ uppi. Þá verða félagsskírteini J.R. afhent í fyrsta sinn. Vonandi láta jazz- unnendur sig ekki vanta á þenn *n fyrsta fund ársins. Því á fjölda félaga byggist styrkleiki klúbbsins. * Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum hefst dagskrá dagsins. Fyrst mun leika tríó Carls Möller. Síðan verður stutt hljóm plötukynning. Vernharður Linn- et kynnir píanósnillinginn Earl Hines. Þá leikur hljómsveit und- ir stjórn Þórarins Ólafssonar og er hún skipuð valinkunnum mönnum. Fundinum líkur með Jam sesion, en slíkt hefur ekki heyrst hér lengi. A þessum fundi verð- ( ur afhent fyrsta tölublað hins nýja tímarits „JAZZMÁLA“, er klúbburinn hefur hafið útgáfu á. Öllum má vera ljóst að hér eru stórmerki á ferð í starfi klúbbsins, hrein endurskipulagn ing og „jazzsesionir" þær er klúbburinn gengst fyrir í Glaum bæ verða með allt öðru og betra sniði en tíðkast hefur hér. Hver jazzunnandi verður að skilja að með því að gerast félagi í Jazzklúbbi Reykjavíkur verður hann lóð á vogaskál þeirri er lyftir jazzlífi okkar til meiri þroska og gengis. Húsið verður opnað kl. 12 á hádegi og verður framreiddur heitur matur fyrir þá sem þess óska. V.L. LOEWE , Dælur og dæiukeríi = HEÐINN = VÉLAVERZLUN — SÍMI 24260. - I.O.G.T. - Svava nr. 23. Munið fundinn á morgun. Búumst við myndum frá grímuballinu. Jóhann Ragnarsson, hdl. málflutningsskrifstofa Vonarstræti 4. Sími 19985. LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. ÞORFINNUR EGILSSON lögfræðingur Olíusamlagshúsinu Keflavík. Opið kl. 1—5 e. h. Sími 1586.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.