Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 13
w ýfu M .jj MffXkQBÁQV-KS MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR II. MARZ 1967. 13 - HÆSTIRETTUR Framlhald af bls. 8 staða matsmanna var sú, að glerið vaeri ónotihæft sem tvöfalt gler og kostnaður við viðgerð væri hæfilega metin á kr. 177.500.00. Njarðvíkurhreppur taldi, að verktakinn bæri ábyrgð á þess- um göllum og var leitað úrskurð- ar gerðardóms um það atriði, en niðurstaðan varð sú, að verk- takinn var eigi talinn bera á- byrgð á göllum þeim, sem fram komu í glerinu. Njarðvíkurhreppur höfðaði því mál þetta gegn Brynju og krafði fyrirtækið um áðurnefndar bæt- ur. Studdi hreppsnefndin kröfur sínar þeim rökum, að Brynja hefði tekið á sig 5 ára ábyrgð á glerinu. Þótt sú ábyrgð væri ekki talin sönnuð, bæri Brynja ábyrgð samkvæmt 42. gr. lausafjárlag- anna nr. 39. 1922, þar sem ljóst megi vera, að glerið skorti þá kosti, sem áskildir hefðu verið. Gallinn á glerinu væri leyndur og þar að auki þess eðlis, að hann komi ekki fram fyrr en löngu eftir að varan sé afhent. Verzlunin Brynja krafðist sýknu í málinu og byggði þá kröfu sína í fyrsta lagi á því, að á milli verzlunarinar og hrepps- ins hefðu engin lögskipti átt sér stað, þar sem það hafði verið verktakinn, sem glerið keypti. Jafnvel þótt talið yrði, að Brynja ætti aðild að málinu, þá leiddu málsatvik til sýknu. Kæmi þar tiL að verzlunin hefði enga á- byrgð tekið á glerinu og auk þess væri hugsanlegar bótarétt- ur löngu niður fallinn sökum að- gerðarleysis. Niðurstaðia héraðsdóms var sú, að ekki þótti nægjanlega sannað gegn andmælum Brynju, að fyrirtækið hefði tekizt á hendur 5 ára ábyrgð á glerinu. Eikkert væri fram komið í gögnum máls- ins, sem benti til þess, að hrepps nefndin eða verktakinn, sem ann aðist ísetninguna ættu sök á göll- unum. Hreppsnefndin hefði kvartað undan göllunum við , Brynju með bréfi dags. 30. janúar 1961. Eins og málavöxtum væri ' háttað yrði að líta svo á, að sú kvörtun hefði komið of seint i fram sbr. 52. gr. lausafjárlag- • ánná nr. 39/192Í2, enda hefði ■ hreppsnefndin ekki sannað nægj- anlega, að Brynj,a hefði sýnt af I sér vítavert gáleysi eða beitt svik , um sbr. 53. gr. sömu laga. Með I þessum rökum var Brynja sýkn- uð af kröfum stefnanda í máli þessu og var sú niðurstaða stað- [ fest í Hæstarétti. Málskostnaður var felldur niður í báðum rétt- um. | Rétt er að geta þess, að í 52. gr. lausafjárkauplaganna segir, að komi það í ljós, að söluhlut sé ábótavant og kaupandi vilji bera það fyrir sig, þá skuli hann skýra seljanda frá því þegar í stað, ef um verzlunarkaup sé að (tefla, en ella án ástæðulauss dráttar. Nú hafi kaupandi orðið þess var, að hlutnum væri áfátt, eða hann hefði átt að verða þess var, og skýri hann eigi seljanda frá, svo sem hér sé fyrir mælt, ; þá geti hann eigi síðar borið það fyrir sig, að hlutnum hafi áfátt 1 verið. Kvöldvaka Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði heldur hina árlegu kvöldvöku sína sunnudaginn 12. marz kl. 8,30 í Bæjarbíó. Miðasala frá kl. 1 sunnudag. Skemmtiatriði: 1. Skemmtunin sett: frú Ester Kláusdóttir. 2. Erindi: séra Sveinn Víkingur. 3. Einsöngur: Magnús Jónsson óperusöngvarL 4. Leikþáttur: Elísabet trúlofast. 5. Danssýning: Stjórnandi frú Nikulína Einarsd. 6. Leikþáttur: Hraunprýðiskonur. 7. Tízkusýning. 8. Skrautsýning. Kynnir Ólafur Friðjónsson. KVÖLDVÖKUNEFND. Sænsb hljómsvcit í heimsokn SÆ3NSK dægurlagalhljómsveit sem kunn er á Norðurlöndum, „Sven Ingvars orkestra", kemur hingað aðfaranótt sunnudags, til þess að halda hér tvenna hljóm- leika á mánudags- og þriðjudags kvöld í Austurbæjarbíói. Hér á landi hafa plötur þessara sænsku pilta, en þeir eru fimm, náð hér vinsældum og má þar nefna 1 „Segðu ekki nei, — segðu ^ kannski" og „Elsku Stína“, sem ! náði svo miklum vinsældum að Ekkert er betra fyrir tennur barnsins en vestfirskur harðfiskur Hefi ávallt fyrirliggjandi úrvals harðfisk (ýsu), barinn og óbarinn í pökkum. Sendi í póstkröfu hvert á land sem er, ef pöntuð eru minnst 5 kg. Hagstætt verð beint frá framleiðanda. Skrifið eða simið. Óskar Þórarinsson Aðalstræti 32, ísafirði, sími eftir kl. 6 e.h. 319. hún náði að verða gullplata. Nýjasta lag þeirra félaga, en allir eru þeir frá bænum Karl- stad, heitir „Ved din sida“ og hefur þessi plata náð miklum vin sældum. í 'hljómsveitinni er leik ið á gítara, saxófón, bassa og trommur. Fleiri en einn þeirra geta sungið einsöng með hl'jóm- sveitinni, ef svo ber undir. —MAO-KLÍKAN Framhald af bls. 24. aði öryggismál Evrópu. En hann sagði að ef Vestur-Þjóðverjar fylgdu fordæmi annarra þeirra ríkja, sem reyndu að skapa sanna öryggisstefnu í Evrópu, gæti Vestur-Þýzkaland auðveld- að jákvæða þróun þeirra mála, og þeirri þróun yrði mjög fagn- að í Sovétríkjunum. Það væri þó frumskilyrði að hugur fylgdi máli, sagði Podgorny forseti. Hringurinn Hafnarfirði heldur tízkusýningu í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 12. marz kl. 3,30. Sýndur verður fatnaður frá Tízkuverzl- uninni Laufinu og Herrahúsinu. Ómar Ragnarsson skemmtir. Dans frá Dansskóla Hermanns Ragnars. Snyrtisýning frú Rósa Jónasdóttir. Hárgreiðsla frá Hárgreiðslustofunni Guðrúnu. HAFNFIRÐINGAR FJÖLMENNIÐ. Vélritunarstúlka getur fengið starf við ritsímastöðina í Reykjavík (vaktavinna) frá 1. april n.k. Umsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar, sendist mér fyrir 20. þ.m. Ritsímast j ór inn. Útboð Tilboð óskast í mjólkur- og vöruflutninga frá og til Borgarness, úr Breiðuvík, Staðarsveit, Mikla- holtshreppi og Eyjahreppi. Tilboðum sé skilað fyrir 15. marz n.k. til Þórðar Gíslasonar Ölkeldu II, sem og gefur allar upplýsingar um starfíð. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. SAMNINGANEFNDIN. Bolinder Munktell hleðslutæki eru mjög afkastamikil, fást í mörgum gerðum og stærðum og ýmist með tveggja eða fjórhjóla drifi. Aðeins eitt handtak að skipta um verkfærL Með BOLINDER MUNKTELL hleðslutæki getið þér lækkað hleðslukostnaðinn. Ilafið samband við oss. GUNNAR ASGELRSSON H. F, Suðnrlandsbraut 1C — Simi 3S20C.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.