Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 4
4 MOKGUJNTBLiAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRIL 1967. y" BÍLALEIGAN FERÐ SÍAff 34406 Bensin innifalið í leigugjaldi. 5ENDUM ÍMAGINÚSAR SKIPHOLTI 21 SIMAR 21190 eftír lolcun simi 40381 — Hverfisgötn 103. Sími eftir iokun 31169. LITLA bíloleigon lngólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir tokun 34936 og 36217. j ---'BUJkiriGAN láÖJuyjBSif Allt frá LADY Austurstræti 7. -+Z Meira af því góða Einn af gamla skólanum skrif- ar: „Greint hefur verið frá því í fréttum, að Júgóslavinn Mihajlo Mihajlov hafi verið dæmur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í heimalandi sínu — fundinn sekur um að hafa dreift áróðri fjandsamlegum stjórn landsins. Það var enn- fremur staðfest við réttarhöld þessi — af hálfu dómarans — að það skoðanafrelsi, sem gert væri ráð fyrir í stjórnarskrá Júgóslavíu næði ekki til þess að menn hefðu frelsi til að láta í ljós eða berjast fyrir skoð- unum, sem væru andstæðar sósíalisma eða stjórn landsins. Jógóslavar hafa með öðrum orðum frelsi til þess að styðja einræðisstjórn landsins — en lengra nær hið svonefnda „frelsi" ekki. Við þurfum ekki að vitna til þessara nýjustu réttarhalda til þess að öðlast vitneskju um hið sérstæða „frelsi“ í komm- únistaríkjunum. Réttarhöldin yf ir rússnesku rithöfundunum tveimur og dómurinn, sem sendi þá í margra ára vist í þrælabúðum, er annað nýlegt dæmi. Það þótti víst hálfgerð- ur „lúxus“ hjá þeim að missa ekki höfuðið. Fréttir sem þessar berast oft ,að austan" en samt halda okk ar íslenzku kommúnistar á- fram að syngja „frelsinu“ eystra lof og dýrð. Hvað ætli þeir segðu, ef slík- ar aðferðir yrðu upp teknar gegn þeim hér á landi? Það er einmitt þesskonar „frelsi“, sem þeir eru alltaf að bíða eftir — að vísu ekkí til handa sjálfum sér, heldur okkur hinum, með- borgurunum. Eða hvað hefði gerst, ef rit- höfundur eða blaðamaður i Bretlandi eða Bandaríkjunum hefði verið dæmdur í margra ára fangelsi fyrir að lýsa yfir skoðunum, sem stönguðust á við skoðanir ríkisstjórna þessara landa. Þá hafði hvinið í ís- lenzkum rithöfundum. „Frelsis- unnendur“ hefðu þá farið á stúfana, hér hefði verið efnt til mótmælafunda á götum og gatnamótum — og ég er hræddur um að fréttastofa Út- varpsins hefði eytt fleri orðum á „fórnardýrið" vestra en þenn an sjálfsagða fangelsisdóm fyr- ir austan. Einhvernveginn er það þann- ið, að þeir, sem verða fyrir barðinu á réttvísinni eða stjórn arvöldum á Vesturlöndum, hljóta hér ákaflega samúð vissra afla í þjóðfélaginu, hvort sem það eru svertingjar í Chic- ago, rússneskir njósnarar í Amsterdam eða bara ósköp venjulegar fyllibyttur. Alt öðru mái gegnir það, þeg ar fréttirnar berast að austan þá kippir fólk sér ekki upp við smámunina. Menn eru sendir í þrælkun fyrir að lýsa yfir að þeir séu ósammála hinum ó- skeikulu stjórnarvöldum, aðrir eru murkaðir niður og drepnir með köldu blóði af því að þeir una ekki vistinni og reyna að forða sér vestur yfir landamær in. Þetta þykir svo sjálfsagt og eðlilegt. að það fer inn um annað eyrað og út um hitt á fólki. Þá er ekki rokið til handa og fóta. Tiltekin íslenzk frétta- miðlunarstöð hefði varla talið það fréttnæmt þótt hundrað Austur-Þjóðverjum hefði verið slátrað við MÚRINN í einu. En Martin Luther King varð hetja mánaðarins af því að hann pré- dikaði í New York gegn stefnu Bandaríkjastjórnar í Vietnam. Johanson forseti flytti aldrei svo merka Tæðu að hann skyggði á King hiá fyrrgreindri fréttamiðlunarstöð. Og hvar eru nú Thor Vil- hjálmsson og allir hinir „frels- isunnandi" rithöfundar og lista- menn? Þeir láta Mihajlo Mihaj lov varla liggja óbættan hjá garðil Eða hlaut hann makleg málagjöld? Hann braut jú lög- mál „frelsisins". — Einn af gamla skólanum". Illa settir Gulla Jóns skrifar: .Vevakandi Mikil lifandi skelfing er að vita hvernig stjórnmálamenn- irnir tala hver um annan. Ef við, þetta venjulega fólk, hefð- um sama hátt á gagnvart ná- grönnunum? Þá værum við tal- in eitthvað skrýtin. Þess vegna vona ég að stjórnmálamennirn- ir fái fyrirgefningu fyrir allar ásakanirnar, sem þeir bera á annað fók. Þeim veitir ekki af Guðsblessuninni. — Gulla Jóns" Hvað á að gera við peningana Gvendur gæi skrifar: „H^lló Velvakandi Maður skrifar þér ekki á hverjum degi, maður hefur allt annað og merkilegra að gera. En samt les maður það, sem þú og aðrir skrifa í Moggann. Maður reynir svo að fylgjast með. En segðu mér, hvað á maður að gera við kall og kellingu, sem alltaf eru með nefið niðri 1 öllu, sem maður lítur á sem einkamál, prívatmál — meina ég. Það er eins og maður megi ekki eiga neitt prívat fyrir sig. Ég er orðinn sautján ára, kominn með skegg og hvaðeina — og samt er maður meðhöndl- aður eins og beibí. Á maður að segja öllu liðinu stríð á hendur og spæla mannskapinn? Nú er ég að hugsa um að kaupa mér tryllitæki (ég meina drossíu eins og kalinn og kell- ingin orða það) og þau eru al- veg galin yfir þessu. Hefur mað ur annað þarfara við pening- ana að gera? Ekki setur maður allt í skvísur og skemmtanir þó maður sér mikið í geiminu. Kall inn segir að ég þéni meira en hann, grænn og gulur af öfund. En ekki er það hlutverk mitt að spandera í uppeldi á honum, þótt hann hefði gott af smá yfirhalningu. Hann segir að uppeldið á mér hafi mislukk- ast. Er það mér að kenna? Blessaður skrifaðu eitthvað um að kallar og kellingar eigi ekki að skipta sér af því þótt synir þeirra kaupi sé tryllitæki. Maður er nú orðinn sautján, bráðum átján. Kellingin trúir ölu sem þú skrifar. En segðu ekki að ég hafl skrifað þér. Þá spólar hún. Blessaður. Gvendur gæi". Velvakandi breytti ekki rit- hætti bréfsins til þess að skemma ekki boðskapinn. Ég get vel trúað því sem Gvend- ur segir, að uppeldi hans hafl að einhverju leyti mistekizt og sennilega er það einum of seint fyrri „kall og kellingu" að ætla að byrja að rass- skella hann núna. Það er erf- itt að rassskella strák með skegg. Annars ráðlegg ég Gvendl að læra að skrifa nafnið sitt rétt áður en hann kaupir bíL Traktorsgröfur til leigu. Tökum að oss lóðastandsetningar, gang- stéttar, heimkeyrslu o. fl. Sími 36366. Til lcigu rúmgóð (110 m) 3ja herbergja risíbúð á Högun- ura frá 14. maí n.k. Engin fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Útsýni — 2412". Manthey Vönduð hljóðfæri. — Vestur-þýzk píanó og pían- ettur. Margir verðflokkar. — Hagstæð greiðslu- kjör. Baldur Ingólfsson, heildverzlun. Álfheimum 19 — Sími 8-10-40. Atvinnurekendur Reglusamur maður, sem er tæknifræðingur, vél- stjóri og vélvirki, óskar eftir starfi. Vanur teikn- ingum, nýsmíði, framleiðslu og viðgerðum. Margt kemur til greina, m.a. starf hluta úr viku. Sendið vinsamlegast skilaboð til afgr. Morgunbl. sem fyrst, merkt: „Traust viðskipti — 2185“. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU — — TEIKNARL JÖRGEN MOGENSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.