Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 11
liíBRGfÍjWéLXtíÍÉ); %*7. <M 11 Bjargaði kjúlfðtunum til þess að geta fylgt dötturddttur sinni að altarinu frostíð, kuldinn og rokið. Kælingin var svo . ör. Undir orð , Hjalta tekur Guðxnundur Guðmundsson, sem ér .meðlimur Siökkviliðs ins á Reykjavíkurflugvelli og ilefur verið það undan- farin 25 ár. ÞórðUr Jónsson, iyrrum varðstjóri, sem á að baki 47 ára feril í slakkviliðinu og hætti störfum fyrir aldurs sakir um síðustu áramót, stendur og horfir á brunann, en hann man vel eftir brun- anum mikla í AUsturstræti árið 1915. Þórður segir að eldurinn hafi hagað sér líkt og árið 1915. Það hafði heimsins bezta hljóm. Margt manna missti heim- ili sitt í þessum mikla elds- voða. Sigurður Kristjánsson, fyrrum alþingismaður var við brunarústirnar allt fram til kl. 10, Þá hélt hann á brott. Rétt. áður en hann fór tókum við hann tali: — Ég vaknaði við það að slökkviliðið barði utan hús- ið og sagði að eldur logaði í l ækjargötu 12A. Ég leit út um gluggann og sá þá ekki neítt, því að glugginn sneri á móti suðri. Ég fór samt út og sá að eldurinn var all- magnaður og hljóp síðan til öryggis inn aftur og vakti upp — 9 manns, börn og barnabörn mín. — Ég hafðist ekki frekar að því að mér kom ekki til hugar annað en slökkvilið- ið réði við þetta — þeir höfðu nú gert annað eins hugsaði ég. Annars hefði ég þegar farið að bjarga — en fyrir bragðið bjargaði ég ekki neinu og allt fuðraði upp á hálfri klukkustund. Og vátryggingin var 20 ára göm ul. — Hefði ég strax hafizt handa hefði ég getað bjarg- að mörgum verðmætum mun um, bókum og öðru, sem ekki verður metið til fjár. Píanóið brann t.d. — og það sem hafði heimsins bezta hljóm. En það sem mest var um vert- bjargaðist .— krakk arnir. Og því skyldi maður þá vera að ergja sig yfir ein hverjum hlutum — ég gam- all maðurinn. í gærdag fréttum- við að Sigurður hefði í dag ætlað að gifta dótturdóttur sína og slóuin við þvi á þráðinn til hans: — Já, það stendur til á morgun og því verður ekki breytt. Að vísu átti að verða hjá mér gleðskapur, en af þeirri gleði gétur ekki orðið. Gleðin verður einung- is við altarið. Áður en ég fór út. úr brennandi húsinu greip ég kjölfötin mín til þess þó að geta gengið með henni upp að altarinu — blessaðri stúlkunni. Sigurður Kristjánsson fyrr- um alþingismaður. —- Nei, ég bef ekki farið að rústunum síðan í morgun Ég er nú ekki meira karl- menni en það, að ég á erfitt með að fara að rjúkandi rúst þess heimilis, sem ég hef iif Slökkviliðið reynlr að bjarga Yonarstræti 2. Lækjargata 12A aielda skömmu eftir að eldurinn kom upp. Eldtungurnar teygja sig upp eftir húsi Iðnaðarbankans. að sorg og gleði f heilan mannsaldur, enda er ég nú kominn á niræðisaldur. Mér finnst þetta ætla að verða mér ofviða, að þurfa að liía það að sjá heimilið mitt og minna sem brunarúst. Mér er sama um hið fjárhagslega tjón, en þarna var mér svo margt hjartfólgið. Björguðust naumlega. Frú Áslaug Ágústsdóttir, ekkja séra Bjarna Jónssonar bjó i hornhúsinu á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis — Lækjargötu 12B. Frú Ás- laug bjargaðist naumlega ásamt dóttur sinni önnu Bjarnadót.tur og eingöngu fyrir snarræði tveggja lög- regluþjóna, Þóris Þorsteins- sonar og Edwards Olsen Tókst þeim einnig að bjarga nokkrum myndum, þ.á.m. málverki því er Reykvíkinga- félagið og Ásgeir Bjarnþórs- son gáfu frú Áslaugu í fyrra. Málverkið er af séra Bjarna. Við hittum frá Aslaugu á heimili sonar hennar Ágústar Bjarnasonar að Kleifarvegi 9 sktMnmu eftir hádegi í gær. Frú Áslaugu sagðist svo frá: — Ég svaf, þegar eldur- inn kom upp, en losaði svef inn. Ég heyrði einhver ósköp og þá eru tveir lögregluþjón ar komnir inn í herbergið til min og sögðu þeir að kviknað væri í húsinu við hliðina á og yrði ég að flýta mér út, því að engu mætti muna. Ég sagði þá strax: „Ég ætla að biðja ykkur um að tatka myndina af manninum mín- um“ — það er mynd þa» sem hann er 1 biskupskápunni, sem ég hafði uppi hjá mér. Nú svo fór ég niður og gat ekki tekið neitt. Síðan báru þeir mig út í lögreglubílinn, af því að ég var berfætt. Þegar ég kom út í bílinn, spurði ég strax um það hvar dóttir mín værL „Hvar er Anna", en í þvi sá ég að hún var úti við bílinn einnig í angist yfir þvi hvort ég kæm ist út. Anna hafði yísað þeim strax upp á loft, þar sem ég svaf. Þetta var allt svo tæpt. Það var ekki ráðrúm til neins. Ég tók ekki neitt með mér. Það var guðs mildi að ekki skyldu verða nein slys á mönnum eins og þetta gerðist á skömmum tíma. — Já, það eru margir ynis- legir hlutir, sem farið hafa forgörðum sem maðurinn minn fékk við ýmis tækifæri frá félögum og félagasamtök- um, m. a. heiðursborgarabréf- ið, allar ræðurnar hans í hand riti, starfsbsekur, sem hann byrjaði að færa, þegar hann hóf prestsskap, en hann hafði skráð öll sín prestsverk frá fyrsta degi. — Nei, ræðurnar eru ekki til annars staðar, nema þær sem hafa verið prentaðar — en þær voru í miklum minni- hluta. — Ég svaf á kvisti, sem *neri út að Lækjargötu og hafði einnig glugga til suðurs, yndislegt herbergi þar sem sá yfir Tjörnina annars vegar og einnig út á Lækjargötu. Þar uppi voru ræðumar, sem við vorum búin að flokka og þær finnst mér mjög sárt að missa. Á kontómum hans var einnig mikið af bréfum og öllu mögulegu — bréfum sem hann hafði geymt frá við- skiptum sínum við marga kirkjunnar menn erlendis. Einnig fór mjög mikið af bók- um. — Jú mikið fór af málverk- um, og mörg afarmerkileg. T. d. málverk eftir Jón Helga- son biskup af Dómkirkjunni að utan, annað eftir Magnús Jónsson dr. theol., prófessor af Dómkirkjunni að innan, aðrar tvær myndir eftir Magnús, sérstakar vinargjafir og sérstaklega gerðar fyrir manninn minn frá ýmis konar félögum, samtökum og einstaklingum. Þrjú Ásgríms- málverk — stór Þingvalla- mynd og tvær stórar vatns- litamyndir. Einnig fóru tvö stór olíumálverk eftir Kjarval, brjóstmynd af manninum min um í eir, en hún er til í gifs- afsteypu og silfurlíkan af Dóm kirkjunni gert af Leifi KaldaL Þá brunnu stór og mikil myndaalbúm með myndum af ýmsum taakifærum úr lífi hans. Það er eins og gengur, þeg- ar maður er búinn að búa 1 yfir 50 ár, þá safnast saman hjá manni margir hlutir, sem manni þykir vænt um. í stof- unni okkar var oft búið að vera hátíðlegt. Líklega hafa hvergi verið fleiri hjón gefin saman en einmitt þar. — En það eru svo sem fleiri en við dóttir mín, sem eigum um sárt að binda. Okkar góði og gamli nágranni, Sigurður Kristjáns- son, missti einnig sitt heimili. — Ég kvíði engu — sagði frú Áslaug að lokum — ég er örugg og óttast ekki, þvi að þótt þetta sé horfið er ég og við í guðs hendi. Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.