Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 18
22 MORGUNBLAÐIB. LAUGARÐAGUR 29. APRÍL 1967. Adólf Sveinsson Keflavík — Minning Dáinn, horfinn. Harmafregn. Hvilíkt orð mig dynur yfir. ÞESSAR ljóðlínur þjóðskáldsins komu í huga mér, þá er ég frétti hið skyndilega fráfall vinar míns, Adólfs Sveinssonar, Birki- teig 10, Keflavík, hinn 24. apríl sl. í sannleika sagt átti ég í fyrstu erfitt með að trúa því og enn verr að sætta mig við, að Adólf væri svo skyndilega horf- inn sjónum mínum, og svo mun hafa verið um fleiri. En ég veit, að látinn lifir, Það er huggun harmi gegn. Adólf Sveinsson, sem í dag verður til grafar borinn, fæddist í Reykjavík hinn 13. maí 1920. Kornungur fluttist hann til Vestmannaeyja, þar sem hann ólst upp hjá móður sinni, Guð- nýju Ólafsdóttur, og stjúpföður, Snæbirni Bjarnasyni, sem ég heyrði hann oft tala um af sér- stakri ástúð, hlýju og virðingu. f Eyjum bjó hann nærri sam- fleytt fram yfir tvítugsaldur, og þegar hann flytur þaðan, hafði hann lokið sveinsprófi í bifvéla- virkjun. Árið 1943 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Huldu Randrup, sem reyndist honum traustur og góður förunautur í hvívetna. Varð þeim hjónutn sex barna auðið, sem öll eru á lífi, og eru 3 þeirra enn ófermd. Árið 1950 flytur Adólf með fjöl- skyldu sína til Keflavíkur. Þau hjónin höfðu hafið búskap sinn á Akranesi og búið þar nærri samfleytt, þar til þau fluttu til Keflavíkur, að undanteknu einu ári, sem þau dvöldu í Danmörku, þar sem Adólf heitinn starfaði sem bifvélavirkL Á Akranesi starfrækti Adólf heitinn um tima bílaviðgerðarverkstæði. Nokkru eftir að Adólf heitinn flutti til Keflavíkur, stofnsetti ásamt svila sínum, Georg Orms- syni, bílaviðgerðarverkstæðL sem þeir ráku með miklum myndarbrag í nokkur ár. Síðar gerðist hann vörubílstjóri, en þegar vinnan dróst saman hjá t Bróðir minn og mágur, Eric A. Gook, lézt í sjúkrahúsi í Englandi aðfaranótt 27. apríl. Irene Gook Gunnlangsson, Guðni Gunnlaugsson. tlt Systir okkar, Guðrún Nielsdóttir, Gunnarssundi 1, verður jarðsungin frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 29. apríl kL 2 e. h. Torfhildur og Borghildur Nielsdætur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Þórunnar ívarsdóttur, Holtsgötu 7, Hafnarfirði. Stefán Stefánsson, hörn, tengdabörn og barnabörn. vörubílstjórum, seldi hann vöru- bíl sinn. Gerðist hann þá um tíma starfsmaður hjá Olíusam- lagi Keflavíkur, og árið 1963 gerðist hann bílstjóri hjá SBK, og þar vann hann til æviloka. Adólf heitinn var mjög vel látinn starfsmaður, hvort sem hann starfaði við sín eigin fyrir- tæki eða hjá öðrum. Bæði var það, að hann var frábær bíl- stjóri, tillitssamur og geðprúður við farþega. Ennfremur var hann sérstaklega verklaginn og verkhygginn og hafði mjög stað- góða þekkingu á bifreiðutn. Hann var og kröfuharður við sjálfan sig í starfi, gæddur ríkri ábyrgðartilfinningu, enda kapp- kostaði hann að leysa öll sín störf af hendi af einstakri alúð og kostgæfni. Sem dæmi um það, hve mikils álits hann naut, er mér kunmugt um það, að svo mjög var sótzt eftir honum að kenna við námskeið til meira- prófs í akstri bifreiða, og vinnu- veitendur hans beðnir að hliðra svo til með starf hans hjá þeim, að hann gæti kennt í námskeið- um þessum. Adólf heitinm hafði líka unun af að miðla örðum af þekkingu sinni í þessum efnum. Ég tel mér það til mikillar gæfu, að mér skyldi hlotnast það að kynnast og hljóta vin- áttu þessa góða drengs. Mér varð það bæði göfgandi og þroskandi. Græzkulaus glað- værð hans, greiðvikni hans og hjálpfýsi, ræktarsemi hans við skyldmenni og vini, drenglyndi hans og hjartahlýja voru eigin- leikar, sem hann var gæddur af í ríkum mælL og sem hann sýndi í orði og þó einkum í verki. Þeir eru margir, og þó einkum skyldmenni hans og ást- vinir, sem standa í mikilli þakk- arskuld fyrir ræktarsemi hans og hjálpfýsi. Mikill harmur er kveðinn að eiginkonu hans, börnum, föður, stjúpmóður, systkinum, hálf- systkinum við hið snögga frá- fall Adólfs heitins, en það er huggun harmi gegn að eiga slíka minningu góðs drengs sem Adólf heitinn var. Eiginkonu, bðrnum, föður, stjúpmóður, systkinum og hálf- systkinum hins látna vinar flyt ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. B. F. H. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfalí og jarðar- för Bjarna Ólafssonar, bróður okkar. Margrét Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Albert Ólafsson, Lára Vilhelmsdóttir, Hulda Olgeirsson. t Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okk- ar, tengdaföður og afa, Magnúsar Ólafssonar, fyrrv. prentsmiðjustjóra, ísafirði. Sérstakar þakkir færu-m við herra Sigurði Jónssyni, prent- smiðjustjóra, herra Ragnari H. Ragnar, söngstjóra, og Sunnukórnum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Fæddur 13. maí 1920. Dáinn 21. apríl 1967. ELFA tímans liðast áfrcim án afláts, eins og fallvatn til sjávar. Hið mannlega líf fylgir flaumn- um á ærið misjafnan hátt. Sum- ir hverfa sjónum á fyrsta skeiði ævinnar, án þess að séð verði hver lífstilgangur sköpunarinnar er. Öðrum auðnast að ljúka löngum ævidegi til heilla og hagsældar fyrir land sitt og þjóð. Og enn aðrir falla fyrir miskunnarlausri hönd dauðans í blóma lífsins, meðan ævistarfi virðist hvergi nærri lokið og þróttur og þrek ólamað. Armur dauðans teygir sig á alla vegu. Hann spyr ekki eftir sjúkum eða heilbrigðum, mátt- vana eða styrkum, öldnum eða ungum, einstaklingum eða fyrir- vinnum. Þegar lokastund sér- hvers einstaklings er upprunnin þá er engin miskunn sýnd, eng- inn frestur gerfinn, engin náð veitt. Svo snauður er hinn mann legi máttur, áð hann fær engu þar um ráðið. Það eru æðri máttarvöld, sem hafa úrslita- valdið í hendi sér og knýja á dyr mannlífsins þegar tíma hins jarðneska lífs er lokið. Þetta er sú staðreynd, sem aldrei verður umflúin og jafnframt það eina í heimi hér, sem allir menn og allt líf á fullkomlega víst,það að dauðinn kemur með útrétta hönd og hrifsar fórn sína, án tillits til aldursskeiðs hennar, þreks eða aðstæðna. Oft hefir hann raunverulega gert boð á undan sér með sjúk- dómum er herja mannslíkamann, og á ýmsan annan hátt, en hann kemur líka ósjaldan óvænt og fyrirvaralaust, eins og fellibylur, sem lýstur jörð og haf í einu vetfangL Eitt slíkt hörmulegt atvik átti sér stað á Reykjanesbraut, skammt frá Keflavík, að kvöldi þess 20. apríl sl., er árekstur varð milli tveggja bifreiða frá Keflavík, með þeim afleiðing- um að vinur minn, allt frá barn- æsku, Adolf Sveinsson, lét lífið af völdum hans. Fregnin um það hryllilega slys varð mér reiðar- slag, er ég las hana í blöðum og heyrði í útvarpi, en þó eðlilega áreiðanlega minna en nánustu vandamönnum hans og ættingj- um, þar á meðal tveim ungum sonum hans, sem staddir voru á hafi úti og heyrðu fyrst fregn- ina um dauða föður síns í þrí- endurteknum fréttum útvarpsins sama kvöldið, þráft fyrir tilraun ir aðstandenda til að stöðva þennan fréttaflutning, þar sem ekki hafði tekizt að ná sambandi við piltana. Slíkur fréttaflutn- ingur Ríkisútvarpsins er víta- verður og vonandi að hann end- urtaki sig aldreL Adolf Sveinsson var fæddur í Reykjavík 13. maí 1920. For- eldrar hans voru Guðný Ólafs- dóttir og Sveinn Ásmundsson, núverandi bifreiðastjóri hjá BSR. Bæði voru þau og eða eru hinar ágætustu manngerðir, góð- mennsku gæddar, hjálpfúsar og trygglyndar. Adolf var því af góðum stofni kominn. Þegar hann var á öðru ári fluttist hann til Vestmannaeyja með móður sinni og stjúpföður, Snæbirni Bjarnasyni, húsasmíða meistara, náins ættingja hins t Þökkum af alhug auðsýnda hluttekningu, við andlát og útför eiginmanns míns og föð- ur okkar, Einars Jónssonar, Bakka, Landeyjum. Kristbjörg Guðmundsdóttir og börnin. landskunna garps og sævíkings Snæbjarnar í Hergilsey. Þar ólst hann upp, ásamt stórum syst- kinahópi í húsi því við Kirkju- veg, sem Snæbjörn byggði og nefndi Hergilsey. Adolf átti heimili í Eyjum allt fram til fyrstu. stríðsáranna, en þá hélt hann til Reykjavíkur til atarfa hjá Sveini föður sínum, sem þá hafði um langt skeið rekið bifreiðaverkstæðið Sveinn og Geiri við Hverfisgötu 78. Áð- ur hafði Adolf numið bifvéla- virkjun í Eyjum. Eftir lok stríðsins fór hann til Danmerkur, ásamt konu sinni, vann þar hjá General Motors og stundaði nám í tækniskóla. Dvöldu þau þar hátt í tvö ár. Eftir heimkomuna gerðist hann verkstjóri Bílaverkstæðis Akraness um nokkurra ára skeið, en hóf síðan störf á bíla- verkstæði Jóns Loftssonar í Reykjavík. Fyrir um það bil 13 árum fluttust þau hjónin til Kefla- víkur og vann Adolf þar alla tíð ýmis störf í sambandi við bif- reiðar. Hann var þar m.a. verk- stjóri á bílaverkstæði Olíusam- lags Keflavíkur um alllangt skeið, rak eigið verkstæði, gerð- ist síðan bifreiðastjóri á Vöru- bílastöð Keflavíkur og síðustu árin var hann bifreiðarstjóri hjá Sérleyfisbílum Keflavíkur á áætlunarleiðinni Reykjavík— Keflavík og talinn einn af beztu og öruggustu bifreiðastjórum þess fyrirtækis. Á þessum ár- um byggðu þau hjónin húsið Birkiteig 10, af mikilli elju og dugnaðL enda áttu þau þungt heimilL Adolf var óvenju fær í iðn sinnL enda fól Bifre.ðaeftirlit ríkisins honum kennarastörf til undirbúnings undir meirapróf bílstjóra, ár eftir ár. Hann var fljótvirkur, afkasta- góður og snarráður á verksviði sínu, enda eftirsóttur til starfa; liðlegur og hjálpsamur jafnt á nóttu sem degi og hirti þá minna um fjárhagslegan ábata heldur en hitt, að gera öðrum greiða. Hann var vinsæll maður mjög og vel látinn og trú- mennska var honum í blóð borin. Á sekini árum stríðsins kvænt- ist Adolf Huldu Randrup frá HafnarfirðL einhverri hæglát- ustu, yndislegustu og góðmann- legustu konu, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinnL Sambúð þeirra og samheldni var slík að til fádæma má telja. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru á lífL ung að árum, og þar af eru þrjú þeirra innan fermingaraldurs. Við Adolf lékum okkur saman þegar við vorum litlir drengir í Vestmannaeyjum. Þau kynni, sem þá sköpuðust okkar á milli entust allt til hans dauðadags. í vitund minni ljómar skær minn- ing um kæran bernskufélaga, starfsbróður um alllangt skeið á yngri árum og trygga og órofa ævilanga vináttu. Örlögin eru margslungin og 6- skiljanleg. Adolf og systkinl hans fóru ekki varhluta af þeim. Bílslys og flugslys hafa sótt þau heim, samfara heilsubresti. Og svo dynur þetta reiðarslag yfir á Reykjanesbraut, — eitt slysið enn í fjölskyldunni. Og maður freistast til að hugleiða hvort örlögin séu virkilega svo misk- unnarlaus og grimm að ljósta sumar fjölskyldur hryllilegum höggum, en hlífa öðrum. Með fráfalli vinar míns, Adolfs Sveinssonar, er mikill harmur kveðinn, fyrst og fremst að eig- inkonu hans og börnum. En það er þó huggun að minningin um góðan eiginmann og föður mun'- lýsa sem leiftrandi kyndill fram á ókomin ár. Útför Adolfs Sveinssonar fer fram í dag frá Keflavíkurkirkju, þeirri sömu kirkju sem útför bróður hans fór fram frá, fyrir um það bil þrem vikum. Sú er trú mín og vissa að Ijós almættis ins mun skína yfir þeirri helgu athöfn, — það ljós, — sú birta, — það leiftur, sem mildar harm og græðir sár. Eiginkonu Adolfs, börnum hans og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð mína og bið þeim af alhug leiðsagnar hins alvalda ókomin æviár. Jónas St. Lúðvílsson. Kjarfian Árnason skipstjórí Fæddur 1. júlí 1898. Dáinn 22. apríl 1967. í DAG verður kvaddur Kjartan Árnason, fyrrverandi skipstjórL er andaðist að heimili sínu þann 22. þessa mánaðar. Það er oft skammt á milli lífs og dauða. Við starfsfélagar hans vissum að vísu, að hann gekk ekki heill til skógar, en að svo stutt væri eftir, hafði okkur ekki órað fyrir. Kjartan fæddist þann 1. júlí 1898 að Pétursey í Dyrhóla- hreppL Vestur-SkaftafeUssýslu. Árið 1940, eftir farsælan feril á sjónum, hóf hann starf sitt hjá Slippféíaginu í Reykjavík hf., sem verkstjóri við skipasetning- ar og brautir félagsins. Kjartan var ekki hávaðamaður. Að öllum - Minnmg störfum gekk hann með fram- úrskarandi samvizkusemL virtur og vinsæll af húsbændum jafnt sem viðskiptavinum félagsins. Við starfsfélagar hans, sem þekktum og mátum mikils mann kosti hans, eigum á bak að sjá góðum félaga. Nú að leiðarlok- um eru honum færðar hjartan* þakkir. Við þykjumst þess full- vissir, að heimkoman verður björt og fögur. Kjartan var kvæntur elsku- legri konu, Ingibjörgu Þórðar- dóttur, og áttu þau 3 dætur, sem adlar eru nú giftar. HennL dætr- unum og öðru skylduliði sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þórarinn Sveinsson. Hugheilar þakkir færi ég öllum sem sýndu mér vinar- hug og glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum á sextugsaf- mæli mínu, 21. apríl ls. Lifið öll heiL Ingvar Jónsson, Stigahlið 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.