Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. D 39.278 bílar á land- inu um áramótin 1 ÞRIÐJA tölublaði Hagííðinda er skrá yfir bifreiðar á öllu landinu í árslok 1966. Er skráin samin samkvæmt skýrslu frá Vegamálaskrifstofunni, eftir skatt skrá hvers umdæmis um sig. Svo sem að líkum lætur voru flestar bifreiðar í Reykjavík, eða 16.924. Þar af voru 14.309 bifreið- ar 7 farþega og færri og 195 átta farþega og fleiri. Vörubifreiðar 2—6 farþega voru 1177 og eins farþega 1243. Bifhjól voru 181. Næsta umdæmi með bifreiða- tölu var Gullbringu- og Kjósar- sýsla, Hafnarfjörður með 3755 bifreiðar Árnessýsla með 1871 bifreið, Kópavogur með 1782 bif- reiðar, Þingeyjarsýsla og Húsa- vík með 1271 og Suður-Múlasýsla með 1035. önnur umdæmi voru undir 1000 að bifreiðatölu. Samtals voru á landinu 39.278 bifreiðar, þar af 32.981 fólksbif- reiðar. Ford-bifreiðar voru flestar á landinu, bæði í fólks og vörubif- reiðum, 11,9% fólksbíla og 20% vörubíla. Af fólksbifreiðum kem- ur næstur í röðinni Volkswagen 11,7% og þriðji er Moskovitch 8,7%. Næstflesta tegundin af vöru- bifreiðum er Chevrolet 17% og þriðji Bedford 8,4%. Meðalaldur bifreiða í árslok 1966 var: vöcubifreiðar 9,4 ár, almenningsbifreiðar 9,6 ár og al- mennra fólksbifreiða 6,7 ár. Hafði meðalaldur bifreiðanna lækkað nokkuð frá árinu áður. Lufthansamsnn í Reykjavák UM þessar mundir eru staddir í Reykjavík í kynnisferð tveir helztu forustumenn v-þýzka flugfélagsins Lufthansa á Norð- urlöndum Mennirnir eru þeiv Ib Kam, framkvæmdastjóri Lufthansa i Ðanmörku, Noregi og íslandi og Heinz Heuer blaða- fulltrúi félagsins í N-Evrópu. Á fundi með fréttamönnum i gær skýrðu þeir Kam og Hauer frá starfsemi Lufthansa og þar kom það m.a. fram, að Lufthansa var fyrsta fiugfélagið utan Banda- ríkjanna, sem festi kaup á Boeing 727 þotum, en Flugfélag íslands, sem er aðalumboðsmaður Luft- hansa á íslandi, er nú sem kunn- ugt er að fá sína fyrstu þotu af þeirri gerð. Luku þeir félagar miklu Iofsorði á þotuna og sögðu að í lok þessa árs myndi Luft- hansa hafa 27 slíkar þotur í þjón ustu sinni. og á að hefja áætlunarflug árið 1969. Allur flugfloti Lufthansa er nú 96 flugvélar og þotur. Lufthansa hóf starfsemi sína aftur árið 1955, en starfsemi félagsins lagðist niður eftir heimsstyrjöldina síðari. ' Má af þessu sjá hve gífnrlegur upp- gangur hefur verið í félaginu á undanförnum 12 árum. Kam skýrði frá því að Lufthansa kæmi næst á eftir SAS með flug- samgöngur innan og frá Norður- löndum. Hann sagði einnig að félagið stefndi að þvi á næsta ári, að nota eingöngu þc»ur á flugleiðum sínum. Hagnaður af rekstri Lufthansa árið 1966 nam sem svarar 600 milljónum ísl. kr., en v-þýzka ríkið á 70% hluta fjár félagsins. Á næsta ári er hinsvegar áætlað að bjóða út stóran hluta af eign rikisins á frjálsum markaði. Þotan, sem utanríkisráðherra Noregs kemur með til íslands. J. Lyng með einkaþotu á utanríkisráðherrafundinn SEM kunnugt er af fréttum verður fundur utanríkisráð- herra Norðurlandanna haldinn í Reykjavík dagana 25.-26. apríl, og munu ráðherrarnir koma til Reykjavíkur daginn áður, með íslenzku flugfélög- unum, nema John Lyng, utan- ríkisráðherra Noregs, sem kemur í einkaþotu af g< J nni Lear Jet, sem er í eigu norska leiguflugfélagsins Busy Bee, en aðaleigandi þess er Björn Veizlunarmið- sföð og lyfsaSa í Árbæjarhverf i sonur Ludvigs Braathen. Braathen. Flugfélag þetta er aðeins eins árs gamalt og byrjaði með eina fliigvél. Eftirspurn- in varð brátt svo mikil að auka varð flugvélakostinn, og á félagið nú 5 flugvélar, tvær þotur og þrjár tveggja hreyfla vélar af nýjustu gerð. Hefur það mikið farið í vöxt meðal athafnamanna og stórfyrir- tækja, að þeir noti einkaflug- vélar, sem þessar til viðskipta ferðalag um alla E\<rópu. M.a. fór Lyng utanríkisráðherra með Lear Jet þotunni til ísra- el nú fyrir skömmu, er hann var þar í opinberri heimsókn og Haraldur Noregsprins fer flest sín ferðalög með Lear Jet. Eins og sjá má af myndinni, sem hór fylgir er þota þessi einkar rennileg og glæsileg, en hún flýgur með um 900 km hraða á klst. og getur flutt 5 farþega og farangur. Flugtími með slíkri þotu kost- ar um 16500 ísl. kr. Lagðí Liu á ráöin um samsærl? Lufthansst, sem nú er 6. stærsta flugfélagið innan IATA, hefur um þessar mundir 32 Boíing þotur í þjónustu sinni, en 30 eru í pöntun, þar af þrjár, sem fara hraðar en nljóðið. Þá hefur félagið einnig pantað 3 slíkar þotur af gerðinni Cbncord, sem Bretar og Frakkar vinna nú að Eins og áður segir, er Flug- félag íslands aðalumboði • aður Lufthansa á íslardi og iuku þeir Kam og Heuer miklu lofiorði á samstarf félaganna og sögð . að sívaxandi fjöldi íslenz<ra ferða- manna fl.vgi nú með véium fé- lagsins til V-Þf'zkalands gegn- um Kaupmannar.öfn og Lond-.m. Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju- dag voru lagðir fram uppdrættir að verzlunarmiðstöð í Árbæjar- hverfi, ásamt greinargerð, en uppdrættir þessir voru sam- þykktir á fundi skipulagsnefndar 17. þ. m., að því er tekur til svæðisins milli Rofabæjar og Hraunbæjar. Á sama fundi borg- arráðs var samþykkt að beina því til heilbrigðisstjórnarinnar, að auglýst yrði til umsóknar leyfi til lyfsölu í Árbæjarhverfi. Verður lyfsalan væntanlega stað- sett í verzlunarmiðstöðinni. SAMKOMUR Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11 samkoma. Brigader Driveklapp og kaft- einn Aasoldsen. Kl. 20,30 sam koma. Kafteinn Bognöy) og frú. .F.IT.M. morgun: Kl. 10,30 f.h. Sunnudaga- skólinn Amtmannsstíg. Kl. 10,30 f.h. Drengjadeildin Langagerði. Kl. 10,30 f.h. Barnasamkoma Auðbrekku 50 Kópavogi. Kl. 10,45 f.h. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirn ar (Y.D. og V.D.) við Amt- mannsstíg og Hpltaveg. Kl. 8,30 e.h. Almenn sam- koma í húsi K.F.U.M. Amt- mannsstíg. Ingunn Gísladótt- ir og Narfi Hjörleifsson tala. Allir velkomnir. Samkomuhúsíð Zíon, Óðinsgötu 6 A Á morgun, almenn sam- koma kl. 20,30. Sunnudaga- skólinn kl. 10,30. Verið vel- komin. Heimatrúboðið. Hong Kong, 19. apríl, NTB. SOVÉZKA fréttastofan Tass sagði í dag, að Rauðu varð- liðarnir hafi krafizt þess í Peking í dag, að Liu forseti og nokkrir aðrir stjórnmála- menn verði dregnir fyrir rétt og dæmdir til dauða. Á vegg- spjöldum varðliðanna er stað hæft, að í febrúar í fyrra hafi Liu ásamt borgarstjóra Pek- ing o. fl. lagt á ráðin um sam- særi til að steypa stjórninni. Samkvæmt fréttum Tass, er nú einungis tímaspurning hve- nær byltingarnefndin svokall- aða tekur völdin úr höndum þingsins og flokksnefndarinnar. Rauðir varðliðar úr sveitahéruS- unum streyma til Peking og líta leiðtogar menningarbyltingarinn ar það óblíðum augum. Franska fréttastofan ÁFP seg- ir, að kona Maós formanns, hin herskáa Chiang Ohing, hafi látið svo ummælt á hópfundi, að órói við hásikóla og æðri skóla í land- inu sé Liu forseta í hag. Hún á að hafa sagt, að engir hópfundir yrðu þess vegna á vegum Rauðu varðliðanna í sumar. íbúð óskasl! Vil taka á leigu 3 — 4 herbergja íbúð nú þegar. Upplýsingar í síma 23830. Kokkur með réttindi óskar eftir starfi. Mætti vera á góðum síldarbát. Sími 20259. Zontaklúbbur Reykjavíkur býður fram styrk handa íslenzkum lækni, sérfræð- ingi í háls-, nef- og eyrnalækningum, til þess að kyniía sér starfsemi og skipulag heyrnarstöðva. Styrkurinn ísl. kr. 100.000,00 er bundinn því skilyrði að styrkþegi starfi á íslandi að lokinni námsdvöl. Umsóknir sendist formanni stjórnar Margrétar- sjóðs, styrktarsjóðs Zontaklúbbs Reykjavíkur, Friede Briem, Bergstaðastræti 69, Reykjavík, fyrir 15. maí n.k. 2ja lierb. íbúð Ung hjón óska að taka á leigu 2ja herb. íbúð frá miðjum júní. Algjör reglusemi. Upplýsingar í síma 10333. Kambstál 8-10-12-18-22-25 m/m. H. BENEDIKTSSON, H F. Sudurlandsbraut 4 Bezt ú auglýsa Morgunb!aðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.