Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 14
14 M U • MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1967. j Húsin við Lækjargötu eins og - KJÓLFÖTIN Framhald af bls. 11 Bjargið henni mömui Anna Bjarnadóttir dóttir frú Áslaugar segir svo frá atburð- um: — Ég vaknaði við brothljóð og skildi ekkert í því Ihvað var að gerast úti í Vonar- stræti. en um leið finn ég þau litu út Gömul mynd. brunalyktina. Ég þýt fram úr rúminu og mæti þá lögreglu- þjóni frammi í stofunni. Hann hafði þá brotið gler í útidyra hurðinni og sagði að kviknað væri L Ég sagði bara: „Bjarg- ið henni mömmu. Hún er uppi á efsta lofti“. Svo beið ég á meðan þeir voru að ná í hana og slappaði svo af, þegar þeir komu með hana út. Lögregl- an fór síðan inn og sótti nokkrar myndir — en ekki var unnt að fara fleiri ferðir, eldurinn var orðinn svo magn- aður. — Þegar mamma var kom- in upp í lögreglubílinn sé ég hvar logarnir koma upp úr þekjunni, þar sem baðherberg ið var og von bráðar var allit alelda. Þekjan a Lækjargötu 12A er fallin, en hus sera Bjarna stendur enn uppi. Hús séra Bjarna stendur enn uppi. Lækjargata 12A er fallin og reyk leggur úr bankahúsinu. Dregur til úrsiita milli Indiru Gandhi og Desai Nýju Delhi, 10. marz NTB. KUMARASWAMY Kamaraj. forseti Kongressfloklksins ind- verska, og fleiri forystumenn hans hafa í dag haldið áfram tilraunum sínum til þess að miðla málum milli Indiru Gandhi, for- saetisráðherra og Morari Desai, fjármálaráðherra, sem hefur lýst því yfir, að hann muni bjóða sig ’fram gegn Indiru í embætti for- sætisráðherra. Endanlega verður gert út um mál þetta með at- kvæðagreiðslu á sunnudag, svo fremi þau hafi ekki komið sér saman áður. í kvöld var fyrir- hugaður fundur þeirra Gandhi og Desai, en litlar líkur taldar á samkomulagi. í gærkveldi virtist sem væri komin málamiðlunar tillaga er bæði gætu sætt sig við, — en á síðustu stundu slitnaði upp úr samningum. í dag lýsti Desai því yfir, að hann væri staðráð- inn í því að fara þess á leit við þingflokk Kongressflókksins, að hann styddi sig til embættisins gegn Indiru Gandhi og stuttu síðar gaf hún út yfirlýsingu, þar sem sagðh að hún hefði ekki í hyggju að láta af embætti sínu nema þingflokkurinn úrskurðaði, með atkvæðagreiðslu, að svo skyldi gert. Hún staðfesti jafn- framt, að fram hefði komið til- laga um, að Desai yrði varafor- sætisráðherra ag innanríkisráð- herra í stjórn sinni, þ.e.a.s. næst valdamestur maður stjórnarinn- ar, — en hún kvaðst hafa hafnað því, þar eð hann fengi þar með í hendur yfirstjórn allra fylkis- stjórna. Desai kveðst vongóður um sig' ur á sunnudaginn, vegna hrak- fara flokksins í kosningunum síð ustu. Þær hafa að vísu orðið Indiru Gandhi og flokknum mik ið áfall, en á það er bent, að hún vann sjálf persónulegan sigur 1 sínu kjördæmi og eru flestir sér- fræðingar um málefni Indlanda á því, að hún verði áfram for- sætisráðherra. Lælur eitir sig rúm'ega 100 míllj. dali New York, 10. marz AP. í DAG var lesin upp erfffa- skrá Henrys R. Luce, útgefanda vikuritanna Time og Life, sem lézt 28 febr. sl. Lætur hann eftir sig eignir, er nema meiru en hundrað milljónum dala og ganga þær að mestu til ekkju hans, Claire Booth Luce, fyrrum sendl herra Bandarikjanna á Italíu og sona hans tveggja, Henry Luc* IU og Peter Paul Luce. - BRUNINN Framhald af blaðsíðu 1. það að neinu leyti heldur aðeins innrétta að nýju. Innbú bankans mun tryggt fyrir 4 millj. og vátryggingarmat er 22—23 millj. ★ Á þriðju hæð var til húsa Ríkisendurskoðun. Gunnar Bjarnason, forstöðumaður henn- ar, tjáði Morgunblaðinu að þeir hefðu verið að flytja starfsem- ina. Það hefðu aðallega verið reikningar ýmissa stofnana, og bréfasafn, ef' ’ t og bréf sem þeim hefðu verið send. Lítið hefði brunnið af reikningum fyrirtækjanna en hinsvegar bréfasafnið allt saman og því yrði töluverð röskun á starfsem- inni. Hinsvegar tækju þeir fljót- lega til starfa að Laugavegi 105, og kæmist hún brátt í eðlilegt horf. Á fundi með Rúnari Bjarna- syni, slökkviliðsstjóra, kom fram að slökkviliðinu barst tilkynn- ingin frá Sigþrúði klukkan 5.28. Var þegar í stað brugðið við með allt tiltækt lið og farið með fjóra slökkviliðsbíla og einn sjúkra- bíl. Á leiðinni kom strax í ljós að um mjög mikinn eld var að ræða og gerði varðstjórinn því ráðstafanir til að fá út allt vara- lið. Voru það því fimmtíu og sjö af slökkviliðsmönnum Reykja- víkurborgar sem börðust við eldinn auk aðstoðarmanna sem þeir fengu frá Reykjavíkurflug- velli, sem komu með tvo bíla. Eldurinn kom upp í húsi númer 12A sem fyrr segir og þegar þeir fyrstu bomu að, var það svotil alelda og eldurinn þegar byrj- aður að læsa sig í syðri hluta þess. Lögreglan hafði þá bjargað út fólki þar. Það var þegar sýnt að slökkvistarf yrði mjög erfitt og þar sem vindur var um sjö stig af austri var óttazt að þau hús sem í vindátt voru, en það voru Iðnskólinn gamli, Iðnó og hús VerzlunarmannaféL Reykja- víkur. En eldurinn hafði þarna yfirhönd og kiukkan um átta voru Lækjargata 12A, 12iB, bak- hús við 12A og Vonarstræti 2, brunnin niður að miestu. Var þá enn talsverður eldur í Iðnaðar- bankanum sem er.fitt var að kom ast að. Slökkvistarfinu var að mestu lokið um klukkan hálf táu, en haldið var áfram að sprauta á rústirnar fram yfi-r hádegi. Það kom og fram á fundinum aff Þórir Þorsteinsson fyrstur lög- — með fyrstu lögregluþjónuin á vettvang. slökkviíiðið skortir ýmis tæki, sem hefðu auðveldað baráttu þess við eldinn í þessu tilfelli. Þórir Þorsteinsson, lögreglu- þjónn var einn þeirra fyrstu sem kom að eldinum, og það var hann ásamt nokkrum félögum sem bjargaði frú Áslaugu, ekkju séra Bjarna út úr húsi hennar. Þórir var að ijúba vaktinní og á leið niður á stöð þegar hon- um barst tilkynning um brun- ann. Þegar þeir komu að logaði út úr norðurenda hússins númer 12A. Þórir greip kylfu sína og brauzt inn í húsið. Þegar þeir bomu þar inn í gang hittu þeir fyrir dóttur séra Bjarna og Áslaugar, sem sagði þeim af móður sinni en hún hafði her- bergi í risinu. Þórir þaut upp stigann inn í henbergi frú Ás- la-ugar og vakti hana. Komst hún út við illan leik því að nokbrum sekúndum eftir að þau koma niff ur stigann stóð hann í björtu bálL Þórir bar frú Áslaugu út f lögreglubílinn og fór svo aftur til félaga sinna sem þrátt fyrir kæf- andi og steikjandi hita hlupu um íbúðina og gripu með sér þá muni sem þeim litust verðmætast ir. Þá var það Þórir og félagar hans Eðvarð Ólsen, Kristinn Ósk- arsson, Björn Jónsson og Eyjólf- ur Karlsson, sem björguðu því sem bjargað varð af málverk- unum. Þeir gengu svo í næstu hús og héldu áfram að vekja fólk og sbjót viðbrögð björgunarlið- anna forðuðu manrvskaða í þea«- um mesta bruna sióustu ár«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.