Morgunblaðið - 11.04.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967,
A SUNNUDAG var te'kið í
notkun nýtt félagsheimili á
Kjalarnesi, við hátíðlega at-
höfn að viðstöddu fjölmenni.
Vígslan hófst kl. 3 e.h. í
mjög fögru veðri. Séra Bjarni
Sigurðsson Mosfelli vígði hús-
ið og afhjúpaði nafn þess, en
því hafði verið valið nafnið
Trólkvangur.
Byggingarnefnd h ú s s i n s
hafði lýst eftir hugmyndum
um nafn á húsinu, bárust uin
50 tillögur um nafn og voru
þau send undir dulnefni.
Sendandi nafnsins Fólkvang-
ur reyndist vera frú Ásta
Ólafsdóttir Brautarholti og.
færði oddviti Bjarni Þorvarðs
son henni fagran blómvönd í
þakkarskyni. Margar ræður
Hið nýja íélagsheimili Fólkvaaigur á Kjalarnesi. Myndirnar tók Elías Hannesson.
Nýtt félagsheimili, Fólkvangur
Oddvitinn, Bjarni Þorvarðsson, Bakka, afhendir fru
Ólafsdóttur, Brautarholti, bló mvönd í þakkarskyni fyrir til-
lögu hennar um nafnið Fólkvangur, sem valið var. Um 50
tillögur bárust um nafn á fél agsheimilið og voru þær send-
ar framkvæmdanefnd bygginigarinnar undir dulnefni.
- Í^RÓTTIR
Framhald af bls. 30.
má segja um Geir Hallsteinsson.
Aðrir áttu lakari dag t. d. Ragn-
ar og markverðirnir sem hvor-
ugur náði sér vel á strik.
Sænska liðið sýndi á ýmsan
hátt skemmtilegan leik og vafi-
laust eiga hinir fjóru ungu ný-
liðar í liði þeirra eftir að ná sér
vel upp. En það kom í ljós sá
veikleiki hjá liðinu að missa
tökin á leiknum — og láta got.t
og öruggt forskot — renna úr
höndum sér við það að tveir af
Guðmundsson, Móum; Páll
ólafsson, Brautarholti; og
Bjarni Þorvarðsson og er
hann formaður hennar.
og árnaðaróskir voru færðar
húsinu til heilla og jafnframt
bornar fram góðar veitingar.
Veizlustjóri var Teitur Guð-
mundsson, Móum. Formaður
framkvæmdanefndar Bjarni
Þorvarðsson, Bakka lýsti hús-
inu, en bygging þess hófst ár-
ið 1959 og er nú að mestu
lokið nema eiftir er að inn-
rétta aðalsal og hluta af kjall-
ara. í ráði er feð ljúka þeim
hluta einnig sc\i fyrst, en í
aðalsal er ge|t ráð fýrir full-
kominni leikfimiaðstöðu fyrir
barnaskó'lann, en hann stend-
ur rétt hjá hinu nýja félags-
heimili. Húsið er 52 fermetrar
að grunnfleti eða 2300 rúm-
metrar að stærð og er teiknað
af Skarphéðni Jóhannssyni.
Allar fagteikningar annaðist
teiknistofia Almenna bygginga
félagsins, trésmíði Kristvin J.
Hansson trésmíðameistari, raf
lögn Aðalsteinn Tryggvason,
miðstöð og vatnslögn Finn-
bogi Einarsson, múrverk Guð-
mundur Þorvarðsson og Guð-
mundur Erlendsson. Ber fé-
lagsheimilið allt vott um vand
virkni og gott handverk.
í þeim hluta hússins sem
þegar er lokið við, verður til
húsa bókasafn hreppsbúa,
skrifstotfa hre'ppsins, félags-
herbergi, íbúð húsvarðar, lítill
samkomusalur og kaffisalur.
Með þessari byggingu verður
aðstaða íbúa hreppsins til
fræðslu- og félagsmála mjögfejjj^ jýsjj. beimilið opnað og
góð. I framkvæmdanefnd gefur því nafn.
byggingu þessarar sem öll fé-
lög hreppsins standa að, hafa
verið frá upphafi þeir Teitur
Séra Bjarni Sigurðsson, Mos
:
þeim reyndari voru „teknir úr
samhengi" við liðið. Beztan leik
sýndu markvörðurinn, Tony Jo-
hannsson, Lennert Erickson og
Jan Hodin.
Mörk Islands: Geir 6 (3 úr vít-
um), Gunnlaugur Hjálmarsson
og Stefán Sandholt 5 hvor, Jón
Magnússon 2, Ragnar, Auðunn
og Sig. Einarsson 1 hver.
Mörk Svía: Tony Johansson
5 (1 úr víti), Lennert Erikson
5 (3 úr víti), Bengt Johanson
og Funquist 3 hvor. Söderberg
og Hodin 2 og Benny Johan-
son 1.
STAKSTtlMAR
Eysteinskan er úrelt (
Það hefur vakið vaxandi at- j
hygli, að tveir af þingmönnum :
Framsóknarflokksins og nokkur
hópur manna að auki greiddu at-
kvæði gegn efnahagsmálasam-
þykkt flokksþings Framsóknar-
flokksins. Þessi staðreynd sýnir
glögglega, að töluverður hópur
manna í Framsóknarflokknum,
og jafnvel í þingflokki hans,
hefur komizt að þeirri niður-
stöðu, að Eysteinskan, sem mót-
aðist á kreppuárunum og sett
hefur mark sitt á Framsóknar-
flokkinn æ síðan, sé orðin úrelt
stefna, sem ekki eigi við nú &
timum og kunni engin ráð við
þeim vandamálum, sem nútíma?
þjóðfélag á við að etja. Að vísu
verður ekki sagt að mann-
dómur Framsóknarþingmann-
anna tveggja, sem atkvæði
greiddu gegn Eysteinskunni á
flokksþingi Framsóknarmanna,
sé mikill, fyrr en þeir hafa sjálf-
ir lagt fram sína eigin stefnu og
sýnt fram á, hvaða stefnu þeir
telji, að Framsóknarflokkurinn
eigi að taka upp í efnahagsmál-
um.
Draumur orðinn
að veruleika
í ágætri grein í Lesbók Morg-
unblaðsins, s.l. sunnudag um
neyzluþjóðfélagið segir m.a.:
„Það er ekki fyrr en eftir 1960,
sem íslendingar kynnast nútíma-
neyzluþjóðfélagi af eigin raun.
Tekjur almennings eru miklac,
búðirnar fyllast af vörum, og
hægt er að fá litt skantmtaðan
ferðagjaldeyri og meira að segja
nýjan bíl, án þess að vera
í nokkrum stjórnmálaflokkl.
Draumur kynslóðanna er orðin
að veruleika, nú þurfa íslend-
ingar ekki lengur að heillast til
álfheima til að kynnast glæsileg-
um vistarverum og öðrum undr-
um veraldar. Nú geta menn litið
í kring um sig í eigin híbýlum
eða næsta nágranna og fjol-
margir eiga þess kost að ferðast
viða um lönd. Umskiptin eru
snögg og varla von að allir átti
sig á breyttum aðstæðum. Sumir
eru jafnvel ergilegir og telja að
ýmis menningarverðmæti séu nú
lítils metin. Vist hlýtur eitthvað
að fara forgörðum í öllu umrót-
inu, en margt gott hefur lika
komið í staðinn; reyndar svo
margt, að yfirgnæfandi meiri-
hluti fólks vill að áfram sé hald-
ið á leið bætts efnahags. Virðist
tími til þess kominn fyrir þá
áhyggjufullu og ergilegu að
hugsa málin af meiri viðsýnin.
Nýir tímar
Með þessum orðum í Lesbók
Morgunblaðsins er í stuttu máli
komið að kjarna málsins, þeirrl
staðreynd, að það er ekki fyrr en
með stefnubreytingu rikisstjóm-
arinnar 1960, sem fslendingar
kynnast af eigin raun nútima-
neyzluþjóðfélagi. Þessi breyting
hefur orðið svo snögg og á svo
stuttum tíma, að menn eru tæp-
lega enn farnir að átta sig á
því, að nýir tímar eru gengnir
í garð og ekki verður aftur snúið
til þeirra gömlu daga, þegar
skömmtun og höft einkenndu allt
þjóðfélagið. En það er harla at-
hyglisvert, að næst stærsti
stjórnmálaflokkur landsins og
forustumenn hans hafa mun síð-
ur en aðrir gert sér grein fyrir
þessari breytingu. Þeir tala enn
máli kreppuáranna, hugsa enn
hugsanir kreppuáranna og boða
enn ráðstafanir kreppuáranna.
Þetta er Eysteinskan í sinni
skýrustu mynd, hún er kjarninn
í þjóðmálastefnu Framsóknar-
flokksins og menn verða að gera
sér Ijóst, að þegar slíkur gamal-
dags hugsunarþáttur ræður enn
ríkjum í öflugum stjórnmála-
flokki, hlýtur það óhjákvæmi-
lega með einhverjum hætti að
hafa neikvæð áhrif fyrir þjóð-
félagið í hcild.
■m