Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1967. BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km, SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 siw j-44-44 \mum Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleignn Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið i leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. rj==»B/iAir/SA0 RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 22-1-75 ^ Skíðaskálinn Forstjórinn í Skíðaskélan um kom að máli við Vel’vak- anda vegna bréfs, sem birtist hér á dögunum. Sagði hann að yfirleitt gengi afgreiiðslan hjá 'honuim snurðulaust og án allra tafa og gætu mienn verið öruggir um fljóta og góða þjón ustu — þó með örfáum undan- tekningum. I>egar vel viðraði á sunnu- dögum væri þröng á þingi einn til tvo klukkufcíma um miðjan daginn. Ef hann ætti að miða mannaráðningaor við veitinga- söluna við þennan örstutta tima yrði starffólkið allt of margt. Ekki væri hægt að fá fóik aukalega á sunnudlögum nema þá að borga því fyrir allan dag inn — og þessi skorpa siðdegis á sunnudögum stæði alls ekici undir slíkum aukakostnaði 'k Arfur Sagt var frá því hér í blaðinu í vikunni að fcvö hundr uð þúsund dala arfur (átta og bálf milljón króna )'bíði þeirra, sem sannað gætu tilveru sálar- innar og brotfchvarf hennar úr líkamanum við dauðann. I>að var Bandaríkjamaður sem hét þessari upphæð þeim, sem fyrstur yrði að sanna þetta. Er ekki einlhver hérlendis, sem telur sig geta notað átta og hálfa milljón? Osturinn Ný ostagerð er tekin til starfa í Hveragerði Framleiðsl an er væntanleg á markaðinn einhvern næstu daga. — Á und anförnum árum hefur margt nýtt komið frá mjólkurbúum landsins — nýjungar, sem fólk hefur kunnað vel að meta. Samt hefur samkeppnin aldrei verið allt of hörð milli mjólk- urbúana og í því sambandi má minnast ráðstafana þeirra, sem gerðar voru, þegar hæfct var að selja smjörið með merki hvers mjólkurbús um sig — og farið var að blanda því öllu saman undir einu merki. Ef tilkoma hinnar nýju mjólkurstöðvar í Hveragerði skapar meiri samkeppni á þessu sviði en verið hefur hljóta neytendur að vera ánægðir, því eðlileg samikeppni leiðir jafnan til aukinnar og bættrar þjónustu við almenn- ing. Um það eru dæmin nógu mörg. Skíðaferðir í dag hefst skíðalands- mót unglinga. Vonandi verður þetta öllu ungu fólki hvatning til þess að stunda skáðaíþrótt- ina meira og betur. Skiðaíþróct in er fyrir allan fjöldann. Hún er eins og sundið, skemmtileg og holl öllum — hvort sem þeir kunna mikið eða lítið — eða hreint ekki neitt (þótt slíkt geti að vísu komið sér illa í sundi). 'bað þarf að hvetja lands- menn enn meira til þess að njóta fjallanna og útiverunnar á skíðum, þegar vel viðrar til skiðaiðkana. JÞessi íþrótt er ekki sízt mikilvæg fyrir inni- setufólkið. Veiðimenn og bændur Allar gælur við sport- veiðimenn eru óþarfar“, sagði Búnaðarmálastjóri á Búnaðar- þingi — og þá vitið þið það, sportveiðimenn. Annars skilst mér að veiðimenn hafi gælt meira við bændur en hinir síð- arnefndu við veiðigarpana. All- ir vita að veiðiréttur og leiga á veiðiám er orðin óhóflega há — og ef það eru ekki eigendur veiðiréttar, sem fá tekjurnar — þá hverjir? Ég hef ekki kynnt mér nán- ar hvað rætt var um á Búnað- arþingi, í hvaða tilviki gælur við veiðimenn komust á dag- skrá. Sjálfur er Velvakandi ekki haldinn veiðidel'lunni (sem betur fer) því honum er sagt, að það sé dýrasta della, sem menn geti fengið miðað við af- rakstur — og segja þó sumir að ýmsar aðrar dellur geti kostað peninga — svo sem bíladella. t>eir, sem veiðirétt eiga í ám, er fiskur gengur í, ættu hins vegar að hafa í huga, að ekki er hægt að spenna bog- ann endalaust. Mér skilst að ýmsir ágætir veiðimenn séu að þreyfcast á að láta hafa sig að féþúfu — og séu farnir að leita að annarri góðri dellu, sem e.tv. gæti losað þá við bann- setta veiðidelluna. Einstök hjálpsemi Og hér er loks bréf frá Jónínu á Háafelli: „í haust fórum við nokkur saman í Landmannalaugar. Vor um við öllum staðháttum ókunhug. Er við komum að Jök- ulgilinu, þá ókum við áfram og er komið var að bakkanum hinu megin, sat bíllinn fastur með framhjólin uþp á bakkan- um en þau aftari á- kafi í bakkabrúninni. Þiarna er lausa möl og ótryggur botn. >að v.ar engan bíl og enga hjálp að fá, svo að við urðum bara að bíða — að við hugðum til morguns þar sem við vissum að Ferða- félagið var búið að auglýsa ferð daginn eftir. En er liða tók á kvöldið, komu tveir bílar með drif á öllum hjólum og annar þeirra hafði „spil“ fram- an á, svo að nú var okkur borg ið. Þeir gátu í sameiningu og með hjálp „spilsins" komið bíln um okkar á land, en þetta tók sinn tima og þolinmæði mátti fólkið sýna, sem var í þessum bílum. 1 öðrum bílnum voru smá- börn og roskið fólk og var það að halda upp á fimmtugs af- mæli bílstjórans. 1 hinum bíln- um voru ungir menn, sem ætl- uðu að veiða þarna einhvers staðar 1 vötnum yfir helgina. En margt fer öðruvísi en ætlað er, því morguninn eftir var komin úrehellis rigning með rcJci. Jökulgilið í öirum vexti svo að nú mátti engu muna að við kæmumst yfir gilið áðxir en það yrði ófært. Við slupp- um með naumindum. Bíllinn okkar var norðan og austan við gilið, þar sem það rennur frá sæluhúsinu svo við áttum eftir að fara aftur yfir það. En það var ekki hægt, svo mikill og breiður var vatnsflaumur- inn orðinn. í>ví var það ráð tekið að fara austur eftir Fjallabaksveg nyrðri og það var ævintýralegt ferðalag. Hinir bíiarnir höfðu okkur á milU sín og veittu okkur alla þá hjálp og aðstoð sem við þurftum á að halda á hverju sem gekk. Oft þurfti að kippa í og draga yfir stokka og steina, vatnsflaum og aðrar torfærur og altaf buldi rigningin og stormurinn æddi umhverfis okkur. En mest reyndi á þeg- ar við fórum yfir syðri Ófaeru. Það tók þrjá tíma. Þá sýndu þessir un \u menn í bílnum Ö-239 hvað í æskunni býr í dag þó alltaf sé verið að hnýta i hana. Þeir óðu hvað eftir ann- að út í til að athuga botninn og 'koma með línu sem fest var í bílinn til að draga hann yfir og allt var þetta sjálfsagt og velkomið þó að ekki væri þurr þráður á þeim eftir volkið I ánni og slagveðrinu. Sá fimmtugi í bíl G-3707, hann og hans fólk átti til þá mestu þolinmæði og biðlund sem ég hef nokkurn tíma fund ið hjá fólki. Þau biðu hvað eft ir annað eftir okkur, þegar hinn bílinn með „spilið" var að aðstoða okkur í öllum okkar vanmætti og veitti hjálp sína þegar þess þurfti með. Á þessu gekk frá kL eitt um hádegi og fram til kL 10.30 að kveldi, að við kwnum í byggð. Mig langar til þess, Velvak- andi minn, að þú segir frá þess ari hjálpsemi, er okkur var sýnd þarna til að landsmenn viti, að til er fólk í landinu okkar, sem ennþá getur geíið og fórnað náunganum dýrmæt um degi, án þes að það sé á háu kaupi og næturtaxta með vísitöluuppbótum. Skilaðu kærri kveðju með þakklæti fyrir síðast og alla elskulegheit frá okkur öllum á M-202. Með þakklæti fyrir birting- una, ein af þrettán Jonína á Háafelli.*1 Bjóðum nú Kögglaða M.R. kú blandaða úr nýmöluðum MAÍS og MILONMJÖLI frá KORNMYLLU M.R. Auk þess inniheldur blandan RÚGMJÖL, HVEITIKLÍÐ, BYGGMJÖL, SYKUR, FISKIMJÖL, FÓÐURSALT A og D 3 VITAMÍN. Mjólkurfélag Reykjavikur Síminn er 1-11-25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.