Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 3
MUKGUNBLABlö, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1967. 3 J- PRÓF í Háskóla íslands ern hafin. Samkvæmt upplýsing- um dr. Steingríms J. Þor- steinssonar, prófessors, sem undanfarinn aldarf jórðung hefur verið prófstjóri munu um 630 stúdentar hafa skráð sig til prófs, en sú tala er þó ekki endanleg, því að sumir stúdentanna hætta viö próf. í Hátíðasalnum voru í gær- morgun 30—40 verkfræði- stúdentar í prófi í teikni- fræði. Er það óvenju fátt, þar eð borðin, sem notuð eru til prófsins eru að miklum mun stærri, en venjuleg prófborð. Vanalega eru í einu í salnum um 70 manns. Skrifleg próf mitnu standa fram í fyrstu viku júní og munnleg og verkleg próf fram í miðjan júní. Stúdentar gang ast undir allt frá einu og í sex próf í vor, og standa hin skriflegu allt að 6 klukku- stundir í senn. Dr. Steingrimur tjáði blaðamanni Mbl. að prófverk efni væru alls 150 og hefðu þau aukizt um 50% síðastlið- in tvö ár. Fjöldi úrlausna er n.ú um 1700 og hefur fjöldi þeirra á sama tíma aukizt um' 70%. Um það bil helmingur stúdenta, sem gengst undir próf á þessu vori, eru úr Heimspekideild. Flestir nem- endur gangast undir efna- fræðipróf, sem er eitt og hið Séð yfir hátíðasalinn. Verkfræðistúdentar teikna. (Ljósmynd Sv. Þorm.) löngu verið ákveðið með reglugerð. Hefur dr. Stein- grímur gegnt því í 25 ár eins og áður er sagt. undirbúningur undir prófin hefði hafizt í byrjun apríl. í upphafi var prófstjóraem- bættið aðstoðarmannsstarf há- skólaritara, en hefur nú sama fyrir 1. árs stúdenta I læknisfræði, lyfjafræði, lyf- sala, tannlæknisfræði og til BA-prófs í efnafræði. Dr. Steingrímur sagði, að Sviðsmynd úr „Málssókninni“. ( Myndin er tekin á æfingu). L.R. frumsýnir leik ritið „Málssókn" NÆSTKOMANDI mlðvikudag <rumsýi\ir Leikfélag Reykjavík- «r leikritið „Málssóknin", sem 1>yggt er á samnefndri skáldsögu Fanz Kafka. Leikritsgerðin er eftir franska skáldið André Gide og samlanda hans, leikhúsmann- inn Jean Louis Barreau. Gerðu þeir leikritið eftir sögunni 1947 og hefur það vakið geysiathygli víða um heim. Bjarni Benedikts- Bon frá Hofteigi þýddi leikritið é íslenzku og leikstjóri er Helgi Skúlason. Kafka fæddist árið 1883 í Prag en lézt úr berklum á heilsuhæli í nánd við Vínarborg árið 1924. „Málssóknina" skrifaði hann árið 1914, en eins og flestar bækur þessa mikla en hlédræga höf- tmdar, kom bókin ekki út fyrr en eftir dauða hans, árið 1925 fyrir tilstuðlan vinar hans og samstarfsmanns Max Brod. Flest verk Kafla hafa verið færð í leikritsbúning, enda mjög sviðræn. „Málssóknin" er hið fyrsta, sem sýnt er á íslenzku leiksviði og annað verk þessa höfuðsnillings, sem þýdd eru á íslenzku. íslenzkir lesendur Kafka áttu þess kost í fyrra, að sjá kvikmynd, sem Orson Well- es gerði eftir ,,Málssókninni“ og sýnd var í Bæjarbíó í Hafnar- firði. í leikritinu eru 16 hlutverk, en flestir þeirra fara með íleiri en eitt hlutverk, sem alls eru um 40. Aðahlutverkið Jósep K. leik- ur Pétur Einarsson. Er það þriðja 'stóra hlutverkið hans hjá LR. á þessu leikári. Af öðrum leikend- um má nefna Þóru Borg, Leif ívarsson Kjartan Ragnarsson og Jón Aðils, sem ekki hefur leikið 1 Iðnó i ein 18 ár, og ekki á leik- sviði í 6 ár, en hann hefur sem kunnugt er leikið í fjöldamörg- um útvarpsleikritum á undan- förnum árum. Leikmyndir við „Málssókn- ina“ gerði Magnús Karlsson. Þess má að lokum geta, að ■nokkrar sýningar eru eftir á „Dúfnaveizlu" Hal'ldórs Laxness en leikritið hefur notið mikilla vinsælda. Nokkrar sýningar eru einnig eftir á „Tangó“ og hefur aðsókn að því leikriti verið all- góð. EXP0 '67 opnuð f DAG lýsti hinn nýi landsstjóri Kanada, Roland Michener heims- sýninguna EXPO 67 opnaða vJ> hátíðlega athöfn á Place des Nat- ions á sýningarsvæðinu á eyj- unum í St. Lawrencefljóti. Pearson forsætisráðherra Kanada tendraði heimssýningareldinn og fánar hinna 62 þátttökuþjóða voru dregrl • að húni. Undir blaktandi íslenzka fánanum stóðu Þórdís og Vilborg í ein- kennisbúningum sínum og fána- litum blússum. Meðal 5000 tiginna gesta við hina hátíðlegu athöfn var sendi- herra íslands, Pétur Thorsteins- son. Athöfninni lauk með að skotið var flugeldum og gos- brunnar gusu. Flugeldasýning- in var stórkostleg og var fána- litum þátttökuþjóðanna sikotið á loft. Bar íslenzka fánann failega við bláan himininn, en sólbjart veður prýddi hinn mikla dag, svo tekin sé líking úr rœðu Pearsons. 650 blaðamenn voru sérstak- lega boðnir og sjónvarpað var beint um gervihnött til allra stærstu sjónvarpsstöðva um víða veröld. Eftir sjálfa opnun- arathöfnina var listsýningin mikla opnuð, en hún sýnir list- ræna sköpunarhæfileika manns ins og hafa 50 listasöfn í 30 lönd- um lánað 200 listaverk frá öllum tímabilum í menningar og lista- sögu mannkynsins. Er hér um að ræða verk frægustu lista- manna hvers tíma. í kvöld verður svo efnt til marggkonar skemmtana, en í Norðurlandaskálanum verður efnt til kynningarkvölds meðal starfsmanna frændþjóðanna, sem eiga starfa saman í sumar undir einkunnarorðunum um Manninn og Heiminn hans, en Norður- löndin kusu að túlka samvinnu mil'li manna og þjóða. Sýningar- skálarnir voru nær allir tilbún- ir á opnunardegi, sem þykir eins dæomi á heimssýningu. Búist er við að um 35 milljónir gesta muni heimisækja sýninguna næstu 6 mánuði. Hótelið d Þing- völlum opncr ft DAG laugardag byrjar Hótel Valhöll, Þingvöllum veitinga- rekstur að þessu sinni, og verða þar á boðstólum allar venju- 1963 og síðar viðbótarbyggingu. legar veitingar. Þá er hótelið við búið að sjá um stærri og minni veizlur ef óskað er. Þetta er fimmta misserið, sem Hótel Valhöll er rekið eftir hin- ar gagngerðu breytingar, vorið og fleiri endurbætur sjs á gisti- herbergjum næsta ár á eftir. Sumarið 1964 var „Sogsraf- magn“ leitt til Þingvalla til ó- metanlegs hægðarauka fyrir all- an rekstur þar og þæginda fyrir gesti staðarins. Umferð er sem kunnugt er af- ar mikiil á Þingvöllum og ná- grenni þeirra, það er því vel séð að þessi veitingastaður, Val- 'höl'l sé opnaður sem fyrst á vor- in og hafður sem lengst opinn frameftir haustL Haustfegurðin á Þingvöllum á sér varla hlið- Btæðu í fögru veðri Hótelstjóri í Valhöll er Ragn- ar Jónsson, veitingamaður. STAKSTEIMAR Listasmiðirnir Blaðið Frjáls þjóð gefur nú I vikunni svofellda lýsingu á að- ferðum kommúnista til þess að tryggja sér yfirráðin í Alþýðu- bandalaginu og ákveða fram- boðslista þess í Reykjavík: „Þeg- ar um áramót var listinn ákveð- „ inn í meginatriðum. Tveimur handbendum klikunnar, Inga R. Helgasyni og Guðmundi J., var falið að framkalla í uppstillingar- nefndinni þær aðstæður, sem nauðsynlegar þóttu, en siðan átti framkvæmdastj. flokksins, Kjart- an Ólafsson að taka við, skipu- leggja rógsherferð gegn þeim mönnum er meirihluti uppstill- ingamefndar héldi fram og sjá um smölun liðs á framboðsfundL Framboðið skyldi ákveðið á aðal- fundi, svo að nýta mætti atkvæði þess liðs Sósialistafélags Reykja- víkur, er fjölmennti til að reyna að tryggja hina svonefndu „fé- lagsaðild", en annars engan i- huga hafði á þessu brölti þeirra klíkubræðra þriggja. Þannig tókst þeim áð tryggja nppstillingu klikunnar, 251 atkvæði eða tæp- lega þriðjung félagsmanna Al- þýðuband-slagsins". Launin „Að launum fyrir þetta starf fékk Ingi R. Helgason fjórða sætið á listanum. Vegurinn inn á Alþingi hefur reynzt Inga R. Helgasyni torsóttur. Eftir að hafa þrívegis farið fram fyrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi, án árangurs, afþökkuðu heima- menn frekari þjónustu hans, einkum þó ólsarar, og Sandarar, og gæti Kjartan Ólafsson kann- ski skýrt eitthvað sinnaskipti þeirra. En nú var hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Tryggja valdaklíkunni þann lista er hún heimtaði, og e.t.v. smeygja sjálf- um sér inn á Alþingi um leið — inn um bakdyrnar. Því fékk hann því á síðustu stundu komið þann- ig fyrir, að Eðvarð Sigurðsson, sem í þrjá mánuði hafði þver- tekið fyrir að hreyfa sig úr þriðja sæti var skyndilega færð- ur upp í annað sæti og Ingi þá varamaður hans á þingi. Það er hugsað svolítið fram í tímann þarna, jafnvel út yfir gröf og dauða. Hér eru engir venjulegir framagosar á ferð“. Listunum fjölgar Við þessa frásögn Frjálsrar þjóðar má svo bæta því, að telja má nú öruggt, að fram komi ann- ar listi í Reykjavík í nafni Alþýðubandalagsins á vegum HannibalLsta, en þar með er ekki öll sagan sögð. Kommúnistar hafa nú í beinum hótunum um að bjóða fram sérstakan lista á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi gegn stuðnings- mönnum Hannibals Valdimars- sonar, Birni Jónssyni og Karli Guðjónssyni, ef af framboðinu í Reykjavík verður, sem telja má víst Þess vegna getur vel farið svo, að þeir listar sem bornir verða fram í nafni Alþýðubanda- lagsins í þesssum Alþingiskosn- ingum verði harla margir og er ekkl útséð um endalok þessa máls enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.