Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967, Jón Oddsson frá Sæbóli 1*. des. 1887. - 26. man 1947. l>á er hann látinn, sá maður og frændi minn, sem þegar á bernsku og unglingsárum mínum var um talað á heimili foreldra minna og meðal annarra ætt- ingja hans og bernskuvina í fjörðum vestur sem frábæran að styrkri og drengilegri skapgerð og að framsækni, þori og kappi, samfara árvakri ábyrgðartilfinn- ingu og djúptækri hagsýni. Hann varð þá — og þó enn frek- ar síðar — í vitund minni ímynd þess bezta og jéukvæðasta, sem vestfirzk alþýðumenning og erfið og karlmannleg lífsbarátta í bröttum fjöllum og á brimuðum sævi fóstraði með þeim kyn- ícvistum, sem hún smátt og smátt t Konan mín Katrín Marteinsdóttir frá Yztu-Görðum, lézt að Vífilsstaðahæli að morgni 31. marz. Þorgeir Sigurðsson írá Forsæti. t Systir mín Guðný Þorvarðardóttir andaðist 31. marz. Amór Þorvarðarson frá Jófríðarstöðum HafnarfirðL t Útför Þórunnar Kristinsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. apríl n.k. Dætur og tengdasynir. t Við þökkum hjartanlega ættingjum og vinum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móð- ur okkar, Jóhönnu Sigurðardóttur frá Akureyri. ■“ Fyrir hönd aðstandenda: Dagmar Sveinsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir. t Þökkum innflega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför litla drengs- ins okkar, sonarsonar og dóttursonar, Þorfinns Gísla Haraldssonar, Víkurbraut 13, Grindavík. Rannveig Þorfinnsdóttir Haraldur Gíslason, Ragnheiður Bergmundsdóttir, Gísli H. Jónsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Þorfinnur ísaksson. valdi úr, gæddi seiglu, þrótti og reisn, sem engar náttúruhamfar- ir, ólög eða kúgun náði að beygja eða kefja. En þótt ef til vill óvenjulegar og ef vel er að gáð ekki fyrst og fremst hag- stæðar, heldur erfiðar og þeg- ar fram í sótti ærið harm- rænar aðstæður hafi leitt gleggra í ljós en ella hefði komið fram, hver dáð, þróttur og ómútanlegur drengskapur bjó með Jóni Odds- syni, þá var gerð hans og mót- un á æsku- og unglingsárum svipuð ýmissa annarra. Og þó að ég sé ekki bölsýnn — ég líð mér ekki að verða það ekki einu sinni í svip — þá verður mér stundum fyrir að hugsa: Munu hin stórum breyttu lífsform og lífskjör vestur í átthögum okkar frænda nú þegar bráðum eða í mjög náinni framtíð skapa þar aðstæður til slíks úrvals — og mótunar þess á því skeiði æv- innar, sem mestu veldur um ör- lög manna? Ég hef í bókinni f vestnrveg gert ættum og ævi Jóns Odds- sonar allrækileg skil, en þar eð sú bók er ekki kunn öllum les- endum þessa blaðs og á hausti komanda sjö ár liðin, síðan hún kom út, þykir mér ekki verða hjá því komizt að gera hér nokkra grein fyrir uppruna Jóns og æviferli. Jón Oddsson fæddist á Ketils- eyri í Dýrafirði 12. desember ár- ið 1887, og var bann því á átt- ugasta árinu, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru Jónína Jóns- dóttir og Oddur Gíslason. Jón- ína var dóttir séra Jóns Jóns- sonar á Gerðhömrum í Dýrafirði og síðar á Stað á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu, og Hólmfríðar Guðmundsdóttur úr Húnaþingi, mætrar konu og vel ættaðrar. Séra Jón var gáfaður fjörmaður, enda af gáfufólki, kominn af Finni biskupi Jóns- syni og systursonur Björns Ól- sens, umboðsmanns á Þingeyr- um, föður Björns prófessors Ólsens. Jónína var hálfsystir Margrétar, móður þeirra Auðar alþingismanns og Jóns dóm- prófasts Auðuns. Oddur Gísla- son var í allar ættir runninn af dugandi og framtakssömum út- vegsbændum og miklum sjósókn- urum á Vestfjörðum, flestum stórbrotnum í skapi og höfðing- lyndum, og stjórnsömum búkon- um, sem ekki voru aðeins forsjá barna sinna heldur og fjölmenns hjúahóps, veitular gestum og hjálparhellur granna, ef í nauð- ir rak. Þegar Jón Oddsson var á öðru ári, fluttust foreldrar hans á stór- býlið Sæból á IngjaldssandL og þar ólst hann upp til 19 ára ald- urs. Þar var margt í heimili og forn menningarbragur á heimilis- háttum. Þar voru sögur lesnar og sagðar og rimur kveðnar, og trú á duldar verur og vættir var þar hjá elztu kynslóðinni í góðu gildi. Allt til fatnaðar var unnið heima og ekki aðeins amboð smíðuð, heldur líka bátar. Búið var all- stórt, eftir því sem þarna gerðist, og Oddur og faðir hans sóttu sjó af kappi. og brátt fóru þeir Jón og eldri bróðir hans, Gísli, að sækja sjó með afa sínum, hinum fjölgáfaða og sérkennilega garpi, Gísla Jónssyni. Jón reyndist lag- inn, ötull og samvizkusamur við öll verk á landi og sjó. Hann var lipur og óragur við smala- mennsku í hinum illkleifu fjöll- um, dýravinur og natinn við all- ar skepnur, duglegur við hey- vinnu og kappsamur við hvers konar fiskveiði. Seytján ára gerð ist hann háseti á seglskipi, og á seglskipum var hann í þrjú sum- ur, en hugur hans stóð ekki til stjórnar á slíkum skipum. Hjá honum hafði snemma vaknað löngun til míkíls frama og fram- kvæmda einmitt á þeim vett- vangi, þar sem forfeður hans höfðu sumir verið forvigismenn nýjunga og flestir afreksmenn fyrir sakir kapps, samfara seiglu, leikni, harðfengi og glöggskygni. Hann hafði séð togara skríða gegn straumL stormi og sjóum og vissi þá moka upp fiskL þar sem önnur veiðiskip fengu vart ibröndu úr sjó. Þarna var fram- tíðin, vegur djarfra og dugandi einstaklinga til auðs og gengis og þjóðarinncir til velmegunar og aukinnar verklegrar menningar. Það ýtti mikið tmdir metnað Jóns á unglingsárunum, að fslendinga- sögurnar höfðu frætt hann á því, að áður fyrrum höfðu íslenzkir bændasynir ekki látið sér fyrir brjósti brenna að afla sér fjár og frægðar erlendis og jafnvel leita nýrra landa á opnum fleyt- um við hin erfiðustu skilyrði. Hví skyldu þeir þá nú hugsa og haga sér eins og þeim væri tyllt við tjóðurhæl? Vorið 1907 brá Oddur Gíslason búi og fluttist til ísafjarðar. Þó að synir hans væru duglegir og samvizkusamir við þau störf, sem þeir unnu á búi hans, renndi hann grun í, að hugur þeirra stæði til annars og meira en bú- skapar að aldagömlum hætti, og svo mundi þá happasælast að hætta búskapnum áður en öllu tæki að hnigna. Nú höfðu fslendingar eignazt togara, Jón forseta og Marz, og Jón freistaði þess að fá skiprúm hjá Hjalta JónssynL En að slíku var ekki hlaupið, því að heita mátti, að flestir hinir vöskustu sjómenn víðs vegar um landið og þá auðvitað fyrst og fremst í Reykjavík kepptu um hvert rúm, sem losnaði. Jón tók því þann kost að ráða sig á brezkan tog- ara, sem kom inn til ísafjarðar með veikan háseta. Og nú hefst hin hraða sókn Jóns til gengis. Hann kappkostar að vinna verk sín öll svo sem bezt verður á kosið, notar hverja stund, sem hann er í höfn í Englandi til náms í netagerð og safnar fé til skólanáms. Ekki fullra tuttugu og fjögurra ára, er hann orðinn skipstjóri ein- mitt á því skipL sem hann réðst á mállaus og fákunn- andi haustið 1907 — og þrem- ur árum síðar er hann meðeigandi og skipstjóri á splunkunýju skipL enda hafði honum hvorki brugðizt aflasæld né hagsýni. En þá skellur á heimsstyrjöldin fyrri, og nú er engum útlendingi treyst í Bret- landi. Erlendur maður má ekki eiga hlut í skipi hvað þá stjórna því. Þá er hér var komið, höfðu báðir bræður Jóns, Gísli og Guð- mundur Hagalín, flutt til Eng- lands. Gísli var fyrir dugnað sinni og frábært björgunarafrek orðinn togaraskipstjóri, en yngri bróðirinn var háseti. Þeir og fleiri ungir og dugandi erlendir sjómenn urðu að hverfa úr landi, og fór Gísli til íslands og varð þar kunnur afla- og dugn- aðarskipstjóri, en fórst á bezta aldri í Halaveðrinu 1925. En Jón hafði verið lengur í Bretlandi en bræður hans og var þar í nánari tengslum en þeir. Hann var lofaður írskri myndar- og merkisstúlku, dóttur mikils aflamanns og sjómanns, sem Jón hafði verið háseti hjá, og hann átti allt sitt sparaða fé í togaran- um nýja, sem hann var meðeig- andi í. Hann gat fengið brezkan borgararétt, en fékk að reyna, að þó að hann fengi á pappírnum þá aðstöðu, sem slíkum rétti fylgdL var hann eftir sem áður „Illa séður útlendingur". Hann gerðist nú þjónn Bretlands sem skip- stjóri á skipagörmum, sem voru svo lélegir, að ofan á hættuna, er af styrjöldinni leiddL var hann og skipshöfn hans í sí- felldum háska sakir sjófærni far- kostsins. En ekki brást aflinn. Loks kom friður, og Jón varð á ný skipstjóri á góðum og nýjum skipum, en þegar hann vfldi á nýjan leik eignazt skip, mætti hann andúð frá húsbændum sín- um. Hann varð þó skipseigandL og hvorki brást honum afli né hagsýni. Hann kom sér upp eig- in skrifstofu og færðist í auk- ana með ári hverju, lét með stuttu millibili smíða ný skip og gerðist forgöngumaður um notk- un nýrra tækja og um nýtt og betra skipalag. Hann hafði þann hátt á að vera lengstum sjálfur skipstjórL svo að afli og afkoma á því skipL sem hann stjórnaðL væri jafnan til samanburðar við útkomuna á öðrum skipum hans, en annað veifið tók hann sér frí til að geta fylgzt með því, sem gerðist á landL Hann hlaut van- þokka brezkra útgerðarmanna, en hjá brezkum togarasjómönn- um og almennum borgurum, sem höfðu kynni af honum, var hróð- ur hans slíkur, að hann, sem í fyrstu var kallaður Íslands-Jón, var brátt nefndur Jón ráðvandi, þar eð hann varð kunnur að því, að vilja ekki í neinu vamm sitt vita. En þannig gekk útgerð hans, að eitt af skipunum, sem hét Kópanes, var kallað Gullnesið. Svo skall hann yfir, blóðskafl hinnar síðari heimsstyrjaldar. Jón hafði fengið mikinn viðbjóð á styrjöldum, þegar fyrri heims- styrjöldin geisaði, og á kreppu- áruntxm fékk hann megn- ustu skömm á aðgerðaleysi brezkra stjórnárvalda tfl úrbóta á kjörum þeirra milljóna, sem bjuggu við örbirgð og úrræða- leysL og hann hafði ekki fremur venju dregið dul á skoðanir sín- ar. Nú fékk hann sönnun þess á ný, að hann var illa séður út- iendingur í augum þeirra sem voru áhrifamenn í hópi öfundar- manna hans meðal hins brezka útgerðarauðvalds. Einn góðan veðurdag var hann tekinn og sett ur í fangabúðir sem hættulegur brezka ríkinu, maðurinn, sem al- mennt var kallaður Jón ráðvandi og allir vissu, að á engu vildi níðast, sem honum var trúað fyrir. Og í fangabúðunum sat hann öll styrjaldarárin. Má nærri geta, hvernig hinum mikla starfs- og kappsmanni hafi liðið, þó að hann fyndi sig hins vegar síður en svo nokkurn brota- mann. Eftir lausnina vorið 1945 máttt hann ekki til þess hugsa, «3 hverfa á ný að skipstjórn og út- gerð, og hvað svo? Hinn mikli aflamaður og hagsýni útgerðar- stjóri keypti stórbýli á eyjunni Mön og hóf þar búskap. Og svo er þá frá því að segja, sem ef tfl. vill sýnir bezt, hve frábær at- gervismaður Jón Oddsson var! Ókunnur öllum háttum, utan- veltu og tortryggður, en studdur í öllu af hinni ástríku, traustu og yfirlætislausu konu sinni, Ethel, gerist hann fyrirmyndar- bóndL sem aflar sér trausts og velvildar sinna nýju stétta- bræðra og allra, sem til þekktu. Og nú naut hann sín, dýravin- urinn Jón Oddsson. Hann var jafnkær dýrum sínum og þau voru honum. .. En árin færð- ust yfir — og enginn til að taka við jörð og búL Og eftir tíu ára búskap seldi Jón bú sitt og jörð. .. . Og þá — mundi þá ekki hafa verið úr vöndu að ráða? Jón hafði jafnan naft samband við öll náin skyldmenni sín hér heima og við vini sína og átt- haga og sýnt í verki rausn og ræktarsemL og nú fann hann sig verða að hverfa heim. En kona hans? Ekki gat hann réðizt til heimflutnings án hennar vilja. Hún, sem í blíðu og stríðu hafði með honum staðið, svaraði: „Þitt Iand er mitt land." Óg heim tfl þess lands fluttu þau, og nú er Jón Oddsson allur. Eitt sinn, er hann sigldi út Faxa- flóa á leið yfir fslandsála, tók hann sér í munn þessi visuorð: „Skyldi ég ekki, Frón mítt. fá faðmi að vefjast þínum?“ Nú er þeirri spurningu svar- að til fulls. Hinir mörgu ættingjar Jóns Oddssonar og góðvinir þakka honum og blessa minningu hans, og allir votta þeir þakkir og samúð sína konunni, sem aldrei þekkti annað lögmál sér og sín- um vilja en lögmál ástarinnar, sem hún festi ung á hinum gjörvulega og drengflega fslend- ingi, sem garpurinn faðir hennar bauð heim til sín, þegar hún var aðeins tólf ára, og henni biðjum við blessunar og líknar þess kon- ungs, sem bóndi hennar einan virti og mat allra þeirra, sem konungsnafn bera. Ég tel það eitt lán mitt, að ég skrifaði sögu Jóns Oddssonar, og ég vil gerast svo djarfur að biðja unga fs- lendinga að lesa hana og kynn- ast þar mannL sem ég vissi aldrei bregðast trúnaði við það bezta í sjálfum sér eða á neinu eða neinum níðast. Guðmundur Gíslason Hagalín. Sumarvinna í Englandi Getum útvegað íslenzkum stúlkum, 18 ára og eldri með nokkra enskukunnáttu, sumarvinnu í Englandi við hótelaf- greiðslu, verzlun og veitingastörf. Einnig dvöl og vinnu á enskum heimilum. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN, Austurstræti 17. Bílaklæðning, Smárahvammi Kóp. Við Idæðum alla bíla Ekið Fífuhvammsvcg, skilti til hægri. Simi 1„896. Heimasímar 35180 — 33869. Lagerpláss, hús og land í nágrenni Reykjavíkur til leigu um lengri tíma. Nöfn merkt: „Geymsla — 2449“ leggist inn á af- greiðslu blaðsins fyrir 20. apríl n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.