Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. 31 i Frá flugslysinu á Kýpur. Björ i hluti flugvélarinnar, en þar va gunarmenn bera burt Iík eins fa rþegans. f baksýn er afstasti r fólkið, sem komst lífs af. — Sí mamynd frá AP. á við stérsEysi á rezStB Mansiton, Bretlandi, 21. apríl. NTB-AP. STÓR brezk farþegaflugvél af gerðinni Britannia varð að nauðlenda á kvoðuborinni flugbraut á Manstön-flugvelli í SA-Englandi í gær, eftir að bilun hafði orðið í hjóla- útbúnaði flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Flug- vélin var á leið til Ástralíu með mikinn fjölda eldflauga- sérfræðinga. Skömmu eftir flugtak tilkynnti flugmaður vélarinnar, að bilun hefði orðið í hjólaútbúnaðinum og væri hvorki hægt að draga þau upp né læsa þeim í lend- ingarstöðu. Neyðarástandi var Fimmta mesta fl ugslys sðgunnar 128 íórnsl með svksneskri lelguflugvéð á ICýpur í fyrradag Nikósíu, Kýpur 21. apríl NTB-AP. LEIGUFLUGVÉL frá svissnesika flugfélaginu Glo'be Air af gerð- inni Britannia hrapaði til jarð- ar við flugvöllin í Nikósíu á Kýpur á fimmtudag, skömmu áður, en hún átti að lenda þar og fórust 128 farþegar og flug- liðar, en tveir komust lífs af, svissneskur farþegi og svissnesk flugfreyja, en hún er lifshættu- lega slösuð. Er þetta 5. mesta flugslys sögunnar. Sjónarvottar að slysinu segja, að svo hafi virzt. sem eldingu slægi niður í vélina, er hún var að koma inn til lendingar og steyptist hún þegar til jarðar. Mikið þrumuveður var á þessum slóð- um. Farþegarnir sem voru 120 voru að koma úr leyfi frá Aust- urlöndum. 10 manna áihöfn var á vélinni. Þegar eftir slysið fóru slökk- viliðs- og sjúkrabifreiðir frá brezkum herflugvelli í nágrenn- inu á staðinn, en svartamyrkur var yfir, en þyrilvængjur lýstu slysstaðinn upp með ljósköstur- um. Sjónarvottar, sem á staðinn komu segja að þar hafi verið hörmulegt um að lítast. Brak úr vélinni og lík hinna látnu voru dreifð um stórt svæði. Aftasti hluti flugvélarinnar var það eina sem heillegt var og þar fundu björgunarmenn 3 farþega og eina flugfreyju með lífs- marki. Voru þau þegar flutt í sjúkrahús, en þar létust tveir farþeganna, kona og karlmaður skömmu síðar. Flugfreyjan er enn í lífshættu, en 3. farþeginn, svissneskur maður er sagður lítið slasaður, en læknar hafa enn ekki leyft að tala við hann. Flugvélin var á leið frá Bom- bey í Indlandi til Kaíró, en flug- maður neitaði að lenda í Kaíró er flugturninn þar sagði honum að skýjahæðin væri undir 2000 metrum. Ákvað hann þá að halda áfram til Nikósíu. Var þetta eina flugvélin af 19, sem var að koma til Kaíró. sem hvarf frá lendingu, hinar 18 lentu all- ar á Kaíróflugvelli. Flugvallarstarfsmaður í Níkó- síu, sem varð sjónarvottur að slysinu sagðist hafa fylgst með flugvélinni, er hún var að koma inn til lendingar og sá hann ljósin í farþegaklefunum, er mikið leiftur lýsti flugvélina upp en síðan hvarf flugvélin sjónum hans. Stjórnskipuð nefnd hefur hafið rannsókn á slysinu. Dagblað í Bangkok í Indlandi birtir í dag viðtal við þýzka konu, sem ætlaði með flugvél- inni, en hætti við á síðustu stundu fyrir orð eiginmanns síns, sem hún var að heimsæfcja. Sagði hún blaðinu að móðir sín og sonur, sem eru 1 Frankfurt, viti ekki betur en hún hafi ver- ið með flugvélinni. Eins og fyrr segir er þetta 5. mesta flugslys sögunnar. í>að mesta varð í New York 16. des- ember 1960, er tvær flugvélar rákust saman yfir Staten Island í New York þar fórust 134 far- þegar og flugliðar. 4. febrúar 1966 fórst Boeing 727 þota í Tókíóflóa og með henni 133. 3. júní 1962 fórst Boeing 707 frá Air France við flugvöllin í Paris og með henni 130 manns. 18. júní 1953 fórst bandarísk her- flugvél skammt frá Tókíó og með henni 129 og 30. júní 1966 rákust tvær bandarískar farþega flugvélar af gerðinni DC-7 og Stratocruiser yfir Grand Canyon og fórust 12i8. 5. marz 1966 fórst svo Boeing 707 á Fujifjalli í Japan og með henni 124. fjöldi sfjórnmá laleið- toga viö útför Adenmaers Bonn, 21. apríl, AP. HINN óvænti fjöldi stjórn- málaleiðtoga og þjóðhöfð- ingja, sem hyggjast vera við- staddir greftrun dr. Adenau- ers á þriðjudag, hefur sett v- þýzk stjórnvöld í töluverð vandræði, þar sem verkefni þeirra verður að tryggja fullt öryggi gestanna meðan á dvöl þeirra í Bonn stendur. Tveir þjóðhöfðingjar og tíu for- sætisráðherrar hafa tilkynnt komu sína. Þjóðhöfðingjarnir tveir eru Johnson Bandaríkjaforseti, sem nú kemur til Evrópu í fyrsta sinn eftir að hann varð forseti 1963, og de Gaulle forsetL Þá koma forsætisráðherrar frá Stóra-Bretlandi, Belgíu, Hol- landi, Luxemborg, Ítalíu, Tyrk- landi, íslandi, Noregi, Svíþjóð Játar aðhafa tekið þátt í samsæri til ðð myrða Kemiédy forseta Manilla, Filippseyjum, 21. apríl, NTB. LÖGREGLAN í Manilla tók í dag fastan 24 ára gamlan mann frá Puerto Rico, Luis Angel Castillo að nafni, sem að sögn lögreglunnar hefur játað, að vera ásamt 15 mönn um öðrum viðriðinn morðið á Kennedy forseta haustið 1963. Lögreglan upplýsti, að Castillo hafi gert þessa játn- ingu undir áhrifum lyfs, sem tryggja átti að hann skýrði satt og rétt frá. Samskonar lyf hefur Gárrison saksókn- ari í New Orleans notað við „Kennedy-réttarhöld“ sín, sem hafa vakið heimsathygli. Castillo á að hafa skýrt frá því, að hann hafi fengið skipun um að fara upp í háhýsi í Dallas, daginn sem morðið var framið. Þaðan átti hann að skjóta á mann, sem mundi aka í opnum bíl í bílalest í þessum bíl átti einnig að, véra kona og annar maður. Castillo sagði ennfremur, að annar maður hefði tekið af hon- um skotvopnið, eftir að frétt barst um að einhver, sem nefnd- ur var Joe, hefði skotið viðkom- andi í opnu bifreiðinni. Þá var Castillo ekið til flugvallarins og filogið, til Chicago. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í Manilla í dag, sagði f _ Castillo, að hánn væri haldinn minnisleysi, trúlega af völdum lyfja, sem hann var látinn taka inn í Bandaríkjunum. Sagði hann, að hann hefði verið í Ieiðslu, þegar hann tók þátt í samsærinu. Castillo var að því spurður hvort hann gæti neitað eða stað- fest, að hafa tekið þátt í sam- særinu, sem hefði haft það að markmiði að myrða Kennedy forseta. Svaraði Castillo, að hann gæti betur staðfest það en neitað því. Hann gat ekki munað hvort hann hefði verið staddur í Texas. Þá mundi hann heldur ekki hverjir foreldrar sínir væru. Á blaðamannafundinum var Castillo mjög niðurdreginn og leit aldrei upþ allan þann tíma, sem fundurinn stóð yfir. og Danmörku. Frá Bandaríkjun- um kemur einnig Dean Rusk ut- anríkisráðherra. — Óstaðfestar heimildir herma, að Eisenhower fyrrum Bandarikjaforseti muni einnig verða viðstaddur jarðar- förina. Upplýst hefur verið, að John- son muni nota tækifærið og ræða við forsætisráðherra V Þýzkalands, Kurt Kiesinger. De Gaulle kemur til Bonn eingöngu til að vera viðstaddur greftrún- ina og mun snúa þegar heim til Parísar að henni lokinni. K3VS51 þegar lýst yfir á flugvellinum og mikill fjöldi slökkviliðsbif- reiða og sjúkrabifreiða kvaddur á vettvang. Var flugmönnunum fyrirskipað að fljúga þar til þeir væru búnir að mestu að losna við 30 tonn af eldsneyti; sem vélin var með innanborðs. Þ&tta tók um tvær klukkustundir, en meðan dreifðu slökkviliðs- menn þykku lagi af slökkvi- kvoðu á flugbrautina. Mikill viðbúnaður var er vél- in loks kom inn til lendingar. Er vélin snerti brautina brotnaði hjólaútbúnaðurinn þegar í stað og hin stóra flugvél sökk j kvoð- una. Þannig þeyttist hún langa vegalengd á flugbrautinni, en rann síðan út af henni og stöðv- aðist þar. Smávægilegur eldur kviknaði í vélinni, en fljótlega tókst að slökkva hann og kom- ust allir farþegarnir, 64 talstns og áhöfnin út úr vélinni heil á húfi. Leiðréftáng í RÆÐU Bjarna Benedikts- sonar, sem hann flutti í útvarps- umræðunum á dögunum og Mbl. birti í heild sl. fimmtudag voru nokkrar meinlegar prentvillur. í ræðu þessari benti forsætisráð- herra á, að eign landsmanna í ýmis konar atvinnutækjum hefði frá árslokum 1959 aukizt um enn hærra hlutfall en sjálfur þjóðar- auðurinn eða nokkuð yfir 50% en ekki 40% eins og stóð i Mbl. Þá vakti Bjarni Benediktsson athygli á að þjóðartekjur á mann hafa aukizt um þriðjung frá 1959 fram til 1966, en ekki frá 1949 eins og stóð í Mbl. Eftirfarandi setningar voru einnig brenglaðar í birtingu Mbl. „Enda er þess einnig að geta, að eitt af verkum viðreisnarstjórn- arinnar er lagfæring skattalaga svo, að af atvinnurekstri þarf sízt að greiða hærri skatta hér en erlendis (ekki hérlendis), áreið- anlega þegar til alls er litið mun lægri beina skatta hér en víðast annars staðar“. „Það er þess vegna gersamlega rangt að ásaka ríkisstjórnina fyrir, að þessir at- vinnurekendur hafi ekki safnað stórfé, sem þeir gætu geymt I handraðanum til að vera betur viðbúnir erfiðum tímum“ (ekki „öruggum" tímum.) „Við hinir sem ekki vildum bíða, játuðum, að þenslan kynni að skapa nokkra erfiðleika í bili, en ef koma ætti í veg fyrir at- vinnuleysi, er of seint að hefja undirbúning stóriðju eftir að at- vinnuleysisvofan væri komin á kreik“. Nokkrar aðrar préntvil'lur voru í nefndri ræðu og biður blaðið velvirðingar á þeim. NORÐAUSTAN gola eða hæg viðri var hér á landi í gær. Um nónbilið gekk á með élj- um í Skaftafellssýslu og á Hornströndum, en í öðvum landshlutum var úrkomu’aust og víða léttskýjað. Frost var allt að 3 stig súnnan lands. en 4-7 stig fyrir norðan. Á Hvera völlum var 10 stiga frost. Hæðin við Suður-Græn- land var á hreyfingu A eftir, og má því búast við austlægri átt í dag, sennilega bjart veð- ur vestan* lands og minni kuldi i lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.