Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKUAUUK 22. APRIL 1967. UNDIR VERND eítir Maysie Greig: — Ó, Paula, sagði hann, og eitthvað í röddinni olli því, að hún fékk fyrir hjartað. — f>ú heldur væntaniega ekki, að ég hefði ekk. boðið þér út, ef ég hefði getað. Ef þú bara vissir, hve mikið ég hugsaði til þin yf- ír helgina? Mig langaði mest til að taka bílinn út og þjóta til borgarinnar, í þeirri veiku von að þú kynnir að vera laus. Mér sárleiddist þetta bridgespil á laugardagskvöldið. Hún svaraði því engu. í>orði ekki einu sinni að líta á hann. — En það er alltaf erfitt fyrir mig að komast út, hélt hann áfram með breyttri rödd. — í»ú skilur, að Mavis........ja, hún hefur á vissan hátt komið : stað inn fyrir Louise. — Ég á við, baetti hann við og roðnaði, — að hún hefur tekið við öllum hús móðurstörfunum sendir út heim boð, svarar þeim. og allt þess báttar, og hún virðist aetlast til, að ég sé alltaf heima um helg- ar, til þass að gegna samkvæm- isskyldum húsbóndans. Hún er svo góð við krakkana og fórnar sér algjörjega fyrir þau, svo að ég mundi skammast mín ef ég brygðist .lenni. — En mér finnst það nú ekkert að bregðast þó að þú far- ir út með kunningjum þínum einstöku smnum um helgar. Hann brosti. dálítið kindar- lega. — Þú veizt nú, íivernig kvenfólkið er. Hún mund; auð- vitað ekki nefna það, en ég mundi samt vita að henni þætti það miður Ég mundi sjá þessa bauga knng um augun í henni sem gæfu það til kynna. Hvenær sem ég tek af henni ráðm, fer nún að gráta. Hún er svo við- kvæm í sér. veslingurinn, og hún sýnir heimilinu svo mikla ræktarsemi. — Ég skil, sagði Paula aftur. — Og mér þykir mjög vænt um hana. hélt h3nn áfram og get ekki þolað. að hún sé óhamingju söm. Ef úi í það er farið, þá er það ekki mikil fórn af minni hálfu, þó að ég ræki húsbónda- skylduna um helgar. Eitthvað í huga Paulu reis upp á afturfótunum. — Já, en Davíð ekki geturðu lifað því lífi, sem hún segir fyrir. Þú verður að geta lifað eins og þú sjálfur vilt. Stundum talarðu eins og gamal- menni. Þú ert þó ungur. Rétt að byrja lífið. Hún 'hafði látið tilfinningarn- ar hlaupa með sig í gönur. Hún snarþagnaði og rak upp ofurlít- inn taugaóstyrkan hlát.ur. — Af- sakaðu þessi ræðuhöld mín. — Þú hefur ekki nema á réttu að standa Paula sagði hann al- varlega. — Ég veit að ég ætti að búa sjálíum mér nýtt líf. Ég hef oft fundið til þess ,að ég væri að lifa sama lífinu, sem við Louise lifðum — en nú er hún bara ekki lengu- Mér hefur oft fundizt, að ég ætti að rífa mig upp úr þessari vanafestu, og ég er þó ungur, ekki satt? Þú tel- ur mig ekki gamlan. Segðu mér það. Paula. Hann taíaði í greinilegum bæn artón, sem henni fannst bæði ein kennilegur og hlægilegur. — VitarJega ertu ungur, Davíð, en þú tekur bara þessar skyldur þínar of alvarlega. Hún agði höndina á únlið hans og hristi harn dálítið. Þú verður að skemmta þér og gleyma því, að þú eigir hús í Weýbridge og áríðandi starf að gegna. — Þú ert indæl, Paula, sagði hann. — og mér líður ailtaf svo vel með þér. Leiksýningin var góð; en hvort heldur hún hefði verið góð eða slæm, hefði Paula hlegið. Hún var í þannig skapi. Á eftir fóru þau i næturklúbb, og það var líka yndisiegt. Davíð hafði náð i báðar hendur hennar undir borð inu. Hann sagði skjálfraddaður: — Þú ert svo yndisleg, Paula, Þú færð mig til að halda, ég eigi mikið eftir ólifað fyrir. — Davíð. Hún var líka skjálf radda. — Þú hefur allt að lifa fyrir. Hann leit upp. — Áttu við, að .. .? Röddin var hikandi og feimin. Allt í einu voru bláu augun orðin full af tárum. — Ó, Davíð, ég á við hvað sem þú vilt, að ég eigi við með því. — Elskan mín. Hann lokaði augunum laut fram og þrýsti hendur hennar enn fastar. Hana svimaði Henni fannst eins og hún stæð' uppi á einhverjum há um fjallstindi. Hljómsveitin tók að leika ,,Ekkjuvalsinn“. Hann sleppti höndum hennar. — Komdu að dansa. Paula. Þetta hefur alltaf verið uppáhaldsvalsinn minn. Hljómlistin þagnaði. Hitt dans- fólkið stóð kyrrt og tolappaði eftir endurtekningu, en armur Daviðs hvíldi enn um mitti henn ar. — Ég elska þig, Paula. — Ó, Davíð .... Hún gat engu orði upp komið. Það var eins og tekið hefði verið fyrir kverkar henni. Hún -kreisti aft- ur augun til þess að halda aftur af tárunum. Hljómlistin hófst aft ur. Henni fannst sem hún væri að dansa við hann beint inn í himnaríki. Loksins, þegar hætt var að klappa á endurtekning- ar, gengu þau aftur að borð- inu sínu. Þar sátu þau og horfðu hvort á annað. Hvorugt þeirra þorði að verða fyrra til að tala. Loks sagði hann mjög lágt: — Mér er alvara, Paula, ég elska þig, en það veiztu sjálf- sagt. — Ég vissi það ekki, Davíð. Röddin var ekki nema hvísl. - En ég var að vona . . . — Elskan mín, sagði hann og seildist eftir hendi hennar, og hélt henni fstri. — Elskan mín, endurtók hann. — Ef þú bara visssir, hvað ég er ham- ingjusamur. Hún hló ofurlítið. — Ég er líka hamingjusöm, Davíð. Svo virtist sem dansinum væri lokið. Hljómsveitin var farin og þjónarnir voru teknir að slökkva ljósin. Þau höfðu ekki einu sinni tekið eftir því, að farið var að fækka þarna inni. Davíð hló feimnislega. — Við ættum að fara, annarss verðum við lokuð inni með húskettin- um. Hún brosti. — Ég hélt, að kött urinn væri látinn út fyrir. Hann var á sínum eigin bíl, og það tók þau ekki nema nokkr ar mínútur að komast heim til hennar. Þau stóðu andartak saman á gangstéttinni, sem var böðuð tunglskini. — Ég vildi gjarna bjóða þér upp, sagði hún, en nú er hún Marjorie víst bara háttuð í setu stofunni, svo að það gæti kom- ið hálfilla út. Þau hlógu bæði, rétt eins og þeim þætti þetta hlægilegra en það var í raun og veru. En ef til vill voru þau bæði eitthvað 15 taugaóstyrk á þessari skilnaðar- stund. Hann tók hana í faðm sér. — Elskan mín, elskan mín, ég elska þig. Henni fannst eins og hún hefð’ verið búin að. bíða alla ævi eftir þessum fyrsta kossi þeirra. Síðan sleppti hann henni og sagði: — Eigum við að hittast á fimmtudaginn? Þá getum við talað betur um þetta allt. Ég er hræddur um, að ég geti ekki að staðið annað kvöld. Aríðandi kvöldverður, þar sem ég þarf að halda ræðu. En á fimmtudag. Á ég að koma hing- að eftir þér? Segjum klukkan sjö. — A fimmtudaginn, sagði hún. Hann tók báðar hendur henn- ar kyssti þær, hvora eftir aðra. Hún stóð í dyrunum og horfði á hann ganga yfir stéttina. Hún kyssti á fingur á eftir bílnum, sem ók burt, en þá sló hún báð- um höndum upp yfir höfuð og sagði: — Ó, ég er svo ham- ingjusöm! 12. kafli. Miðvikudagurinn var eymdar- legur, en það hafði Papla reynd ar vitaðfyrir fram. Henni fannst honum beinlínis ofaukið í al- manakinu. Ekkert gat verið raun verulegt fyrr en annað kvöld, þegar hún fengi að hitta, Davíð Garðrósir NÝKOMNAR GARÐRÓSIR, 20 TEGUNDIR. STÓRBLÓMSTRANDI f MÖRGUM FALLEGUM LITUM. — TAKMARKAÐAR BIRGÐIR. Blómaskáli Michelsen HVERAGERÐI. aftur. Hefði hann bara beðið hennar almennilega i gærkvöldi, hefði ekki verið þessi hræðilega óvissa. En vitanlega hafði þetta nú verið sama sem bónorð. Það gæti orðið ánægjulegt að eiga Davíð fyrir mann og tvö indæl stjúpbörn eins og Faith og Michael. Paula hafði verið fremur einmana í upp- vextinum. en hana hafði alltaf langað til að eiga heima á stóru heimili, þar sem voru börn og barnaherbergi og ráða- gerðir um naésta frí — og kannski eignaðist hún líka sjálf börn, sem gætu alizt upp með hinum, og orðið fyrir barðinu á þeim, af því að þau voru svo miklu yngri. En þetta yrði nú samt sem áður dásamlegt, og svo yrði hún þarna sjálf, til að sjá um, að hennar börn yrðu ekki fyrir of miklu hnjaski. Hún hugsaði sér ekki Mavis á þessu heimili, og reyndi að hugsa alls ekki um hana, af því að í hvert skipti sem hún gerði það, fannst henni eins og hún væri að reka höfuðið í múrvegg. En hvað gat Mavis svo sem gert? Það var ekkert rúm fyrir tvær konur, á svo til sama aldri, á einu og sama heimilinu. Tvisvar um daginn hafði Mar- jorie ástæðu til að hnippa harka lega í hana. — Ég sagði þér að pakka inn björninn en ekki dúkkuna, sagði hún einu sinni. Og í annað skipti: — Það er nóg að gera að taka upp vörur í bakherberginu. Þú situr hér og glápir út í loftið eins og bjáni. — Afsakaðu, svaraði Paula í bæði skiptin. Marjorie snuggaði: — Þú ert alveg eins og þú sért orðin illi- lega bálskotin. En enda þótt hún andmælti þessu, roðnaði hún samt upp í hársrætur og Marjor- ie hló. Paula hafði ekki viljað fara út með neinum þetta kvöld. Hún hafði viljað fara heim og vera ein með hugsunum sínum. En um klukkan hálfsex kom Don Wainwright inn í búðina. — Hvað er þetta, Don? Þú ert orðinn hreinasti stórborgar- herra! — Mér datt í hug að skjót- ast í borgina, ef ég gæti feng- ið þig til að borða með mér í kvöld, Paula, Svo bætti hann við, lægra rómi: — Ég þarf að tala við þig. Hún svaraði: — Það vill nú svo vel til, að ég er laus í kvöld. Hún tók eftir því, að Don var eitthvað gugginn og eldri út- lits en hún hafði áður séð hann. Þau komu sér saman um að vera ekkert að búa sig uppá. Þau skyldu borða á einhverjum rólegum stað, þar sem þau gætu talað saman í næði. En þau höfðu lokið máltíðinni og tekin til við kaffið, án þess að Paula hefði nokkra hugmynd um er- indi Dons. En allt í einu sagði hann, upp úr þurru: — Ég held, að ég hafi farið að eins og bölvaður asni, Paula. Ég veit nú ekki, til hvers ég er að segja þér þetta, en mér finnst ég verða að tala um það við einhvern og þú ert líklega eina manneskjan sem skilur það. Nú varð þögn. — Hvað er að, Don? — Ja, við Marion skiljum víst ekki hvort annað rétt vel. Hún virðist vera eitthvað erfið upp á síðkastið, bætti hann við hik- andi, — og ég er viss um, að það er mér að kenna. Svo bætti hann enn við, snögglega og með ákafa. — Trúlofaðu þig aldrei neinum, Paula, nema þú gjör- þekkir hann. Þú þarft að þekkja allar veiku hliðarnar hans, allar sérvizkurnar hans, ekki síður en það sem vel er um hann. Astin er ekki fyrir mestu . . . að minnsta kosti ekki það, sem við köllum ást þegar við erum ást- fangin upp yfir haus. Það eina, sem máli skiptir er skilningur- inn. Hann snarþagnaði og strauk hendinni yfir hæruskotið hárið. — Afsakaðu, en ég er víst far- inn að verða full-dramatískur. — En við mamma þín hins vegar, hélt hann áfram, — við skiljum hvort annað. O, guð minn góður, hvernig gat ég ver- ið svona heimskur! .... — Ég held nú ekki, að það hafi verið allt þér að kenna, sagði Paula blátt áfram. — Ég er farin að halda, að það hafi verið eins mikið mömmu að kenna. Ég áttaði mig ekki á því þá, skal ég játa, en seinna hef ég verið að hugsa um það . . . Hún var svo stolt. Hún sýndi þér aldrei tilfinningar sínar. Mér finnst kona eiga að brjóta odd af oflæti sínu og mæta mann inum á miðri leið. Hann leit hvasst á hana. — Hvað þú ert allt í einu orðin skynsöm, Paula. Vitanlega er þetta mér að kenna, en ég við- urkenni nú samt, að þú hefur á réttu að standa. Hefði hún mamma þín bara gefið mér svo- litla vísbendingu . . . Þetta var vissulega ekkert fjörugt kvöld. Don þrýsti hönd hennar þegar þau skildu. — Þakka þér fyrir að nenna að hlusta á mig, Paula. Þér finnst ekki ég vera gamall leiðinda- skrjóður, er það? — Vitanlega ekki, svaraði hún brosandi. — Mér er ánægja að hitta þig, hvenær sem þú kem- ur til borgarinnar. Hann þrýsti aftur hönd henn- ar. — Ég ætla þá að taka þig á orðinu. Næsti dagur var bæði langur og leiðinlegur, en hún reyndi að halda sér að verki sínu. Hún hlaut meira að segja einhvérn- tíma að hafa borðað hádegis- verð. En hún mundi ekkert af deginum, allt þangað til hún stóð uppábúin heima hjá sér að bíða eftir Davíð. Marjorie hafði rennt grun I, að eitthvað væri um að vera, og fjarlægt sig. Klukkan sjö hafði Davíð sagt, en nú var hún orðin sjö. Paula stóð þarna í fallega græna kjólnum sínum nýja og horfði á klukk- una. Hver mínúta eftir sjö var eins og heil eilífð. Hvað mundi hann gera þegar hann kæmi fyrst inn? Mundi hann taka hana í faðm sér- Mundi hann kyssa hana, eins og f fyrrakvöld? Mundi hann segja: — Elskan mín, hvenær eigum við að gifta okkur? Hann kom fimmtán mínútum of seint og það var eins og fimmtán ár, en jafnskjótt *em

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.