Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967. James Bond í nýrri mynd tJM þessar mundir er verið að frumsýna nýjustu James Bond- kvikmyndina, „Þú lifir aðeins tvisvar", sem gerist að mestu leyti í Japan. Þetta er fimmta kvikmyndin, sem gerð er eftir sögum Ians Flemings um leyni- þjónustumanninn. sem milijónir manna um heim alian dá og meðal þeirra var Kennedy heit- inn Bandaríkjaforseti, sem vakti heilu næturnar við að lesa Jam- es Bond, í stað þess að hvíla sig eftir eril dagsins. Síðasta myndin „Þrumufleyg- ur“ vakti mikla athygli fyrir hina gífurlegu tækni, sem kvik- myndastjórinn tók f þjónustu sína og fannst mörgum hug- myndaflugið fara út i öfgar. f „Goldfinger“ ók Bond í sérsmíð- uðum bíl af gerðinni Austin Martin og var útbúnaður Ihans með hreinum endemum, vél- byssur, skotsæti o. fl. Eftir frum sýningu myndarinnar var bíll- inn sendur um allan heim í sýn- ingarferð og dáðust allir að hon- um. §ögðu framleiðendur hans, að 5000 þúsund bílar af þessari gerð (án Bonds útbúnaðarins auðvitað) hefðu selzt á einú ári. Mikil leynd befur (hvílt yfir „Þú lifir aðeins tvisvar" og varla nokkuð atriði, sem kvissaðist út meðan á töku myndarinnar stóð, en þó ihafa fréttamenn náð tveimur atriðum, sem þeir hafa Hin óviðjafanlegu Lyn og Graham McCarthy skemmta í kvöld Kvöldverður framreiddur frá kl. 18. Dansað til kl. 1. Sími 19636. •~mr~ -'s *• • - ' - - i Það er ekki að undra þótt James Bond brosi að aðförunum. birt myndir af og sagt frá. Ann- að atriðið er myndaserían, sem !hér fylgir með og sýnir hvernig menn losa sig við óvini sína í Japan. Veslings glæpamaðurinn ekur í nýja Toyotabilnum sínum upp í sveit og nýtur fagurs lands lagsins, en annar skúrkur kemux fljúgandi í stórri þyrilvængju sein geysiöflugt segulstál hangir neðan úr. Þyrluskúrkurinn læt- ur segulinn falla niður á þakið á Toyotanum, Iyftir honum og flýgur með hann út á flóann og kastar honum fyxir fiskana. Toyota GT 2000 nýi James Bond-bílinn. Þegar Rómverjar komu til Mið-Asíu um 63 f.kr. var Fön- ikía enn fræg fyrir gleriðnað sinn. En það var Alexandria sem notfærði sér kunnáttu íbúa Föníkíu í gleriðnaði. Fönikíumenn gengu enn lengra í þróun gleriðnaðarins. Þeir fundu ekki eingöngu upp Iistina að bræða gler, heldur og að slípa það. Hingað til höfðu allir glerhlutir haft sama form, en nú var hægt að móta þá misjafnlega um Ieið og glerið var unnið. Fönikía var um aldaraðir mið stöð allrar glerframleiðslu. Ferðamaður einn skrifar um Tyrns á 12. öld. þar búa 400 gyðingar sem ... eru útgerðar menn, verksmiðjueigendur þar sem hið fræga gler er framleitt. í Sidon getur hann 26 gyðinga sem voru gler- framleiðendur og í Antiokia 10. Síðan flyzt gleriðnaðurinn til Evrópu og þegar áriS 1224 er komin á fót glerverksmiðja í Feneyjum. Svona bílar kosta 250 þúsund kr. á fsiandi, en framleiðendur kvik myndarinnar horfa víst ekki 1 aurana eftir þessu að dæma. Hitt atriðið er svo sportbíllinn, sem hér sézt, en hann er einnig frá Toyota og heitir Toyota GT 2000. Vélin er 6 cylindra og há- markshraði 230 km. Ýmsum ný- stárlegum tækjum hefur verið komið fyrir í þessum bíl, enda ekki hægt að búast við að Jam- es Bond aki venjulegum bíl. í mælaborðinu er komið fyrír ör- smáu litasjónvarpi, FM útvarps- sendír og móttakari, Hi-Fi mót- takari og segulband af fullkomn ustu gerð. Einnig er örsmátt kvikmyndatjald í hanzkahólfinu, sem sýnir það sem fram fer fyrir framan og aftan bílinn, en þar eru faldar kvikmyndatökuvélar. Einnig mun bíllinn vera vel v<^)naður. en ekki ihefur tekizt að komast að hver þau eru. A1 þessu má sjá aff þessi Bond- mynd verður ekki síðri en þær fyrri ef að líkum lætur. Bdtur tekinn VARÐSKIP tók v.b. Sigurð VE-35 að meintum ólöglegum veiðum við Vestmannaeyjar ! gær. Var farið með bátinn til Vestmannaeyja, þar sem mál hans verður tekið fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.