Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRtL 1967. 11 RÆTT VIÐ FULLTRÚA Á LANDSFUNDI ana af, 1 sumarfríum. Annar þessarra lækna sagði mér, að nú gætu þeir valið úr mörg- um mönnum til að leysa sig af. Og tel ég það mikið happ, að við þurfum ekki lengur að standa auglitis til auglitis við læknisleysi eins og sl. sumar. Ég er bjartsýnn á kosning- ernar í sumar á Húsavík og S-þing. og eru tvær ástæður til þes. Hin fyrri er að þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa reynzt kjördæminu mjög vel enda óvenjugott samstarf milli þessarra þriggja manna. Hin ástæðan er sú, að Bjart- mar á Sandi er sá Suður-Þing eyingurinn, sem kemur til greina með að sitja á Alþingi iiæsta kjörtímabil og því búizt að Þingeyingar vinni ötullega að kosningu hans. ★ MARZELÍUS Bernharðsson, •kipasmiðameistari, á ísafirði er einn fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Við tök- um hann tali og hann segir okkur svolítið frá bæjarmál- efnum á ísafirði: — Það þarf að vinna bet- ur að uppbyggingu á ísafirði. Mikill húsnæðisskortur er þar og verði ekiki unnið að lausn þess vandaméls. fjölgar ekki í bænum. Iðnaðurinn vex heldur ekki meðan fólki ekki (fjölgar, svo að allir sjá hversu brýnt mál þetta er. Gera þarf iðnaðinn margbreytilegri. Samgöngumál eru orðin góð, eérstaklega í lofti. Hins vegar þarf að vinna betur að vega- kerfinu — vegir eru enn ekki nógu góðir. Athyglisvert er hvað samgöngur í lofti bötn- uðu mikið og eru raunar orðnar prýðilegar við til- fcomu Fokker-vélanna. Nú er og unnið að því að bæta aðstöðuna á ísafjarðar- flugvelli. Lagður hefur verið grunnur að nýju flugstöðvar- húsi sem vonast er til að verði komið upp í sumar, Þá standa og voriir til að völl- urinn verði malbikaður og bætir það að sjálfsögðu að- stöðuna til muna. — Þá væri æsilegt að fleiri skipakomur yrðu í fram tíðinni. Komur strandferða- skipa hafa verið helzt til stop ular upp á síðkastið, en með tilkomu þeirra tveggja skipa, sem áætlað er að smíða fyrir Skipaútgerðina mun væntan- lega leysast þetta vandamál. Hins vegar má segja, að samgöngur yfir sumarmán- uðina séu orðnar allgóðar. — Hvað ég vil segja að lokum? — Ég vona það, að kosningastarfsemin gangi vel og að flokkurinn haldi sínu hvar sem er á landinu. ★ ÁSGRÍMUR Hartmannsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, er einn af íulltrúum Norðiend- inga á Landsfundinum. — Mér lízt nokkuð sæmi- lega á kosningarnar í vor. Við höfum aldrei gengið til kosninga sterkari málefna- lega. Það er áberandi fyrir landsbyggðina, að núverandi ríkisstjórn er fyrsta stjórnin, sem gert hefur verulegt átak til að skapa uppbyggingu um land allt, og á ég þar við framkvæmdaáætlanirnar, bæði Vestfjarðaáætlunina og Norðurlandsáætlunina. Þrátt fyrir aflaleysi og ýmsa óáran, sem brjáir okkur fyrir norðan virðist meiri skilning- ur ríkjandi hjá ríkisstjórninni. en oft áður, á nauðsyn já- kvæðra aðgerða til að mæta tíimabundnum erfiðleikum vegna aflabrests og annars þess konar og til að mæta vaxandi kröfum almennings til bættra lífskjara, ekki sízt úti á landi. Landsbyggðin var orðin á eftir í uppbyggingu, sérstaklega á tímum aftur- haldsstjórnarinnar, sem leyfði sér oft að kalla sig vinstri stjórn. — Atvinnuástand er nokk- Uð sæmilegt á Ólafsfirði. Er það fyrst og fremst að þakka Útgerðarmönnunum, sem hafa haft báta sína heima, þrátt fyrir aflaleysi. Því verður að vísu ekki neitað, að veðurfar hefur verið með eindæmum og erfitt til sjósóknar. Vil ég að lokum geta þess, að ekki eru líkur á, að stærri bátar verði gerðir út frá Ólafsfirði að vetri til, nema hafnarskil- yrði verði bætt, en að því er nú verið að vinna. ★ LÁRUS Gíslason, bóndi í Mið húsum, sagði að veturinn hefði verið frekar erfiður og gjafafirekur. Að vísu hefði ekki verið snjóþungt, en um- hleypingasamt. — Ég tel, að brýnasta hags- munamál okkar bænda sé að auka útflutningsframleiðsluna á landbúnaðarafurðum og reyna að fá hærra verð. Sér- staklega á það við um sauð- fjárafurðir. Það mundi koma allri þjóðinni að gagni. Ég hallast að því, að yfirleitt hafi verið haldið nokkuð vel á málum landbúnaðarins, en auðvitað er alltaf hægt að finna eitthvað að, og er það ekki nema eðlilegt. Það voru gerð mistök á síðastliðnu vori, er innviktunargjaldið var sett á, enda kom í ljós, að þess þurfti ekki, og var það fyrirsjáanlegt. Tíðarfarið í fyrra var þannig, að auðséð var, að framleiðslan myndi minnka. En til þess eru mis- tökin, að ménn læri af þeim. — Það verða ekki miklar breytingar í kosningunum í vor að mínu viti. Sjálfstæðis- flokkurinn stendur vel mál- efnalega og þjóðin ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún breytti stjórnarfari. Hin leiðin er óráðin og vafasamt að það verði til heilla að fara hana. ★ KRISTJÁN Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri félagsheim ilisins á Sauðárkróki, sagði, að atvinna hefði veríð heldur dræm í vetur. — Það hefur verið fiski- og gæftaleysi í vetur og ann- að frystihúsið hefur verið svo til lokað í allan vetur. Það er mjög brýnt, að atvinnumál- unum verði komið í viðun- andi horf, og tel ég, að léttur iðnaður ætti að sitja í fyrir- rúmL — Félagsheimilið er orðið full lítið og svarar ekki leng- ur kröfum tímans, sérstaklega háir það leikstarfsemi. Það er hugmynd okkar að reyna að reisa nýtt félagsheimili, og er það nú í teikningu hjá Jóni Haraldssyni arkitekt. Er ætl- unin, að þar verði góð að- staða fyrir leikstarfsemi og eins góður danssalur. Leik- starfsemi er mikil á Sauðár- króki og verður leikfélagið 80 ára á næsta ári. — Mér lýst nokkuð vel á kosningarnar sagði Kristján að lokum, það eru ungir og efnilegir menn í framboði og væntum við okkur miikils af því. Tel ég ekki ólíklegt, að flokkurinn bæti verulega við sig í kosningunum í vor. ★ ÞÁ hittum við að máli Jó- hann Friðfinnsson úr Vest- mannaeyjum, og inntum hann tíðinda af málum þeirra eyj- arskeggja. — Það hefur verið með ein- dæmum erfið veðrátta, svo að sjósókn hefur verið mjög harð sótt, en aflabrögð hafa geng- ið sæmilega. Okkar mesta hagsmunamál er, að land- helgin verði skipulega nýtt, og teljum við rangt að farið, að halda litlu bátunum með sín afkastalitlu veiðarfæri utan landihelginnar, meðan stóru bátarnir mega veiða innan hennar. Menn eru mjög óánægðir með þessa skipan mála, og það liggur fyrir, að þessu verður að 'breyta. Vest- mannaeyingar verða að sækja allt sitt til sjávarins og I Eyjum eru miklir möguleikar til góðrar nýtingar. Þar eru stærstu og bezt skipulögðu frystihúsin í landinu. Vil ég í því sambandi geta þess, að útvegsmönnum í Eyjum þætti vænt um, ef sjávarútvegs- málaráðherrann kæmi til þeirra til skrafs og ráðagerða, þvi að hann hefur ekki sézt í mörg ár. Forustuhlutverk Sjálfstæð- isflokksins frá því að vinstri stjórnin hrökklaðist frá, hef- ur skapað þau tímamót og markað þá stefnu, að von- andi bera fslendingar gæfu til að halda henni áfram. — Samgöngur við Vest- mannaeyj ar hafa stórbatnað á síðustu árum. Hinar nýju flugvélar F.f. hafa átt þar stóran hlut að máli, og er nú verið að gera aðra flug- braut, og bindum við miklar vonir við það. Þá fylgjumst við af áhuga með nýjungum á sviði samgöngumála, sem henta mundu Eyjum og höf- um sérstakan áhuga á loft- púðaskipi ef það reynist vel. Allir þungaflutningar fara fram á sjó, og mikils um vert að þeir gangi greiðlega. NÆST tökum við tali Ólaf Þórðarson, bónda á ökrum í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Við spyrjum hann um helztu hagsmunamál byggðarlagsins og hann svarar: — Brýnustu hagsmunir eru að vegaframkvæmdir verði aúknar. Einnig eru raforku- mál mjög brýn, en byggðar- lagið er strjálbýlt og því raf- magn frá samveitum fátítt sums staðar. Hins vegar hefur það aukizt mjög að settar hafi verið upp heimaveitur og er þar raunar um stórátak að ræða. — Búskaparhorfur eru góð- ar. í Hraunhreppi eru mestu ræktunarframkvæmdir í sýsl- unni, bæði í nýrækt og skurð greftri. Landið er flatt og vot lent og því mikil þörf á að ræsa fram. í þeim efnum verðuT hið opinbera að koma til aðstoðar. Afréttur er ekki góður og heimabeitiland lítið, en með stórvirkum þurrkun- um og áburði má gera mik- ið til endurbóta. — Jú, það er mun betra að búa nú en áður. Þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið í tíð núverandi stjórn- ar hafa borið miög góðan ár- angur, þótt alltaf þurfi að sækja fram. í því sambandi má geta þess að við erum vel í sveit settir — samgöngur eru góðar við Reykjavík og nýtur Mýra- og Borgarfjarð- arsýsla þess. ■— Já, ég er því bjartsýnn á framtíðina og kosningarnar. Ég býst ekki við mikilvæg- um breytingum á afstöðu flokkanna. Stjórnarflokkarn- ir hafa unnið vel og mér finnst sérstaklega mikil á- stæða fyrir bændur að styðja við þá, því að þeir vinna þeirn veL ★ JÖHANN Ölafsson frá Siglufirði er í fjrrsta sinn fulltrúi á Landsfundi. Sér hann um skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins á Siglufirði. — Ég tel það brýnt fyrir Siglfirðinga, að aukin verði bátakaup til staðarins, sérstak lega síldarbáta. Þá þykir mér einnig rétt, að leyfðar verði togveiðar í landhelgi, bæði togbátum og togurum á viss- um stöðum. Þá er einnig brýnt að auka niðursuðuiðn- að á Siglufirði og fullnýta síldarafurðirnar. — Samgöngur við Siglu- fjörð eru óviðunandi að vetr- inum eins og er. En úr því mun rætast þegar jarðgöngun um 1 gegnum Stráka er lokið.. Einnig mun flugvöllurinn, sem verið er að gera, stór- bæta ástandið. — Mér lízt nokkuð vel á kosningarnar. Listinn er ágæt lega skipaður og við stöndum vel málefnalega. Norðurlands- áætlunin verður til mikils gagns fyrir Norðlendinga, þeg ar farið verður að vinna sam kvæmt henni. Þá er hin mikla aðstoð við húsbyggjendur þungt lóð á vogarskálina. Þá væntum við okkur mikils af byggingaráætluninni, og þeirri aðstoð er húsbyggjend- um er veitt með henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.