Morgunblaðið - 02.04.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 02.04.1967, Síða 4
4 M<2RGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967. BÍLALEIGAN FERD SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigrugjaldi. SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 s’mar 21190 eflir iokun sími 40381 siw 1-44-44 miuí/Ðifí Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31169. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BILALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSnc 31 SiMI 23022 Bílnleigon GREIDI Lækjarkinn 6, Hafnarfirði. Simi 51*56. Fjaðrir, tjaðrabloð. hljóSkútar pustror o.fl. varahiutir f margar gcrðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖBRIN Laugavegi 16S. — Sími 24180. Tii fermingargjaía Tensor-lamparnir fara nú sig- urför um allan heiminn. Princess-lampinn fyrir ferm- ingarstúlkuna. Stúdent-lampinn fyrir ferm- ingardrenginn. Eihnig G. E. rafmagnsvekjaraklukkurn- ar með sjálflýsandi skífu. Roimagn hf. Austurgötu 10. Sími 14005. ★ Hvað á að gera við kettina? Lítil stúlka skrifar: „Kæri Velvakandi! Á hverjum degi gef ég fugl- unum, en það eru 2 kettir her í næstu húsum, sem alltaf eru að veiða fuglana, er ekkert hægt að gera? Til dæmis að hafa sem skyldu að hengja bjöllur um hálsinn á öilum köttum. Helst litla skærljóma bjöllur til viðvörunar fuglun- um. Nú kveð ég þig kæri Vel- vakandL Anna Lára Friðriksdóttir. ' 10 ára“. Kettirnir mótmæla þessu áreiðanlega. Tommur og tryggingar Frá Bandaríkjunum er skrifað: „Kæri Velvakandi. Er það leti eða hugsunar- leysL þegar blaðamenn breyta ekki er erlendum mælieining- um i íslenzkar? 1 blaðinu í dag (þ. e. reyndar tvö blöð, þriðjungur 21. og mið vikudagur 22.) morar af gallónum, fetum og tommum (skriðbíllinn kanadíski). Olíu- flekkur er 700 mílur að flatar- máli (sic), átt við fermílur en hvaða fermílur, enska milu eða sjómílu? Brezka stjórnin veitir 60 miUj. króna til hreinsunar á olíunni en i sömu grein segir að 130.000 lestir af efnablöndu kunni að þurfa til að hreinsa sjóinn. Það samsvarar 46 aur- um á kílóið af efnablöndu. Það þætti mörgum ódýr sápa. Leitt þótti mér að heyra um brunann hjá Örlygi og lágt var vátryggt, segir hann. Hvernig væri nú að taka upp trygginga- vísitölu? Tryggingafélögin myndu senda út sína iðgjalda- reikninga með tveimur upp- hæðum, a) iðgjaldinu miðað við upprunalega trygginguna og b) iðgjaldi miðað við vísi- töluhækkaða tryggingu. Fólki væri síðan í sjálfsvald sett, hvort það hækkaði eða ekki. Sá, sem greiddi hærra iðgjald- ið, þyrfti síðan að greiða það áfram, en hann væri líka öruggur, ef hús hans brynnL Með hinum nýju rafreiknivél- um er þetta lítil fyrirhöfn fyrir tryggingarfélögin. Þetta myndi líka spara prestum talsvert skósliL Það kemur venjulega í þeirra hlut að safna handa þeim, sem hafa ekki hugsun á að viðhaida sinni vátrygg- ingu. Að lokum er eitt klögumálið enn. Hvernig stendur á því, að blöðin endurnýja ekki manna- myndir sínar. Á ég þar við stjómmálamenn og aðra framá- menn. Blöðin nota sömu mynd- ina ár eftir ár, virðulegir þing- menn eru sýndir sem óþrosk- aðir unglinga. Svo virðist líka, sem einstaka maður hafi sína uppáhaldsmynd. Eru þetta venjulega ungmennafélagsleg- ar hliðarmyndir, prófílar svo- kallaðir, í Valentínó stil. Ef þú þú ert hræddur, Velvakandi minn, við gallóna- og tommu- strákana, þá skaltu bara fleygja þessu. Geir Magnússon." Velvakandi er ekkert hrædd- ur við strákana. Je Óheppileg ökutæki „Síðustu daga höfum við hér suðvestanlands fundið fyrir snjó og vetrarveðráttu sem aðrir landsmenn og víst er um það að snjóavetur geta yfir oss dunið enn sem fyrr. En ég ætlaði ekki að fara að fjasa neitt um veðráttuna, enda er slíkt gjörsamlega þýðingar- laust og við höfum sætt okkur við hana fyrir löngu. Þó eru samsktpti okkar við náttúru- öflin á stundum nokkuð barna leg. Tökum til dæmis þann barnaskap að flytja til lands- ins bíla frá fjarlægum sólar- löndurn eggsléttra vega. „Höf- undum" þeirra hefur tæpast dottið í hug að nota þá við slikar aðstæður sem hér er við að búa. Svo halda íslendingar að þeir hafi öðlast einhver „töfrateppi“ og að þeir þurfi engar áhyggjur að hafa af veg- um hvað þá vegleysum. Síðastliðinn laugardagsmorg- un hugðist ég sem oftar fara með strætisvagni niður í bæ vestan af Seltjarnarnesi. Ekki varð sú ferð samt með venju- legum hætti, því þrír litlir bílar (hlið við hlið) voru fastir í skafli, illa búnir til hjólanna og yfirgefnir, vörnuðu bæði vagninum og öðrum duglegum ökutækjum að komast leiðar sinnar. Var því snúið við, en ekki hafði lengi verið farið þegar önnur fyrirstaða varð vegna bíla sem ekki ættu að vera í umferð þegar snjór er á jörðu. Ég býst við að margir gætu sagt frá svipuðum erfið- leikum sem urðu, þennan eina dag vegna þessara farartækja sem ekki hæfa íslenzkum stað- háttum. Ekki einungis að þau séu óhæf á vetrum, heldur eru þau alltof veikbyggð fyrir okkar holóttu sumarvegi, enda öll þeirra uppbygging miðuð við akstur á steyptum eða mal bikuðum brautum. Það virðist alltof algengur misskilningur að meta bíla eftir benzineyðslu pr. km. en tillits til traustleika eða end- ingar. Menn láta þaer krónur sem þeir spara sér í benzín- kaupum, i ótímabært viðhald á bilum, miðað við traustari bíl. Nú mun einhver segja að það sé einkamál hvers og eins hvernig ökutæki h«nn velur sér. En svo er ekki á meðan léleg og óhentug ökutaeki valda hinum traustari, töfum og hættu 1 umferð. Happdrætti Lesendur skrifa: „Kæri VelvakandL Mig langar til að biðja þig að koma orðsendingu á fram- færi til forráðamanna happ- drættis Háskóla íslands og SÍBS um birtingu vinninga- skrár. Mér þætti vænt um, ef hægt væri að birta vinninga- skrár i Morgunblaðinu nokkr- um dögum eftir að dráttur hef- ur farið íram. Okkur sem spilurn fyrir mörg hundruð krónur á ári þætti skemmtilegra, að vita þegar við vinnum. Tveir seríuspilarar í Vtri-Njarðvík. hr Sjónvarpið Sjónvarpsnotandi skrif- ar: „Velvakandi, Ertu búinn að fá þér sjón- varp? Ég minnist þess, að þú sagðir frá því fyrir nokkrum mánuðum, að þú færir til kunn ingjanna til þess að horfa á íslenzku dagskrána. Ég held að þú getir það varla lengur — eftir að frúrnar kvörtuðu yfir öllu kökuátinu í sjónvarps- gestunum. Ég á við þessar, sem skrifuðu öll bréfin, sem þú birtir. Ástæðan til þess að ég spyr þig hvort þú sért búinn að fá sjónvarp er sú, að mig langar til að spyrja, hvort þér leiðist ekki þessar tékknesku og pólsku teiknimyndir jafnmik- ið og mér? Þær eru hreint og beint þrautleiðinlegar — jafn- leiðinlegar og bandarísku myndirnar eru skemmtilegac. „Steinaldarmennirnir" eru jafnvel það bezta, sem sjón- varpið flytur. Það finnst mér. Hvað segir þú um það? Sjónvarpsnotandi".— Jú, ég er búinn að fá mér sjónvarp. Ekki vegna þess að kunningjar minir teldu mig borða of mikið af kökum (teta brauð fram yfir kökur), held- ur vegna þess, að sjálfur vil ég eiga mitt sjónvarpstæki á mínu heimili — eins og þú. — Og ég er alveg sammála þvi, sem þú segir um teiknimynd- irnar. Þess austrænu eru e.t.v. ekki alltaf leiðinlegar. En þær eru ferlega klunnalegar — og ég held að þær höfði ekki jafn- mikið til skopkyns okkar og þær vestrænu. Steinaldar- mennirnir eru frábærir, enda með vinsælasta sjónvanwefni um víða veröld. Jazzballet Reykvíkingur skrifar: „Kæri Velvaakndi, Svo er nú komið, að við get- um ekki þverfótað fyrir þess- um svonefnda jazzballet. Farir þú á skemmtistað —- það er jazzbailet. Gpnirðu sjónvarp —- þá íærfiu iík= að sjá jazzbalieL Ekki aðeins einu sinni 1 viku, heldur tvisvar. Ég sé ekki bet- ur en að þetta sé einfaldlega „strip-teas“ I fötum, er svo mætti segja: „kynlegar'* hreyf- ingar lögulega vaxinna stúlkna. Ksera sjónvarp: Ekki meiri jazzballet. Fiskabúrið er betra. — Reykvikingur.* Rýmningarsala Rýmingarsala verður vegna brottflutnings, mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag. VEKZLUNIN VKRA, Hafnarstræti 15. Svefnstofnhnsgögn mismunandi tegundir. ÓTRÚLEGT EN SATT. S Svefnstofuhúsgögn úr eik, tekki, álmi, palisander, aski o. fL viðartegundum. NORSKAR SPRINGDÝNUR. ÓDÝR LUXUSVARA. l-2C>l!tK*ú Tfflff Sinrrf-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.