Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967. 3 Sr. Jón Auðuns dómprófastur: STÆRSTI SIGURHÁTÍÐ kristninnar er okkur enn í huga. Við skulum skoða í dag stærsta sigurinn, sem Kristur upprisinn vann, af drifaríkasta sigurinn, sem hann hefir fyrr og síðar unnið. Ekkert mátti sýnast vonlaus- ari fjarstæða en það, að ætla sér að vinna fyrir kristindóm- inn rammasta andstæðing og hat ursmann kristninnar, hinn unga mann, hálærðan í guðfræði Gyð inganna, Sál frá Tarsus. Með vegabréf æðsta prestsins 1 höndum er hann á leið til Dam askusborgar. Og erindi hans er að handtaka kristna menn þar í borginni og færa þá í böndum til Jerúsalem. En úti fyrir borg- arhliðum stöðvar hinn upprisni SIGURINN þennan volduga andstæðing sinn. Úr ljóshafi, sem vitruninni fylgdi, heyrir Sál rödd segja: ,,Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? — Ég er Jesús, sem þú ofsækir". Sleginn blindu er Páll leidd- ur inn í borgina. í>ar bíður hans annað undur: A bænastund sér hann sýn sér ókenndan mann, heyrir að hann heiti Ananías, og ennfrem ur það, að þessi maður muni koma og leggja hendur yfir hann, og þá muni hann fá sjón- ina aftur. Og á sumu stund fær Ananías, sem er kristinn maður í Dam- askus, vitrum um það, að hann eigi að leita uppi í nafnkenndri götu í borginni mann, sem heiti Sál og sé frá Tarsus, og leggja yfir hann hendur, að hann fái sjón sina aftur. Öllu fer þessu fram eins og vitrunin segir fyrir um. Eins og næri má geta verður þetta til þess að sýna Páli enn betur fram á sanngildi vitrananna. Óvæntari liðsmaður gat kristnu söfnuðunum ekki kom- ið, og þó var öllum hulið enn, hver óhemju boðberi þessi gáf- aði ungi maður átti eftir að reynast. Sinnaskipti Sáls eða Páls eins og hann var kalaður eftir að hann varð kristinn, komu kristnum mönnum svo gersam- lega á óvart, að þeir ætluðu ekki að fást til að trúa þeim. Þeir þekktu hann af svo grimmilegum ofsóknum gegn kristninni, að þegar hann leit- aði á náðir þeirra, hrakinn úr samfélagi fyrri samherja, ætl- uðu þeir ekki að þora að veita þessum voðalega manni við- töku. Á svo gagngerum sinnaskipt- um manns með skapgerð Sáls frá Tarsus, ætluðu þeir ekki að geta áttað sig. Sagan af vitruninni fyrir borgarhliðum Damaskus sýnir, að engan trúnað hefir Páll lagt á sögurnar af upprisufyrirbrigð unum í Jerúsalem. Sumar þær sögur hefur hann vafalaust heyrt, en engan trúnað hefir hann lagt á þær. Nákvæmlega eins hafði post- ulunum farið fyrr. Lærsveinarn- ir trúðu ekki upprisunni fyrr en þeir urðu vottar að henni sjálf- ir. Allir þessir menn eiga sam- merkt um það, að þeim nægði ekki vitnisburður annarra. Og allir sannfærðust þeir af fyrir- bærum sem þeir sannreyndu sjálfir, voru þeim fullkomlega raunveruleg og yfir allan 'efa hafin. Þetta gleymist undarlega oft, þegar um upprisuna er rætt. Sannfæringin byggðist á upp- hafi á staSreyndum, sem vottarn ir voru óhagganlega vissir um að hafa sannreynt. Og þannig sannfærðist Páll. Það var Kristsvitrun, sýn, sem kom fyrir hann vitinu. Bréf hans sem varðveitl eru í Ntm., og þó einkum Post- ulasagan, sem rituð er af nán- asta samverkamannd PáJ*. „lækninum elskaða" Lúkasi, sýna að eftir þetta veittust Páli aðrar vitranir. Þær nærðu trú- artraust hans. Þær færðu honum dýrmætan styrk þegar vegur- inn var honum hvað erfiðast- ur. Þær færðu honum rósemi og frið í mannraun og lííslháska á hafi um vetur. Og svo halda nýtizku guð- fræðingar. að þeir vinni • kristindómnum gagn með þvi að „afklæða hann goðsögninni", eins og þeir kalla það, og lim- lesta Ntm. með því að strika út úr því allir hið yfirvenju- lega. Ég held, að engurn geti blandazt hugur um, að það hefði Páli postiula þótt hláleg guðfræði. Með þvi að vitrast honum á veginum við Damaskus, vann Kristur upprisinn stærsta sig- urinn fyrr og síðar. UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík Tíðin var skapleg alla síðustu viku og ágæt síðari hluta henn- ar. Róið var alla daga. Afli í net var mjög rýr, hvað skást var við Jökulinn, 10—12 lestir í róðri. Fyrir innan Faxa- dýpi var aflinn ekki nema 5—10 lestir. Það styðzta, sem bátarnir sækja, er 3—4 tíma sigling. Fisks hefur ekki orðið vart enn í grunnbugtinni. 1300 lestir bárust að af loðnu. Afli hefur verið rýr hjá tog- urunum undanfarið, og hefur sjálfsagt miklu ráðið um það, að tið var vond. 3 togarar lögðu á land afla sinn í vikunni, Jupiter 340 lestir, Þorkell máni 120 lestir og Sag- itta, þýzkur togari, 35 lestir. Margir togarar seldu I síðustu viku, allir í BretlandL Það var hörmungarútkoma á þessum sölum. Skipunum var fyrst hald ið 2 sólarhringa án þess að fá að selja vegna forgangs brezkra. Þegar kom að því, að þeir máttu selja, var helmingurinn af afl- anum orðinn skemmdur. Hér er aðeins talið það magn, sem seldist: Lestir Krónur Kg. Böðull 98 1.024,440,- 10/45 Sval'bakur 121 1.206,760,- 9/99 Sigurður 61 585,840,- 9/60 Harðbakur 138 1.258,200,- 9/11 Víkingur 90 1.068,840,- 11/86 Sléttbakur 83 850,800,- 10/25 EgiU Sk. 150 989,400,- 9/07 Keflavík. Tíðin var sæmileg síðustu viku. Afli netabátanna hefur gamall og skemmdur fiskur. 1 bátur rær með línu frá Sand- gerði og aflar vel. Nokkrir að- komubátar, sem eru með línu, hafa lagt upp afla sinn, þar á meðal Gísli lóðs, og hefur hann verið að fá 11—12 lestir í róðri. Engin loðna barst í vikunni. Vestmannaeyjar. Róið var alla daga vikunnar. Afli hjá netabátum var mest morkur eftir frátökin um pásk- ana. Fyrst um miðja vikuna voru þeir búnir að sansa netin og farnir að geta dregið allt dag- lega, og þá er ekkert í þeim, 3—5 lestir. Einn lltill bátur rær með línu, og hefur hann verið að fá rúm- ar 7 lestir í róðri. Enginn afli sem heitið getur hefur fengizt í þorsknótina, að- eins nokkur hundruð kg. þótt bátur og bátur hafi komizt upp í 5 lestir. Akranes. Netabátarnir hafa verið að fá aðeins 3—5 lestir, þegar dag- lega er vitjað um. Sumir fá svo lítið, að þeir koma ekki inn. Einn bátuu rær með línu og hefur aflað vel, 9—10 lestir í róð'ú. 650 lestir bárust að af loðnu í vikunnL Styrkir til nýsmíði í Bretlandi. I siðastliðnum mánuði voru lagðar í brezka þinginu fram til- lögur um nýsmíði fiskiskipa. Áformað er að auka styrkinn úr 30% í 40% til skipa undir 80 fetum (um 150 lestir) og úr 25% í 35% til skipa, sem eru stærri. Þennan styrk má einnig greiða til endurbóta á eldri skip- um, þar með talin skip, sem breytt er í síldveiðiskip. Síldveiðin við Færeyjar 1966. Janúar 7 skip 1.570 lestir Febr. 4 skip 1.660 lestir Marz 10 skip 4.470 lestir í janúar veiddist síldin fyrir norðan Eyjarnar, en í febrúar og marz á hinum miklu fiski- svæðum austur af Eyjunum. Sérstaklega var mikið af síld seinni tvo mánuðina. Hún var á 20 — 170 faðma dýpi. Fituinnihaldið var 11% í jan. 10% í febr. og 8% í marz. Aflahæsta skip Breta. Aflahæsta skip Breta 1966 var skuttogarinn „Sommerset Maug- ham" 787 lestir að stærð. Hann fór 16 túra og var 343 daga á sjónum og landaði um 2500 lestum fyrir um 20 milljónir króna. Þetta er heldur minna afia- verðmæti en hjá stóru íslenzku togurunum yfir árið. USA styrkir togarasmíði. Afráðið er nú að smíða í Bandaríkjunum fyrir bandarískt fyrirtæki 2 skuttogara, sem jafnframt eru verksmiðjuskip. Verð hvors skips er um 450 millj. króna og styrkir ríkið smíðina. Lengd skipanna er 296 fet. Til samanburðar má geta þess, að lengd nýjustu íslenzku togaranna er 210 fet, Mál sjávarútvegsins á alþingi. Sjávarútvegsmálaráðh. skýrði frá því fyrir nokkru, að ríkis- stjórnin hefði nú í athugun kaup á 3—4 skuttogurum eins og skýrt hefur verið frá í þessum pistlum. Nú hefur verið skipuð sérstök nefnd til þess að athuga þetta mál og er Davíð Ólafsson formaður hennar. Nokkur önnur mál, sem mikil væg eru fyrir sjávarútveginn. hafa nýlega verið lögð fram á alþingi. Nokkrir sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp til laga um Fiskimálaráð, sem skipað yrði fulltrúum frá helztu stofnunum sjávarútvegsins og því opinbera. Er ráðinu ætlað að móta heild- arstefnu í uppbyggingu sjávar- útvegsins og í markaðsmálum. Þá hafa 3 sjálfstæðismenn og einn alþýðuflokksmaður lagt fram þingályktunartillögu um athugun á sérstökum ráðstöfun- um til endurnýjunar smærri vél báta og bættum rekstrargrund- velli fyrir þá. Tveir alþýðubandalagsmenn flytja frumvarp til laga um kaup á allt að sex skuttogurum. Vertíðin í Vetur. Menn muna vart aðra eins ótíð og verið hefur í vetur, sama hvar á landinu er. Veðrin hafa verið svo hörð. Neyðarástand er hjá útgerð- inni, einkum smærri bátunum, en svo eru nú bátar kallaðir a'H upp í stóru síldarbátanna. Veið- arfæratjón hefur verið gífurlegt hjá netabátum og aflinn rýr og fiskur oft mjög skemmdur og þar af leiðandi verðlítið það lita, það litla, sem fengizt hefur. Netabátar hafa fæstir haft fyrir tryggingu, það sem af er, og línubátar ekki heldur. Þeir hafa svo sjaldan komizt á sjó, þótt sæmilega aflaðist, þegar hægt var að róa. Eftirtektarvert við netaútgerð í vetur er, að stóru síldarbát- arnir hafa sýnt mikla yfirburði yfir gömlu tréskipin, hvað sjó sókn í vondu veðri og getu til að draga snertir. Spáir það góðu um hæfni þessara skipa til þorsk veiða í framtíðinni. Meiri fiskur virðist vera á miðunum í vetur en undanfarið, þó með þeirri undantekningu, , að netafiskur hefur verið sára- tregur á heimamiðum. A það bæði við um Faxaflóaverstöðv- ar og Vestmannaeyjar. Nærri má geta, hve þröngt er í búi hjá fjöldanum af útgerðar- mönnum, enda kvarta menn I viðskiptalífinu yfir, að óvenju- lega lítið sé um peninga. Eitt einkenni viðskiptanna við útgerðina en er líka, hve allir eru aðgangsharðir með greiðslur. Olían verður að greið ast mánaðarlega og öll þjónusta við útgerðina má heita orðin gegn staðgreiðslu. Alls slaðar vofa refsivextirnir yfir, hvergi minna en 12% og sums staðar 25% á ári. Það er því engin furða, að útgerðarmenn eiga 1 miklum erfiðleikum með kaup- greiðslur þegar við bætist ógæt- ir, aflaleysi og veiðarfæratjón. Og ekki gefur það opinbera sitt eftir. Verið er að skylda þessa útgerðarmenn, sem ekkert geta, til þess að greiða í alls konar - sjóði, — sagt er, að þeir séu 10 — auk aðstöðugjalds af tap- rekstrL í ofanálag eru þeir skyldaðir til þess að halda eftir útsvörum og sköttum af kaupi skipverja, en láti þeir nú sinn síðasta pen- ing til skipshafnarinnar og eigi ekkert eftir handa því opinbera, geta þeir komizt í þá úlfakreppu, sem þeir geta ekki bjargað sér úr. Lögin kveða þá svo á, að þeir skuli sæta fangelsi fyrir fjárdrátt. Er því opinbera ekki nóg að hafa forgangsrétt á opin- berum gjöldum og lögtaksrétt, þótt ekki sé líka í slíkum tilfell- um hótað með svartholinu, Útgerðarmenn verða að reyna að rétta hlut sinn. Þetta gengur k ekkL verið mjög lélegur. Á meðan verið var að hreinsa upp eftir páskahretið, voru bátarnir að fá svoliLð, en síðan hefur þetta verið hreint ekki neitt, 2—5 lestir í róðri. 3 bátar róa með línu, og hafa þeir atlað mjög vel, 8—11 lestir í róðri. Hafa þeir lagt upp afla si'nn í Grindavík og honum síð- an ekið til Keflavíkur. Síðustu viku bárust á land um 1400 lestir af loðnu. Sandgerði. Bátar fóru ekki út fyrr en á þriðja í páskum vegna roks, sem stóð aila páskadagana. Var þá orðið 5 nátta f netunum. Síðan hefur gefið á sjó daglega. Afli er svo til enginn, ef dreg- ið er daglega, innan við 100 fisk ar í 15 neta trossu og það niður í 10 fiska. 3 bátar stunda fjar- lægari mið, svo sem Breiðafjörð inn. Komu þeir með góðan afla eftir frátökin, en það var allt OS lágt vátryggt.. o£ lágar bætur £f Innbú yðar er ekki tryggt f samræmi við raun- verulegt verðmæti þess, fáið þér aldrei fullar bætur, ef tjón ber að höndum. Iðgjöld fyrir HEIMILISTRYGGINGAR falla f gjalddaga 1. apríl n.k. og þá er rétti tíminn að hækka vá- tryggingarupphæðina, þannig að fullt JAFN- VÆGI só milli tjóna og bóta hverju sinni. ALMENNAR TRYGGINGAR N PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.