Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1967. Ræður og starfsbækur sr. Bjarna brunnu - tvö Kjarvalsmálverk og 3 eftir Ásgrím Frú Áslaug Ágústsdóttir ekkja séra Bjarna með eina af fjórum myndum, sem björguðust úr búi hennar. (Allar myndirnar tók Sv. Þorm., nema myndina af rústum húss séra Bjarna með kirkjuturninn í baksýn. Hana tók Ól. K. m.). SVO sem sagt er frá á for- síðu Mbl. í dag varð ein- hver mesti eldsvoði í tvo til þrjá áratugi í Reykja- vík í gærmorgun. Fimm hús við Lækjargötu og Vonarstræti brunnu — þrjú timburhús til kaldra kola, Iðnaðarbankahúsið stórskemmdist og er tjón- ið á því einu tugmilljónir króna, og bakhús, sem Blöndalskaffi notaði, stór- skemmdist, en stendur þó að mestu leyti uppi enn. Mikið af verðmætum, sem verða eigi metin til fjár, brunnu einnig, s. s. heim- ili séra Bjarna heitins Jóns sonar, vígslubiskups, heim ili Sigurðar Kristjánsson- ar, fyrrum alþingismanns, heimili Ólafs Jónssonar forstjóra og fleiri. í viðtali, sem Mbl. átti við frú Áslaugu og kemur hér á eftir sagði hún m. a., að margt merkilegra gripa hafi hrunnið í eldsvoðan- um og er það ómetanlegt tjón. Einnig sagði Sigurð- ur Kristjánsson, en viðtal við hann fylgir hér einnig með, að hann hefði ekki húizt við því að eldurinn læsti sig í hús sitt og því hófst hann of seint handa um að bjarga húslóð sinni. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn um klukkan 5.30 og þegar blaðamaður MbL kom á staðinn skömmu á eft- ir slökkviliðinu var húsið Lækjargata 12A alelda að inn an og skíðlogaðL Voru þá slökkviliðsmenn þegar farnir að gera ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Töluverður strekkingur var af austri og magnaðist eldur- inn geysifljótt og barst fljót- lega í hús séra Bjarna heitins, sem er'nr. 12B og áfast hús- inu nr. 12A. Skipti engum tog um að bæði húsin urðu al- elda á um það bil 15 mínút- um, þrátt fyrir vasklega fram göngu slökkviliðsmannanna. í strekkingnum mynduðust við framhlið húsanna hvirfilstrók ar, sem soguðu eldtungurnar upp með gafli Iðnaðarbanka- hússins og molnaði múrhúðun á gaflinum og féll á götuna, svo að slökkviliðsmenn máttu gæta sín að verða eigi fyrir. Stóðu eldtungurnar, sem mynduðust þannig hátt í loft upp og nóðu á stundum hátt upp fyrir þakskegg Iðnaðar- bankans, sem þó er fimm hæða hús. Á gafli Iðnaðarbankahúss- ins voru gluggaraðir, þétt upp við hin brennandi hús. Brotn- uðu glerin í gluggunum af hitanum og soguðust eldtung- urnar, er húsið opnaðist og súgur í því myndaðist, inn á allar hæðir, nema neðstu hæð ina, þar sem engir gluggar voru. Skömmu síðar var eldurinn kominn í húsið nr. 2 við Von- arstrætL Varð hann strax mjög magnaður í því húsi, því að eldtungurnar stóðu af húsi séra Bjarna og léku um aust- urgafl hússins. Logaði þá svo glatt í húsunum, að slökkvi- liðið átti fullt í fangi með að verja gamla Iðnskólann og þar með Iðnó, sem standa handan Vonarstrætis. Voru þessi tvö hús um tíma í mik- illi hættu og sviðnaði þak- skegg Iðnskólans. Þegar klukkan nálgaðist 7 tóku húsin að hrynja hvert af öðru og var þá sem blásið væri í glæður, því að eldtung- urnar mögnuðust um allan helming — neistaflugið þeytt- ist í allar áttir og barst yfir Iðnó, en slökkviliðsmenn höfðu gert ráðstafanir til þess að verja ýmsan eldfiman varn ing, sem var í porti Leikfélags ins. Breiddu þeir yfir varn- inginn eldtrausta dúka, svo að varningnum væri eigi hætta búin. Sprautað var á hús Verzl- unarmannafélagsins í Vonar- stræti 4, en gafl hússins var steyptur og gluggalaus, svo að því húsi var ekki svo mikil hætta búin. í Vonarstrætinu, þar sem slökkviliðsmenn voru og börðust við eldhafið var sem í víti og var varla unnt að draga andann fyrir reyk- kófL Um klukkan átta voru öll húsin fallin, nema Blöndals- húsið, sem stóð að húsabaki Lækjargötu 12A og vestur- gafl Vonarstrætis 2 og var eldurinn í rústunum þá tek- inn að dvína. Enn logaði þá vel í bankanum. Hafði slökkvi liðsstjóri fengið að láni tvær bifreiðar hjá Rafmagnsveit- unni og eina hjá Arthuri Sveinssyni og voru þessar bif- reiðar með svokölluðum pall- lyfturum og komu ásamt stigabílum í mjög góðar þarf- ir. Slökkviliðsmenn börðust enn við eldinn um kl. 10, en upp úr því tókst þeim að slökkva í Iðnaðarbankanum. Hafði þá eldurinn geisað um allar hæðir hússins og mun tjón á húsinu og verðmætum, sem í því voru nema tugmill- jónum króna. Fyrri brunar Um klukkan 10, þegar hægj ast fór um hjá slökkviliðs- mönnum tókum við nokkra þeirra tali, bæði úr slökkvi- liðinu á Reykjavíkurflugvelli, sem komið höfðu slökkvilið- inu í Reykjavík til aðstoðar svo og aðra, sem á brunastað voru. Hjalti Benediktsson, sem verið hefur í slökkvilið- inu í áratugi, sagði: — Þett er stórbruni. Brun- inn mikli á Amtmannsstíg, var að vísu víðtækari og mjög erfiður, en ég minnist þess varla að eldur hafi breiðzt svo fljótt út sem nú, Hótel íslandsbruninn árið 1944 var einnig mjög mikilb en það sem bjargaði okkur þá var Rústir húss séra Bjarna. Á bak við trónar turn Dómkirkjunnar. kirkjunnar sem hann helgaði starfskrafta sína. (Ljósm Ól.K.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.