Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967, Samvinnu verður að hafa um verndun fiskistofna sagði Ishkov, fiskimálaráðh. Rússlands á fundi með fréttam. HEIMSÓKN Ishkovs, fiski- málaráð'herra Sovétríkjanna til Islands lauk á sumardaginn fyrsta og hélt ráffherran flugleiff- is til Rússlands í gærmorgun. A fundi meff fréttamönnum á fimmtudag sagffi hann m.a., aff ekki hefffu átt sér staff neinar opinberar umræffur heldur aff- eins framhald of óformlegum viffræffum, sem hann átti viff Emil Jónsson, þáverandi sjávar- ntvegsmálaráffherra fslands, í Moskvu fyrir nokkrum árum. Hann sagði, að eftir þessa heimsókn gerði hann sér betur grein fyrir því en áður hve stór atvinnuvegur fiskveiðar eru hjá íslendingum, og sér fyndist því eðlilegt að mikið tillit væri tekið til þeirra í stefnu stjórnarvald- anna í innan- og utanríkismálum. Hann gat þess að ýmsir verzlun- amjenn sem hann hefði hitt hefðu látið í Ijósi áhyggjur af viðskiptum Sovétrikjanna og ís- lands og voru þær til komnar vegna greinar, sem hann hefði ritað fyrir nokkru. Hefðu þeir verið hræddir um að Rússland hætti að kaupa fiskafurðir héðan og færu jafnvel að keppa við ts- lendinga um útflutning. Hvað sölu á heimsmarkaðinum snerti væri það ekki þeirra helsta verkefni, heldur að sjá þeirra eigin þjóð fyrir nægilegum fiski. I>eir ætluðu alls ekki að stórauka útflutning. Þessi stefna gæti að vísu haft áhrif á innflutning fisk afurða, en það þýddi alls ekki að viðskiptum við ísland yrði hætt. Tegundir fiskafurða sem fluttar yrðu inn færu eftir eigin fram- leiðslu. 1 þessu sambandi mætti geta þess, að núna hefðu þeir getað keypt meira af frosnum fiskflök- um frá fslandi en þeir fengu, og að magn saltsildarinnar, sem þeir fengu, hefði verið minna en eamningurinn sagði til um. Þetta sýndi að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af viðskiptum þjóðanna. Ishkov sagði að vernd fiskistofna hefði nokkuð borið á góma og væru þjóðirnar sam- mála um nauðsyn hennar. Leið- irnar væru margvislegar: sam- komulag um takmörkun veiða á ▼issum svæðum, eða jafnvel al- gera lokun um lengri eða •kemmri tíma, stækkun land- helgi hefðí ekkert í för með sér nema vandræði. Sovétríkin hefðu sýnt skilning þegar ísland etækkaði landhelgi sína út í tólf mílur og sýndu líka skilning á —UTAN OG HEIMI ! Framhald af bls. 16 skilnings eða sjálfstæðrar hugsunar,“ skrifaði hún. „Ég varð hissa, — þegar ég kom fyrst í japanska skólann —, hvernig hið eina sem við gerðum í sögutímum. var að skrifa niður, það sem stóð á töflunnj. Eng’nn tími var ætlaður til að ræða amdeiid atriði. Mér fannst allt vera kapphlaup fyrir próf . . .Japönsk ungmenni yfleitt eu þannig menntuð með utan- bókarlærdómskeríinu, að þau geta ekki hug$að upp á eigin ; spýtur.' Á lægri skólastigum hefur ein mikilvægasta þróunin ▼erið vöxtur smábarnaskóla ©g barnaheimila, sem flest < eru einkafyrirtæki Það er sí- ! fellt útbreiddri skoðun meðal japanskra foreldra, að börn verði að hljóta einhvers konar menntun áður en þau fara í hina opinberu skóla. Árangur þessa er, að hin vin- sælli (og fínni) barnaheimili j hafa tekið upp að láta pott- orma ganga undir sérstök inn tökupróf, byggð á ereindar- k yísitölu. Alexander Ishkov. miklum áhuga fslands á að vernda fiskistofninn. En slíkar aðgerðir yrði að semja um, engin þjóð gæti það upp á sitt ein dæmi. Ishkov sagði einnig að rætt hefði verið um nauðsyn þess að auka samskipti á vísindalegum vettvangi milli íslands og Rúss- lands og nefndi íþví sambandi sameiginlegar vísindarannsóknir á Norður-Atlantshafi. Báðar þjóðirnar gætu hagnast á því að skiptast á upplýsingum, því þótt Sovétríkin væru töluvert stærri um sig en ísland hefði hann séð í heimsókn sinni, að þeirra menn gætu sótt hingað mikla vitneskju og öfugt. Tækniútbúnaður á íslandi í sambandi við fiskveiðar, væri mjög góður og eins mætti margt læra af. vinnuskipulagi og fisk- veiðiaðferðum hér. Nefndi hann sérstaklega veiðar með hringnót í því sambandi. Aðspurður um fiskiskipastól Sovétríkjanna, sagði ráðherrann, að hann væri stærri en verzlunarflotinn. Því miður hefði hann ekki við hend- ina nákvæmar tölur, en þó væri sér óhætt að segja að flotinn væri ein tuttugu þúsund skip af ýms- um stærðum. Þegar talið barzt að rússneskum síldveiðiskipum við íslandsstrendur, sagði ráð- herrann, að þau rússnesku skip sem veiddu norsku síldina væru um 500 talsins. Aðspurður um helstu erfið- leika sjávarúivegs í Rússlandi sagði hann, að helsta vandamál- ið væri skortur á frystigeymslum fyrir fiskafurðir, sérstaklega hjá smásölum. Síðasta spuming- in var um fiskirækt og sagði ráð- herrann að nú væri að hefjast nýtt tímabil. Sovétríkin leggðu mikla áherzlu á fiskirækt í stór- um stíl og hefðu gert áætlun um byggingu risastórra stöðva á næstu fimm árum. Einnig væri unnið að rannsóknum á hvernig nýta skyldi aðrar auðlindir hafs- ins. Hann bað að lokum fyrir kveðjur til íslendinga allra, og þakkaði ráðamönnum og öðrum sem greitt höfða götu hans. Laudhelgisgæzluvélin Sif fór í ískönnunarflug í gær. Reyndist ísinn næst landi undan Langanesieins og teikning flugstjórans sýn- ir. Völsungi bárusf góðar gjafir Húsavík, 17. apríl. fÞRÓTTAFÉLAGIÐ hefur mir.nzt fjörutíu ára afmæl is síns á ýmsan hátt. Á afmæiis- daginn var hátíðarfundur í sam komulhúsinu. Þar voru margar ræður fluttar og Tónakvarteit- inn skemmti með söng. Gjafir og heillaóskir bárust víða að, Bæjarsjóður Húsavíkoir færði félaginu tuttugu og fimm þúsund króna gjöf. Lionsklúfbbur Húsa- víkur gaf tíu þúsund krónur til minningar um Þórhall heitinn Snædal, sem lengi var formað- ur Völsungs og Jóhannes Guð- mundsson kennari færði félaginu eitt þúsund krónur að gjöf. Á tuttugu ára afmæli félagsins voru þeir Jakob Hafstein for- stjóri, Jóhann Hafstein ráðherra og Jónas G. Jónsson, íþrótta- kennari, gerðir heiðursfélagar ■trxiI Völsungs, en í tilefni þessara ® ’ tímamóta nú voru allir stofnend ur gerðir heiðursfélagar. Á fimmtudaginn var fjölmenji íþróttasýning í iþróttasalnum og tóku þátt í henni á annað hundar að ungmenni, sem sýndi, að þróttmikið starf er í félaginu nú, sem er ekki sízt að þakka hin- um glæsilega íþróttasal, sem hér er nú. Norðurlandaskálinn sýndur blaðamönnum í Montreal — íslenzka deildin hlýtur lof Einkaskeyti til Morgunblaffs ins frá Elínu Pálmadóttur. Montreal, 19. april. í DAG var Norffnrlandaskálinn opnaffur fvrir blaðamenn og var húsið fullt klukkutimum saman af sjónvarpsmönnum, út- varpsmönnum og blaffamönnum frá Kanada og Bandarikjunum. íslenzka deildin vakti mikla at hygii, — og tók Municlpat sjon varpiff i New York, sem dreif- ir efni tii 130 borga, langa myndapætli af starfsfó sl »- lenzku deildarinnar, þar sem það var að sýna Fiatatungu- fjölina frá Þjóðminjasafninu í Reykjavík, Skálholtskortiff, Surtseyjarhraun og myndir frá lífi -og sögu íslendinga á veggj- um auk skartgripa eftir Gerffi og Jóhannes. Blaðamaður I Montreal seg- ir, að Norðurlandaskálinn sé einn sá fallegasti, sem hingað til hafi verið sýndur hér á svæð inu og Ake Hult, rektor list- iðnaðarskólans í Stokkhólmi segir íslenzku deildina ákaflega fallega. Einnig segir danski rit- höfundurinn Piet Hein, að deild ir íslands og Danmerkur séu í heild langsamlega listrænastar. Þær dragi útlínur og séu stíl- hreinar, enda gleymi fólk smá- atriðum en muni heildaráhrif- in. Fjöldi fólks frá Norðurlönd um hefur verið hér við undir- búning lengi, Norðmenn að ganga frá fossi og skulptúrum til að sýna áhrif vatnsins í lífi norsku þjóðarinnar, Svíar með kvikmyndir og fleira úr velferð aríkinu Svíþjóð, Danir með stól fætur og fleira til að sýha list- iðnaðarlandið Danmörku og Finnar með stóra skildi, gerða af listamönnum, til að kynna helztu hrá'-.fni þeirra. Kynnlngarbækiingar og mýnd ir frá öilutri þjóðunum vcu i geí in út og ísier-dingar ú*bjuggu kynningareíni, sem dr»ifí var til blaðamarma — yfir 2009 ein- tök, þar sern sagt var frá inn- anlandsfarðum. íslenzkum lista mönnum, tmð Asmund 1 broddi fylkingar, e'dgosum og íslenzku efni í heiid, — en einkum þó meginsteft ísienzku dei darinn- ar, eldfjallalandinu íslandi og notkun jarðhitans. Hefur Skarp héðinn Jóhannsson, arkitekt, fengið mikið hrós — kollega sinna hér fjrrir listræna út- færslu og nútímalega á viðfangs efni sínu. Við opnum deildarinnar voru auk Skarphéðins og Stefáns Snæbjörnssonar, Þau Gunnar Friðriksson, Elín Pálmadóttir, Um þessa helgi gekkst Völs- ungur fyrir af-mælisskíðamóti, sem jafnframt var meistaramót Norðurlands. • Veitt lausn frá 1. júlí Mbl. barst fyrir nokkru eftirf. fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem er viðbót við fréttatilkynningu frá sama ráðuneyti ^em birt var i gær: „f frétta-tilkynningu frá ráðu neytinu um lausn Kristján* Kristjánssonar, yfirborgarfógeta, frá embætti, féll niður að get« þess, að honum er veitt lausn frá 1. júlí n.k., og gegnir hana því embættinu til þess tíma“. Pétur Karlsson, Sveinbjörn Bjarnason — sem var í íslenzh um lögreglubúningi og tók á móti gestum ásamt finnskum lögregluþjóni — og íslenzku stúlkurnar Þórdís og Vilborg Árnadætur í búningum hússins, með blússum í íslenzku fána- litunum. SvæÍafunJir atvinnustétta í Reykjaneskjördæmi Fjölsóttur fundur um sjávarútvvegsmál í Keflavík. Annar fundur í Hafnarfirði n.k. þriðjudagskv. FRAMBJÖÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi héldu fyrsta fund sinn meff at- vinnustéttum kjördæmisins sl. þriðjudagskvöld. Var sá fundur um sjávarútvegsmál haldinn í Keflavík en nk. þriffjudagskvöld verffa sjávarútvegsmálin á dag- skrá í Hafnarfirffi. Síðastliðið þriðjudagskvöld hófust svæðafundir atvinnustétt- anna í Reykjaneskjördæmi, er frambjóðer.dur Sjálfstæðisflokks ins í kjördæminu boða til um þessar mundir. Fundur þassi, sem haldinn var í Aðalveri í Keflavík, var fjölsóttur mjög, aJ forystumönnum byggðasvæðis- ins í útgerð og fiskverkun, svo og launþegum, er við sjávarfang vinna. Á fundinum vöktu menn, að sjálfsögðu, athygli á hinni afar lélegu vertíð, sem af er, og voru á einu máli um, að gott væri nú að aflatryggingarsjóður væri þess megnugur, að þjóna hlut- verki sínu og hlaupa undir bagga þegar ver áraði til sjávar- ins, sem nú hefði gerzt, ekki sízt sakir erfiðs tíðarfars. Fundar- menn ræddu jafnframt fjölmörg önnur mál varðandi framtíð sjáv arútvegsins og lýstu ánægju sinni yfir framtaki Alþingis og ríkisstjornarinnar í sjávarútvegs málum. Einhuga voru fundarmenn á því, að efla Sjálfstæðisflokkinn til áhrifa, svo að áfram verðl haldið því raunhæfa uppbygg- ingarstarfi, er unnið hefir verið að á unaanförn-um árum, sem m a. hefir ekki hvað sízt komið fram í stórfelldri nýsköp- un á fjölmörgum sviiðum hins yfirgripsmikla atvinnurekstuxs, sem sjávarútvegurinn er. Annar slíkur fundur um sjáv- arútvegsmái verffur haldinn 1 Sjálfstæffishúsinu í Hafnarfirffi n.k. þriðjudagskvöld kl. 8.30. Sjálfstæðisfólk og þá ekki hvaff sízt, það fólk sem vinnur aff sjávarútveginum, á því svæffl sem fundurinn nær yfir, sem er Hafnarf jörður og byggffir Reykjaneskjördæmis þar fyrir norffan, ætti að fjölmenna á fundinn á þriðjudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.