Morgunblaðið - 22.04.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 22.04.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. Bjarnl Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu sina við upphaf 17. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Háskólabíói sL fimmtudagskvöld. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. - Ræða Bjaina * Benediktssonar & Framhald af bls. 1 heldur verður stöðugt að vinna til að eiga skilið. Út á við kem- wr sjálfstæði þjóðarinnar fram í því, að við erum sénstakt ríki. Áður vorum við um aldir taldir hluti af öðru, okkur í eðli fram- andi riki, eins og í Stöðulögun- um frá 1871 segir: „Island er uadskillelig Del af den danske Stat“. í þessu lýsti sér ósjálf- stæði og frelsissvipting. Til þess að um ríki verði talað, okkar ís- lenzka ríkd jafnt og annarra, þarf þrennt að vera fyrir hendi: Fólk, land og lögbundið vald. Þeir menn, sem þetta land hafa byggt, hafa frá uppihafi talið sig sérstaka þjóð, hvorki Norðmenjj né Dani, þó að við værum í fram kvæmd lengi hluti atf ríki þeirra. Um land. okkar er heldur ekki að villast. ísland er eyland, sem liggur svo langt frá öllum öðr- um löndum, að engin hætta er á landamæradeilum. í þeirra stað kemur ákvörðun um, hversu lögsaga ríkisins skuli ná langt á haf út og er þá stærð fisk- veiðilögsögu umdeildust. Þar hljótum við ætíð að sækja ein® langt út og alþjóðalög ítrast heimila. En ef við viljum ekki skipa •kkur í flokk ofbeldis- og árás- arríkja, þá förum við ekki lengra en alþjóðalög heimila. Ef við teljum þau sníða okkur ctf þröngan stakk, þá reynum við að fá alþjóðareglum breytt með frambærilegum rökum af okkar eigin hálfu og samstartfi við aðra, sem svipaðra hagsmuna hafa að gæta. Svo kann að etanda á, að í þessum efnum sé aðgerðarleysi okkur skaðsam- legt, en þó duga aldrei aðrar að- gerðir en þær, _sem ávinningur er að. Það er íslandi mikill á- vinningur, að fyrirfram skuli tryggt, að ágreiningur um rétt- mæti aðgerða okkar skuli bor- inn undir alþjóðadómstól. Lítil þjóð hlýtur ætíð fremur að treysta á réttmæti málsstaðar síns-en vald, sem hún ekki á. Þó að við séum máttarlitlir, tjáir okkur ekki að láta eins og vald sé ekki til og þýðing þess engin. Eitt hötfuðeinkenni ríkis er einmitt lögbundið vald. í þessu felst m.a., að hvert ríki verður að gæta þess, að land þess verði ekki valdatómrúm, heldur ber því að ábyrgjast sín- ar eigin varnir, svo að lands- svæði þess verði öðrum ekki að hættu sem fleygur eða stökkpall- nr til árása. Varnarleysi og valda tómrúm er hægt að forðast á fleiri en einn veg. M.a. með hlutleysisyfirlýsingu, sem þá verður að vera samþykkt atf þeim ríkjum, sem valdamest eru á þeim slóðum, þar sem hið hlutlausa riki er. Og sjálft verð- ur hið hlutlausa riki eftir ítrasta mætti að tryggja sitt eigið hlut- leysi með valdi. Þetta eru stað- reyndir, sem óvefengdar eru Jafnt í þjóðarétti sem daglegum eamskiptum ríkjanna. Við ís- lendingar héldum í fyrstiu, að við gætum sloppið með orðin ein, tilutleysisyfiriýsingu, sem eng- inn tók ábyrgð á og ekkert vald «tóð á bak við. Strax við fýrstu raun reyndist sú ytfirlýsing ger- •amlega haldlaus. Ríkir hagsmunir fslendinga að Atlantshafsbandalagið haldist Nú höfum við verið full 18 ár mðilar að varnarbandalagi, At- lantshafsbandalaginu, og er ekkl um það að villast, að yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda hefur hvað eftir annað lýst stuðningi BÍnum við þá aðild íslands svo og varnarsamninginn við Banda- rikin. Sumir segja nú, að ný við- horf hafi skapazt eða séu að Skapast. Annars vegar sé mun friðvænlegar i þessum hluta heims en áður var, og hins veg- mr öðlist hvert einstakt riki ein- hliða rétt til úrsagnar úr At- lantshafsbandalaginu, þegar það er orðið 20 ára, að tveimur ár- nm liðnum. Hvorttveggja er þetta rétt. En getur nokkrum blandast hugur um, að ástæðan til þess, að friðvænlegar horfir nú en áður, er einmitt sú, að Atlantshafsbandalagið hefur skapað nauðsynlegt valdajafn- vægi? Og ef við lítum á hags- muni fslands eins, er þá ekki augljóst, að ísland mundi lenda í miklu meiri hættu fyrir ófriði, ef Atlantshafsbandalagið leystist upp? Þá mundi ísland verða á mörkum tveggja vamarkerfa, eða í algeru valdatómrúmi, en ekki eins og nú staðsett í miðju varnarkerfi. Nú kemur ekki til greina, að frá fslandi verði gerð árás á neitt annað land, alveg gagnstætt því, sem verða mundi ef það lenti upp á milli tveggja stríðandi aðila. Þegar af þessu er ótvírætt, að fslendingar hafa af því ríka hagsmuni, að At- lantshafsbandalagið haldist, og ber okkur sannarlega að stuðla að því eftir föngum, að svo megi verða og leggja okkar skerf af mörkum í því skyni. Annað mál er hvernig vörnum íslands skuli háttað hverju sinni. Það verður stöðugt að meta eftir atvikum, og einmitt þess vegna var varnarsamningurinn við Bandaríkin bundinn því höfuð- skilyrði af háltfu íslendinga, að við gætum sjálfir einhliða með tilteknum fresti sagt honum upp. Við hötfum þetta því á valdi okkar og getum metið eftir eig- in þekkingu á aðstæðum hvað gera skuli. En spurning er: Höf- um við þá þekkingu, sem á þarf að halda? Við erum svo fjar- huga hernaði, að enginn eigin- legur íslenzkur hernaðarsérfræð- ingur er til, svo að um sé vitað. Talað er um, að við eigum að láta íslenzka sértfræðinga taka að sér rekstur varnarmannvirkj- anna. Þetta kann að láta vel í eyr um, og verða menn þó þá að gera sér grein fyrir, hvort eigi sé um orðaleik að ræða, þannig að slíkir svokallaðir sérfræðing- ar séu í raun og veru hermenn. Úrlausnarefnið er þá í raun og veru, hvort íslendingar eigi að taka upp eigin hermennsku eða ekki. Slíkt þartf ekki að vera nein fjarstæða, en ef menn vilja það, þá er nauðsynlegt að segja það berum orðum, svo að allir geti áttað sig á um hvað sé að ræða. En áður en við tökum slík sérfræðingastörf að okkur, sýnist hitt sanni nær, að við öflum okkur sérfræði í herstjórnarmál- um, svo að við þurfum ekki að sjá þau með annarra augum. Fyrsta skrefið hlýtur þess vegna að vera það, að leggja drög að öflun þvílíkrar sérfræði. fslendingum er sízt minnkunn þó að þeir taki þátt í bandalagi til að tryggja varnir lands síns, á meðan mestu stórveldi heims telja sér slí'ka þátttöku lífsnauð- syn. Lærdómar sögunnar eru og þeir, að ef vesturveldin hefðu á árunum 1918 til 1939, haft slíkt samstartf og á komst 1949, þá mundi seinni heimsstyrjöldin með öllum þeim hörmungum, sem henni fylgdu, aldrei hafa skollið á. íslendingar þurfa ekki síður en aðrir á friði að halda og þeim ber ekki síður en öðrum að gera sitt til að svo megi verða. Aðild að EFTA Þjóðirnar hafa ekki einungis gengið í varnarbandalög sjálfum sér og heimsfriðnum til öryggis, heldur og í ýmis konar efnahags- bandalög til að tryggja fjárhags- legan veltfarnað sinn. Norður- landaþjóðir höfðu lengi leitast við að koma á viðskiptabanda- lagi eða tollabandalagi sín á milli en aldrei tekizt. Fjórar þeirra hafa hins vegar — með mismunandi hætti þó — gerzt aðilar að Fríverzlunarbandalagi Evrópu, EFTA, og ber ráða- mönnum þeirra saman um, að fáar ráðstafanir hatfi orðið þess- um þjóðum til meiri heilla. Fyrir okkur verður erfiðara með hverju ári, sem líður, að standa utan beggja efnahagsbandalaga Evrópu, Efnaíhagsbandalagsins svokallaða og Fríverzlunarbanda lagsins. Fullkomnir aðilar Efna- hagsbandalagsins getum við ekki orðiS vegna þeirra skilyrða, sem þar eru sett. Aðild að Fríverzlun arbandalaginu er raunar ekki með öllu erfiðleikalaus, en ótví- rætt er samt, að þegar til lengd- ar lætur, þá verður hún okkur ekki einungis hagkvæm heldur og brýn nauðsyn. Þess vegna ber að vinda bráðan bug að þvi að ná samningum um aðild íslands, ef slíkt er unnt afarkostalaust, svo sem ætla má, því að vitað er, að mörg aðildarríkjanna óska þátt- töku okkar, ekki vegna þess að þau telji sig miklu muna um að- ild okkar, heldur vegna þess að þau og þá einkum Norðurlönd- in telja okkur eiga heima í sín- um hóp. Þvílíkur samhugur með íslandi og söknuður yfir fjar- veru þess lýsti sér glögglega í orðum Per Bortens forsætisráð- herra Noregs á þingi Norður- landaráðs nú fyrir skemmstu. Sumir hafa það á móti slíkri aðild, að fyrirsjáanlegt sé, að Frrverzlunarbandalagið og Efna- hagsbandalagið muni áður en yfir lýkur renna saman. Um það getur enginn sagt á þessari stundu, en víst er, að nokkrir aðilar Fríverzlunarbandalagsins, svo sem Svíþjóð og Finnland og sennilega Svissland, geta ekki fremur en við hugsað sér að ger ast fullkomnir aðilar Efnahags- bandalagsins. Annað mál er, að þessi lönd telja, að það muni verða sér til styrktar í samn- ingum um að ná nauðsynlegum tengslum við þetta bandalag, að eiga vísan stuðning félaga sinna í Fríverzlunarbandalaginu. A1 veg sama máli gegnir um ísland og hlýtur það þess vegna að verða eitt helzta úrlausnarefni á næsta kjörtímabili að ná viðun- andi samningum um aðild að Fríverzlunarbandalaginu. En stafar ekki íslenzku þjóð- erni hætta af öllum þessum sam- skiptum við erlendar þjóðir? Svo spyrja sumir. Hvað sem okk ar eigin óskum líður, þá er ein- angrunin úr sögunni. Engum ís- lenzkum stjórnvöldum getur héð an aí tekizt að loka íslenzku þjóðina inni og einangra hana frá samskiptum við aðra. Það ber og sízt að harma, því að á umliðnum öldum hetfur ekkert orðið okkur skaðsamlegra en einmitt einangrunin. Blóma- tími íslenzku þjóðarinnar og ís- lenzkrar menningar hefur verið mestur, þegar við höfum haft margþætt viðskipti við aðrar þjóðir. Á sama hátt og stái herð- ist í eldi, þá herðist hið sanna eðli íslendinga í umgengni við aðrar þjóðir. Um þetta eru dæm in deginum ljósari að fornu og nýju. íslenzk menninig hefur verið meginstyrkur þjóðarinnar og án hennar hefðum við tor- tímzt á okkar frelsislausu ein- angrunaröldum. Þekkingin hefur úrslitaáhrif Auðvitað er menning okkair nú margslungnari en áður og miklu meira þarf við til þess að halda velli. Eðli málsins sam- kvæmt eigum við ætíð eitfitt að keppa við aðra í fjölbreytni og sérhæfingu. En almenna mennt- un eigum við að geta veitt eins góða og aðrir. Ótal skólar á ýms- um stigurn um allt land sýna einbeittan vilja stjórnvalda til að ráða við þennan vanda, enda viðurkenna jafnvel svartsýnis- mennirnir, að unga fólkið hefúr nú á dögum hlotið tfjölþættari og betri menntun en fyrri kyn- slóðir í landinu. Útvegun ytri skilyrða til alhliða menntunar verður þó að sjáltfsögðu enn örð- ugri á tímum mikillar fólks- fjölgunar og byggða-tilfærslu innanlands. Ný löggjöf um skóla kostnað á að greiða fýrir nauð- synlegum umbótum og unnið er að rækilegri endurskoðun alls fræðslukerfisins. Barnaskólarnir, sem risið hafa upp víðs vegar á seinni árUm, sýna, að menn vilja mikið á sig leggja til að greiða götu æsku- lýðs til aukinnar menntunar. Framhaldsskólum er einnig víða verið að koma upp og unnið er að því að endurnýja hina gömlu, jafnframt því, sem stórbætt hetf- ur verið löggjötf um iðnsikóla og sett hafa verið alveg ný fyrir- mæli um tæknimenntun. Mennta skóla í landinu er verið að byggja af miklum dugnaði og ákveðið hefur verið að stofna til nýrra, svo fljótt sem auðið verður, bæði á Vestfjörðum og austan lands. Kennaraliði háskól ans er fjölgað eftir fyrirfram gerðri áætlun og undirbúin er mjög mikil stækkun kennslu- rýmis hans. Styrkjum og lánum til stúdenta hefur verið komið í betra horf en áður. Vísindarannsóknir eru stöðugt auknar og sett hefur verið ítar- leg löggjöf til að samræma þær og auðvelda starf vísindamanna. íslendingar eiga nú færa vísinda menn í furðu mörgum greinum. Við getum í fæstum efnum keppt við aðra um vinnuskilyrði, svo sem fullkomnar rannsóknar- stofur eða hæð launa, sem af- bragðsmenn eiga kost á erlendis. En því frekar ber okkur að meta þá, sem sækjast eftir að eyða ævi sinni hér við erfiðari aðstæður 'heldur en þeir eiga völ á með miklu manntfleiri og ríkari þjóð- um. Hér eiga flestir vísinda- menn og sérfræðingar þess lít- inn kost að beita eingöngu sér- gáfum sínum, vegna þess að við- fangsefni hvers og eins hljóta að verða mjög margvísleg. Þessu una margir af því, að þeir kunna að meta sinn íslenzka arf og það jafnræði, sem hér ríkir manna á millL Stofnun og útbreiðsla hins ís- lenzka sjónvarps er eitt af afrek- um síðustu ára. Með öðrum þjóð um hefur tekið mörg ár að ná ámóta útbreiðslu þess og hér er þegar fengin af alkunnum ástæð um. Nú ætlast menn til, að unnt verði að sjá til þessa menning- artækis um allt land innan mjög skamms tima. Til þess skortir ekki vilja stjórnvaldanna, en vissar tækniiforsendur þurfa að vera fýrir hendi. Með sjónvarp- ið er svipað og um einangrunina. Einangrunin er liðin, hvort sem mönnum líkar betur eða verr; sjónvarpið er komið — og hlaut að koma, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr. Við þvílíka framvindu tímanna fær enginn ráðið. Hitt er rétt, að sjónvarp ein- ungis miðlar, það skapar ekki, og ekki er hægt að miðla því, sem ekki er til. Vegna sjónvarpj ins verður því að leggja enn rík- ari áherzlu en áður á að bæta skilyrði fyrir þeirri innlendri menningu, hljómlist, töluðu orði, myndliat og öðru slíku, sem menn fá notið fyrir milligöngu sjónvarpsins. Hér er vissulega mikið verkefnL sem menn að visu sjá að fyrir höndum er, ea hafa ekki gert sér nægilega grein fyrir í einstökum atriðum né heldur hvernig leysa skuli. í þessum etfnum getur ríkið i rauninni aldrei haft neitt skip- unarvald. Það getur í bezta lagl greitt tfyrir þvi að kraftar ein- staklinganna fái að njóta sín. Stundum er undan þvi kvartað, að stjórnmálamenn vilji ráða því, hvað listamenn geri og am- ist við þeim, sem séu sjálfum þeim óþægur ljár í þúfu. Aukn- ir styrkir til listamanna og nýj- ar reglur um úthlutun lista- mannalauna sýna hversu fjar- lægt þetta er hinum ra-unveru- lega hugsunarhætti ráðandi manna nú. í þessu sem öðru er bezt að láta frjálsræðið vera sem mest. Keypt lof verður skjót- lega að háði, alveg eins og skammir og skætingur gera ekki leirburð að listaverki. f allri okkar menningarleit megum við aldrei fjarlægjast þá sístreymanði lind mannvizku og snilldar, sem er að finna í okkar fornu bókmenntum. Þekking á þeim og frumsanninðum krist- innar trúar verður um alla fram tíð að móta uppeldi íslenzks æskulýðs. Án þessa tvenns værl íslenzk menning ekki til, og ef hún væri horfin, mynði þess skammt að bíða, að íslenzkt þjóð erni væri einnig úr sögunni. Þá megum við alðrei týna þvf aðalsmerki íslenzks uppeldis, að allir kynnist og taki þátt í starfl almennings. Bóklestur og skóla- ganga eru mikilsverð en stofu- lærdómurinn einn hrekkur skammt. Iðjuleysi er uppspretta flestrar ógæfu jafnt fyrir unga sem gamla. Sönn menning er ekki einung- is mannbætandL heldur ræður þekkingin nú á dögum úrslitum um, hvort mönnum vegnar vel eða illa á veraldar vísu, komast af eða ekki. Svo oft er búið að segja á síðustu árum, að bókvit- ið verði í askana látið, gagnstætt orðum hins gamla málsháttar, að óþarfi er að fara um það fleiri orðum. Þau sannindi eiga ekki aðeins við um öflun verðmæta og framleiðslu heldur og ráð- stöfun þeirra og stjórn efnahaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.