Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. I s \ \ s \ \ 1 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Franakvæmdastjóri: .Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Yigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar _og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargj.ald kr. 105.00 á mánuði innanlands. .Á SÓKNIN ER HAFIN Cetníng sautjánda Lands- ^ fundar Sjálfstæðisflokksins var uppfhaf „sóknar fram til sigurs fyrir frelsi og framfar- ir, bjartsýni og batnandi !hag“, eins og Bjarni Bene- diiktsson, formaður Sjá'lf- stæðisflokksins, komst að orði í lok yfirgripsmikil'lar ræðu á fyrsta fundi Lands- fundarins. Háskólabíó var þéttsetið fulltrúum og öðrum gestum er formaður Sjáltf- Stæðisflökfcsins flutti ræðu sína og kom baráttuJhíugur og staðfastur vilji Sjálfstæðis- manna til þess að tryggja áframhald núverandi stjórn- arstefnu, glögglega í 'ljós á þessum fundi. Sautjándi landsfundur Sj álf s tæðisfiofclksins kemur saman á örlagaríkum tíma- móturn. Sjálfstæði sflokkiur- inn hetfur um nær 8 ára sfceið haft á hendi stjórnarforustu í landinu og hafa þessi ár reynzt meira framfaratíma- bil en nokkurt annað í sögu hennar. Etftir nokkrar vikur mun þjóði-n fella sinn dóm um það, hvort áfram verði haldið á þeirri braut, sem svo vðl hefur getfizt eða hvort svartsýni og atfturhald Fram- sóknarmanna og bommúnista fær að ráða. Á þessum tæpum 8 árum hefur í raun orðið bylting í lífskjörum þjóðarinnar. ís- lendingar búa nú við sam- bærileg Mfskjör og þau, sem bezt gerast hjá stórþjóðun- um Þjóðin nýtur nú sömu gæða og þegnar stórþjóð- anna úti í heimi. Það er ekki lengur undantekning heldur almenn regla, að fólfc hefur efni á að eiga bitfreið og þarf ekki að leita leytfis valdhafa ti'l þess að kaupa sllíkt tæki. Samfara þessari lífekjara- byltingu hefur orðið örari uppbygging í atvinnuvegum þjóðarinnar en nokkur dæmi eru tiil um. Þar ber hæst hinn gífurlega vöxt síldveiðanna og öra uppbyggingu síldveiði tflotans, síldairverksmiðj a og annarra stfldarverkunar- stöðva. Jafnframt hetfur á þessu tímabi'li verið ráðizt d stór- virkjun við Búrfell og hafin er stórfelld iðnvæðing lands- ins, sem á að skjóta fleiiri sitoðum undir iífsatfkomu þjóðarinnar og treysta þann órangur, sem þegar hefur náðst í bættum lífskjörum landsmanna. Fulltrúar á sautjánda lands fundi Sjálfstæðistfiokfcsins geta 'þvtf litið stoltir til starfa Sjálfetæðisflokksins og for- uistumanna hans á þessu tímabili. Mestu skiptir þó að lagður hefur verið traustur og öruggur grundvölilur fyrir framtíðina og ungu kynslóð- ina, sem nú er að vaxa úr grasi. Það er vissulega rétt sem Jóhann Hafstein, varatformað ur Sjáltfstæðiisflokksins, sagði í ræðu fyrir skömmu, að „unga kynslóðin erfir betra Ísland en nokbur önnur kyn- slóð á undan henni“. Hin upp rennandi kynslóð ungra ís- lendinga býr við betri tæki- færi til menntunar, betri lififs- kjör og Ifitur tfram til örugg- ari og bjartari framtáðar en nokkur kynslóð á undan henni í nær ellefu hundiruð ára sögu íslandsbyggðar. Þess vegna ríður á mifclu, að ekfci verði glatað þeim tækifærum sem sköpuð hafa verið undir stycrfcri stjórnar- forustu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin hefur efcki efni á að taka þá áhættu sem fylgir því að leiða ti'l valda svart- sýnis- og atfturhaldsmenn Framsóknar og kommúnista. Sjálfstæðismenn um land allt munu taka undir lokaorð hins mikilhætfa leiðtoga síns í setningarræðu hans á saut- jánda Landstfundi Sjálfstæðis flokksins: „Undanfarin ár hafa Íslendingar sótt hraðar og lengra eftir framfaraleið- inni en nokkru sinni fyrr. Þeirri sókn viljum við Sjálf- stæði'smenn halda áfram og erum staðráðnir í að ryðja þar öllum hindrunum úr vegi. Brýnum fyrir kjósend- um að hafna svartsýni og atft- urhaldi, einræði og otfstjóm. Sæfcjum með hækkandi sól og vaxandi birtu fram til sig- urs fyrir frelsi og framfarir, bjartsýni og batnandi hag“. Sóknin er hatfin. DEILA SÍN Á MILLI OG INN BYRÐIS í standið í herbúðum stjórn arandstæðinga er efcki björgulegt um þessar mund- ir. í útvarpsumræðunum lentu þeir í hár saman út af því hvorir þeirra, Framsókn- armenn eða kommúnistar, hefðu meiri möguleika á að fella rílkisstjórnina og síðan hafa þessar deilur haldið á- fram í málgögnum þeirra. En þeir deila ekbi einung- is sín á miltli, heldur fara fram heiftugar deilur innan þessara flokka. Á flofcksþingi Framsóknarflokksins komu þessar innanflofcfesdeilur fram í því, að þingfulltrúar létu sér sæma að fella einn fremsta bændaleiðtoga lands ins, Þorstein frá Vatnsleysu, úr miðstjórninni svo og einn Nokkrir stúdentar taka inntökupróf við Meiji-sáskólann. MENNTAMÁL I JAPAN eftir Eugene Levin Tokyo, (Associated Press). HIN síaukna samkeppni um skólavist í menntaskólum og háskólum veldur miklu um- róti í hinum akademíska heimi í Japan. Hugsanleg umbylting japanska mennta- kerfisins er í mótun. Óeirðir stúdenta vegna hækkana á skólagjöldum eru merki ókyrrðarinnar. Prófa- tilhögun í landinu, sem Iegg- ur aðaláherzlu á utanbókar- lærdóm er mjög til umræðu. í áratugi hafa Japanir búið við skólakerfi, sem byggt er á inntökuprófum, þar sem samkeppnin er mjög hörð, — í barnaskóla, menntaskóla og háskóla. Að komast í „réttan skóla“ var oft talið mikilvægara en að ljúka prófi. Á það var litið sem leið til að krækja í gott ævistarf. En á síðustu 10 ár- um hefur fjöldi stúdenta í Japan, sem leggja stund á æðra nám meir en tvöfald- azt frá 547,00 til 1,240.000. Þrátt fyrir að meðaltekjur á hvern íbúa í Japan séu þær 23. hæstu í veröldinni, er hundraðstala íbúa, sem fara í menntaskóla og há- skóla sú þriðja hæsta í heimi. Aðeins Bandaríkin og ísrael hafa hærri tölu. Þorsti eftir æðri menntun og hinn mikli fjöldi barna, sem fæddist á eftirstríðsrá- unum, en verður nú fullveðja, hefur hert mjög samkeppn- ina um inntöku í mennta- skóla og þrengt ákaflega hag æðri menntunar. Ein stefnan hefur verið að hækka kennslugjöld. Síðasta ár hækkuðu 70 af hundraði af háskólum í Japan um 15% eða meira. Þetta leiddi af sér stú- dentaóeirðir. Svæði Waseda háskólans í Tókyó var mán- uðum saman í höndum stú- denta, sem höfðu í frammi mótmælaaðgerðir og töfðu lokapróf. Svipuð uppþot urðu annarsstaðar. Háskólarnir sögðu, að þeir þyrftu meira fé til að ráða fleiri kennara og kaupa fleiri tæki. Stúdentar kröfðust stjórnarstyrkja og sögðu, að hærri gjöld væru ætluð til að draga úr fjölda stúdenta. Sumir kennarar hafa bent á, að þetta kunni að vera ekki fráleit hugmynd, því er viðvikur vissum skólum. V»gna þess að Japanir telja svo mikilvægt að sækja „réttan skóla,“ eru sumir há- skólar alltof fjölsóttir meðan aðrir eru það ekki. í kyrrþey eru unnið að því að sannfæra stúdenta og foreldra um, að þeir þurfi ekki að vera svo vandfýsnir. Tillögur hafa verið gerðar um, að þeir, sem hafa skólamál með hönd um, starfi að því að efla minniháttar skóla. Háskólar, sem ekki veittu kvenstúdentum aðgang fyrr en rétt að loknu stríði og eru nú sóttir af fleiri kvenstú- dentum en karlstúdentum hafa í athugun að takmarka innritun kvenfólks. Miklar umræður hafa orð- ið um endurskoðun próf- kerfisins, að leggja skuli minni áherzlu á hæfileika kandidats til utanbókarlær- dóms en ríkari áherzlu á hæfi leika hans til að leysa vanda- vandamál og beita þekkingu sinni. Sumir skólamenn vilja einnig, að prófnemendur við inntöku í menntaskóla taki meira tillit til meðmæla kennara nemandans í gagn- fræðaskóla. En til þessa hefur verið meira af umræðum en at- höfnum. Fimmtán ára gömul stú- dína, sem notar undirskrift- ina „Evrasíubúi," skrifaði nýlega til dagblaðsins Ashai í Tókyó um, að hún hefði flutzt úr amerískum skóla í japanskan. „Ég tel, að stærstu mistök skólamanna í Japan séu fólgin í því, að þeir knýja börnin til að leggja of mikið á minnið og gefa þeim lítiiín tíma eða næstum engan til Framhald á bls. 31 helzta leiðtoga sarmvinniu- hreyfingarinnar, Jakob Frí- mannsson. Þar með er vegið að helztu máttarstólpum Framsóknarflokfksins. Ennfremur sætti „efnahags stefna“ flotoksins harðrd gagn rýni og greiddu tveir þing- menn flofcfcsins atkvæði gegn henni svo og fjölmargir aðrir þingfulltrúar. Kommúnistar hafa nú framfcvæmt endanlegt upp- gjör við samstarfsaðiia sína í Alþýðubandalaginu og blasir nú • við klofningur í þeim samtökum. En það er ekfci eina vandamál kommúnista því að þeir eru innbyrðis fclofnir og ef Brynjó'lfeklíikan framfylgir félagssamþykkt- tnn Sóslíalistafélagsins ber henni að bjóða fram sórstak- lega í vor etftir að tillagan um félagsaðild að Allþýðúbanda- laginu hefur verið felld. Stjómarandstæðingar deila því ekfci einungis sín á milli, heldur einnig innbyrðis og eru jafnvel þríklofnir hið minnsta. MIKILVÆGT STARF að er þýðingarmifcið fyrir ÍSlendinga, að bóltomennta verk ökkar og önnur menn- ingarverðmæti verði kynnt á erlendum vettvangi. Það verður til þess að auka á tengsl annarra þjóða við menningarstrauma hér á landi. Ánægjulegt er, að þýðing- ar á verkum nOkkurra ljóð- áfcálda ofckar í Danmörfcu hafa hlotið góða dóma, eins og m.a. má sjá af ritdómi, sem Mbl. birti fyrir nofckrum dögum úr dönsfeu blaði um eitt hinna yngri ljóðsfcálda ofckar. Það ber að styðja og styrfcja þá starfsemi, sem miðar að því að kynna ís- lenzk bókmenntaverk og aðra listaköpun á erlendum vettvangi og þeir menn er- lendir, sem að því starfa eiva mifclar þakkir sfcyldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.