Morgunblaðið - 11.03.1967, Síða 8

Morgunblaðið - 11.03.1967, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1967. < 8 Páll Halldórsson. ir reyndir sj ómenn. Að þeim er hinn mesti mannskaði og mikill og sár harmur er kveðinn að því fólki, sem eftir stendnr á ströndu og séð hefur siglu hverfa við hafsbrún. Enginn getur baett því missi þess og harm, en ihljóð- lát samúð streymir til þeirra á sorgarstundu. Minningin um hina horfnu sjó menn mun lifa. Byggðarlag þeirra og þjóð þakkar þeim líf þeirra og starf. Súðavík drúpir í sorg, barátta lífsins heldur á- fram og tíminn græðir þau sár, sem í dag blæða og svíða. Góð- ur Guð veiti ástvinum sjómann- anna á „Freyju“ styrk í hörm- um þeirra og mótlæti. Sigurður Bjarnason frá Vigur. | Samúðarkveðja SKAMMT lætur nú Ægir stórra höggva í milli í garð sjávar- byggðanna við Isafjarðardjúp. Rétt fyrir jólin fórst bátur með sex mönnum frá Hnífsdal. Hinn 1. marz ferst svo vélbáturinn „Freyja" frá Súðavík með fjór- um mönnum. Tíu sjómenn á bezta aldri eru horfnir á nO'kkr- um vikum. Svo þungra fórna ' krefst hafið, hinn voti vegur kyn- slóðanna af því fólki, sem dreg- ur björg i bú úr skauti þess. Þessi saga er í senn gömul og ný. Hún vekur alltaf nýja harma, hyldjúpan söknuð og ó- hamingju. Súðavík er lítið sjávarþorp. íbúarnir eru um það bil 2 hundr- uð manns. En þar eru gerðir út bátar og þar er þróttmikill fiskiiðnaður. Þetta fámenna byggðarlag leggur drjúgan skerf af mörkum til útflutnings og gjaldeyrisöflunar. Þar hesfur síð- ustu árin gætt vaxandi trúar á framtíðina. Ný hús hafa. -verið byggð, og atvinnutæki aukin. Svo kemur þessi bátstapi sem reiðarslag. Fjórir ungir menn hverfa á einni stormanóttu. Sá sem þetta ritar var vel kunnugur öllum skipverjum, sem fórust með „Freyju“, venzla- fólki þeirra og ástvinum. Þeir voru allir dugandi og þróttmikl- ir sjómenn, sumir kornungir, aðr Birgir Benjamínsson, skipstjóri. Lúðvik Guðmundsson. Jón Hafþór Þórðarson. Mnnzt sjómanna sem fórust mei mb. „Freyju" Súðvíkingar sjóinn þebkja, jóttu löngum þangað brauð, því var ekki i þorpi nauð. Mörg þar konan ung varð ekkja örlögunum grimmu háð bað þá góðan guð um náð. Sjórinn auðinn ailan veitti undir góðri formarms stjórn, harðlyndur þó heimti fórn. Brotsjóum að bátum þeytti bylgjuhnefann reiður skók. Græðir kongur gaf og tók. Áfram svona aldir liðu, áraglam og brak í súð. Miðin sótti sveitin prúð. ÞANN 30. JANÚAR sl. var í Hæstarétti kveðinn upp dómur í Biáli- sem hreppsnefnd Njarð- víkurhrepps höfðaði gegn verzl- uninni Brynju til greiðslu skaða- bóta að fjárhæð kr. 177.500.00 auk vaxta og málskostnaðar, en mál þetta reis vegna galla í gleri, sem notað hafði verið í ukólahús hreppsms. Málavextir eru þeir, að í sept- ember 1956 gerði hreppenefnd Njarðvíkurhrepps f.h. hreppsins ▼erksamning við verktakann Eigurð Jónsson og Jakob Árna- aon s_f. um byggingu barnaskóla húss í Ytri-Njarðvík. Var svo um samið, að verktakinn fengi greidda ákveðna fjárupphaeð fyrir verkið og skilaði húsinu fokheldu með tvöföldu gleri af tegundinni Thermopane frá Belgíu. Þegar á reyndi fékkst ekki innflutningsleyfí fyrir nefndu gleri. Undir seglum skipin skriðu skuggalega hranr.ar slóð. Hafið dýrkar harðfeng þjóð. Enn í dag um hafsins heiði hetjur knáar stýra skreið óttast ei þó Rán sé reið. Súðvíkingar sækja veiðii. Sjóvíkinga frækið lið þekkir ennþá öll sín mið. Æsast 'hrannír, vaxa veður, válynd hriðin grettir brá öðru greinir enginn frá. Allavega ólán skeður endar þó á sömu leið: Staðinn hylur bylgja breið. Verktakinn ritaði því hrepps- nefndinni bréf og þauð igler frá Brynju og í bréfi verktakanna stóð, að framleiðandi tæki á gierinu 5 ára ábyrgð. Samiþykkti hreppsnefndin að taka þetta gler. Verktakinn tók við glerirau hjá Brynju og greiddi það. Afhend- ing glersins mun hafa farið fram 19. ágúst 1967 og var gler- ið sett i skömmu síðar. Ekki var getið neitt um ábyrgð Brynju á reikningi fyrir glerinu né á öðrum pappírum. Þann 30. janúar 1961 ritaði lögfraeðingur hreppsnefndarinn- ar verktakanum bréf, þar sem segir, að á sl. ári hafi í ljós komið, að móða setjist innan á glerið og vatn komist inn undir rúðurnar og flæði inn á gólf. Voru dómkvaddir matsmenn til að meta til peninga verðs þá galla sem fram komu. Niður- '^ranoþald á bls. 13 Bráðlynd veður burtu svekna breiðist logn um víðan sæ. Svona er lífið si og æ. Börn og ekkjur bíða iieima brostin von um endurfund. Lífegieðinnar lokuð sund. Guðm. Guðni Guðm. FÖSTUDAGINN 3. marz og laug ardaginn 4. marz, birtust í Þjóð viljanum og Morgunblaðinu frétt ir af borgarstjórnarfundi hér í Reykjavík. Sigurjórn Björnsson, sáifræðingur, forstöðumaður Geðverndardeildar Borgarspítal- ans og fulltrúi fyrir einn af stjórnmálaflokkunum, gerði að umræðu rekstur og ástand í bamaheimilum borigarinnar, og hefur þar -sjálfsagt verið nógu af að taka. Ég ætla mér þó ekki að fara miikið lengra inn á þau málafni í þetta sinn. En af því að nær- tækasta dæmi sálfræðingsins reyndist vera barnaheimiilið á Hlíðarenda, — nánar tiltekið — Vöggustofa Thorvaldsensfélags- ins, þá get ég nú ekki orða bund- izt. Reyndar er stofnunin rekin af borginni og eign Reykjavíkur borgar. Hversu úrelta sem sálfræð- ingurinn telur Vöggustofuna vera, þá er hún nú bara tæpra 4 ára gömul, og þá byggð sam- kvæmt nýjustu og fullkomnustu kröfum um slíkar stofnanir. Mér er ólhætt að segja, að þar hafi allt verið miðað við það bezta fáanlegasta, og ekkert tii sparað. í samræmi við það var líka forstöðukonan valin. Það var hvorki „i»ólitík“ eða tilviljun, sem réði því, að frk. Auður Jónsdóttir var valin í þá stöðu heldur hitt, að hún uppfyllti all- ar þær kröfur, sem til þurfti. — 1 fyrsta lagi er hún út-lærð hjúkr unarkona, með lofsverðan starfs- feril að baki. í öðru lagi hefur hún sérmenntun í meðferð ung- bama og stjórn á slíkri stofnun. Þess utan hafði hún ejnróma meðmæli allra, sem til hennar þekktu sem góð og heiðarleg manneskja, sem Ihún Ihefur og síðár sannað að ekki var neitt Adamsville, Kanada — AP — Látinn er í Adamsville Ricky Gallant, ellefu ára gamall af ókennilegri ellihrörnun er kallast progeria og hrjáir einnig systir hans Norma, sem nú er átta ára gömul. Ricky Gallanr var er hann lézt þannig á sig kominn sem vaeri hann hálftíræður. oflof. Er því illa farið að heim- ilið skuli ekki geta notið starfs- krafta hennar áfram, — en hún heftir sagt upp starfi friá 1. maí n.k. Úrvals Iæknar, barnalæknar (sérfr.), hafa alltaf verið við heimilið, og starfsfólk valizt vel — yfirleitt. Enda aldrei vantað og færri komizt að en vildu, og er það enn eitt dæmi um yfir- burði forstöðukonunnar. Mörg dæmi eru mu að þarna hafa komið erlendir læknar, og annað fólk með áhuga á svip- aðri starfsemi, og hafa allir lok- ið lofsorði á þessa stofnun, eftir að hafa kynnt sér hana. M.a. get ég getið þess hér, að þetoktur Iæknir í einu af fylkj'um Banda- ríkjanna, — sem var hér á ferð — mæltist til að fá að sjá Vögigu stofuna, sem hann og fékk. Ég innti hann svo eftir hvað honum fyndist, eða hvort hún mundi ekki fullnægja þeim kxöfum, sem til slíkra stofnana væru gerðar? Hann svaraði því tiL, að auk þess sem hún gerði það, þá væri þó annað, sem enginn gæti komist hjiá að veita atlhygli, — sem i-nn kæmi, — og það væri reglan og stjórnsemin, ásamt ánægjunni og vellíðaninni, sem skini út úr hverju einasta litlu andlitanna. Eins og sýnir sig í umræddum fréttum, þá er sálfræðingurinn ekki aldeilis á sömu skoðun, enda varla von, þar sem hann mun þar aldrel inn fyrir dyr hafa komið, að mér er tjáð. Ég ætla ekki að endurtaka hér allt, sem þessi maður hefur látið sér um munn fara, í sambandi við rekstur þessarar stofnunar, og mér er alveg óskiljanlegt; af hvaða rótum það er runnið — og svo mun um fleirL Jafn óskilj- anlegt er i sjálfu sér, að um leið w w Um ábyrgb seljanda á seldum blut HUGLEIÐING AÐ GEFNU TILEFNI Bókarfregn KOMIN er út fyrir stuttu bók- in Jslenzka glíman — Gamlar minningar og nýjar — efúr ald- ir.n glímugarp, Emil Tómasson búsettan í Kópavogi. — For- mála ritar sr. Sveinn Víkingur. Þetta er vel útgefin bók 115 blaðsíður lesmáls og 22 mynda- blaðsíður, prentuð á mynda- pappír með skýru letri á kostnað höfundar. Auk frásagna höfundar af eigin kynnum við glímuna eru frásagnir um glímuiðkanir í öll um landsfjórðungum, eftir heim ildum, sem höfundur hefur við- að að sér. Áræði höfundar að gefa bók- ina út á eigin kostnað svona vel úr garði gjörða, og áhugi hans — að ekki sé sagt ást á þessari sígildu, fögru íþrótt Is- lendinga, og sjálfvirku og hollu likamsæfingu er í senn lofsvert og þakkarvert. Prentvillur á bls. 46 (10. L a. o.) er mér skylt að leiðrétta. Þar á að standa rosknir í stað röskir. Halidór Stefánsson. Fljúgandi diskar Vilhelmina, Svíþjóð, 9. marz (AP). Fimm íbúar í þorpinu Lövásen í Norðvestur Svíþjóð segjast hafa séð tvo fljúgandi diska s.l. laugardagskvöld. Segja þeir að annar diskanna hafi verið um 40 metra í þver mál. Fimm-menningar þessir eru Erik Söderström og fjöl- skylda hans. Segja þau að diskarnir hafi svifið i aðeins um 20 metra hæð, um 100 metrum frá húsi þeirra. Voru þeir gráleitir, þykkastir um miðjuna. Þegar diskarnir héldu á brott, lýstu þeir upp tréin í nágrenninu. Bjartviðri var þetta kvöld og norðurljós á himni. ag hann bregður öðrum um að gerðir sem ganga glæpi næst, þá auglýsir hann í rauninni sjálfan sig meðsekan með því að þegja um það. Að vísu segist hann hafa rætt þetta við tiltékna „að- ila“, einskonar „stjórnarráð“ yf- ir Vöggustofunnj, að mér skilst. — Hvers vegna svara þeir hon- um ekki? Sofa þeir á verðinum? Eða finnst þeiim það e.t.v. ekki svara vert? Og hvers vegna skrif ar hann þá ekki strax í blöðin úr því að hann fær ekki áheyrn? Ekki þykist ég þurfa að spyrja hvort hann hali haft samband við forstöðukonu eða lækni heim ilisins, vegna þessara „mis- þyrmdu“ sjúklinga, sem hann hefur fengið til meðferðar frá þeim. Svo sjálfsagt mun það þykja. Sjálfur mun hann hafa haft greiðan aðgang að heim- ilinu, ef honum hefði fundist þörf til — eða haft álhuiga á, — þar sem hann mun vera opin- ber starfsmaður heilbrigðisyfir- valdanna? og ég hygg að ef hann hefði sjálfur fylgzt með daglegu lífi á vöggustofunni, þá hefði myndin sú, sem að hann brá upp á borgarstjórnarfundi orðið öðruvísi. En sannarlega er ákæra sálfræðingsins það alvar- leg, að ástæða sé að ta'ka hana til greina, og krefjast rannsókn- ar, og sannnana tafariaust Og það vona ég að verði gert. Að Vöggustofa Thorvaldsens- félagsins sé gerð að „pólitísku bitbeim“ því á ég erfitt með að kingja, — og trúi reyndar alls ekki, fremur en þvi að Sigurjón Björnsson tali af eigin inniblæstri eða reynslu, enda spái éig, að hon um muni verða erfitt fyrir um rök. — En hvað er það þá? Áður en ég skil við þetta greinarkorn langar mig til að spyrja viðkomandi yfirvöSd: Heyrix ekki Vöggustofan undir heilbrigðismálaráðuneyUð? Ef svo er ekki — þá hvers vegna? Væri ekki full ástæða til að breyta því? Gaman væri að heyra álit lækna- og hjúkrunar- kvennafélagsins um það. Með þökk fyrir birtinguna, Guðný G. Albertsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.