Morgunblaðið - 02.04.1967, Page 28

Morgunblaðið - 02.04.1967, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967. UNDIR VERND Paula Redmond stakk efri hlutanum af grönnum líkama sínum út um gluggann, og kall- aði eins hátt og hún gat: — Hæ Don! Hæ Don! En stóri, laglegi maðurinn með hæruskotna hárið, sem sat við stýrið á stóra skrautbílnum, leit ekki við. Hann hatfði sjálf- sagt ekki heyrt til hennar. — Hvað getur gengið að hon- um Don? spurði Paula sjálfa sig og dró sig inn úr glugganum aftur. — Hann ekur aldrei fram- hjá án þess að líta inn. Og nú verð ég að drekka te ein, með henni Öggu frænku. Það var ekki svo að skilja, að henni væri neitt lítið um Öggu frænku. Öðru nær. En hún sá bara Öggu á hverjum degi og við hverja máltíð, og meira að segja Ifka milli máltíða, þar eð hún hjálpaði henni við vinnu hennar, og svo var það alltaf á- lítið spennandi þegar Don Wainwright var gestkomandi. Hún gretti sig og hugsaði með eítir Maysie Greig: sér: — Alveg er ég viss um, að hann hefur ekki litið ínn, bara af því að hann vissi, að mamma var í Salisbury í dag. En svo fór hún allt 1 einu að hlæja. — í»ú ert meiri bjáninn, Paula. Þú ert vonandi ekki orð- in afbrýðíssöm gagnvart henni móður þinni? Nei. vitanlega var hún það ekki. Enda þótti hún dáðist að Don, þá dáðist hún líka að móður sinni og þótti afskap- lega vænt um har.a, og hún hefði aldrei <iáðst jafnmikið að Don og hún gerði, hefði hún ekki vit- að, að hann var hrifinn af móður hennar. Eða var það kannski ekki augljóst mál, nú orðið? Lucy Redmond, móðir Paulu var nú búin að vera ekkja í níu ár, og kona Dons hafði hlaupið frá honum fyrir sjö árum. Hann hafði í nokkur ár verið að reyna fá skilnað frá henni, en alltaf hafði eitthvað komið i veginn fyrir það. Hann hafði ekki feng- ið skilnaðinn fyrr en fyrir svo sem mánuði. Don hafði gengið með grasið i skónum eftir móður hennar 1 sjálfsagt sex ár. Þau áttu svo margt sameiginlegt — bæði elskuðu þau sveitalífið, höfðu gaman af hestum og sátu í nefnd um saman. Og marnma hennar var meira að segja í tveimux nefndum fleiri en Don, en<.a naut hún almennra vinsælda og var mikil persóna þarna í ná- grenninu. En það var Don vit- anlega líka. Hann var forríkur og átti yndislegt hús, eða öllu heldur búgarð, með skógi og dá- litlu einka-veiðilandL Clara — sem var nýjasta hús- hjálpin, því að Agga frænka var nú raunverulega dálítið erfið í umgengni — kom inn með teið á skínandi silfurbakka og setti -g •:• •:• •:• •:• •:•*:• •:• •:• •:• •: *>♦>♦>*>❖♦>•>❖*>♦> I **4*»*******4ÍM«**«**'**»**! hann á lágt borð fyrir framan arininn, þar sem dálítill eldur logaði, til þess að vinna gegn kuldanum, sem var þetta kvöld svona snemma vors. — Sagðirðu ungfrú Radmond, að teið væri tilbúið? spurði Paula. — Það gerði ég, en ég veit ekki, ihvort hún hefur tekið mik- ið eftir þvL svaraði Clara, og tónninn var þannig, að Paulu datt í hug, að Clara mundi verða álika skammlíf í embætt- inu og hinar, sem á undan voru farnar. — Hún var að vinna við 1. kafli. eitt af þessum skrítnu dýrum með stóru eyrun. Hún sagðist koma rétt strax. Agatha Redmonud bjó til leik- föng, og var næstum snillingur á því sviði. Stóra knattborðsstoif- an uppi hafði verið tekin fyrir verkstæði og þar bjó hún til fíla með fáránlega löng eyru og sorg arsvip á andlitinu, útstoppaða hunda, sem komu jafnvel smá- börnum til að hlæja og faðma þá síðan að sér, kanínur, sem voru með horngleraugu og pípu- hatta á höfði, og skrítnar, loðnar geitur. Leikföng hennar ungfrú Agötu voru orðin fræg. Stórar og dýrar búðir keyptu þau, og höfðu til sölu, á fínustu stöðum í höfuðborginni. Paula hafði lokið við þriðju brauðsneiðina sína — því að hún var ung og hraust og var ekkert að súta vaxtarlagið á sér — þegar Agáta Redmond kom inn, fægjandi gullspangargler- augun sín. um leið og hún gekk inn í vistlega setustofuna. — Er teið bara komið? spurði hún með undrun í röddinni. Hún var alltaf að gera sér upp undr- un á því. að teið skyldi vera til- búið, þegar hún sjálf kom of- seint, og því lengra sem hún var á eftir tímanuim, því meiri undr un lét hún í ljós. — Það hefur verið tilbúið í að minnsta kosti tíu mínútur, frænka, sagði Paula, þolinmóð. Þessar tvær konur, sem sátu þarna saman við borðið, voru einkennilegar andstæður. Agata Redmond var há og grönn, með ófrítt saumhöggsandlit og stál- grátt hárið snúið upp í skrítinn hnút uppi á höfðinu, en ein- stöku lokkar stóðu út í loftið. Hún var með gullspangagler- augu, sem hún hafði borið síð- ustu þrjátíu árin, án þess að skipta nokkurntíma um og fá sér ný. Paula var dóttir yngra bróður hennar, sem JOhn hét, en hún líktist meira í móðurættina. Hún var að vísu lægri og greninri en móðir hennar hafði verið, en stóð henni ekki að baki um fríð- leik. Hárið var rauðgyllt, með einkennilegum dekkri lokkum 1 — sem gaf illkvittnum tungum 1 þorpinu átyllu til að halda þvi fram, að hún bleikti það — en augun voru blá, andlitið smá- fellt og frítt, nefið oifurlítið upp- brett, munnurinn í stærra lagi og bar vott um skopskyn. Hún var smávaxin en vel vaxin og Postulínsveggfllsar Enskar postulínsyeggflísar. Stærð 7^x15 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast í bókaverzlun. Mála- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 124. LfDÓ Úrvols skemmtikraftar koma fram í hléinu LÍDÓ BINGÓ! MAIMIJDAG 3. KL. 8.30 LfDÓ Glæsilegasta kjörbingó ársins. Vinningar af þrem borðum Aðalvinningur eftir vali: Nilfisk ryksuga og grillofn — Stokvis- ísskápur 9,5 cubicfet eða skatthol og armstóll eða vöruúttekt fyrir 10 þús. F. F. BINGÓ! MANUDAG 3. KL. 8.30 Meðal vinninga: 12 m. kaffistell. Gundaofnar. Hárþurrkur. Rafmagnsrakvélar. Brauðristar. Pottasett. o. m. fleirm. Borðpantanir á morgun í síma 35936 eftir kl. 4. LÍDÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.