Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 32
Pierpont-iír Hermann Jónsson úrsmiður Lækjargötu 2. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Rúml. 200 þús. kr. stolið frá Eimskipafélagi Islands Þjófunum „sási yfir" hálfa aðra milljón i reiðufé TVEIR innbrotsþjófar brutust inn í skrifstofur Eimskipafélags íslands í fyrrinótt og stálu það- an 213 þúsund krónum úr pen- íngaskáp en „sást yfir“ hálfa aðra milljón króna í reiðufé, sem var í öðrum skáp. Klukkan rúm- lega fjögur um nóttina urðu lög- reglumenn þess varir að brotin var rúða í hurð á farþegadeild fé lagsins. Þeir fóru þegar inn í hús- ið og lokuðu öllum útgönguleið- um, en þjófarnir voru þá þegar á braut. Krefjast 3,6 iteiIEj. skaðahota Síldarútvegsnefnd telur sig enga sök eiga f FRÉTT, sem Morgunblaðið fékk frá norsku fréttastof- / unni NTB segir að hinir J norsku kaupendur skemmdu síldarinnar frá fslandi krefj- ist þess að fá í skaðabætur 600 þúsund norskar krónur, sem er rúmlega 3,6 milljónir íslenzkra króna. Morgunblaðið hafði í gær samband við lögfræðing Síld- arútvegsnefndar, sem sagði, að nefndin hefði skrifað kaup endum og mótmælt öllum skaðabótakröfum. Sá háttur væri hafður á að síldin væri söltuð hér á áhættu seljenda. Síðan væri hún skoðuð af kaupendum og þeir segðu til um hvort hún væri í lagi. Þessi umrædda síld var sam- þykkt og send út fyrir síðustu áramót og telur síldarútvegs- nefnd sig því ekki eiga neina sök. Við nánari athugun kom í Ijós, að þjófarnir höfðu farið upp á aðra hæð þar sem skrifstofur fé- lagsins eru, komizt þar inn með því að brjóta rúðu og brutu einn- ig upp skrifborðsskúff u, sem hafði að geyma lykil að eld- traustri skjalageymslu. í skjala- geymslunni voru tveir peninga- skápar og hirtu þjófarnir fyrr- nefnda peningaupphæð úr öðrum þeirra, en skiptu sér ekki af hin- um. En í þeim skáp var ein og hálf milljón króna í reiðufé, vinnulaun starfsfólks, sem átti að fá útborgað daginn eftir. Laun eru jafnan greidd í reiðufé til hagræðis fyrir starfsfólk. Þjófarnir hafa gætt þess að fara ekki út sömu leið heldur fóru út um glugga á salerni og létu sig falla niður á skúrþak. þaðan komust þeir niður á geymslusvæðið að baki hússins og þá var framhaldið auðvelt Málið er í rannsókn. Sex ára drengur í lífshættu eftir bílslys SEX ára drengur stórslasaðist á Sogavegi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og var hann talinn í lífshættu. Þetta atvikaðist þannig ?!) þrjú börn voru á leið yfir Sogaveg, rétt sunnan við Grensásveg. Eitt þeirra hljóp strax yfir götuna en kallar svo til hinna að bíða því að bifreið var að koma að. Annað barnið stoppaði en hitt hljóp út á göt- una og fyrir bifreiðina sem tal- ið er að hafi verVð á hægri ferð. Drengurinn var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan beint á Landakot. Þrjár konur slösuðust er þær urðu íyrir rafknúnum lyftara ÞRJÁR konur slösuðust í Græn- metisverzlun landbúnaðarins að Síðumúla 24 í gær, er þær urðu fyrir stjórnlausum lyftara. Slys þetta varð með þeim hætti að verið var að vinna þar með rafknúnum lyftara, og vildi þá svo illa til, að rafgjöfin, sem gefur tækinu rafstrauminn, festist niðri. Fór lyftarinn á fulla ferð aftur á bak, og fór fyrst yfir fót á ungri stúlku, sem var fyrir aftan hann. Síðan hélt tækið áfram, og ienti aftan á konu, sem sat við pökkunarvigt, og klemd- ist hún á milli lyftarans og vigt- arinnar. f>að varð henni til láns, að stólinn. sem hún sat á var úr járni og mjög sterkur, þannig að hún siapp með viðbeinsbrot og mar á handlegg. Er lyftarinn skall á vigtinni virðist svo sem einhver hluti hennar hafi hrokk- ið í konu, sem þarna stóð hjá, og fékk hún talsvert höfuðhögg. Stúlkan sem varð fyrst fyrir lyft aranum marðist á fæti. Forsœtisióð- herro við út- för Adenouers MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá ríkisstjórninni: „Ákveðið hefur verið að dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra verði fyrir hönd ríkis- stjórnar fslands viðstaddur út- för dr. Konrad Adenauers, sem fram fer n.k. þriðjudag“. Bifreiðarnar eftir slysið á Kef lavíkurvegi. MaBisr híðis? bana \ Keflavík þrennt sEasast í bifreiðaájekstri MAÐUR beið bana í mjög hörð- um bifreiðárekstri á Njai'ðvík- urfitjum s.l. fimmtudagskvöld, og þrennt annað slasaðist nokk- uð. Slysið varð um kl. 22:45, skammt frá gatnamótum Reykja nesvegar og flugvallarvegarins. Þar rákust saman Volkswagen- bifreiðin Ö-5 og Ö-885, sem er af gerðinni Ford Taunus. í Volks- wagenbifreiðinni voru Adolf Sveinsson, Kirkjuteig 10 Kefla- ' vík, og Árni Sigurðsson úr Ytri- Njarðvík, en í hinni voru bæjar- stjórahjónin í Keflavík. Við áreksturinn hefur Árni kastast út úr bifreiðinni. og lá hann meðvitundarlaus á göt- unni, þegar lögreglan kom á vettvang en Adolf var inni í bifreiðinni meðvitundarlaus. Bæjarstjórahjónin höfðu einnig slasazt við áreksturinn. Voru þau öll flutt í sjúkrahúsið í Keflavík, og þar lézt Adolf í gærmorgun. Bæjarstjórinn fór Adolf Sveinsson. úr sjúkrahúsinu í gær, enda var hann minnst meiddur, en kona hans og Árni Sigurðsson liggja þar enn. Adolf átti sex börn, þar af þrjú undir fermingaraldri. Varaforseti Bandaríkjanna, Hubert H. Humphrey, óskar fyrr- verandi rikisstjóra í Minnesota, Karl Rolvaag, til hamingju með sendiherrastöðuna á Islandi. Fyrir miðju er varautanríkis ráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Katzenbach. (AP-mynd) Rolvaag sver embættiseið Whasington 20. opríl. Einkaskeyti til Mbl. frá AP KARL Fritjof Rolvaag, fyrr- verandi rikisstjóri í Minnesota- fylki sór í dag cmbættiseið sinn, Framhald á bls. 14 Eldur í bát á siglingu Viðtal við skipstjórann ELDUR kom upp í vélbátn- um Ver VE—200 aðfaranótt föstudags og varð vélarrúmið alelda á svipstundu en engan sakaði. Ver er sjötíu tonna eikarbátur með sex manna áhöfn. Skipstjóri er Erling Pétursson og Morgunblaðið átti stutt samtal við hann í gær. „Við vorum skammt frá Skarðsfjöruvita, á vesturleið, þegar eldurinn kom upp. Ég held að klukkan hafi verið um hálf eitt. Annar vélstjóri varð hans fyrstur var þar sem hann var niðri í vélarrúminu og slapp með naumindum út þaðan því eldurinn gaús upp á svipstundu. Vélarrúmið var alveg alelda og við blésum strax upp báða gúmmíbjörg- unarbátana til að vera við- búnir ef við þyrftum að yfir- gefa bátinn. Að því loknu hóf um við slökkvistarfið og send um út hjálparbeiðni. Gissur Hvíti var skammt frá okkur og kom strax til hjálpar. í sameiningu tókst okkur að slökkva eldinn á tæpum þrem ur stundarfjórðungum. Lóðs- inn kom svo og dró okkur til hafnar. Þetta fór allt betur en á horfðist um tíma. Hitinn var gífurlegur og útlitið frem- ur svart. Það bjargaði miklu að þak vélarhússins er úr stáli og hindraði útbreiðslu eldsins þannig að skemmdir urðu ekki nema í vélarrúm- inu. Mér er sagt að vélin sé ekki mikið skemmd. en hins- vegar rafmagnsleiðslur allar ónýtar, rafalar og þessháttar. Ég vil gjarna nota þetta tæki- færi til að þakka áhöfninni á Gissuri Hvíta fyrir drengi- lega aðstoð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.