Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967.
arflokkarnir ættu að vera vissir
um sigur í kosningunum í sum-
ar. En þá er margs að gæta.
Stjórnarflokkarnir eru tveir.
Þeir hafa nú unnið með afbrigð-
um vel saman í ríkisstjórn í nær
7% ár. Ég skal ekki fara i neinn
meting um það, hvors flokks-
stefnú hafi frekar verið fylgt.
Sanni næst mun það, að báðir
hafa látið ýms sérsjónarmið eiga
sig en leyst aðkallandi vandamál
i ljósi beztu fáanlegrar þekkingar
og eftir því, sem þeim virtist
þjóðarnauðsyn bjóða. En megin-
stéfnur þessara flokka eru ólík-
ar. Annar segist affhyllast sósíal-
isma, okkar einkaframtak. Nú
er það að vísu svo, að í fram-
kvæmd hafa menn hvarvetna
horfið frá þeim fræðilegu kenn-
ingum, sem áður. fyrri sköpuðu
regindjúp á milli þessara tveggja
skoðana. Fylgjendur hvorrar
stefnunnar um sig hafa ýmislegt
lært af hinum og hvorki hér né
annars staðar hefur þeim reynzt
svo erfitt að vinna saman, eins
og ætla hefði mátt éftir hinum
ólíku kenningum. Það eru ekki
kennisetningar heldur raunhæf
úrræði, sem skilja á milli giftu
®g ógiftu, feigs og ófeigs.
Engu aff síffur skulum viff ekki
gleyma því, aff meginsjónarmiff
flokkanna eru ólík enda hefur
Alþýffuflokkurinn nú ekki viljaff
lýsa yfir því fyrir kosningar eins
og gert var fyrir kosningarnar
1963, aff hann mundi halda áfram
óbreyttu stjórnarsan>«tarfi. ef til
þess fengist fylgi. Meff því er
ekki sagt, aff stiórnarsamstarfiff
muni bresta eftir kosningar, ef
stjórnarflokkarnir hafa nægan
meirihluta. Einmitt vegna þess,
aff báffir flokkar miffa viff mál-
efni, er þeim auffveldara aff vinna
saman heldur en bar sem annaff-
livort ræffur: Valdabrask effa
blind ofsatrú á löngu úrelta lær-
dóma. En ákvörffunarleysi Al-
þýffnflokksins skanar nýtt óvissu
atriffi. óvissn, er bví fremur hlýt-
ur aff hvet.ia Sjálfstæffismenn til
harffrar sóknar í baráttunni, sem
framundan er.
Þrátt fyrir þessa óvissu mundi
ég sem sagt telja mestar líkur
á því, að ef flokkarnir tveir fá
nægan meirihluta, þá muni þeir
halda áfram samstarfi sínu eftir
kosningar. Hvort slíkur meiri-
hluti fæst getur hinsvegar eng-
inn fyrirfram séð. í kosningunum
1963 tapaði Alþýðuflokkurinn
nokkru fylgi en Sjálfstæðisflokk-
urinn vann svo á að í heild juku
stjórnarflokkarnir fylgi sitt um
nær 1%, hlutu h.u.b. 55%% af
gildum atkvæðum. Slíkt at-
kvæðamagn er meira en yfirleitt
tíðkast, að stjórnir í lýðTæðis-
löndunum hafi á bak við sig.
Aukning atkvæðamagnsins eftir
fjögurra ára stjórnarsetu og
harðan ágreining við stjórnar-
andstæðinga var óneitanlega
mikill sigur. En engu að síður
er kjördæmaskipan okkar enn
svo áfátt, að Alþýðuflokkurinn
missti einn þingmann án þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við
sig þingsæti, þrátt fyrir fylgis-
aukningu sína.
Kjördæmaskipunln
Þessi úrslit sýndu ófullkom-
leika íslenzku kjördæmaskipun-
arinnar. Gallar hennar eru ýms-
ir fleiri, þó að ég telji þá ekki
að sinni. Sjálfur hefi ég ætíð
verið þeirrar skoðunar, að ef
mögulegt væri að fá landinu
öllu skipt í nokkurn veginn
jafn mannmörg einmenningskjör
dæmi, þá væri það bezta fyrir-
komulagið. Sú skipan þykir sjálf-
sögð þar sem lýðræði stendur
föitusturri fótum utan Norður-
landa, svo sem í engilsaxneskum
löndum, en einmitt þangað hafa
menn sótt fyrirmyndir að nú-
tíma lýðræði og þingræði. Tveir
stærstu flokkar Þýzkalands hafa
nú einnig komið sér saman um
að stefna að lögfestingu einmenn-
ingskjördæma í stað hlutfalls-
kosninga. Jafnframt skulum við
þó minnast þess. að á Norður-
löndum þar sem búa þær þjóðir,
sem okkur eru skyldastar, og
enginn efast um, að lýðræði hef-
ur fest öruggar rætur, þykir
sjálfsagt að hafa hlutfallskosn-
ingar. Aðalatriðið er, að hér
skiptir ekki máli fræðileg deila
um kosti eða ókosti hlutfalls-
kosninga eða einmenningskjör-
dæma. Á tslandi hefur ekki í
hálfa öld verið möguleiki til þess
að fá samkomulag um viðhlítandi
skiptingu landsins í einmennings-
kjördæmi og meira en litið þarf
að breytast í íslenzkum stjórn-
málum héðan í frá til þess að í
alvöru sé eyðandi orðum að þess-
um möguleika. Um hitt verður
ekki deilt, að núgildandi kjör-
dæmaskipan, þótt stórgölluð sé.
er ómetanleg framför frá því
sem áður var.
Fyrir okkur Sjálfstæðismenn
er hollt að hugleiða þau rang-
indi, sem okkar mikilhæfu for-
ustumenn, Jón Þorláksson og
Ólafur Thors, áttu lengstum við
að etja, þegar Framsóknarflokk-
urinn, sem hafði miklu færri
kjósendur en Sjálfstæðisflokkur-
inn, hafði mun fleiri fulltrúa á
Alþingi. Úrelt stjórnskipun réffi
því, aff sköpuff var forréttinda-
stétt stjórnmálaspekúlanta í
landinu. Manna, sem enn hafa
ekki áttaff sig á þvi, aff þeirra
tími er liffinn og þjóðin unir því
ekki framar aff hafa landsstjórn-
armenn, sem sitji yfir hvers
manns hlut.
Á þeim árum þegar rangindin
voru mest, brugðu rang-
indamennirnir Sjálfstæðismönn-
um stöðugt um það, að þeir væru
hlynntir ofbeldi og andstæðir
sönnu lýðræði. Sjálfstæðismenn
létu þetta orðaskak ekki á sig fá,
heldur sýndu lýðræðisást sína í
verki. Þeir höfðu þegar þessu fór
fram ætíð meirihluta hér í
Reykjavík, stundum yfirgnæf-
apdi. Sjálfstæðismenn töldu þó
aldrei koma til mála að láta
kenna aflsmunar heldur sjálf-
sagt að hlýða fyrirmælum stjórn-
arskrárinnar, jafnvel þótt þeir
teldu þau ranglát. Þar voru sett-
ar þær starfs- og leikreglur, sem
Sjálfstæðismenn eins og aðrir ís-
lendingar höfðu gamþykkt að
beygia sig undir. Þeir vissu, að
rangfengin völd voru lítils virði
jafnt fyrir þá sjálfa sem fyrir
þjóðina, er þeir vildu gagna.
Gildandi starfsreglum ber að
hlýta, ekki einungis þegar þær
henta manni sjálfum heldur og
þótt þær ívilni keppinaut hans
um sinn.
Jón Þorláksson og Ólafur Thors
beittu sér hinsvegar fyrir að fá
breytt ranglátum reglum og
eyddu verulegum hluta ævi sinn-
ar til þess að knýja þær breyt-
ingar fram. Þeir gerðu það eftir
löglegum leiðum, þótt það tæki
langan tima og leiddi til þess,
að þeir urðu árum saman að lúta
í lægra haldi fyrir mönnum, sem
bæði þeir sjálfir og allir skyni-
bornir menn vissu að voru þeim
miklu minni háttar.
Deildaskipting Alþingis
Ofan á ófullkomna kjördæma-
skipan bætist það að Alþingi er
skipt 1 tvær deildir og hefur
hvor um sig vald til að fella til
fullnustu öll venjuleg lagafrum-
vörp. Þess vegna má heita, að
ógerningur sé að stjórna landinu
nema að hafa svo mikinn meiri-
hluta. að minnsta kosti 32 af 60
þingmönnum, að meirihluti sé
tryggur í báðum deildum. Þetta
úrslitavald hvorrar deildar um
sig komst inn í stjórnarskrá okk-
ar strax í upphafi 1874, og voru
frumdrög þess misskilningur á
hliðstæffum reglum norskum, sem
menn ætluðu aff hafa hér til fyr-
irmyndar. Er þar glöggt dæmi
þess, að varhugavert er að ætla
að læra af öðrum án ítrustu að-
gæzlu, og var hér ekki einu sinni
svo, að hin norska fyrirmynd
ætti hér ekki við, eins og oft vill
Verða, heldur var um beinan
misskilning að ræða, sem hin
dönsku stjórnvöld gripu fegins
hendi, vegna þess, að eins og á
stóð veikti það Alþingi í viður-
eigninni við þau. Síðan hefur
þetta ákvæði ætíð staðið og ég
minnist nú á það vegna þess að
hugsanlegt er, að það kunni að
hafa úrslitaáhrif um framþróun
íslenzkra stjórnmála.
Ákvæðið kann sem sagt að
leiða til þess, að minnihluti á
Alþingi og með þjóðinni geti
gert meirihlutanum ómögulegt að
stjórna. Það varð á árinu 1932
til þess, að meirihluti Alþingis,
sem að vísu hafði einungis rösk-
an þriðjung kjósenda á bak við
sig, gafst upp við stjórn og
neyddist til að semja, um leið-
réttingu á kjördæmaskipan. Nú
stendur öðruvísi á, því að hættan
er sú, að minnihluti kjósenda fái
með þessu móti úrslitavöld á Al-
þingi. En við skulum þá einnig
hafa í huga, að minnihluti kjós-
enda á rétt til þess, að hæfilegt
tillit sé til hans tekið. Það er þess
vegna engan veginn út í bláinn
að þetta ákvæði hefur verið látið
halda sér. Það er trygging fyrir
því, að ekki verði gengið á
hlut sterks samfellds minnihluta.
Enginn veit hverjum slík ákvæði
kunna að koma að gagni. í dag
þér, á morgun mér. Hitt er víst.
að á meðan þessi regla helzt, þá
verðum við eftir henni að fara.
Eins og horfir, gerir hún úr-
slit kosninganna í vor enn óviss-
ari en ella. Síðast máttu stjórn-
arflokkarnir ekki missa neinn
þingmann frá því, sem þeir
fengu. til þess, að þá skorti afl til
að halda meiri hluta í báðum
deildum og fengu þá þó yfir 55%
atkvæða. Á þvil'kan möguleika
setja stiórnarandstæðingar nú
allt sitt traust.
Úrslit sveitarstjórnakosninganna.
Eftir þingkosningarnar 1963,
hafa farið fram almennar sveit-
arstjórnakosningar, vorið 1966.
Úrslit þeirra er raunar erfitt að
bera til fulls saman við úrslit í
þingkosningum. Allar likur
benda samt til þess, að stjórnar-
flokkarnir hafi í fyrra haft fylgi
að minnsta kosti hér um b 1
54% kjósenda þegar á landið í
heild er litið, og mundi það hvar
vetna talinn álitlegur meirihluti.
Hann er að vísu minni en meiri-
hlutinn 1963. þremur árum áður,
en engan veginn er víst. og jafn
vel ekki líklegt, að sú breyting
hefði orðið til þess að fækka
þingmörnum flokkanna beggja
samanlagt.
Allt eru slíkt samt lítilsverðar
getgátur þangað til sjálf úrslitin
birtast. Engir útreikningar um
hverjir geti unnið þingsæti eða
tapað ráða úrslitum. Það eru
ekki reiknimeistarar heldur
kjósenður sem fella fullnaðar-
dóminn. Öruggasta ráðið til að
hann verði hagstæður er að
vinna til trausts kjósenda og
missýnist meirihluta þeirra þó á
stundum Menn vinna sigur en
reikna sér hann ekki út.
Okkur Sjálfstæðismönnum er
síður en svo feimnismál að rifja
upp að í þessurn sveitarstjórna-
kosningum vorið 1966 mættum
við nokkrum andblæstri, meiri
en flestir bjuggust við. Við héld-
um að vísu velli þar sem mestu
máli skipti, við borgarstjórnar-
kosningar hér í Reykjavík, þó
að við hefðum að sjálfsögðu kos-
ið, að sigur okkur hér yrði enn
meiri en hann varð, og hefur þó
oftar en einu sinni áður munur
ekki orðið meiri, og flokksmenn
engu að síður fagnað góðum
sigri. Allir vitum við, sem ein-
hverja stjórnmálareynslu höf-
um, að úrslit kosninga eru ófyru-
sjáanleg. Nútíma skoðanaka in-
anir hafa í þeim efnum oft ekki
síður reynst villandi en spár
hinna kunnugustu manna. Um
getgátur almennings í þeim efn-
um er það oft svo, að svipast er
því. sem sagt er um herforingja,
að í upphafi hvers nýs stríðs, þá
séu þeir að berjast í næsta stríði
á undan Eins eru það margir,
sem sýnast telja, að straumar í
nýjum kosningum séu ætíð hinir
sömu og þeir voru næst áður.
Reynslan er hins vegar oft þver-
öfug, enda eru kjósendur sjálf-
ráðir um að gera upp sinn 'hug
án tillits til þess, sem áður var,
og án tillits til þess, sem aðrir
segja. enda eru það ætíð nýir og
nýir kjósendur, sem greiða at-
kvæði, aídrei þó jafnmargir og
nú. Og kemur þó að þessu sinni
ekki til rramkvæmda sú réttar-
bót að lækka kosningaaldur um
eitt ár eins og Alþingi sam-
þykkti nú að tillögu ríkisstjórn-
arinnar.
Höfnm reynzt vandanum vaxnir.
Hvert sem litiff er, verffur
vart ókyrrffar og víffast hvar eru
þaff þeir sem við völdin eru,
sem ókyrrffin bitnar á. Vifffangs-
efni okkar er að virkja þessa
ókyrrff; sannfæra æskulýffinn
um, aff okkur hefur lánazt betur
en öffrum af því, að við höfum
fylgzt meff tímanum og ætíff
gengiff hiklaust aff lausn hvers
vandamáls, þegar þaff bar að
höndum. Við höfum veriff vand-
anum viffbúnir og reynst honum
vaxnir. Með þessu er ekki sagt,
að viff eigum aff vera sjálfs-
ánægffir þvert á móti. Viff meg-
um aldrei fyllast ofmetnaði, effa
halda að ekki sé betur hægt aff
gera. Sigurvissa hefur orffiff
mörgum stríðsmanni að falli.
Við lifum á breytingatímum,
hinum mestu, er yfir heiminn
hafa gengið. Að okkur sækja
ýms hin sömu vandamál, sem
menn hafa haft við að etja frá
örófi vetra og aldrei unnið til
hlítar bug á. Það er engin
skömm að því fyrir okkur að
viðurkenna, að við kunnum ekki
fremur en okkar forverar ráð
við öllunr. vanda og höfum ekíti
svör við öllum spurningum.
Engu að síður höldum við óhik-
að áfram og gefumst ekki upp.
En það eru ekki einungis gömul
vandamál sem menn enn glíma
hvarvetna við. Aldrei hafa
bætzt við fleiri ný úrlausnar-
efni, sem menn ekki þekktu áð-
ur. Auðvitað vildum við oft geta
umflúið þau, en ef þau skapa
hættu fyrir land okkar og
þjóð, verðum við að leggja
fram okkar litlu krafta til að
leysa þau
Menn tala um kröfulhörku.
Auðvitað væri ekkert þægilegra
fyrir valdhafana, en ef til þeirra
væru ekki gerðar kröfur. En
menn eru einmitt settir til valda,
af því að borið er til þeirra það
traust að þeir geti leyst vanda-
mál sem aðrir fá ekki við ráðið.
Þess vegna tjáir valdhöfum
ekki að kveinka sér undan, að til
þeirra séu gerðar kröfur. Og
eiga ekki kröfur um að látlaust
sé unnið að því, að draga úr
mannanna meinum, verulegan
þátt í öllu því, sem áunnizt hef-
ur síðustu áratugi? Enn er allt
of mikið ógert af því, sem gera
þarf. Við skulum hvert og eitt,
gera kröfu til sjálfra okkar um
að láta ekkert undir höfuð
leggjast af því, sem við getum,
til þess að á því verði ráðin
bót. Við skulum fúslega játa, að
fáum er gefið að leggja sig al!a
fram og slaka ekki á, nema til
þeirra sé gerð sú harða krafa, að
þeir verði að standa sig eða hafa
verra af. Sjálfir aðhyllumst við
samkeppni og teljum, að með
henni náist helzt almennings-
heill, af því að með henni séu
menn nauðugir viljugir knúnir
til dð gera sitt bezta.
Mér kemur ekki til hugar að
neita því, að í þjóðfélagi okkar
sé mörgu ábótavant. En ég þver-
neita því kerlingahjali, að við
búum í gerspilltu þjóðfélagi.
Þeir, sem svo tala, minna á máls-
háttinn: Margur hyggur mann
af sér, og ætla ég þeim .þó síður
en svo þá spillingu sem þeir fjöl-
yrða um hjá öðrum. Við lifum á
endurnýjunar- og viðreisnar-
tíma, þar sem margt fer í súg-
inn og margir villast um sinn af
réttri leið, en finna hana þó aft-
ur að lokum, oftast fyrr en svart
sýnismennirnir ætla.
Ævintýri á 20. öld.
Margt fer hér aflaga, um það
skulum við ekki þegja, því að
orðin eru til alls fyrst. Jafnframt
skulum við hiklaust gera okkur
grein fyrir, að á íslandi hafa á
síðustu mannsöldrum, og þó
aldrei frekar en á síðasta aldar-
fjórðungi verið unnin stórvirki,
stórvirki sem sannarlega voru
með ólíkindum. Við skulum
sjálf. án alls yfirlætis, játa, að
ísland er nú, þrátt fyrir hnatt-
stöðu, misviðri og öll sín hrjóst-
ur, orðið allt annað og miklu
betra land en það var á okkar
æskudögum, hvað þá þegar okk-
ar foreldri var að vaxa úr grasi.
Allur almenningur nýtur nú, í
skjóli bættra landshátta og
vegna brotthvarfs einangrunar-
innar meiri velmegunar og meiri
gæfu, en hann hingað til hefur
gert. Auðvitað fylgir þessu
nokkur áhætta.
Þaff er mikiff í ráðizt fyrir
iitla og fámenna þjóð að ætla
sér aff halda þjóðerni sinu eftir
aff einangruninni er lokiff og
varðveita tungu sína, efla menn-
ingu sína og gæta í hinum stóra
heimi alls þess bezta, sem meff
henni býr. Slíkt verffur ekki
gert meff því aff óttast breyting-
arnar, með því að stinga höfðinu
í sandinn með þvi aff kúra sig
niffur og hrópa: „Hætta, hætta“,
heldur meff því að halda ferff-
inni hiklaust áfram, með því aff
taka óhræddur þátt í því atburða
sama og gæfuríka ævintýri aff
vera Islendingur á 20. öld.
Við Sjá’lfgtæðismenn ger-
um okkur grein fyrir, að úr-
Sili.t þingkosninganna hinn 11.
júní eru mjög tvísýn. En á
þeim getur oltið hvort þjóð-
inni eigi á næstu árum að
muna aftur á bak eða nokkuð
á leið. Undanfarin ár háfa ís-
lendingar sótt hraðar og
lengra eftir framfaraleiðinni
en nokkru sinni fyrr. Þeirri
sókn viljum við Sjálfstæðis-
menn halda áfram og erum
staðráðnir í að ryðja þar öll-
um hindrunum úr vegi.
Brýnum fyrir kjósendum
að hafna svartsýni og aftur-
haldi, einræði og ofstjóm!
Sækjum með hækkandi sól
og vaxandi birtu fram til sig-
urs fyrir frelsi og framfarir,
bjartsýni og batnandi hag!
Guð gefi að sú velferð verði
allri hinni íslenzku þjóð til
heilla og velfarnaðar!
Að svo mæltu óska ég ykik-
ur gleðilegs sumars, enda
mun enginn okkar láta sitt
eftir liggja, að svo verði í
raun.
— Rolvaag
Framhald af bls. 32
sem sendiherra Bandaríkjanna á
Islandi. Viffstödd athöfnina voru
Hubert Humphrey varaforsetl
Bandaríkjanna og frú, Nicholas
Kaszenbach aðstoðarutanríkis-
ráffherra og Pétur Thorsteinsson
sendiherra lslands í Washington.
Katzenbach, sem stjórnaði eið-
tökunni mælti til Péturs Thor-
steinsson og sagði „Við sendum
nú til lands yðar bezta manninn,
sem völ er á. Rolvaag rækti störf
sín frábærlega á innlendum vett-
vangi og við vitum að störf hans
í þágu bandarísku þjóðarinnar á
fslandi verða rækt af jafnmikilli
kostgæfni“.
f svari sínu sagði hinn nýl
sendiherra. „Ég hlakka mikið til
að starfa á íslandi, þar sem ég
verð fulltrúi lands míns við á-
framhaldandi þróun vináttu-
banda þess við hina fornu þjóð
með elzta þingræðisskipulag
heimsins“.
í GREIN um leiklist eftir örnólf
Árnason í Morgunblaðinu sL
fimmtudag slæddust inn tvær
slíkar prentvillur, að nokkuff
breyttu merkingu. Þar sem
rætt er um, hver áhrif sýnmg
leikritsins „Ó, þetta er indælt
stríð“ hafi á áhorfendur, á aff
standa:
Hvort segir á'horfandinn aff
lokinni sýningu: „Atriðið, þegar
liðþjálfinn er að æfa nýliðana,
er það skemmtilegasta, sem ég
hef séð“ eða „stríðið er heimsku
leg slátrun manna, sem vita ekki,
einu sinni. hvers vegna þeir eru
að berjast“.
Og þar sem ræðir um megin-
hugsjón heimildaleikhússins, á
að standa:
Þeir, sem halda þvi fram aff
félagslegar breytingar þær, er
þeir berjast fyrir af hugkvæmni
og jafnvel listrænni fegurð f
vinnubrögðum, seðji mannshug-
ann varanlega, láta sér yfirsjást
þá eiginleika, sem þeir hafa sjálf-
ir borið vitni í baráttu sinni.
Leggjum við trúnað á það, aff
þeir hafi svo miklu betri þekk-
ingu á „eðli heildarinnar“ ei»
þeir bersýnilega hafa á sjálfum