Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR^ Bjarni Benediktsson á glœsilegum setningarfundi Landsfundar Sjálfstœðisflokksins: ir frelsi og framforir, bjart- syni og batnandi hag BJARNI Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti 17. landsfund flokksins í Háskólabíói að kvöldi sumar- dagsins fyrsta að viðstöddu miklu fjölmenni. Var húsið fullsetið af landsfundarfulltrúum og öðrum gestum. Fundarstjóri var skipaður Jóhann Hafstein, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fundarritarar Jörundur Gestsson, Hellu og Jón H. Jónsson, Keflavík. í upphafi fundar skýrði Bjarni Benediktsson frá því, að nú væru einungis þrír á lífi af stofnendum Sjálfstæðisfiokksins, þeir Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson og Iiákon Kristófersson, sem er þeirra elztur og átti níræðisafmæli þennan dag. Sendu landsfundarfulltrúar honum heillaskeyti í tilefni dagsins. t lok ítarlegrar yfir- litsræðu um stjórnmálaviðhorfið sagði Bjarni Benediktsson: „Við Sjálfstæðismenn gerum okkur grein fyrir, að úrslit þingkosninganna hinn 11. júní eru mjög tvísýn. En á þeim getur oltið hvort þjóðinni eigi á næstu árum að muna aftur á bak eða nokkuð á leið. Undanfarin ár hafa íslendingar sótt hraðar og lengra eftir framfaraleiðinni en nokkru sinni fyrr. Þeirri sókn viljum við Sjálfstæðismenn halda áfram og erum staðráðnir í að ryðja þar öllum hindrunum úr vegi. Brýnum fyrir kjósendum að hafna svartsýni og aftur- haldi, einræði og ofstjórn. Sækjum með hækkandi sól og vaxandi birtu fram til sigurs fyrir frelsi og framfarir, bjart- sýni og batnandi hag.“ Hér fer á eftir í heild ræða Bjarna Benediktssonar við setningu 17. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. í einn stað kem-ur hvort við virðum fyrir okkur þau rúm eitt hundrað og þrjátíu ár frá því að þetta var orkt, alla hina nær ellefu hundruð ára sögu ís- lands eða okkar eigin skamm- vinna æviskeið, já jafnvel þau tvö ár, sem liðin eru frá síð- asta Landsfundi, þá sannfærumst við um réttmæti þessara orða. Ef nokkuð er óbrigðult, þá er það, að allt er í heiminum hverf- ult. Ætíð skiptast á skin og skuggar, tímar afturfarar og framfara. Um orsakir einstakra atburða má lengi deila. En ekki verður um það villst, hvílíkur aflgjafi og gæfa freisið hefur reynzt hinni íslenzku þjóð. Ófrelsið hafði nærri því s-vipt hana lífi. Frelsissviptingunni fylgdi fátækt og fólksfækkun. Margt var öðru visi en vera skyldi í hinu forna lýðveldi, en þá var þó sæmilegur efnahagur í landi og fólksfjölg- un með eðlilegum hætti. Á ófrels isöldunum var landið rúið öllum gæðum og fólki fækkaði svo að lá við landauðn. Afturbati og eðlileg fólksfjölgun kom á ný með vaxandi frelsi. Þarna fylg- ir afleiðing orsök svo, að ekki verður um deilt. Frelsið hefur reynzt íslenzku þjóðinni sá styrk ur og aflgjafi, sem hún getur sízt án verið. Vitneskja um þessa staðreynd á ekki að vera okkur fjarlægur fróðleikur, heldur verður hún að vera leiðarvísir, sem við megum aldrei gleyma á allri okkar lífsgöngu. Samhengið í íslenzkri sögu má ekki falla okkur úr minni. í því skyni að hugfesta það er nú ráð- gert að efna til veglegrar hátíð- ar á ellefu hundruð ára afmæli byggðar á fslandi og er mikils- vert, að vel takist. Núlifandi kynslóð hefur hlotn- azt sú gæfa og ábyrgð að end- urheimta fullt frelsi og sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. Þetta eru vandmeðfarin gæði; gæði, sem ekki haldast af sjálfu sér Framhald á bls. 12 (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.