Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR II. MARZ 1967. 23 FYRIRTÆKI OG ÞJÓÐARBÚSKAPUR í UMSJA ÞORIS EINARSSONAR Greiðslujöfnuðurinn 1966 FYRIR skömrnu skýröi dr. Jó- hannes Nordal, seðla'bankastjóri, frá bráðabirgðamiðstöðum um greiðslujöfnuðinn árið 1966. Eru helztu niðurstöðutölur dregnar hér saman og sýnidar í meðfylgj andi límiriti ásamt tölum fyrir 1965 til samanburðar. Skýrslum um greiðslujöfnuð- inn við útlönd er ætlað að sýna heildarviðskipti þjóðarbúsins við wmiheiminn á ákveðnu tímabili. Er greiðslujafnaðaryfirlitinu hér skipt í þrjá aðal'þætti: vöruskipti (inn- og útfluttar vörur), greiðsl ur fyrir þjónustu, sem oft eru kallaðar duldar greiðslur og svo fj'ái magnshreyfingar, þar með talið gjafafé. Vöruskiptajöfnuffurinn reynd- lst óhagstæður um 250 millj. kr. árið 1966 en hafði verið hagstæð ur um 219 millj. kr. árið áður. Þessi ólhagstæða þróun stafar af trvennu. Verðfall á útflutnings- afurðum leiddi til þess, að heild arverðmæti útflutningsfram- leiðslunnar varð um 2% minna árið 1966 en árið 1985. Samt sem áður jókst verðmæti útflutningá ins um tæp 8% miðað við undan farandi ár og er skýringin sú, að gengið var á birgðir útflutnings- afurða. Innflutningur á árinu 1966 jókst um 16%. Að nokkru leyti er skýringin, að auknar peninga tekjur innanlands — ekki sízt frá sjávarútvegi — hafa leitt til aukinnar eftirspurnar eftir inn- fluttum vörum en einnig ber þess að geta, að um 780 millj. kr. var varið á árinu til inn- flutnings skipa og flugvéla og fjárfestingarvara til Búrfells- virkjunar. i Þjónustujöfnuffurinn (duldar tekjur og gjöld) virðist hafa orð ið öhagstæður um 100 millj. kr. Helztu liðir eru þar flutningar, tryggingar, vaxtagreiðslur, við- skipti við varnarliðið, vinnulaun útlendinga, nárnskostnaður og ferðagjaldeyrir. Ýmsir gjaldaliða hafa farið vaxandi jafnframt því sem tekjuliðir s.s. vegna varnar- liðsins, hafa farið hlutfallslega minnkandi. Heildarupphæðir duldra tekna og gjalda árið 1966 liggja ekki enn endanlega fyrir og eru áætlaðar af undirrituðum. Viðskiptajöfnuður, heildarnið- urstaða vöruskiptajafnaðar og þjónustujafnaðar, er mælikvarði á heildarafkomu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Reyndist hann vera óhagstæður urn 350 millj. kr. á sl. ári — og hefur þjóðin því ráðstafað þeirri upp- framleiðslunni nam. Árið 1965 var þessu öfugt far- ið. Vöruskiptajöfnuðurinn var þá hagstæður og ráðstafaði þjóð in því um 214 millj. kr. minna en þjóðarframleiðslu nam á því ári. Koma hér skýrt í ljós hæð umfram það sem þjóðar- 19 65 hinar breyttu efnaihagsaðstæður, sem urðu á árinu 1966. Upplýsingar um heildartölur fjái magnsjafnaðar eru enn ekki nógu glöggar en ljóst er, að mis- munur á innstreymi fjármagns (aðallega lán og gjafafé) og út- streymi (aðallega afborganir af lánum) nemur svipðari upphæð og viðskiptajöfnuður eða 353 millj’. kr. Munar þar mestu um lán til langs tíma, bæði vegna skipa- og flugvélakaupa og virkj unarframkvæmda. Munur á viðskiptajöfnuði og fjármagnsjöfnuði er bætt gjald- eyrisstaffa að upphæð 3 millj. kr. Reyndist nettó gjaldeyriseign bankanna í árslok 1966 vera um 1915 millj. kr. en í árslok 1963 var hún 1912 millj. kr. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1959, að gjaldeyrisforði þjóðarinnar hef- ur ekki aukizt að ráði. Þ.E. 19 6 6 Innflutn. 5,340 m.kr. Dulin gjöld (v/ þjónustu) 2.788 m.kr. Bætt gjald- eyris staða 319 m.kr. Útflutn. 5.559 m.kr. Innflutn. 6.300 m.kr. Duldar tekjur (v/ þjónustu) 2.783 m.kr. Hagst. viðsk.. jöfnuður 214 m.kr. Fjármagns- jöfnuður 105 m.kr. Útflutn. 6.050 m.kr^ Dulin gjöld 3.200 m. kr. Óhagst. viðsk. jöfn.N. 350 m.kr. I Bætt gjald- eyrisstaða 3 m.kr. Duldar tekjur 3.100 m.kr. • Fjármagns^ jöfnuöur / 353 m. kr. Þróun iðnaðarframleiðs! árið 1966 Skyrtufram leiðsla til Portúgal í „NORGES Handels og Sjö- fartstidende“ er viðtal við fram- kvæmdarstjóra norsks fyrirtæk- k í fataiðnaði, „Erling Volds konfeksjonsíabrikker“ í tilefni þess að fyrirtækið hefur gert samning við portúgalskt fyrir- tæki um að það saumi fyrir hið norska fyrirtæki 60.000 skyrtur á árinu 1967. Segir blaðið hér um nýmæli að ræða, því fram að þessu hafi ýmis fyrirtæki í fata- iðnaði á Norðurlöndum byggt upp sín eigin fyrirtæki í Portú- gal. Orðrétt segir framkvæmda- stjórinn: „Samningurinn við London (Associated Press). UM 18 brezkir vísindaáhuga- menn halda í sumar til íslands til að kanna hraunmyndanir og skyldleika hraunsins viff yfirborff tunglsins. Einnig munu þeir gera minniháttar athuganir á íshettu Hofsjökuls. Þátttakendur f ferðinnl eru á aldrinum 17—25 ára, og er veð- urfræðingurinn John Marsh far- arstjóri. Fer hópurinn fró Leith í Skotlandi hinn 10. júlí. Leið- angurinn er farinn á vegum stjarnfræðifélagsins Croydon Astronomical Society, sem er að- ili að heildarsamtökunum Junior Astronomical Society, er hefur 1.250 félagsmenn í Bretlandi. Einn þátttakenda, Ian Ridpath, sem er 19 ára, sagði að farið hefði verið fram á stuðning Kon- unglega landfræðifél. brezka. „Tilgangur okkar er að safna »em flestum steinasýnishovnum, aðallega hrauni“. sagði Ridpath. portúgalska fyrirtækið miðar fyrst og fremst að því að mæta samkeppninni, ekki við önnur noisk fyrirtæki, heldur við fram leiðendur frá Norðurlöndum, sem byggja upp fyrirtæki í Portúgal til þess að, heyja síðan samkeppni á norðurlandamark- aðnum. Gróft reiknað nema laun í Portúgal aðeins tíunda hluta þeirra launa, sem við greiðum í Noregi.“ (Úr fslenzkum iðnaði). London, NTB — Noregur og Bretland eru í öllum megin- atriðum sammála um afvopn- unarmál og fyrirhugað bann við frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna sagði í tilkynningu sem gefin var út eftir viðræð- ur utanríkisráðherra Noregs, Johns Lyngs og brezka af- vopnunarmálaráðherrans, Lord Chalfonts, í London í dag. „Sýniáhornin verða síðan hituð inni í lofttómu rúmi og beint að geislum til að líkja eftir aðstæð- um á tunglinu. Verða svo niður- stöður okkar afhentar Konung- lega landfræðifélaginu og birt- ar“. Ridpath sagði að aðal tilgang- ur ferðarinnar væri að kanna hraunmyndanir á fslandi og skyldleika hraunins við landslag á tunglinu. „Ljósbrotið frá yfirborði tungls ins bendir til þess að jarðvegur þar sé mjög gljúpur", sagði hann. „Þessi eiginleiki fyrirfinnst 1 hrauni víða um heim, sérstaklega á fslandi. Er það hugmynd okk- ar að eldfjallagígar þar og á tunglinu geti átt sameiginlegan uppruna". Benti Ridpatih á að þessi hugmynd þeirra félaga væri ekki fráleit, þvi jafnvel Bandaríkjamenn hefðu sent geimfara sína til þjálfunar á Li- landi. unnar ÞAÐ hefur verið venja I upp- hafi árs að gefa nokkurt yfirlit um þróun iðnaðarframleiðslu á liðnu ári. Þar sem skýrslur um iðnaðarframleiðslu eru ekki til- tækar fyrr en að nokkrum tíma liðnum, hefur skrifstofa Félags íslenzkra iðnrekenda leitazt við að afla sér upplýsinga um þróun iðnaðarframleiðslunnar og bein- ist könnun hennar að því að afla upplýsinga um, hvort um sam- drátt, -lcyrrstöðu eða aukningu framleiðslu er að ræða í hinum ýmsu greinum. Bendir sú könnun, sem fram hefur farið að þessu sinni, til þess, að sé litið á iðnaðinn sem heild, hafi um einhverja aukn- ingu iðnaðarframleiðslunnar ver ið að ræða. Flest bendir þó til þess, að framleiðsluaukningin hafi verið lítil og þá sérstaklega, þegar tekið er tillit til >þess„ að almenn aukning eftirspurnar hefur vaxið mjög á árinu og næg ir í því sambandi að benda á, að verðmæti heildarinnflutnings óx á árinu 1966 um 16% miðe.ð við innflutnlng árið 1965. Allt bendir til þess, að máln- ingarframleiðsla hafi enn favið vaxandi. Sama máli gegnir um framleiðslu alls konar umbúða, en fjölbreyttni í notkun umbúða fer stöðugt vaxandi. Notkun ullar rem hráefni. fór vaxandi og þá um le:ð fram- leiðsla á ýmsum ulla.-'/örum. Talsvert hefur verið um útflutn- ing á ullarvörum að ræði á und anförnum árum og hefu: stærsti markaður fyrir þær ver.ð í Sov étríkjunum. Á einni mik ’vægri framleiðslu, sem notar ull s.*m hráefni, varð þó samdrá. ur þ.e. í framleiðslu góifteppa og jtaf- aði af því, að innflutnÁngur gólf- teppa var gefinn frjáls . byrjun ársins. Líkur virðast benda til þess, að um nokkra aukningu hús- gagnaframleiðslu hafi ve.ið að ræða og sama gildir um ýmsa verksmiðjuframleidda hushluti. í byrjun þessa árs boru i smíð um hjá innlendum skipasmíða- stöðum 9 fiskiskip, þar af 5 stál skip. Fram að þessu hafa aldrei áður verið í smíðum jafnmöig stálfiskiskip hér innanl^nds og verður að telja það ánægjulega þróun, enda hefur markvisst verið unnið að þvi að efla þessa framleiðslugrein. Almennt átti sér stað aukning á framleiðslu matvæla- og drykkjarvöru iðnaðarins. Nokk- ur samdráttur hafði áður átt sér stað í vissum greinum matvæla iðnaðarins svo sem í framleiðslu á kexi og sælgæti, sem dróst verulega ’saman árið 1965. Virð- ist kexframleiðslan nú aftur hafa tekið að aukast. Þá er að geta iþess, að hin stórkostlega verðlækkun, sem varð ó smjöri á sl. ári, leiddi til þess, að fram- leiðsla á smjörlíki dróst veru- lega saman. í ýmsum greinum iðnaðarins virðist framleiðslumagn hafa ver ið nokkuð svipað á árinu 1966 og 1965. Virðist það eiga við um fatnaðarframleiðslu, en hafa ber í huga, að um talsverðan sam- drátt var að ræða í þeirri fram- leiðslu árið 1965. Svo sem kunn- ugt er hafa fataframleiðendur gert átak til að örva sölu á inn- lendum fatnaði, m.a. með því að efna til sameiginlegrar kaup- stefnu á árinu 1965 og sömuleið- is með fjölmennri þátttöku í iðnsýningunni, sem haldin var á sl. hausti og þeirri kaupstefnu, er þar fór fram. Telja þeir, sem þessum málum eru kunnugastir, að kaupstefnur þessar hafi orðið til að styrkja stöðu þessarar framleiðslu. Af öðrum gieinum, þar sem framleiðslumagn virðist hafa orð ið svipað og á árinu 1965, má nefna kaffibrennslu og fram- leiðslu á hreinlætisvörum. Framleiðsla í steinefnaiðnaði var nokkuð svipuð að magni til og árið áður en í því sambandi ber *ð hafa í huga, að núverandi framleiðslugeta Sementsverk- smiðju ríkisins er fullnýtt. Eftir nokJrurn árafjölda mun því skaa ast grundvöllur fyrir stækkun Sementsverksmiðjunnar og au"k- innar sementsframleiðslu innaa- lands. Um nokkra aukningu var aff ræða á verksmiðjuframleiddum húshlutum úr steinefnL í nokkrum greinum iðnaðar- ins var um samdrátt að ræða i framleiðslu á sl. ári. Þannig fór framleiðsla veiðarfæra enn minnkandi á árinu 1966. Unnið var að endurskipulagningu einu veiðarfæraverksmiðjunnar, sem enn er til í landinu, með tilliú til þeirra breytinga í framleiðslu tækni, sem rutt hafa sér til rúms í þessari framleiðslugrein. Nú er þeirri endurskipulagningu að ljúka, og ber nú brýna nauð- syn til, að þannig verði búið að þessari framleiðslugrein, að hún geti eflzt og átt framtíð fyrir sér hér. Farmleiðsla á vélum og tækj- um fyrir sjávarútveg og fiskiðn aðinn, dróst saman á árinu 1966 miðað við árið 1965. Stafgr það bæði af minni verkefnum inn- anlands fyrir síldariðnaðinn, en sömuleiðis vegna hagstæðra lána, sem leyft hefur verið að taka við kaup á slíkum vélum og tækjum erlendis frá, hlið- stæðum þeim, sem framleidd eru innanlands. Þessu stutta yfirliti um fram- leiðslu iðnaðarins á árinu 1966 er ekki ætlað annað en að gefa svolitla hugmynd um þróunina 1 þeim greinum, er nefndar hafa verið. Ýmissa gieina verður að láta ógetið. Á það skal sérstaklega bent, að það, sem hér að framan er sagt, gildir aðeins um fram- leiðslumagnið, en segir á hinn bóginn ekkert um, hver afkoma iðnfyrirtækjanna hefur orðið. Fullvíst er, að bún hefur farið versnandi. (Úr íslenzkum iðnaði). V Brezkur Islands- leiðangur í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.