Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. Grikkland einangraö eftir byltingu hersins Mestallt samband Grikklands vib umbeiminn rofið - Oljóst hver siendur að baki byltingarinnar - Prentfrelsi og hópfundafrelsi afnumið - Fjöldahanútökur stjórnmálamanna f AÞENU, Belgrad, Lundúnum, 21. apríl, AP-NTB. HERINN í Grikklandi hefur tekið öll völd í landinu í sín- ar hendur, lokað landamærum þess og flugvöllum og nánast einangrað það frá umheiminum. Skömmu eftir miðnætti í nótt tilkynnti útvarpsstöð hersins í Aþenu, að Konstantín Grikkjakonungur, Panajotis Kanellopoulos forsætisráðherra og innanríkisráðherrann, hefðu undirritað yfirlýsingu þess efnis, að herinn hefði gert leifturbyltingu og hluti stjórnar- skrár landsins væri numinn úr gildi. Samtímis umkringdu skriðdrekar, hrynvarðar bifreiðir og herflokkar konungs- höllina, ríkisráðsbygginguna og aðrar opinberar stofnanir. Herlið tók einnig á sitt vald útvarpsstöðvar, símstöðvar- byggingar og flugvöll Aþenu. Lýst var yfir hernaðarástandi f landinu og mælt svo fyrir, að hver sá sem færi út húsi í Aþenu eftir sólarlag skyldi skotinn án frekari viðvörunar. Utgöngubannið nær þó ekki til lækna og lyfjafræðinga, sem kvaddir eru út í neyðartilfellum. Þá var æðri og lægri skól- um, bönkum og kauphöllum í Aþenu lokað og fólk varað við að hamstra matvörur ella yrði það dregið fyrir herrétt. Ymis lýðræðisleg réttindi hafa verið afnumin um óákveðinn tíma, þ. á m prentfrelsi og hópfundafrelsi. Ekki er ljóst hverjir raunverulega standa að baki leifturbyltingunni, en margt bendir til þess að forsætisráðherrann hafi verið þvingaður til að undirrita áðurgreinda yfirlýsingu. Handtökur í dag var upplýst, að margir áhrifamiklir stjórnmálamenn úr vinstri og hægri flokkunum hefðu verið handteknir, þeirra á meðal Kanellopouios sjálfur. Sagði eiginkona hans í dag, að hermenn hefðu sótt hann nokkru eftir miðnætti og dregið hann nauðugan út í bifreið, en frúnni voru gefnar þær skýring- ar, að þetta væri gert til að vernda forsætisráðherrann. Kan- ellopoulos hefur gegnt embætti sínu í 18 daga. í Lundúnum er atburðurinn túlkaður á þann veg, að Kanellopoulos hafi verið þvingaður til að undirrita yfir- lýsinguna um valdatöku hersins. Samkvæmt óstaðfestum fregn- um hefur hinn áttræði foringi hins öfluga miðflokks Grikk- lands, Georg Papandreou, fyrr- um forsætisráðherra, og sonur hans, Andreas, fyrrum varaefna- hagsmálaráðherra, einnig verið handteknir og fangelsaðir. Aþenuútvarpið sagði í dag, samkvæmt fregnum frönsku fréttastofunnar AFP, að herinn hefði tekið völdin i sínar hend- ur sökum hættu, er steðjaði að ríki'nu innan frá. Útvarpið sagði ennfremur, að ný rjkisstjórn verði mynduð í dag og verði for- sætisráðherra hennar Konstantín Kolias, hershöfðingi og haésta- réttardómari. Varaforsætisráð- herra hennar verður, samkvæmt sömu heimildum, Grigorios Daki as hershöfðingi, yfirmaður gríska heraflans. Sagði útvarpið, að síðar yrði tilkynnt hverjir skipa mundu aðrar ráðherra- stöður. Átakalaus bylting Síðdegis í dag skýrði fréttastof an Reuter frá því, að herinn befði öll ráð í borginni í sjnum höndum og éftir öllu að dæma virtist byltingin hafa gengið fyr- ir sig án blóðsúthellinga. Vafa- samt er þó að hún krefðist ekki einhverra fórna, þvi löggjöf sem bannar aftökur af stjórnmálaieg- um ástæðum hefur einnig verið numin úr gildi. Þá hafa öll verk- föll verið bönnuð að viðlögðum fangelsunum, en skömmu áður en byltingin var gerð fór sím- 'stöðvarfólk í Aþehu í vérkfall. ; Leifturbylting hersins er há- •punktur stjórnmálakreppu, sem Grikkland hefur átt við að stríða síðustu mánuðina. Hefur Kon- stantín konungur staðið í mikl- um stjórnmáladeilum við nokkra fremstu stjórnmálamenn lands- ins, þ. á m. hinn aldna Papan- dreou, sem er andkonungssinni og hefur gagnrýnt einveldið harð lega á opinberum vettvangi. Máltæki hans er jafnan: „Kon- ungurinn ríkir, en fólkið stjórn- ar“. í Lundúnum er álitið, að byltingin hafi verið gerð til að fyrirbyggja sigur vinstri manna í kosningunum, sem fram eiga að fara 28. maí nk. Upplýsti gríska sendiráðið í Róm í dag, að kosningarnar mundu fara fram á tilsettum tíma, en það virðist vera eina sendiráð Grikk- lands, sem náð hefur símasam- bandi við Aþenu f dag. Stjórnmáladeilur Til mikilla deilna kom milli konungs og Papandreous, er kon ungur lýsti sig andvígan þeirri ákvörðun hans, að láta fjarlægja hægrisinnuð öfl úr herforingja- ráði landsins. Það jók enn á sundurþykki þeirra, er upp komst um samsæri vinstri sinn- aðra liðsforingja í hernum, sem tilheyrðu leynisamtökum, er nefndu sig Aspida (Skjöldur). Var álitið, að Andreas, sonur Papandreóús, væri félagi í þess- um leynisamtökum, en hann naut þá þinghelgi og var því ekki leiddur fyrir dómstól. Til- gangur Aspida var að steypa stjórninni og segja Grikkland úr NATO. Frá vinstri: Panajotis Kanello poulos forsætisráðherra, Konstantín konungur og Georg Papan- dreou fyrrverandi forsætisráðhe rra. Fregnir eru mjög á reiki um ástandið í borginni, þar eð hún er næstum algjörlega einangruð frá umheiminum. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug heldur því þó fram, að skipzt haifi verið á skotum í miðborginni í morgun. Flugvélar, sem lentu á flugvelli Aþenu voru stöðvaðar og hundr- uð farþega bíða þar enn { óvissu. Fær enginn að fara frá landinu eða koma til þess um óákveðinn tíma, a.m.k. ekki meðan núver- andi ástand varir. Yfirstjórn NATO í Napólí tjáði blaðamönnum þar í dag, að sam- band bandalagsins við Grikk- land hefði ekki rofnað og ekk- ert benti til þess að svo mundi verða. Væru samskipti banda- lagsins og Grikklands með full- komlega eðlilegum hætti. Tyrkneska stjórnin ákvað í dag, að setja herflokka við landamæri ríkjanna í varúð- arskyni. Fregnin um valdatöku 'hersins í Grikklandi hefur vakið mikla athygli í Ankara, höfuð- ■borg Tyrklands, en stjórnin var ekki reiðubúin í dag að leggja dóm sinn á ástandið. Kref jast lýðræðis Frjálsu verkalýðssamtökin í Brussel hafa krafizt þess, að lýð- ræði verði endurreist í Grikk- landi. Sagði í yfirlýsingu samtak anna, sem gefin var út í dag, að •þau fordæmdu skilyrðislaust valdatöku hersins rétt fyrir kosn ingar, sem bersýnilega væri ætl- að að hafa úrslitaáhrif á kosn- ingarnar. Sagði í yfirlýsingunni, að hverjum grískum borgara væri leyfilegt og skylt, að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu. í Lundúnum var um það rætt hvort bylting hersins væri ávöxt ur langs fjandskapar Papandreo- us og Konstantíns konungs. — f Aþenu var almenn skoðun manna, að Papandreou mundi vinna meirihluta á þingi við fyrirhugaðar kosningar og mundi hann þá á ný taka við forsætisráðherraembættinu, sem konungur svipti hann í júlí 1965, en embættissviptingin olli mikl- um úlfaþyt í Grikklandi. Papan- dreou átti að halda í kosninga- leiðangur til Saloniki á sunnu- dag. Síðustu fréttir Síðustu fregnir hermdu, að Konstantín hafi sett „Spandakis hershöfðingja“ yfirmann bylting arinnar. Var þetta haft eftir •Aþenuútvarpinu, en ekkert hef- •ur enn heyrzt frá Konstantín •konungi milliliðalaust. Sagði út- varpið ennfremur, að byltingin •hefði verið gerð til að tryggja lög og reglur í landinu meðan á undirbúningi kosninganna stæði. Haft er eftir talsmanni gríska sendiráðsins í Belgrad, að gríska •Þjóðþingið verði kallað saman { Aþenu innan viku til að stað- •festa valdayfirtöku hersins eða vísa henni á bug. Kvaðst tals- maðurinn hafa náð símasam- •bandi við Aþenu seint á föstu- dagskvöld. Hafi sér þá verið tjáð, •að borgaraleg ríkisstjórn fari enn með völdin í landinu. Samkvæmt fregnum, sem bár- ust er Mbl. var að fara í prent- un hefur ný ríkisstjórn Grikk- lands verið mynduð og hélt sinn fyrsta fund seint í gærkvöldL Útvarpið í Aþenu las eftir fund- inn yfirlýsingu frá innanríkis- ráðherranum, Stylianos Patakos, þar sem sagði, að bann við flug- umferð yrði aflétt kl. 5.30 á laugardagsmorgun að staðar- tíma. Þá verður útgöngubanni einnig aflétt, en bann ríkir á- fram við því, að fleiri en fimm safnist saman á almannafæri. Upplýst var einnig að leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu verið handteknir ásamt ýmsum öðrum stjórnmálamönnum. Lögreglan í eltingar- leik v/ð drukkinn mann á stolnum bíl VEGAEFTIRLIT lögreglunnar lenti í miklum eltingarleik við drukkinn ökumann á stolnum bíl í fyrrinótt, og lauk honum suður í Hafnarfirði með því, að hinn drukkni ók bifreiðinni á steinvegg. Lögreglan var á ferð um Silfur- túnið, er hún veitti atíhygli bif- reið, sem ekið var eftir Hafnar- fjarðarvegi, og þótti henni akst- ur hennar grúnsamlegur. Veitti lögreglan bifreiðinni því eftir- för, og gaf ökumanni hennar stöðvunarmerki. Ökumaðurinn sinnti því engu, heldur jók ferð- ina, allt upp í 130-140 km. hraða. Þegar hin stolna bifreið var komin að mótum Hvérfisgötu og Strandgötu í Hafnarfirði, missti ökumaðurinn stjórn á henni er hann þverbeygði fyrir aðra bif- reið. sem kom á móti honufn og lenti síðar. á steinvegg við göt- una. Ökumaðurinn ætlaði að reyna að hlaupa á brott, en lög- reglan náði honum fljótlega. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis og réttindalaus. Við yfirheyrslur kom í Ijós, að hann hafði stolið bifreiðinni úr bilskúr í Reykjavík. Hafði bíl- skúrinn verið ólæstur, og stóðu lyklarnir í bílnum. Stóðst maður inn ekki freistinguna og ákvað að bregða sér í ökuför, sem end- aði þarna við steinvegiginn i Hafnarfirði. Sss^vsyos* iil ú fissigllma Pasadena, Kaliforníu 21. apríl AP-NTB. BANDARÍSKA tungflaugin Sur veyor III lenti mjúkri lendingu í Stormhafinu á tunglinu í gær. Að sögn vísindamanna í Pasa- dena var lendingin þó ekki mýkri en svo að Surveyor hoppaði tvis- var í loft upp áður en hann stöðvaðist og í fyrra skiptið 11 metra. Ekki virðist þetta þó hafa haft áhrif á tæki hans. Surveyor III er 2. bandaríska tunglflaug- in, sem lendir mjúklega á t-ungl- inu. Surveyor fyrsti lenti þar á sl. ári, en Surveyor H fór út af réttri braut og eyddist. Myndavélar Surveyors tóku þegar eftir lendinguna að senda I sjónvarpsmyndir til jarðar af; lendingarstaðnum, sem er 7.6 metra djúpur gígur. Myndirnar voru fremur óskýrar vegna of mikillar birtu, en vísindamenn- irnir vonuðust til að þær myndi batna síðar meir. Þrátt fyrir að Surveyor lenti í gígnum ná myndavélarnar upp úr gígnum og hafa sent myndir af lands- laginu. Eru jarðfræðingar mjög ánægðir með lendingarstaðinn og segjast geta fem T meiri upp- i lýsingar frá honum, heldur en ef Surveyor hefði lent á sléttu svæði. Eins og kunnugt er er Sur- veyor III búinn lítilli gröfu. sem á að taka sýnishorn af jarðvegi tunglsihs rannisaká þau og senda upplýsingar til jarðar. Ætla vís- indamenn með þessu að full- vissa sig um að yfirborð tungls- ins sé nægilega sterkt til að þola lendingu mannaðs geim- fars. Vísindamennirnir höfðu enn ekki í gær sett gröfuna af stað, því að gera þurfti margar tilraunir til að kanna hvort hún starfaði ekki rétt, áður en hún verður send út úr geimfarinu. Vllni cskcsl SIÐASTLIÐINN miðvikudag um klukkan 14:30 varð vart við 47 búið var að aka á bifreiðina R-6295 þar sem hún stóð á bíla- stæði á Kirkjutorgi. Þetta er kremgul Taunus bifreið. Vinstri hlið hennar aftan til og nokkuð frameftir hafði verið klesst inn svo að augljóst er að sá sem olli ákeyrslunni hefur orðið hennar var. ökumaður sá er vinsamlegast beðinn S'i hafa samband við rannsóknarlögregl- una, og eins þeir sem kynnu að hafa séð atburðinn. Leiörétling f GREIN minni um Hákon f Haga, ef sagt, að Magnús fyrr- verandi verkstjóri í Botni hafi reist bergrisann á Kleifarheiði. Héfur Magnús beðið mig um að leiðrétta þessa missögn. Segir hann að vegavinnuflokkur Krist- leifs Jónssonar verkstjóra hafi reist styttuna, sein nefnd er „Heiðarbúinn“, en Magnús var einn þeirrá manná. Höfuðið er mótað og stevpt af Kristjáni Jí- hánnessyni Boitni, Tálknáfirði, bróðursyni Hákönar. Þetta leiðréttist héúmeð. Gísii Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.