Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967. 23 Ásbjörn Ö. Jónsson málnram. — Kveðja ÁSBJÖRN fæddist 1 Innri- Njarðvik 20. júlí 1901. Faðir hans var Jón Jónsson frá Arakoti á Skeiðum, mannkostamaður, móð- ir Þorbjörg Ásbjörnádóttir frá Innri-Njarðvík. Hennar hef ég heyrt getið sem úrvalskonu og er ætt hennar víða kunn. Ungur fluttist Asbjörn til Reykjavíkur, stundaði verzlun- arnám, lærði málaraiðn og kvæntist Petrínu Guðmundsdótt- ur er hann missti síðan frá fjór- um börnum, sumum lítt vöxnum úr grasi. >á réðist til hans Asa Jónsdóttir, en hún dó eftir skamma 9ambúð þeirra og barn ungt, er þau höfðu eignast. Nokkru síðar kvæntist hann Jór- unni Jónsdóttur, sem lifir hann ásamt dóttur þeirra uppkominni. Öll eru börn Ásbjörns einkar mannvænleg og bera móðerni 'rinu gott vitni. Ásbjöm hafði góðan heimanbúnað og ríku legan farareyri í þá för, sem nú er á enda. Hann var glæsi- menni, hvatlegur og bar sig vel, góðum gáfum gæddur, lundin ör og áhuginn sívakandi á fjöl- mörgum viðfangsefnum. Allt er þetta góður heimanbúnaður, en mörgum verður þó villugjarnt í völundarhúsi fjölhæfninnar. Þess vegna finnst mér, að Ásbimi hafi tekizt vel að þræða færar leiðir og forðast öngvegi. Hann var mjög fær í iðn sinni og vandaði hvert verk er hann tók að sér. íþróttir stundaði hann og leik- fimi, t. d. með sýningarflokki ÍR. >á lék hann nokkuð á hljóðfæri og samdi jafnvel lög sér til gam- ans. Aðal tómstundaiðja As- björns var þó tungumálanám og var hann þar ekki við eina fjöl felldur. >ó áttu rómönsku mál- in, ítalska og spænska, hug hans allan, einkum þó spænska, sú fagra tunga. Hann talaði hana reiprenn- andi, og mjög vel, en það sagði mér hr. Fernandes Romero, sem var spænskur sendikennari hér við háskólann og góður vinur Asbjörns. Suðurlandabúar, sem komu hingað til náms eða ann- arra erinda, áttu þar hauk í horni, sem Ásbjörn var, enda var hann greiðvikinn og bón- góður svo af bar og spurði þá ekki um eigin hag jafnan. Börn voru honum að skapi og málvin- ur var hann ýmsum þeim, sem fáa áttu aðra, jafnvel daufum og dumbum. Ásbjörn var mjög örgeðja, en bar ekki í sér þann illkynja gróður mikilla skapsmuna, sem spillir manninum sjálfum. Létt- leikinn og kátínan var alltaf á næsta leiti, sem og skopskyggn- in og honum tókst alltaf að varðveita þá gáfu barnsins, sem flestir týna, það er, að geta undrast og hrifist. Ég sá hann oft barnslega glaðan og kátan og sérlega er mér minnisstæður kankvís og launkíminn svipur hans í glöðum hóp, er hann sagði sjálfur frá eða við nutum frásagnarsnilldar Jórunnar, konu hans, um skopleg tilvik lífsins. Ég sagði í upphafi, að farar- eyrir Ásbjörns hafi verið ríku- legur. Já, það er nú svo, að all- ir höfum við nokkurn farareyri og endist misjafnlega. Avaxtast hjá sumum, en aðrir brjóta skip sín í spón svo týnist fé allt. Ásbjörn sigldi stundum krapp- an sjó og næddi napurt um hann en skip hans er þó komið heilt í höfn. Ég skal ekki dæma um hversu hann varði farareyri sín- um, en það hygg ég, að hann fari héðan skuldlaus við mig og aðra. Sveinn Ágústsson. Karl Vilhjólmur Kjartansson - Minning í DAG fer fram frá Keflavíkur- kirkju, útför Karls Vilhjálms Kjartanssonar, Klapparstíg 8 í Keflavík, en hann lézt í sjúkra- húsinu í Keflavík 21. apríl sl. Karl var fæddur 7. apríl 1915 í Stykkishólmi, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Kjartans Ólafssonar. Karl ólst upp hjá foreldrum sínum í Stykkishólmi og Sandi og fluttist með þeim til Keflaviikur árið 1929. Karl var eftirsóttur til allrar vinnu og má segja að honuim félli aldrei verk úr hendi. Hann stundaði lengst vinnu við ýmis atörf í Keflavík, oftast sem land- maður við sjávaj-útveginn. Hann vann mörg ár á Keflavíkurflug- velli og hlaut fyrir störf sín þar sérstaka viðurkenningu, sem trú- verðugur starfsmaður. Á síðastliðnu ári gerðist hann starfsmaður póstihússins í Ketfla- vík og hugðist hann geta starfað þar í framtíðinni, en þá kenndi hann sjúkleika er leiddi til þess að hann varð að leggjast inn á sjúkrahús til uppskurðar. Eftir að hann kom af sjúkrahúsinu var hann heima og hugðist geta fljótlega hafið starfið aftur, en margt fer öðruvísi en ætlað er, hann varð að fara á sjúkrahús aftur og lézt eftir miklar þján- ingar á sjúkrahúsinu í Keflavík hinn 21. apríl. Karl Kjartansson var karl- mannlegur maður, hafði glaða og létta lund. Hann var einn af áhugamönnum Keflvíkinga í bridge-spili og var oft valinn til keppni, bæði í Keflavík og ann- arsstaðar. Sem dæmi um dugnað Karls, byggði hann sér á unga aldri íbúð í Keflavík, sem hann bjó í, Klapparstíg 8. Ég kynntist Karli fyrir nokkrum árum, og eftir því sem okkar kynni urðu meiri fann ég hvaða mann hann hafði að geyma. Karl var kvæntur Theodóru Ásu Þórarinsdóttur frá Lundi í Vestmannaeyjum, góðri konu, sem bjó honum gott heimili sem hann kunni að meta. >au eign- uðust einn son, Kristján >ór, sem nú er 10 ára. Nú þegar Karl hefir verið kall aður til annarra starfa, þakka vinir og kunningjar honum marg ar ánægjustundir er þeir áttu með honurn í lifinu og biðja hon- um blessunar Guðs. Konu hans, syni, foreldrum og vinum sendi ég samúðarkveðju. G. Ólafsson. Snjólfur Snjólfsson — Kveðjn Kveðja frá dótturbörnum. F. 30. 1. 1899. D. 20. 10. 1966. Dáinn er aldinn ái. Alvöld kölluðu höldinn. Song hefir sezt að mörgum. Saknað er hugljúfs skatna. Kona og maður muna, mann og föður með glöðum Rúmgott skrifstofuhúsnæði óskast í Miðborginni. Tilboð sendist afgreiðslu merkt: „2271“ fyrir 5. maí. börnum, er gráta gjarnan, góðan afa er misst hafa. Hjartans vinur af hjarta og huga klökkvum vér þökkum, þér fyrir yndis árin, engir gleyma þér heima. Afi minn kæri afi! elsku þinnar við minnumst. í garði lífsins þú gerðir gott, nú blessi þig Drottinn. Tilboð óskast í húseignina Brúsastaði í Hafnarfirði ásamt til- heyrandi lóð, (5.000 ferm.) sem er mjög falleg og liggur að sjó. Tilboð óskast send fyrir 14. maí næstkomandi til Reynis Guðmundssonar, Brúsa- stöðum, Hafnarfirði, sem áskiiur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. - RÆÐA OLAFS Framhald af bls. 10. sem þá ríkti í atvinnumálum þjóðarinnar. Sem dæmi um það síðara má nefna þá stökkþróun sem varð á þessu tímabili i vexti SÍS og kaupfélaganna. Skulu því til sönnunar birtar nokkrar tölur úr töflum aftan við afmælisrit SÍS, er út kom árið 1942 og Gísli Guðmundsson, alþm. samdi. Ná þessar tölur yfir tíma- bilið 1933—38, eða valdatímabil stjórnar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, að undan teknu fyrsta árinu, 1933, sem yrði þá notað til viðmiðunar. Vörusala Sambandsins (aðkeypt ar vörurj óx úr 4810 þús. kr, árið 1933 í 10447 þús. kr. árið 1938 eða meira en tvöfaldaðist. Eigin framleiðsla óx úr 1030 þús. kr. í 3050 þús. kr. eða ná- lega þrefaldaðist. Sala aðkeyptra vara á vegum kaupfélaganna óx úr 6830 þús. kr. árið 1933 í 18913 þús. kr. 1938 eða um nær 180%. Starfsliði kaupfélaganna og SÍS fjölgaði úr 337 árið 1933 í 855 árið 1938, er það fjölgun nokk- urn veginn til samræmis við aukna veltu. Nú hélzt innflutningur nokk- urn veginn óbreyttur að verð- mæti á þessu tímabili eða óx að- eins um 2%, en með tilliti til þess að verðlag innfluttrar vöru hækkaði um 7% á tímabilinu var um raunverulegan samdrátt á innf-lutningi -að ræða. Mikill raunverulegur samdráttur hefir þá hlotið að eiga sér stað í kaup- mannaverzluninni á tímabilinu, og ekki sízt, ef tekið er tillit til þess, að talsverðir fólksflutning- ar hafa átt sér stað frá dreifbýl- inu, þar sem kaupfélagsverzlun- in yfirleitt var ríkjandi, fil kaup- staðanna, þar sem hennar gætti miinna. Vafalaust má færa fyrir því einhver rök að starfsemi SÍS og kaupfélaganna hefði vaxið á þessu tímabili þótt höftin hefðu ekki komið til. Engu að síður tala otfangreind- ar tölur sínu máli um það, ihversu blygðunarlaust ríkis- stjórn sú, sem þá fór með völd hefir látið gjaldeyrisúthlutunina ívilna þeim fyrirtækjum, sem voru einn helzti bakjarl hennar bæði fjárhagslega og á annan hátt, á kostnað annarra fyrir- tækja, er við þau kepptu. Á spillingin að vera undirstaða efnahagskerfisins og stjórnmálastarfseminnar? >að er fjarri mér að halda því fram, að Framsóknar- og Alþýðu flokksmenn séu þeir einu, sem notað ’hafa aðstöðu sína í póli- tíiskum úthlutunarnefndum til framdráttar einstaklingum og fyrirtækjum, hverra hag þeir einkum báru fyrir brjósti. >að sa-ma hafa fulltrúar annarra flokka í úthlutunarnefndunum vafalaust einnig gert, þegar að- staða leyfði, þótt slíkt verði sennilega erfitt að sanna með tölurn á sama hátt og hér hefir verið gert, enda voru allir lengst af samtaka um það, að sveipa starfshætti þessarra nefnda hjúp leyndarinnar. Og þó að gjald- eyrisúthlutunarnefndirnar og aðrar slíkar væru að vísu hinn mesti dragbítur á framfarir og framtak voru þær að sínu leyti Búkollur fyrir þá stjórnmála- flokka, sem að þeim áttu aðild. Ekki er ég þó með þessu að full- yrða, að bein mútustarfsemi hafi átt sér stað við þessar úthlut- anir. En athyglisvert er það, að nú er kvartað hástöfum yfir fjiárhagsvandræðum ýmissa flokksblaða, þrátt fyrir alla vel- megun almennings. Ætli skýr- in-gin geti ekki að einhverju leyti legið í því, að menn vissu það á haftaárunum, að með því að styrkja flokka sína og mál- gögn þeirra fjárhagslega eða á annan hátt, keyptu þeir sér að- gang að því að öðlast fyrir- greiðslu fulltrúa síns flokks i úthlutunarnefndunum, eða að fá einhverja framámenn í flokkun- um til þess að beita áhrifum sín- um máli þeirra til framdráttar við þessa fulltrúa? Ekki má heldur skilja mig svo, að tilgangurinn . með birtingu framangreindra talna sé ádeila eða árás á samvinnuhreyfing- una. Hún á vissulega mikilvægu hlutverki að gegna í atvinnulífi þjóðarinnar, og ekki síður þeg- ar viðskiptafrelsi ríkir, nema fremur sé. Að vísu hafa forsvars menn samvinnuhreyfingarinnar notað sér aðstöðu sína til þess að fá sem mest í sinn hlut frá úthlutunarnefndunum, en það var ekki annað en það sem all- ir, sem atvinnurekstur höfðu með höndum gerðu á þessum tímum, og urðu að gera, ef þeir áttu að lifa. Á síðustu mánuðum hafa mik- ið verið rœddar ákærur á nokkra einstaklinga fyrir meint- an fjárdrátt og annað fjármála- misferli. Hafa stjórnarandstöðu- blöðin verið full heilagrar vand- lætingar yfir því, að ekki sé nógu skelegglega unnið að þvi, að fiá þessi mál upplýst og láta þá sæta ábyrgð er sekir kunna að finnast. Sízt af öllu sikal þess latt hér, að hraðað sé eftir föng- um rekstri sakamála og dómfell- ingu þeirra, er sannir reynast að sök. Alltaf tekur þó rannsókn slikra mála, sem oft eru mjög flókin, sinn tíma, og gæta verð- ur þess auðvitað, að enginn verði dæmdur, fyrr en sök hanj hefir verið sönnuð að fullu. Seint mun það og verða fyrir- byggt með öllu, að einstakling- ar gerist ekki brotlegir við lög samborgara sinna. En hitt er hægt að fyrirbyggja — og að mínu áliti hafa verið stigin stór spor í þá átt með þeirri efna- hagsmálastefnu, er núverandi ríkisstjórn hefir beitt sér fyrir — að spilling og hlutdrægni sé beinlínis undirstaða hagstjórnar- innar og stjórnmálastarfseminn- ar, svo sem var á hinu langvar- andi haftatímabili frá 1931—60. Hvort ’halda eigi áfram á þeirrl braut, sem mörkuð hefir verið eða hvort hverfa eigi aftur til kyrrstöðu og spillingar hafta- kerfisins verður einmitt höfuð- málið, sem kosningar þær, sem í hönd fara snúast um. Á myndinni eru nokkrar konur úr Kvennadeildinni við veizlu- borð i gestaboði Skagfirðingafélagsins. Bazar og kaffisala Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík heldur bazar og kaffisölu í Lindarbæ 1. maí n.k. kl. 2 sd. Á boðstólum verða margir fallegir munir, sem kon- urnar hafa unnið í vetur. Enn- fremur verður veizlukaffi og vel til þess vandað. Deildin hefur styrkt Sjúkrasjóð Skagafjarðar- sýslu, sem nýlega var stofnaður og hyggst gera það áfram, 1 vetur hafa verið haldnir nokkr- ir fræðslu- og skemmtifundir og hafa þeir verið mjög vel sóttir. Sunnudaginn 25. júní nk. er ráðgert að fara i eins dags ferðalag, sem öllum Skagfirðing- um í Reykjavík og nágrenni er heimil þátttaka í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.