Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 1
32 síður, og Lesbók 64. árg. — 72. tbl. SUNNtTDAGUK 2. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Helsinki, 1. april, AP. Frá setningu þings Norðurlandaráðs. Á myndinni eru, frá yinstri: Sigurðnr Ingimundarson, Per Hækkerup, u tanríkisráðherra Dana, Olav Hor dvik, Noregi, og Kuuno Honkon- en, Finnlandi. Skortur á daglegum nauðsynjum í N-Kóreu SAIGON, 1. apríl, AP. — Banda- rískar hersveitir felldu 518 Viet Cong skærulið'a í miklum bar- dögum í nánd við landamæri Kambódíu í gær. Bandaríkja- menn áttu alls í höggi við 1500 skæruliða á þessum slóðum, og flúðu um 1000 þeirra inn í frum- skóginn og var veitt eftirför. Xil þessarar orrustu kom á striðs- svæði C. í henni Iétu 87 Banda- ríkjamenn lífið og 9 særðust. Háttsettur kóreanskur flótta- maður sagði á fundi með frétta- mönnum í Seoul í dag, að N- Kórea veiti N-Vietnam takmark- aða hernaðarlega aðstoð sökum efnahagslegra örðugleika heima fyrir. Sagði flóttamaðurinn, Lee Soo-keun, varaforseti fréttastofu Svíar og um aöild Finnar andvígir tillögu Dana Færeyja að Norðurlandaráði - Líklegt talið að IMorðmenn og íslendingar styðji tillöguna Helsingfors, 1. apríl — Frá fréttamanni Mbl, Styrmi Guun- arssyni. KLUKKAN 11.00 t moigun setti Poul Hartling frá Danmörku 15. fund Norðurlandaráðs í hinu glæsilega þinghúsi Finna í Hels ingsfors. Þetta er fjölmennasti fundur Norðurlandaráðs, sem haldinn hefur verið til ‘jessa og sitja hann 69 fulltrúar þjóð- þinga Norðurlandanna, 42 rað- herrar, 105 sérfræðingar og ráðunautar og 60 til 70 blaða- menn. Athygli hefur vakið, að hér eru fréttamenn frá Pravda og Tass. Finninn Eino Siren var kjör- inn forseti Norðurlandaráðs, en varaforsetar: Leif Cassel, Sví- þjóð; Poul Hartling, Danmörku; Sigurður Bjarnason, íslandi og Tryggve Bratteli, Noregi. Fyrir fundi ráðsins liggur nú tilaga frá ríkisstjórn Danmerk- ur um að Færeyjum verði veitt full aðild að Norðurlandaráði. Vitað er, að bæði Finnar og Sví- ar eru andvígir tillögunni, en hins vegar má telja víst, að bæði Eldu r og sprengingar — við aðalflugvöllinn í London London, 1. apríl (AP). AÐ minnsta kosti 13 manns særðust, sex þeirra alvarlega, í sprengingum, sem urðu á Esso-ol'íustöðinni við ' aðal flugvöllinn í London. Eldsúlur og reykur stigu hátt til lofts og sáust langt að. Fylgd- ust farþegar og aðrir gestir í far- þegarmiðstöðinni á Heathrow flugvellinum með brunanum. Rak hver sprengingin aðra í um eina klukkustund, og sprungu m. a. 10 af 11 olíuflutningabif- reiðum stöðvarinnar í loft upp. Meðal hinna særðu voru öku- menn sex bifreiðanna. Eldurinn og sprengingarnar gjöreyðilögðu stöðina, en bifreið ar hennar eru notaðar til að flytja eldsneyti til flugvélanna á Heathrow flugvelli. Er olíustöð- in við vesturmörk flugvallarins, um 1% km. frá flugstöðvarhús- inu. fslendingar og Norðmenn styðji hana. Ekki er gert ráð fyrir, að tillagan hljóti fullnaðaraf- greiðslu nú, af þeirri ástæðu, að til þess þarf að breyta sam- þykktum Norðurlandaráðs og slíkar breytingar verður að staðfesta á þjóðþingum hinna Norðurlandanna fimm. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að með dönsku sendi- nefndinni eru færeyskir ráðú- nautar, þar á meðal Pétur Mohr Dam, lögmnður og Kristian Djurhus, landstjórnarmaður og fyrrverandi iögmaður. í setningarræðu sinni sagði Poul Hartli.-ig m.a., að á næstu vikum mundi koma í ljós, hver yrði miðurscaða Kennedyvið- ræðnanna og á næstu mánuðun myndi Bretland móta afstöðu sína til Efnabagsbnndalagsin*-. Hvort sem afstaða Bretiants yrði neikvæð eða jákvæð, yrðu Norðurlöndin að íhuga aðstöðu sína mjög vandlega. Hartling sagði, að allt benti nú til þess, að því yrði ekki lengur skotið á frest, að taka hinar pólitísku ákvarðanir í þessum málum. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvort meirihluti fólksins á Norður- löndum mundi ekki telja það Járnbrautarslys í Japan illa farið ef Norðurlöndin sundr uðust í afstöðu sinni til þess. Hartling benti á, að strax og Norðurlöndin fjögur, sem aðild eiga að EFTA, hefðu komið Framhald á bls. 2 Kóreu, að ef skipun væri gefin gætu hersveitir farið frá N- Kóreu til N-Vietnam á 24 klukku stundum. Lee sagði, að síðan fréttastofa sín hafi lýst yfir sjálfstæði sínu innan kommúnistísku blokkar- innar í ágúst sl. hafi N-Kórea hallazt meira og meira að Moskvu vegna þess hve landið á mikið undir sovézkri hernaðar- og fjárhagsaðstoð. Hefur N- Kórea lítið samband við Peking. Lee sagði, að ekki einungis fjár- hagsskortur heldur og skortur á sérmenntuðu fólki háði N- Kóreu. Skortur á fæðu og dag- legum nauðsynjum eru þar einn- ig vandamál. Lee sagði, að staðhæfingar N- Kóreu um að honum hefði verið rænt væru fáránlegar. Hann skildi konu sína og þrjú börn eftir í Pyongyang. . — Oveðnrí fitíen Aden, 1. apríl — AP — MIKIÐ óveður hefur verið í Aden með úrhellisrigningu, sem bundið hefur enda á allar ofbeld isaðgerðir þar. I brezka borgar- hlutanum við Rauða hafið, þar sem meðalúrkoma á ári er um 25 mm., var nærri metersdjúpt vatn á götunum. Hundruð bíla hafa stöðvazt á götunum, og brezku herbúðirnar eru undir vatni. Andrei Gromyko, utanríkisrá ðherra Sovétríkjanna, og Nasser forseti Egyptalands ræðast við í Kaíró. Myndin var tekin 30/3. Gromyko í Kaíro * Anægður með samband ríkjanna 280 slösuðust. Óvíst Tókíó, 1. apríl (AP). JÁRNBRAUTARSLYS varð í Japan í dag, og slösuðust um 280 manns þegar járn- brautarlest rakst á vörubif- reið, sem sitóð á teinunum. Fimm farþegavagnar voru í lestinni, og siteyptust tveir þeir fremstu ofan í Onosato- fljótið. hve margir létust Slysið varð í Osaka-héraði í Mið-Japan klukkan hálf átta í kvöld að staðartíma á Nankai járnbrautinni. Ekki er vitað hve margir hafa látizt í slysinu, en tveimur klukkustundum eftir að slysið varð höfðu fundizt tvö lík. Sjónarvottar skýra svo frá að eftir að lestin rakst á vörubif- reiðina á árbakkanum, hafi hún runnið áfram spölkorn eftir teinunum og út á brú yfir ána, þar sem tveir fremstu vagnarnir steyptust útaf. Þriðji vagninn hékk á brúarkantinum. Eru tæp- lega fimm metrar frá brúnni nið ur í fljótið. Ekki er vitað hve margir far- þegar voru með lestinni, sem var á leið til Wakayama frá Osaka, um 400 km. fyrir vestan Tókíó. Margir hinna slösuðu eru taldir í lífshættu. Streymdi fjöldi lög- reglu- og sjúkrabifreiða á vett- vang til að flytja þá í nærliggj- andi sjúkrahús. Karió, 1. apríl (AP). í DAG lauk þriggja daga opin- berri heimsókn Andrei Gromy- kos, utanríkisráðherra Sovétríkj anna, til Egyptalands. Við brott- förina frá Kaíróflugvelli lýsti Gromyko yfir sérstakri ánægju vegna innilegra tengsla Sovét- rikjanna og Egyptalands. — „Meðan á heimsókn minni stóð voru rædd ýms alþjóða vandamál, og samskipti Egypta- lands og Sovétríkjanna“, sagði Gromyko. „Varðandi egypzk- sovézk samskipti er mér ljúft að geta þess að í aðalatriðum er stjórn Sovétríkjanna afar ánægð með þau innilegu og ' traustu bönd, er tengja Egyptaland og Sovétríkin. Munum við nota sér- hvert tækifæri, sem gefst til að treysta þessi bönd og þá vináttu, er ríkir milli þjóða okkar og leið toga“. Gromyko sat tvo fundi með Gamal Abdel Nasser for- seta, og einni ræddi hann oft við Mahmoud Riad, utanríkis- ráðherra meðan á heimsókninni stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.