Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967.
UNDIR
VERND
eítir Maysie
Greig:
— Þú veizt ekki, hvert þú ert að
fara og það veit ég ekki heldur.
Við erum svo fjandans veraldar-
vön en vitum sarnt ekkert, hvað
við eigum að gera til þess að
hreppa hamingjuna. Hann læfck-
aði röddina. — Ég er stundum
svo hræddur. Hræddur við líf-
ið. Ég finn, að ég er ekki maður
til að standa einn og óstuddur.
Færðu nokkurn tíma þá tilfinn-
ingu?
Hún svaraði lágt: — Já, Lance,
ég er oft hrædd.
Hann setti upp skakkt bros. —
Ég ætti nú ekki að vera að viður
kenna það fyrir þér. Stúlku ætti
að finnast maðurinn sterkur og
fær um að vernda hana. Að
minnsta kosti les miaður það í
blöðunum. En mér finnst, að
þessi vernd ætti að vera gagn-
kvæm, og það væri heimskulegt
að halda því fram, að ég gæti
verndiað þig fyrir hverju sem er.
Það get ég ekki og ég þarfnast
stúlku, sem ég elska, til þess að
vernda mig á ýmsan hátt, alveg
eins og þú fyrir þitt leyti þarfn-
ast manns. Ég þarfnast stúlku,
sem elskar mig til að vernda mig
gegn einmanaleikanum, gegn
hugleysinu og gegn kaldrana-
hætti gagnvart lífinu. Ég þarfn-
ast hennar til að vernda mig, ef
ég er veikur — og jafnvel gæti
hún þurft að fara út og vinna
fyrir mér. Ég mundi vilja finna,
að hún liti eftir mér, alveg eins
og ég eftir henni.
Hann þagnaði og rak upp
snöggan hlátur.
— Skárra er það nú umtals-
efnið! Það er eins og við séum
bæði dálítið brjáluð i kvöld.
Vertu sæl, elsku Paula. Elskan
mín, gættu þín og láttu ekki
vonda úlfinn gleypa þig með
húð og hári. Má ég kyssa þig,
bara einu sinni?
Hún Lofaði honum að kyssa
sig á vanrnar og þetta var alveg
ólíkt þvi, sem hann ha.h áður
kysst hana. Hún fann sig vera
farna að óska þess, að hann
kyssti hana aftur. Það var ein-
hvern veginn huggandi, og nú er
hún vissi. að hann var mæddur
við lífið, á svipaðan hátt og hún
sjálf, að hann þarfnað'.jt vernd-
HEILDSÖLUBIRGÐIR
)) KiBHm E m. (dH'
Komvörumar frá General Mills fáiö þérí
hverri verzlun. Ljuffeng og bœtiefnarík
fœða fyrir alla fjölskylduna.
ar þá fannst henni þau ha a nálg
azt hvort annað meir en áður
hafði verið. Hún óskaði þess, að
hann væri ekiki að fara burt,
þvi að það gæti verið gott að
vita af honum í borginni, jafn-
vel þótt hún hitti hann ekk:
mjög aft.
Eftir að þau höfðu kvaðzt og
hún var á leiðinni upp í lyftunni,
fór hún að velta því fyrir sér,
hvað hann mundi segja, ef hann
vissi að hún var með Don í þeim
einum tilgangi að spilla trúlofun
hans og móður Lanee sjálfs?
Mundi hann hata hana fyrir það?
Rétt sem snöggvast óskaði hún,
að hún hefði aldrei byrjað á
þessu tiltæki, þrátt fyrir það,
hve móður hennar var óham-
ingjusöm. Kannski var þetta
fantabragð gagnvart frú Fair-
greaves? Hugsum okkur, að
Lance vissi allan sannleikann 1
málinu, mundi hún þá getað les-
ið vonsvik og jafnvel hatur út
úr gráu augunum hans! Hún
fékk hroll og var næstum farin
að hugsa um að hætta við allt
saman, en þá fann hún annað
bréf í fbúðinni frá Ritu Hemm-
ington, frænku móður he ir.ar.
Þá snerist henni hugur.
15. kafli.
„Mér þykir fyrir þvi að gera
þér ónæði svona strax aftur,
Paula," skrifaði Rita, „en ég er
bara hrædd um, að hún mamma
10
*♦♦>♦>•>•>♦>•>♦>♦>♦:
•>•>♦>♦>♦>♦>♦>♦>♦> *
þín sé alveg í þann vegdnn að
bila á taugunum. Mér var að
detta í hug, hvort þú mundir
ekki geta sent henni einhverjar
fréttir, sem gætu gefið henni ein
hverja von? Enginn maður með
viti mundi geta látið sér á sama
standa um hana Lucy. En þar,
sérðu, er ég bundin, í báða skó,
þar sem ég vedt ekki fyrir víst
um hvað þetta snýst, nema hvað
ég náttúrlega veit, að það er
toarlmaður — eins og alltaf þeg-
ar svona stendur á. Kannski get-
urðu ekkert gert, kannski er
þetta eitt þeirra mála, sem eng-
inn getur við ráðið, og þá er ég
til einskis að skrifa þér, en mér
finnst bara einhvern veginn. að
Lucy sé ein þessara kvenna. sem
missa sjálfar móðinn, en gen
þær það á annað borð, verðs
þær aldrei jafngóðar eftir
Við að lesa þetta bréf, gleymdi
Paula alveg Lance, eða þvi sem
næst, því að hvaða máli skipti
hann, jafnvel þótt hann fyririiti
hana eftir þetta, sem hún hafði
í byggju að gera? Hvað var það
samanborið við hugarró móður
hennar, eða kannski andlega
heilbrigði?
Nei, nú varð ekki aftur snúið.
Hún náði í pappírsörk i skúf-u
hjá sér, og umslag og skrifaðd
eins greinilega og hún gat, með
eintómum upphafsstöifum:
EF ÞÚ VILT KYNNAST
SAMBANDI TILTEKINS
MANNS VIÐ TILTEKNA
STÚLKU ÞÁ KOMDU í
ÍBÚDINA HANS MILLI
KLUKKAN EITr OG FJÖG-
UR NÆSTU FIMMTUDAGS-
NÓTT.
//^ "S^
H"
voð?
Hún var eitthvað í vafa um
undirskriftina, en skrifaði löks:
VELUNNARI.
Hún leyfði sér jafnvel að
brosa ofurlítið þegar þessu var
lokið. — Er ég nú orðin fyrirlit
legasta persóna heims, sem sé
laumubréfritari? spurði hún
sjálfa sig.
Aldrei á ævinni, þar til nú,
hefði hún getað hugsað sér
sjálfa sig sem laumubréfr * i.
Var þetta mjög rangt af naf.i?
Voru slíkir bréfritarar ekxi
tukthússekir? En það var nú
sama. Henni var alveg sama um,
hvaða afleiðingar þetta kynni að
hafa fyrir hana.
Hún var afar spennt næstu
dagana. Ef þetta færi nú út um
þúfur hjá henni — ef frú Fair-
greaves tæki ekkert mark á bréf
inu?
Don var með bílinn sinn með
sér í borginni. Það var svo hlýtt
á kvöldin. að þau óku oft út úr
borginni og borðuðu kvöldverð
á einhverjum veitingastað við
ána. Hún gerði sér ekki almenni-
lega grein fyrir því, að þau
skyldu alltaf enda á Galtar-
kránni. Hún sagði hvasst við
sjálfa sig að hana langaði ekk-
ert til að hitta Davíð, en samt
var það svo, að þegar Don sagði
við hana: „Hvert eigum við nú
að fara, Paula?“ þá tautaði hún
eitthvað um, að maturinn í Galt-
arkránn’ væri afskaplega góður,
og svo væri svo fallegt útsýni yf
ir ána frá svölunum þar. En
aldrei sá hún Davíð í öll þessi
skipti, en þó sá hún einu sinni
þessi leiðinlegu hjú, Cooperhjón
Paula vissi alveg hvernig hún
skyldi fara að og hafði skipulagt
það í minnstu smiáatriðum. Hún
vissi og hvað Don leið og það
með, að hann átti enga von á
Marion tii borgarinnar, á mið-
vikudagskvöldið, enda ætlaði
hann þá í kvöldverð í klúbbn-
um.
Hann sagði: — Hvað ætlarðu
að gera annað kvöld, Paula?
Hún leit undan. Henni þótt svo
vænt um hann, og var meinilla
við að vera að ljúga, en hjá því
varð ekki komizt, þegar iafn-
mikið var ' húfi og nú.
— Ég ætla út með þessam
manni, Don, sagði hún lágt. —
Bifreiðastjóri óskast
Bifreiðastöð Steindórs
Hann hringdi til mín. Hann iang
ar að hitta mig.
— Nel það gerirðu ekki, svar
aði hann, hvasst — Eins og hann
er búinn að fara með þig! Vi'an
lega þekki ég þetta etoki út i
æsar en ég er hins vegar vi?s
um, að eins og allt er í pRcinn
búið hefurðu ekkert gott af að
nitta hann aftux.
— Ég verð að gera það ....
þú skilur þetta ekki, Doi, íg
verð beinlínis að hitta ham emu
sinni enn. Auk þess sagði hann,
að þetta væri áríðandi.
Hann andvarpaði. — Þú verð-
ur víst að gera það. f svona
málum verður maður sjálfur að
ráða fram úr vandanum. En svo
bætti hann fljótt við. — Hlust-
aðu nú á, væna min, ef eitthvað
verður ekki í iagi .... ég á við,
ef þú yrðir í einhverjum vand-
ræðum á eftir, þá komdu til
mín og spurðu mig ráða. Ég
verð kominn heim klukkan ell-
efu. Komdu þá til mín, því að ef
þú ert eittihvað óróleg, er þér
betra að vera ektoi ein.
— Ó þú ert svo góður, Don.
Ekki veit ég hvernig ég færi að
ef þú værir ekki.
Hún var hálfveik af hræðslu
á miðvikudagskvöldið. Hún
reyndi að hugga sig við það, að
kannski yrði etoki neitt úr neinu.
Um klukkan tíu klæddi hún
sig í kvöldkjól. Jafnvel eftir að
hún var albúin, dokaði hún tals-
vert lengi í íbúðinni. Marjorie,
sem hafði legið á legubekknum
með bók, leit á 'hana forvitni-
augiun.
— Hvaða stefnumót ætlarðu
nú á? spurði hún. — Og er skki
orðið full-framorðið?
— Jú, ekki er því að nei‘a,
samþykkti Paula og vonaði að
hafa talað með eðlilegri rödd. —
Það er miðnæturverður.
— Ég hélt ekki að þeir væru
til nema I heimavistarskólum,
sagði Marjorie. — Ég get eicK.
verið neitt hrifin af þessum vini
þínum hver sem hann kann að
vera. Hann hefði að minnsta
kosti getað haft af fyrir þér
þangað til samkvæmið hefst.
— Ég er nú etoki að fara út með
neinum sérstökum. Þeita er sam
kvæmi.
— Gott og vel, sagði Marjorie
og teygði úr sér og geispaði. —
Ég vona að þú verðir ekki alltof
þung á þér í fyrramálið. Það er
talsvert að gera hjá okkur núna
... svo er guði fyrir að þakka.
Það er gott tiil þess að 'hugsa,
að fólk heldur áfram að eignast
börn og gefa þeim leikföng,
hve-su döpru ^kapi sem heimur-
inn kann að vera i. En vel i
minnzt: — Ég hef ekki séð herr-
ann þinn svo lengi. Hvað er orð-
ið af honum?
Paula píndi sig til að brosa:
Höfum opnað
verzlun, með unglinga- og barnafatnað, alls konar tilbúinn
fatnað og smávörur, í Suðurveri við Stigahlíð, Kringlubrautar
megin undir nafninu KATARÍNA.
Reynið viðskiptin.
Katarina sími 81920.