Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. 19 !> New York, Washington, Ziirich. 21. apríl — NTB—AP — SVETLANA Stalína, dóttlr Jósefs Stalíns fyrrum einræð isherra Sovétríkjanna, Kom tii New York í kvöld með flugvél frá Ziirich í Sviss. Við komuna til New York sagði hún við blaðamenn, er biðu hennar á Kennedyflug velli, að hún hefði komið til Bandaríkjanna til að finna sjálfa sig — ,,nokkuð sem mér hefur verið neitað um í Sovétríkjunum“, sagði liún og bætti við: „Allt frá barns aldri var ég alin upp við kenningar kommúnismans og upphaflega trúði ég á þær. En eftir því sem ég varð eldri og reyndari, fengu aðr- ar hugsanir meiri ítök í mér. Hún skýrði ennfremur frá því, að hún hefði skrifað bók, sem gefin yrði út í Banda- ríkjunum. ,Sú bók verður tákn fyrir tilgang minn með því að koma til Bandaríkj- anna — en hann er sá, að öðlast rétt til að segja það, sem mér sjálfri finnst. Þess réttar hef ég lengi leitað.“ Talsmaður bandaríska ut- anrikisráðuneytisins, Mc- Closky, sagði við blaðamenn í Washington í dag, að Svet lana hefði fengið vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna og ferðamannaleyfi — sem venjulega gildir í þrjá til sex mánuði — sem hún gæti framlengt að vild. Henni væri frjálst að setjast að í Bandaríkjunum eða livar annars staðar, sem hún vildi — hún mundi gei-a þ:ið upp við sig sjálf og taka ákvörð un um það ein. McClosky sagði, að Sovét- stjórninni hefði verið skýrt frá för Svetiönu til Banda- ríkjanna. Haft er eftir góðum heim- Mynd þessi var tekin árið 1930. Barnið til vinstri er Svetlana. Næstur henni situr bróð- ir hennar, Vassili og heldurá dóttur Bukharins, kommúnis taleiðtogans, sem var drepinn fjórum árum síðar. Að bakiheim eru frá vinstri: fóstra barnanna, Nadia, móðir Svetlönu og Anna móðursystir Svetlönu. Að baki þeim standa systirog mágkona Stalins. Svetlana Stalina í New York: ,Komin til að öölast rétt til að segja þaðsem mér sjálfri finnst' ildum í Washington, að bandarískir einkaaðilar greiði ferðir Svetlönu — eða lögfræðingur í New York, sem gengið hafi frá útgáfu bókar hennar. Handritið að bók. Svet- lönu — sem telur um það bil 80.000 orð, er fyrir nokkru komið til New York og er þýðing á því að hefj- ast. Segir í frétt AP, að hún liafi lokið við að skrifa bók- ina fyrir fjórum árum — en þar segir frá dvöl hennar og lífi í Kreml. Bókin mun koma út hjá Harper & Row- forlaginu 16. október n.k. Fregnin um að Svetlana væri á leið til New York kom mjög á óvart, því að ekkert hefur frétzt um ferð ir hennar að undanförnu. Var ekki vitað, þegar hún fór frá Sviss, en skömmu eftir brottförina var birt orðsendimg frá henni, þar sem sagði, að hún hefði farið til Bandaríkjanna að eigin ósk og af frjálsum vilja. í orðsendingunni þakkaði hún svissneskum ' yfirvöldum hjartanlega fyrir þá gest- risni og vinsemd, er þau hefðu sýnt henni— og sagð- ist mundu geyma góðar finningar um dvöl sína í Sviss, þar sem hún hefði get að hvílzt og fengið næði til að hugsa. Það var 'ögfræðingur Svet lönu í Ziirich, sem orðsend- inguna birti og það með, að hún hefði fengið vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna þeg ar, er hún var í Nýju Delhi. NTB hefur í dag eftir frönskum vini Svetlönu í New York, Emmanuel Aast- ier de la Vigerie, að útgáfu- fyrirtæki hafi boðið henni milljónir dollara í æfiminn- ingar hennar — en hún hafi viljað forðast að skapa æs- ingu, — hún hafi andstyggð á stjórnmálum og eigi raun- verulega hvorki heima 1 Bandaríkjunum né Soi'étríkj unum. Ekki kærir hún sig heldur um að flótti sinn verði notaður í æsingaskyni. Nýlega birti Astier, sem sjálfur er bókaútgefandi og stjórnmálamaður, þrjú bréf frá Stalín til dóttur sinnar. Seldi hann birtingarréttinn „The Sunday Teiegraph“ með þeim ummælum, að hann væri að reyna að afla fjár fyrir Svetlönu, til þess að hún neyddist ekki til að taka tilboðum bandarískra bókaútgefanda í æfiminning- ar sínar. í bréfum þessum kemur fram, að Svetlana befur nán ast tekið við stjórn heimil- isins eftir fráfall móður hennar, 1932, enda þótt hún hafi þá sjálf aðeins veiið lítil stúlka. Stalín kallar hana „litlu húsmóðurina" og segist sakna fyrirskipana hennar. „The Sunday Tele- graph“ segi næsta ótrúlegt, að Stalín skuli hafa skrifað þessi bréf til Svetlönu, svo full elskusemi um þær sömu mundir — á árunum 1934— ’39, sem hann sendi hundr- uð þúsund manna til aftöku sveitanna eða í fangelsi og vinnubúðir, þar sem ekki beið annað en þrælkur. og dauði. í einu bréfanna segir Stal ín: „Ég fékk bréfin frá þér. Það er augljóst, að þú hef- ur ekki gleymt pabba gam’.a ennþá. Það er gott. Mér líð- ur vel, en ég sakna þín þó nokkuð. Ég hef þig ekki til að skipa mér fyrir eða láta mig snúast í kringum þig og það er heldur leiðinlegt fyrir mig, vesalings einkaritarann þinn, að hafa engan til að stjórna sér. Ég sendi þér nokkur póstkort. Skoðaðu þau, kannski hefðurðu gam- an af þeim. Allir ritararnir þínir senda kveðjur. Þeir biðja þig að gleyma sér ekki og senda margar skipanir. Koss handa elskulegu bústýrunni minni. — Þinn pabbi.“ Og í öðru bréfi segir hann: „Kveðjur til húsmóður ni nn sr, Sotönku. — Ég hef fe.ng- ði öll óréfin þín. Þakka þér fyrir þau. Ég hef ekki svar- að bréfunum bínum. vegna þess, að ég befi verið öna- um kafinn. Hvernig verð þú timanuin'í livernig ge .gur enskan'! r.ið? Táður þér ve.? Mér líður vel — og ég er kátur og glaður, eins og allt af. Þó sakna ég þín en við því er ekkert að gera, ég verð að sætta mig við þetta. Hér kemur stór kross nanda þér — þinn hlýðni einkaritari, Pabbi — Slalín.“ Sem kunnugt er á Svet- lana Stalína tvö börn heima í Rússlandi. NTB fréttastof- an segir í dag eftir syni hennar, Josef, sem ar 21 árs að aldri, að hann hafi talað við móður sína í síma í gær- kveldi— er hún var i Ziirich — og hafi það verið hið fyrsta, sem þau systkinin heyrðu frá henni, frá því hún fór að heiman fyrir u.þ.b. 4 mánuðum. Frú Andrea Oddsteinsdóttir sýn ir kjól frá Charleston-tímabil- inu á skemmtun Systrafélags Ke flavíkur í fyrra. Susan Jónasar cpsiar sýningu i Bogasal SYSTRAFÉLAG Keflavíkur- kirkju gengst fyrir skemmtun i félagsheimilinu Stapa, sunnu- dagir.n 23. apríl n.k. Siðdegis- skemmtunin hefst kl. 3. Ýmis- legt verður til skemmtunar t.d. tízkusýning undir stjórn Andreu Oddsteinsdóttur, Ríó-tríóið syng ur og leikur. Þá sýna nemendur úr dansskóla Hermanns Ragnars og systurnar Þórdís og Hanna skemmta með söng. Um kvöldið verður skemmtun in endurtekin og hefst þá kl. 9. Skemmtiatriðin verða þau sömu og um daginn að slepptri dans- sýningu, en dansarar úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur skemmta. Þá verður skyndihapp drætti. Undirleik annast Magn- ús Pétursson og Páll Bjarnason. Kynnir verður Haukur Ingason. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Keflavíkurkirkju.. 1 DAG, laugardag, opnar mál- verkasýningu í Bogasalnum ung 'ensk listakona, og nefnir hún Sýninguna: Myndir úr Reykjavík bg eru það orð að sönnu, þvi að á sýningunni eru myndir af fjöl- mörgum kunnum og ókunnum stöðum úr Reykjavík. Listakonan heitir Susan Jón- asar, og er gift íslenzkum verzl- unarmanni, Sigurgeir Jónasar, og eiga þau einn þriggja ára dreng. Við komum á sýninguna í gær, þar sem verið var að koma fyrir 38 myndum, 17 olíumyndum, 17 Vatnslitamyndum og 4 teikning- um á veggjum Bogasalarins. Susan Hodge Jónasar stundaðl nám í 4 ár við St. Martins School öf Art í London og eitt á í Leeds, og þau hjónin hafa búið hér- lendis í 4 ár, en kynntust þegar frúin var hér í sumarfríi. Myndirnar eru af stöðum I Reykjavík, sem allir Reykvik- ingar kannast við, og er ekki að éfa, að margan fýsi að skoða sýn- ingu þessa en allar myndirnar eru til sölu. Sýningin er opnuð kl. 4 á laug- ardag, en verður svo framvegia öpin fram til hins 30. april frá kl. 2—10. Þrír bátar tekn- ir í landhelgi ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar tók sl. miðvikudag tvo báta að meintum ólöglegum veiðum út af Eyrarbakka. Bátar þessir voru Hafrún NK180 og Rán SU-58. Þá tók varðskip Þorlák AR-3 að meintum ólöglegum veiðum út af Þorlákshöfn, og hef ur þessi bátur verið tekinn fjór- um sinnum í þessum mánuði. Mál bátanna þriggja verður sennilega tekið fyrir í heima- I höfnum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.