Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. 13 Frá setningu 17. Landsfundar Sj álfstæðisflokksins í Háskólabíói síðastliðið fimmtudagskvöld. mála. í öllu þessu er það þekk- ing og aftur þekking, sem á þarf að halda til viðbótar því, *em áður var. Algjör bylting til bóta Ég skal ekki fjölyrða um þau umskipti, sem orðið hafa í efna- hagsmálum íslendinga frá því, eð viðreisnarstefnan var tekin upp. Hvert, sem litið er, blasir við algjör bylting til bóta í öllu þjóðlífi og atvinnuháttum. Þjóðarauður í raunverulegum verðmætum hefur aukizt um 40 —50% á síðustu 7 árum, og at- vinnutækin í eigu lándsmanna hafa aukizt hlutfallslega enn meira að verðmæti eða yfir 50% * Þessi stórkostlega aukning þjóðarauðsins hefur einungis að litlu leyti orðið til með að- stoð lána erlendis frá, sem ein- ungis hafa aukizt um fá hundr- uð milljóna, þegar þjóðarauður hefur vaxið um 13 þúsund millj. króna. Með þessu hefur verið unnið mikið þrekvirki á skömmum tima, og það hefur ekki verið gert með því að ganga á hlut launastéttanna eða bænda, en kjör þeirra eru miðuð við kjör Jæssara stétta. Samtímis því, sem aukning þjóðartekna nam um þriðjungi á mann hafa ráð- •töfunartekjur kvæntra verka-, •jó- og iðnaðarmanna með börn á framfæri, vaxið að meðaltali upp undir helming eða 47%. Um það verður ekki deilt, að þctta er mesta framfaratimabil, iem nokkurn tíma hefur orðið í eögu landsins. Engu að síður gerum við Sjálfstæðismenn okk- ur grein fyrir því, að atvinnulíf íslendinga er of fábreytt, stoðir •tvinnuveganna færri og veik- byggðari en skyldi. Um 90% út- flutningsins eru sjávarafurðir en eldanna reynsla hefur kennt þjóðinni, að svipull er sjávarafli. Aflinn er svipull en veðrið er ekki síður sveiflum háð. Stórvirkjun og stóriðja Af þessum sökum beittum við okkur fyrir því á árinu 1966 að ékveðið var að hefja virkjun á Þjórsá við Búrfell. Þetta gerð- um við á meðan verðlag var enn hækkandi á helztu útflutningsaf- urðum okkar og við höfðum ekki reynt gæftaleysi S'íðustu mánaða. Við þekktum okkar ást- kæra land og eðli atvinnuvega þess og vissum, að of seint er eð hefjast handa um að byrgja brunninn, þegar barnið er dott- Ið ofan í. Við réðumst í s.tærstu rafmagnsvirkjun, sem íslending- •r enn hafa ráðizt í, svo stóra, •ð hún hefði orðið okkur fjötur um fót, ef við hefðum ekki sam- tímis getað gert sölusamning um þann hluta aflsins, sem við þurf- um sjálfir ekki í fyrstu á að halda. Og raunar er of milt að orði kveðið með því að segja, að ■li'kt hefði orðið okkur fjötur um fót, því að ógerlegt mundi hafa reynzt í skjótri svipan að •fla nauðsynlegs lánsfjár, ef elík samningsgerð hefði ekki Jafnframt átti sér stað. Þess vegna var gerður samningur við svissneska álfélagið um, að það fengi heimild til að reisa ál- bræðslú við Straumsvík hér fyrir sunnan Hafnarfjörð. Um þessi mál stóðu harðar deilur fyrir ári, og mun nú þegar — og hvað þá síðar — mörgum þykja ótrúlegt, að slíkt skuli í raun og veru hafa getað að höndum borið. Við létum ögranir andstæðinga okkar ekki trufla okkur í því, *em við vissum að var rétt, enda eru þeir nú þegar farnir að reyna að skjóta sér undan þeirri skömm, sem hlýtur að skella á þeim vegna afturhaldsstefnu þeirra þá, með því að skamma okkur fyrir að hafa ekki ráðizt f stórvirkjun fyrr. Með slíkum málflutningi þessara manna er bitið höfuðið af skömminni. Þrástagast er á því, að það lýsi vantrausti eða vantrú á landinu, að gerður skuli hafa verið samn- ingur við erlenda aðila um að ráðast í og reka stórfyrirtæki, stærra én svo, að við höfum sjáTfir holmagn til. Á sínum tíma vom samskonar deilur um ■ímalagningu til landsins. En hverjum kemur nú annað til hug ar en að hún hafi orðið til ó- metanlegrar þjóðargæfu? Næstu nágrannar og bezta frændþjóð okkar, Norðmenn, hafa æ ofan í æ gert hliðstæða samninga og eins og verkalýðsforinginn, fyrr- verandi forsætisráðherra, Einar Gerhardsen, segir, þá er það að minnsta kosti víst, að norskur verkalýður, sem þúsundum sam- an hefur haft atvinnu við þessi fyrirtæki, vill ekki missa þau og telur þau ekki hafa orðið sér til ógæfu. Hitt er sanni nær, að það lýsir bæði vantrú og vantrausti á þjóðina að halda, að íslend- ingar geti ekki sér að skað- lausu gert samskonar samninga við aðrar þjóðir og allir aðrir gera. Þeir, sem svo hugsa, gera sjálfa sig þar með að mun minni mönnum, en þeir voru af guði gerðir. Alvarlegt verðfall Hinir síðustu mánuðir hafa enn einu sinni sannað okkur, að hvað sem líður fiskinum í sjón- um — og fullkominn efi er um, hversu lengi hann muni endast í sama mæli og undanfarin ár — þá getur gæftaleysi mjög spillt veiðum á þeim tíma, þegar helzt er aflavon, Ennþá alvarlegra er þó hið mikla verðfall, sem orðið hafur á útflutningsvörum okkar. Á síldarmjöli og síldarlýsi hafa orðið ótrúlegar verðsveiflur á síðasta ári og réði gífurlegt afla- magn mestu um, að ekki sköp- uðust stórvandræði af. Þau blöstu hins vegar við í hraðfrysti iðnaðinum, sem á bæði við að etja mikið verðfall og ónóga efnivöru. Við verðlækkanir fáum við lítt eða ekki ráðið. Me» aSild aS Frí- verzlunarbandalagi Evrópu er þó hægt aS milda afleiSingar verS- lækkananna aS nokkru og hrekkur slíkt aS vísu óneitan- lega skammt, þegar um jafnmikl ar verðlækkanir er aS ræSa og að þessu sinni. Svipuðu máli gegnir um stofnun verðjöfnun- arsjóðs, eins og vísir að var nú búinn til með Iagasetningu fyr- ir skemmstu. Verður að ætla, að nú sé ríkari skilningur fyrir nauðsyn slíkrar sjóðssbofnunar en áður, þó að andmæli hafi raunar komið úr ólíklegustu áttum. Til þess að firra vand- ræðum, þá hefir ríkisstjórnin beitt sér fyrir auknum bótum bæði til verðhækkana á bolfiski til bátanna og til hraðfrystihús- anna. Því ber ekki að neita, að slíkar bætur eru neyðarúrræði, en þegar jafn stórfellt verðfall og raun ber vitni verður á full- um 2/3 útflutnings, þá er óneit- anlega um neyðarástand að ræða sem víða mundi talið horfa til öngþveitis. Jafnvel andstæðing- ar okkar hafa og ekki treyst sér til þess að greiða atkvæði á móti þessum ráðstöfunum eða verðstöðvuninni, sem þeim var samfara og raunar var forsenda Iþess, að fram úr vandanum yrði ráðið. Þeir láta sér flestir nægja að nöldra, en hafa sjálfir engin frambærileg úrræði. Fæstir þeirra höfðu þó dug í sér til að greiða atkvæði með úrræðum ríkisstjórnarinnar. En skylt er að hafa í huga, að verðstöðvunin byggist á raunverulegu og þó óformlegu samkomulagi við verkalýðshreyfinguna og samtök vinnuveitenda. Sj'álfsagt er að meta og þakka þá þjóðhollustu, sem í þessu lýsir sér, og þarf ekki að efa, að sumir þeir fbr- ystumenn, sem hér eiga hlut að, hafi orðið fyrir aðkasti skamm- sýnna æsingamanna í eigin liði en ekki látið það á sig fá. í bili virðist órói í þessum efnum fara vaxandi en of snemmt er að segja hver áhrif hann kann að hafa. Hægari vöxtur verðbólgu v en áður Aðaluppistaða í nöldri and- stæðinganna er sú, að verðbólg- an innanlands sé ríkisstjórninni að kenna og verðbólgan valdi þeim vandræðum, sem atvinnu- vegirnir nú séu í. Sízt skal ég gera lítið úr skaðsemi verðbólg- unnar, en um hana er nú búið að þvarga í rúman aldarfjórðung; hver hefur kennt hinum, en eng- inn fundið neina frambúðar- lausn. f sjálfu sér skiptir það ekki öllu máli, hvort verðbólga hefur vaxið eitthvað minna eða meira á titteknum tímabilum, Þ« að staðreynd sé, að hún hafi vax ið hægar á viðreisnartímabilinu en næsta tímabili áður. Aðal- atriðið er, að verðbólgan er fyr- irbæri, sem við höfum átt við að búa ailt frá því, að atvinnuleysi lauk á árinu 1940, það er að segja, eftir að brezka hernáms- vinnan hófst hér. Allir flokkar hafa fyrr eða síðar glímt við þetta vandamál og leitað mis- munandi samstarfs til að ráða bug á því, en það hefur aldrei tekizt. Jafnframt er rétt að hafa í huga, að einmitt þessi ár, sið- asti aldarfjórðungur, hafa verið mestu hagsældartímar, sem þjóð okkar hefur notið, þó að aldrei hafi henni vegnað betur en ein- mitt síðasta þriðjung tímabilsins, það er að segja, eftir að viðreisn arstjórnin tók við. Verðbólgan hefur því ekki megnað að eyða velsæld þjóð- arinnar eða grafa undan hinni stórkostlegu uppbyggingu, sem hér hefur átt sér stað. Að gamla fólkinu, sem hættast er við að verði fyrir barðinu á verðbólg- unni, hefur aldrei verið betur búið en hin allra síðustu ár. Um það verður heldur ekki deilt, að ólíkt þolanlegra er að hafa verð- bólgu en atvinnuleysi, eins og þjáði íslendinga á tímabilinu frá 1930 til 1940. Fast verðgildi pen- inga er mikils virði, en sú gæfa að geta unnið fyrir sér og sín- um er enn meira virði. Vitanlega hefur verðbólgan skapað ýmis konar vanda og skapar enn, og hún getur orðið okkur enn skeinuhættari áður en lýkur. En ekki tjáir ætíð að standa í sömu sporum heldur gera sér betur grein fyrir en áð- ur í hverju vandinn er raun- verulega fólginn. Orsakir hins háa verðlags Aif hverju er hærra verðlag 'hér en víðast hvar í nálægum löndum? Fyrsta ástæSan má segja, aS sé sú, að það kostar meira að halda uppi sérstöku sjálfstæðu ríki á hvern mann í litlu landi en stórn, fámennn en f jölmennu. Þá gefa atvinnuvegir bér svo misjafnan arð, að ef þjóðfélagið á ekki að sporðreisast, þá verður að gera róttækar ráðstafanir til að flytja fé á milli þeirra. Menn fást ekki á litla báta til þorsk- veiða, ef óhæfilega mikill mun- ur er á tekjum þeirra og hinna, sem stunda síldveiðar á hinum nýju glæsilegu síldveiðiskipum. Menn fást ekki til að stunda landbúnað, nema þvi aðeins, að þeir hafi sambærilegar tekjur á við aðrar hliðstæðar stéttir þjóð- félagsins, enda hefur það jafn- rétti verið lögboðið áratugum saman með alira samþykki, þó að það væri fyrst fyrir forgöngu Ingólfs Jónssonar sem jafnréttið varð raunhæft. Ýmis iðnaðar- vara verður ekki framleidd í Iandinu nema því aðeins, að hún ajóti tollverndar sem gerir erlendan innflutning mun dýrari en hann ella þyrfti að vera. Örðugleikar sumra greina sjávarútvegsins eru sem sagt ekki sízt því að kenna, að þær eru mun arðminni en aðrar og þá einkum síldveiðarnar. Ofan á verðlækkun, gæftaleysi og minni fiskigengd bætist ágreiningur um hver veiðarfæri géu hág- kvæmust og hvort núgild- andi takmarkanir á notkun vissra veiðarfæra og þá einkum botnvörpu eigi lengur við. Um þetta rekast mjög á hagsmunir manna — raunverulegir eða í- myndaðir — og sýnast skoðanir flestra mótast af þeim. f þessum efnum er eðlilegast, að visinda- leg þekking verði látin skerx úr og er það rannar óhjákvæmilegt þegar til lengdar lætur, enda hljóta visindamennirnir að taka í dómum sínuni réttmætt tillit til reynslu kunnugustu manna. Án notkunar aflamestu veiðarfæra, sem þó geri ekki óeðlilegan skaða á fiskistofninum, er efnt til efni- vöruskorts meðal annars hjá hraðfrystihúsum, og rekstur þeirra þar með að sama skapi torveldaður. Raunsætt mat á 511- um þessum aðstæðum er for- senda arðgæfs sjávarútvegs. Flestir telja, — að minnsta kosti í orði kveðnu — nauðsyn á öflun nýrra togara og segjast fagna því að ríkisstjórnin hygg- ist beita sér fyrir útvegun nokk- urra nýtízku togara til landsins — og eru þó ekki allir sammála um hversu áframhaldandi út- gerð þeirra frá fslandi sé æski- leg.En víst er, að ef ekki fæst rýmkað um veiðiheimildir ís- lenzkra togara á heimamiðum, , ekki fækkað skipshöfn miðað við það, sem hjá öðrum þjóðum tíðkast, né lækkaður tollur á í»- fisksölum erlendis, þá verður áfram erfitt fyrir togaraútgerð frá íslandi að ölium jafnaði, þó að nýtizkuleg skip verði keypt til landsins. Á meðan svo mikill munur að- stöðu helst sem verið hefur, þá hefur margháttuð fyrirgreiðsla af hálfu ríkisvaldsins til hinna ver . settu atvinnugreina ekki megnað að vega upp á móti þeim hag, sem menn hafa talið sig hafa af þátttöku í síldveiðum. Enda hef- ur orðið geysimikil aukning" á síldveiðiflotanum og stöðvum til vinnslu úr honum, og hefði þetta ekki orðið nema með ýmislegri aðstoð eða fyrirgreiðslu ríkisins. Með þessu hefur þjóðinni verið aflað stórkostlegra tekna, sem varið hefur verið til margvíslegra nota, þar á meðal til aðstoðar þeim atvinnugreinum, sem hall- ari fæti hafa staðið í samkeppni. Ef við hirtum um það eitt aS beina allri starfsorkunni að þeirri atvinnugrein, sem þá og þá gefur mestan arð mundi íslenzka þjóð- in breytast í rótlausan verbúða- lýð, sem flakkaði á milli eftir því hvar helzt væri aflavon. Við megum sízt af öllu við því að nýta ekki hina mestu auðlegð, sem að ber eins og hina miklu síldveiði síðustu ára, en ef við viljum halda uppi sérstöku sjálf- stæðu þjóðfélagi og engum ís- lending kemur annað til hugar, þá verðum við að jafna metin til þess að það sé hægt. Þetta skap- ar hátt verðlag og gerir erfitt um samkeppni við erlenda vöru bæði innanlands og á erlendum mörk- uðum, einkum þegar verðlag þar fer lækkandi eins og undanfarið hefur verið á helztu útflutnings- vörum okkar. Fram úr þessum vanda verðum við að ráða og höfum ætíð ráðið hingað til með einum eða öðrum hætti. en það er auðveldara að ráða við vand- ann, ef menn gera sér grein fyrir orsakasamhenginu. Sameiginle? þjóðarvandamál Engri þjóð, sem nýtir allan 'sinn vinnukraft og hefur ekki verulegt atvinnuleysi, hefur tek- izt að forðast verðbólgu. Sá sami vandi er okkur á höndum, en hann verður hér mun meiri en annars staðar vegna þeirra á- stæðna sem ég hefi nú talið. Hér er um sameiginlegt þjóðarvanda- mál að ræða, vandamál, sem leið- ir af eðli þjóðfélags okkar og lands en er ekki sök lélegra stjórnenda, hvorki þeirra, sem hafa verið hin síðustu ár, né allra hinna, sem verið hafa við völd síðasta aldarfjórðung. Bæði okkur og okkar fyrirrennurum má margt til foráttu finna. Engir erum við gallalausir, en engir hafa þó gefizt upp fyrir þessum vanda nema vinstri stjórnin 1958. Fram úr þessum viðfangsefnum verður ekki skjótlega ráðið. Þes» vegna er það út í hött, þegar sumir tala um það, að við ættum aS lækna verðbólguna með mynd un þjóðstjórnar. Hér er um að ræða vanda, sem að nokkru hlýt- ur ætíð að fylgja þjóðfélagi okk- ar og að öðru leyti verður ekki ráðið við nema á mjög löngum tíma. Annað mál er, að ríkis- stjórn, hver sem hún er, hlýtur að leggja höfuðáherzlu á stöðugt samstarf við stéttasamtökin um að hindra hættulegar verðhækk- anir og halda kaupgjaldi og verð- lagi í samræmi við breytilegan efnahag og afkomu þjóðarinnar. En til þess að svo megi verða, þá er óhjákvæmilegt, að rétt sé haft við og það blasi við öllum. Verkalýðurinn hlýtur t. d. að krefjast þess, að hann fái sinn skerf, þegar vel gengur, og vax- andi eftir því, sem þióðin í heild verður efnaðri og hefur betur ráð á að gera vel við alla. Núverandi ríkisstiórn hefur náð betra samkomulagi viff stéttasam- tökin, einnig þau. þar sem and- stæffingarnir ráða, en nokkur önnur. Meff þessu hefur tekizt aff friffa bjófffélagiff mun betur en lensri áffur og er mikiff vinn- andi tU. aff sá friður lialdist. Stjórnarsamstarfiff Ef lrtið er á málefnastöðuna virðist hún svo sterk, að stjórn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.