Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. 23 þúfnaklasi. >á voru ekki dráttar vélar og jarðvinnslutæki komin til sögunnar, og varð því að grípa til ristuspaðans. Þúíurnar hurfu og túnið stækkaði, og eftir að vélarnar komu voru stærri verkefni tekin fyrir, flæðiengj- arnar allar tætti hann og slétt- aði Og nú á síðari árum þá þrengjast fór um hagstætt rækt- unarland réðust þeir feðgar á melana og gerðu stóran hluta þeirra að grónu túni. Vinnudagur Þorsteins var oft langur og eigi ætíð bundinn við klukkuna, enda var iðjusemi hans viðbrugðið. Þá var Þor- steinn orðlagður heyskaparmað- ur og verkdrjúigur. Þorsteinn endurbætti allan húsakost í Efra-Hreppi eftir því sem efni leyfðu, og nú eru þar öll hús uppbyggð úr varanlegu efni og íbúðarhúsið mjög snyrti legt og nýtízkulegt. Þorsteinn var mjög hagur og smíðaði mikið í bú sitt einkum •á fyrri árum, þá menn urðu mikið að búa að sínu í stað þess að nú er flesta hluti að fá úr kaupstaðnum. Hann var t.d. með fyrstu bændum um sínar slóðir er leiddi rennandi vatn bæði í bæ og gripahús. Þorsteinn átti notadrjúgt bú alla sína búskapartíð. Hann fór einkar vel með allar skepnur enda sérstakur dýravinur. Þorsteinn var góðum gáfum gæddur þó 'hann kysi ekki að hasla sér völl í félagsmálastarf- semi. Ástvinir og heimili áttu hug hans allan og nutu krafta hans heilla og óskiptra. Hann var einstaklega dagfarsprúður, lumaði á notalegri kímni og græskulausu gamni. 1 góðra vina hópi var hann glaður og ræðinn. Þorsteinn var háttvís í framkomu en jafnframt viðmóts þýður. Hann kunni líka vel að taka á móti gestum, enda var heimili hans gestrisið. í viðskiptum var Þorsteinn traustur maður og í engu mátti 1 hektari lands í landi Úlfarfells í Mosfellssveit er til sölu. 10 til 15 mínútna akstur úr bænum. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Óðinsgötu 4 — Sími 1-10-43. hann vamm sitt vita. Um hann má með sanni segja hin frægu orð Kolskeggs: Hvorki mun ég á þessu níðast né neinu öðru er mér var tiltrúað. Slíkir menn eru traustir hlekkir í byggingu okkar litla þjóðfélags. Öldruðum manni er hvíldin góð, að loknu löngu og affara-mætan mann. Það er huggua sælu dagsverki. Á ströndinni handan við 'móðuna miklu geng- ur hann nú inn í dýrð hins eilífa sumars. f hugum samferðamannanna og hjörtum ástvinanna geymist minningm um góðan dreng og harmi gegn. Ég sendi eftirlifandi eigin- konu, börnum, systkinum og öðr- um ættingjum mínar innilegustu samúðarkveð j ur. Blessuð sé minning hans. Ármann Kr. Einarsson. GROÐURHUSIÐ Blómstrandi pottaplöntur á 95 krónur. Fermingarblóm, sendum um alla borgina. Næg bílastæði. Vil kaupa gott steinhús í Reykjavík, sem næst gamla Mið- bænum. Tilboð merkt: „Vor 1967 — 2186“ sendist agfr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Eftirlitsmaður við veiðiár Eftirlitsmann vantar við veiðiár í Húnavatnssýslum í suraar, — Upplýsingar gefur GUÐMUNDUR Jónasson Ási í Vatnsdal. Bifreiðaeigendur Eftir 3ja ára undirbúning og athuganir í Bandaríkjunum opnum við í dag vara- hlutaþjónustu — þá beztu sem völ er á. Sérgrein okkar er: VARAHLUTIR í AMERÍSKA BÍLA Mótorar Gírkassar Drif Boddýhlutar Rúður í allar árgerðir 1957 — 1967. Sérfræðingur okkar í New York mun sjálfur sjá um innkaupin. Leitið nánari upplýsinga. Reynið viðskiptin. VARAHLUTAMIÐSTÖÐIN sf. Laugavegi 116 — Sími 14595. Reynið nýju RALEIGH filter sígarettuna»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.