Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967. Bréf iír Viefnamferð Eftir John Steinbeck * .fr| Hér í Bankok bera menn höf- breið og björt, eins og þjóð- uðið hátt. Frá gagnkvæmri braut fyrir báta af öllum virðingu er stutt í velþókn- stærðum og gerðum. Herberg un og vináttu. in okkar eru hreint ekki ódýr Segja má, að Thailendingar en verðið er sanngjarnt. VIÐ fórum flugleiðis frá Sai- gon til Bangkok, frá Suður- Vietnam til Thailands. Slík- ur reginmunur er á öllu svip- móti þessara borga, að menn þurfa tíma til að átti sig á staðreyndum. Við urðum hálf ringluð og dálítið tortryggin. Thailendingar eru brosmild, vingjarnleg þjóð, létt í lund og þægileg í umgengni. Og hvers vegna fannst okkur það svo áberandi? Jú, við komum frá Suður-Vietnam, þar sem 20 ára stríð hefur hrjáð og þjakað íbúana, andlega og lík amlega, ekki stríð þar sem barizt er frækilegri baráttu, heldur stríð, sem byggist á undirferli, mannvígum og pyntingum. Stríð sem háð er til að brjóta á bak aftur and- legt þrek manna, svo að þeir verði leiðitamir og undirgefn ir. Thailendingar heilsast með því að leggja saman lófana og lyfta fingurgómunum í augnhæð. „Wai“ kallast þessi kveðja. Meðal vestrænna þjóða mundi þehsi handatil- burður tákna undirgefni eða bænagjörð. En hér táknar hún: „Ég virði þig, ekki vegna stöðu þinnar heldur vegna mannlegra eiginleika þinna“. Og sá sem heilsað er, svarar kveðjunni á sama hátt. Þetta finnst okkur góðs viti, og við metum kveðjuna ef til vill meira fyrir þá sök, að við erum nýkomin þaðan sem tortryggni ræður miklu fremur ríkjum en gagnkvæm virðing manna á meðal. Tor- tryggni og grunur um græzku. Drengurinn þarna gæti verið með handsprengju og í þess- um lokuðu körfum sem mað- urinn ber í léttinum, gætu leynzt plast-sprengjur. Þessi tortryggni á auðvitað ekki allt af rétt á sér, en þó nógu oft til að vekja stoðugan grun. Og þessu ástandi vefur vís- vitandi verið komið á, til að brjóta á bak aftur gagn- kvæma virðingu og þá and- legu reisn, sem gerir mönn- um kleift að hugsa sjálf- stætt, leggja fram spurning- ar og halda uppi sjálfsvörn. sem þjóð hafi átt hamingju að fagna. Þeir eru eina þjóð- in í suð-austurhluta Asíu, sem aldrei hefur verið undir- okuð eða landið gert að ný- lendu. Þeir hafa orðið fyrir árásum, en þeir hafa stökkt árásaraðilum brott, áður en eyðandi áhrif yfirdrottnunar eða spilling nýlendustefnunn- ar náði að festa rætur. „Wai“- kveðjan „Ég virði þig“ er þessari þjóð eiginleg vegna þess, að hver og einn hefur til að bera sjálfsvirðingu en hún er grundvallaratriði í heilbrigðum samskiptum manna. Við borð liggur, að okkur finnist lífsþægindin yfirþyrm andi hér í Bankok. Við bú- um í glæsilegri herbergjasam stæðu á Oriental- hótelinu á árbökkunum. Reyndar eru þetta sömu herbergin sem Somerset Maugham gisti í sinni tíð. Ef til vill varð það til þess, að við litum fyrst Bankok með augum hans. Herbergin eru stór og búin öllum þægindum. Á Caravelle hótelinu í Saigon vorum við í eins manns herbergi með tveim rúmum. Þegar síminn hringdi urðum við að stökkva yfir annað rúmið til þess að svara. Ljósin viru svo léleg, að varla sá handaskil eftir að dimma tók. Vatnið var bragðvont, en það var okk- ur fært af og til í ferhyrndum ginflöskum. Loftræstiviftan gerði ýmist að drynja yfir höfðum okkar með ógnar gný, þangað til hitastigið var kom- ið í frostmark, eða stöðvast algerlega. Þá hljóp rakastig- ið óðara upp úr öllu valdi, svo andrúmsloftið líktist engu frekar en ylvolgri grugguri hænsnasúpu. Fyrir þessa „dýr legu“ vistarveru greiddum við 28 dali á dag, auk mútufjár- ins, sem við urðum að borga til að komast inn. Eftir sex vikna dvöl yfirgáfum við Caravelle-hótelið með álíka söknuði og menn yfirgefa Sing-Sing-fangelsið. Og svo komum við hingað. Hvílíkur munur. Fyrir neðan gluggann okkar er stór lysti- garður og síðan tekur áin við, Fyrst eftir að hingað kom, urðum við vör við einhverja undarlega kennd, sem gagn- tók okkur. En við gátum ekki gert okkur nokkra grein fyr- ir af hverju hún stafaði. Loks rann upp fyrir okkur ljós. Hér voru engir skothvellir, engir ljóskastarar upp í næt- urhimininn, ekki skothríð úr vélbyssum eða sprengjubrot. Þessi undarlega tilfinning hvarf, um leið og við gerð- um okkur þetta ljóst. Her- menn okkar fara í nokkurra daga leyfi til Bankok eftir langa og stranga herþjónustu. Ég hef haft tal af nokkrum. Þeir segjast líka þurfa tíma til að öðlast aftur eðlilega ör- yggiskennd. Margir hafa orðið til þess að skrifa um Bankok, um Buddha-líkneskin og iðandi lífið í borginni, að ógleymdri ánni og skurðunum. Ég ætla ekki að skrifa ferðalýsingu. Hins vegar skal ég taka það fram, að ég nýt lífsþægind- anna, s’em birtist mér í hrein um rúmfatnaði, nægu heitu vatni, alúðlegri þjónustu, kældum drykkjum við ána breiðu, þar sem lífið geng- ur sinn gang, Ég hef alltaf haldið því fram, að hver sá, sem þykist andvígur lífsþæg- indum, eða jafnvel munaði, sé annað hvort illa gefinn eða lygari. Ég viðurkenni, að menn þurfa líka að upplifa hið gagnstæða til þess að ánægjan verði ekki of hvers- dagsleg. En við erum á leið- inni til norður-héraða Thai- lands, þar sem skæruliðar kommúnista eru að reyna að koma á sama ástandi og í Vietnam. Okkur er sagt, að þar sé landið hrjóstrugt og erfitt. Þess vegna njótum við sællífisins hér í enn ríkara mæli. Hér er glaðværð og hljóðfærasláttur, hér getur að líta kvenlega fegurð dýrindis silki og gullvefnað, og listi- legt handbragð á tré og málm um, og hér sezt sólu handan við ána og geislar hennar varpa gullnum bjarma á her- bergin okkar. Við hljótum að njóta lífsins. Ykkar John. Sovétríkin opna tshafs'eiðina austur til Síberíu öllum ríkjum BANDARÍSKA stórblaðið New York Times hefur það eftir fréttaritara sínum í Moskvu (á miðvikudag sl.) að Sovétríkin hyggist nú opna íshafssjóleiðina austur til Síberíu norðan Sovét- ríkjanna, sem tengir Evrópu og Asíu, öllum ríkjum. ' Sjóleið þessari um íshafið er nú orðið haldið opinni 150 til 160 daga á ári og styttir mjög alla flutninga milli N-Evrópu og N- Asíu. Frá sovézku hafnarborg- nni Arkangelsk á norðurströnd Sovétríkjanna í Evrópu og til Vladivostok við Kyrrahafið er vm 6.500 sjómílna leið sé farið norðurleiðina, en sé farið suður- leiðina um Súez-skurðinn leng- ist hún um allan helming og er sem næst 15.000 mílur. Sovétríkin telja siglingaleið þessa innanríkisfarveg þar sem mikill hluti hennar liggur innan 12-mílna landhelgi Sivétríkjanna og öll not af henni eru háð að- stoð sovézkra ísbrjóta og hafn- armannvirkja á landi meðfram leiðinni. Fyrr á árum var leið þessi ekki fjölfarin enda lokuð langmestan hluta ársins. Fyrir 1960 var þó farið að halda henni opinni í 90 til 100 daga og síðar er öflugri ísbrjót- ar komu til sögunnar, þ. á m. ís- brjóturinn „Lenin“, sem er knú- inn kjarnorku. lengdist enn sá tími sem leiðinni varð haldið opinni og er nú allt að 160 dagar á ári eins og áður sagði. Það fylgdi frétt þessari í New York Times að Sovétríkin myndu að sjálfsögðu krefjast gjalds fyrir afnot af siglingaleiðinnL Hafnarfjörður FUS STEFNIR heldur fund í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 4. apríl kl. 20,30. Kosnir verða fulltrúar á Landsfund Sjálfstæð- isflokksins. Guðmundur H. Garð arsson, viðskiptafræðingur flytur erindi, er hann nefnir: Frauntíð íslenzks fiskiðnaðar. Síðastaliðinn föstudag var leiksýning á „Loftsteininum“ eftir svissneska leikritaskáldið Diirrenmatt í Þjóðleikhúsinu. Var sýn- ingin í tilefni 40 ára leikafmælis Vals Gíslasonar leikara, sem var hylltur að lokinni sýningu. Á myndinni hér að ofan er Brynjólfur Jóhannesson að ávarpa Val fyrir hönd Félags ís- lenzkra leikara. (Ljósm. Óli Páll). Joan Littlewood og Dario Fo koma í vor Munu flytja fyrirlestra d norræna leik- stjóranámskeiðinu í Þjóðleikhúsinu NÁMSKEIÐ fyrir unga, norr- æna leikstjóra, svonefnt Vasa- námskeið, verður haldið hér í í Þjóðleikhúsinu dagana 25. maí til 2. júní. Námskeiðið munu sækja 40 ungir Ieikstjórar frá hinum Norðurlöndunum og um 10 íslenzkir. Guðlaugur Rósinikranz, þjóð- leiklhússtjóri, tjáði Morgunblað- inu í gær, að á námskeiðinu yrði fjallað um nútíma vinnubrögð leikstjóra og leikara. Æfingar og fundahöld muni fara fram í Lindarbæ, en umræðufundir verða í LeikJhúskjallaranum á kvöldin. Kvað hann leikrit Halldórs Laxness, Prjóastofuna Sólina, verða sýnt sérstaklega fyrir þetta náimskeið. Ýmsir þekktir erlendir leik- stjóiar flytja fyrirlestra á nám- skeiðinu. Sagði þjóðleiiklhús- stjóri, að meðal þeirra yrðu Joan Littlewood, sem er einn þekkt- asti leikstjóri Breta og fræg fyr- ir nýtízkulegar uppsetningar, Dario Fo frá Ítalíu, einnig þekkt ur leikstjórr og leikritalhöfund- ur, svo og bandaríski leikstjór- inn Sohneider, sem þekktur er fyrir starf sitt við leiklhús á Broadway og New Yonk. Námskeiðið er haldið á vegam Vasa-nefndarinnar, en að hen.ni stendur Norræna leikíhússam- bandið. Þjóðleikhússtjóri sagði, að umsóknarfrestur um þátttöku í námskeiðinu hefði runnið út 1. apríl og hefðu 20 íslenzkir leik- stjórar og leikarar sent uimsókn- ir. Kópavogur FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi heldur fund í Sjálfstæðishúsinu miðviku daginn 5. apríl kl 20.30. Fundar- efni 1. Kosning fulltrúa á lands- fund Sjálfstæðisflokksins. 2. Ræða Ingólfur Jónsson samgöngu málaráðherra. —SVÍAR OG FINNAR Framhald af bls. 1 fram sem ein heild í Kennedy- viðræðunum, hefði mun meira tillit verið tekið til þeirra, af þeirri einföldu ástæðu, að sem heild væru þau markaður, sem keypti meira af Efnahagsbanda- lagslöndunum, en Bandaríkin og Kanada sameiginlega og nær tvöfalt meira en Bretland. í lok ræðu sinnar sagði Poul Hartl- ing: „Höfum við nú vilja og ein- ingu til að ganga á móti Evrópu og veita okkur þann styrk og áhrif, sem eining okkar mundi skapa? Eða er það ofvaxið getu okkar, að leysa þetta verkefni, sem að vísu er stórt, en eng- inn hindrar okkur í að leysa nema við sjálfir“? Eino Siren, hinn nýkjörrti for seti Norðurlandaráðs, lagði einn ig áherzlu á markaðsmálin 1 ræðu sinni og er ljóst, að þau munu verða mjóg á dagskrá á þessum fundi. Þá eru hér einnig áheyrnar- fulltrúar frá Landssamtökum ungra sjálfstæðismanna, fram- sóknarmanna og jafnaðar- manna, þeir Arni Grétar Finns son, Björn Teitsson og Geir Gunnlaugsson og ennfremur af hálfu Norræna félagsins þeir Einar Pálsson og Jón E. Ragn- arsson. í dag klukkan þrjú hefjast al- mennar umræður og standa þær í dag og á morgun, en eftir helgina starfa nefndir. Sú nýj- ung er upptekin að þessu sinni, að sérstakur fyrirspurnatími verður í upphafi fundar í dag og eiga meðlimir Norðurlanda- ráðs þá kost á þvf að beina fyr- irspurnum til ráðherra. Mun Sigurður Bjarnason stjórna þeim fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.