Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1907. Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Aitgiýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ausasolu kr. 7.00 eintakið. s Id kr. 105.00 á mánuði innanlands. 5 ÉkxdSk *.W5V UTAN ÚR HEIMI Stærðarsamanburður á „jumbo“ Boeing 747 og venjulegri Boeing 707. Horfur á mikilli aukningu flugferða VÆNTA má gifurlegrar aukningar á flutningum í lofti, bæði á farþegum og vör um, það sem eftir er af þess- um áratug, samkvæmt rann- sókn, sem First National City Bank í New York hefur gert. Mikil samkeppni er á milli flugvélaframleiðenda um all- an heim, um að byggja sem hentugastar flugvélar, til að fullnægja þörfum flugfélag- anna á næstu árum. Farþega- flutningar í lofti hafa tvöfald ast á hverjum fimm árum, und anfarin tuttugu ár og á seinni árum hafa vöruflutningar vaxið enn örar. Ástæðan fyrir þessum vexti er fyrst og fremst vaxandi af kastageta nýrra flugvéla. Þot- ur, sem nú eyu í notkun, fljúga tvöfalt hraðar og flytja tvö- falt meira, en flugvélarnar sem þær komu í staðinn fyrir. Þetta þýðir fjórfalda afkasta- aukningu. Þessi aukning hef- ur gert það mögulegt að lækka fargjöld og auka hagnað á sama tíma. Ódýrari og fljót- legri flugferðir hafa einnig stuðlað að þessari aukningu. Flugfélögin eiga nú í pöntun meira en þúsund þotur af ýmsum gerðum. En þessi gíf urlega aukning er aðeins byrjunin. í byrjun næsta ára- tugs verða teknar í notkun „Jumbo“ þoturnar og þotur, sem fljúga hraðar en hljóðið. „Jumbo“ þoturnar geta flutt frá 500 upp í þúsund far þega í einu, samanborið við 180 til 250 farþega í stærstu þotum, sem nú eru í notkun. Hraðskreiðustu farþegaþotur nútimans fljúga á 600 mílna hraða (965 km.) en þotur, sem fljúga yfir hljóðhraða, koma til með að fljúga tvisvar til þrisvar sinnum hraðar. Fyrir farþega í þeim mun tíminn standa kyrr, eða raun ar færast aftur á bak. Þessari miklu aukningu fylgja þó vissir erfiðleikar. Gifurlegt fé þarf til að stand- ast straum af allri þessari fjár festingu. Reiknað er með, að fjárfesting bandarísku flug- félaganna einna, muni nema 14 þúsund milljónum dollara fram til 1975 og reikna má með að fjárfesting annarra heimshluta náligist þessa tölu. Flugfélögin eru nú í betri aðstöðu en nokkru sinni fyrr, til að leggja í fjárfestingu. Heildartekjur áætlunarflug- félaga í heiminum voru 9.300 milljónir dollara á árinu 1965, þrefalt meiri en 1955. Fyrst eftir að þoturnar voru teknar í notkun, lentu flugfélögin í alvarlegum erfiðleikum, en upp úr 1960 fór það að lagast og heildarhagnaður þeirra nam 100 milljónum dollara 1962 og var kominn í 900 milljónir dollara 1965. Allar líkur eru á því, að hagnaður muni vaxa fram til 1970, en nokkur hætta er á ferðum, þegar nýju flugvél- arnar koma í notkun eftir þann tíma, ef þeim er bætt við of ört, eins og skeði á ár- unum 1956-61. Bandaríkir. framleiða nú verulegan meirihluta farþega- flugvéla í heiminum, en fram l'eiðendur í Evrópu hafa styrkt aðstöðu sína í samkeppninni, með aukinni samvinnu sín á milli. f skýrslu bankans segir, að markaður þessi sé svo stór, að rúm sé fyrir marga stóra framleiðendur, allir fylgjast nægilega vel með á tæknilegu sviði. VIETNAM TIMikla atihygli vekur að Han- ■‘■"■^oistjórnin hefur nú, að því er virðist, hafnað tillögum U. Thants, sem hann hefur sett fram til lausnar Víetnam vandamálinu. Þessar síðusitu friðartillögur U Thants eru, sem kunnugt er, aðeins út- víkkun á fyrri tiilögum hans. Kjarninn í tiilögum hans er sá, að vopnahlé verði komið á í Víetnam, áður en deilu- aðilar setjast að samninga- " borðinu. Bandaríkin urðu fyrst til þess að failast á til- lögur U Thants, en síðan hafa mokkur lönd fetað í fótspor þeirra, þar á meðal Suður- Víetnam, sem hefur fagnað tillögum þessum. Kommúnistastjórnin í Han- oi hefur, að því er segir í frétt í Þjóðviljanum á mið- vikudag, lýst yfir, að Sam- einuðu þjóðirnar „hafi enga heimild til þess að hlutast til um málefni Víetnam." Og í fyrradag réðst Mao-stjórn á tillögur U Thants og friðar viðleitni Sameinuðu þjóð- anna. Þar með hafa kommúnist- ar og fylgilið þeirra um heim al'lan fengið hina nýju línu: Nú eru tillögui U Thants ekki - lengur nógu góðar, þvá að ekki er hægt að nota þær í áróðri fyrir yfirgangsstefmu kommúnista. Nú kemur Sam- einuðu þjóðunum ekkert við, hvað er að gerast í Víetnam, segja kommúnistar. Eru þetta harla athyglisverðar upplýs- ingar og koma vafaiaust ýms- um á óvart, sem hafa áiitið að friðartal kommúnista und- anfarið væri af heilindum sprottið. Morgunblaðið hefur áður bent á það, meðal annars í grein, sem birtist í blaðinu 1. des. sl., að kommúnistar hafa staðið að baki svoköll- uðum Víetnamhreyfingum í nökkrum löndum Evrópu, en ekki virðast aliir hafa faliizt á þær upplýsingar blaðsims. Sú staðreynd málsins er þó að verða deginum ljósari, og er vert að fylgjast rækilega með því, hvernig tekið verð- ur á þessum málum, ekki sízt af kommúnistum hér heima. Stjórnmálaritstjóri Þjóðvilj- ans er t.d. þegar farinn að feta sig í átt til nýrrar stefnu og nýrrar áróðursherferðar. í Þjóðviljanum í fyrradag seg- tr hann ekki beinum orðum að tillögur U Thants séu út í hött eða einskis verðar, en talar af þeim mun meiri f jálg leik um það, að kommúnist- •ar eigi að hafa sjálfdæmi um það sem gerist í Víetnam. Svo rammt hefur kveðið að því að kommúnistar „eign- uðu“ sér heitið „íslenzk þjóð,“ að farið var að hafa „þjóðina á Þórsgötu 1“ í flimtingum manna á milli. Þannig kalla kommúnistar nú einnig skoð- anabræður sína austur þar „Þjóðina í Víetnam.“ Kernur þetta sjónarmið mjög greini- lega fram í fyrrnefndri Þjóð- viljagrein, þar sem segir með- al annars: „Tillögur sem Víet- namar hafna koma ek'ki að neinu gagni þótt þær séu fluitt ar af góðum hvötum.“ Það sem hér er átt við, er, að til- lögur U Thants koma ekki að neinu gagni, þar sem „Víet- •namar“, þ.e. kommúnistar í Víetnam, vilja ekki failast á þær. Á þennan hát't muin svo Þjóðvil'jinn fikra sig áfram í áróðursstríði sínu og fara nokkra hringi í kring um tiíl- lögur U Thants, áður en Han- oilínan verður tekin upp, hrein og ómenguð. Þetta eru öl'l heilindin. Það er ekki verið að vinna að því •að efla friðarhugsjónina, held ur einungis að koma því til leiðar að kommúnistar nái takmarki sínu í Víetnam. En íslendingar eiga áreið- anlega eftir að sjá í gegn um þennan blekkingarvef, áður en hann er allur ofinn. „VÍETNAM- NEFNDIN" Eins og kunnugt er, þá er verið að setja á stofn hér á land'i Víetnam-nefnd. Nú reynir á heiiindi þeirra manna, sem staðið hafa fyrir þessari nefndarskipun og virðist eðlilegt, að nefnd þessi 'láti það verða sitt fyrsta verk að sýna stuðnimg sinn við til- 'lögur U Thants með því að krefjast þess af Hanoistjórn- inni, að hún breyti afstöðu sinni tii þeirra og fal'list á þær. Friði verður ekki komið á i Víetnam nema með hugar- farsbreytingu þeirra sem ábyrgðina bera og þeir hætti árásum sínum og setjist að samningaborðinu. Hlýtur það að vera krafa ail'ls heimsins að þeir setjist að samningaborði að undangengnu skilyrðis- lausu vopnahléi. Eins og kunnugt er, áttu kommúnistar frumkvæðið að stofnun Víetnamnefndarinnar hér á landi. Þeir hugðust nota þessa nefnd sér og stefnu sinni til framdráttar. Nokkur önnur samtök hafa einnig gerzt aðilar að nefndinni og mun nú rækilega fylgzt með >ví, hvort þau standa fast á tröfunni um frið í Víetnam á grundvelli tillagna U Thants, eða hvort þau láta kommúnista enn einu sinni Háskólafyríi- lestur KAJ Langvad verkfræðingur og kona hans frú Selma Langvad, fædd Gujohnsen, stofnuðu fyrir þrem árum sjóð við Háskóla ís- lands. Á vegum sjóðsins hefur dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörur, farið fyrirlestraferð til Danmerkur. Nú kemur hingað til lands í boði sjóðsins kunnur skólamað- ur, Aage Nörfeldt fræðslustjóri á Friðriksbergi, og dvelst hér í viku. Hann flytur fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans n.k. mánudag 3. apríl, kl. 5.30 e.h. Nefnist fyrirlesturinn „Opdrag- else til menneske". Er öllum heimill aðgangur. Nörfeldt fræðslustjóri flytur fyrirlestra í Kennaraskólanum á þriðjudaginn kemur, og á mið- vikudaginn flytur hann fyrir- nota sig í ároðursstríði þeirra. Mun þess nú skemmst að bíða að sjást muni heilindin á bak við stofnun íslenzku Víet- namnefndarinnar. lestur á vegum fræðslustjóra Reykjavíkur og ræðir við skóla- menn. Þá er ráðgert, að hann flytji fyrirlestra á vegum fræðslumálastjóra á Akureyri á fimmtudag og á Laugarvatni, ef aðstæður leyfa. Stjórn framangreinds sjóðs skipa Ármann Snævarr, háskóla- rektor, dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri og Sören Langvad, verkfræðingur. Á FUNDI Landsmálafélagsins Fram, sem haldinn var 22. marz s.l., gat formaður félagsins þess, að stjórn félagsins hefði ákveðið, að 40 ára afmælis þess yrði minnzt með hófi, sem haldið yrði í samkomuhúsinu á Garðaholti laugardaginn 8. apríl n.k. Hefði þegar verið skipuð nefnd til þess að annast allan undirbúning af- mælisfaenaðarins. Enn gefur Lionsklúbbur LIONSKLÚBBUR Keflavíkur hefur samþykkt að gefa tuttugu og fimm þúsund krónur til bygg- ingar Öryrkjaheimilisins við Há- tún. öryrkjabandalagið þakkar gjöfina. Gat formaður þess, að áherzla myndi lögð á það að vel yrði vandað til hátíðahaldsins, sem hefjast ætti kl. 7 siðdegis með sameiginlegu borðhaldi. Nokkur skemmtiatriði yrðu og stutt ávörp. Er það von félagsstjórnarinn- ar, að félagar og annað Sjáilf- stæðisfólk fjölmenni. (Frá Háskóla fslands). LancÉsmúlafélaf;- ið Fram 40 ára Afmælisins verður minnzt nk. laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.