Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967. Baldvin Tryggvason í rœðu á Landsfundi Sjálfsfœðisflokksins: Frjálsræði og svigrúm fyrir listamenn, lista- og menningarstofnanir Á 17 LANDSFUNDI Sjálf- stæðisflokksins var samþykkt að vísa til miðstjómar flokks- ins ályktun um menningar- mál, sem Mbl. birti sl. fimmtudag. Þegar tillaga þessi var borin fram flutti Baldvin Tryggvason, forstjóri Almenna bókafélagsins, ræðu, þar sem hann gerði nánari grein fyrir einstök- um atriðum þessarar álykt- unar. Þykir Mbl. ástæða til að birta ræðu þessa í heild og fer hún hér á eftir. Á næsta ári eru liðin 50 ár frá fullveldistöku Islands, en á þessum örskamma tíma, sem spannar vart líf tveggja kyn- slóða, hafa lífskjör þjóðarinnar tekið svo einstæðum stakka- skiptum, að engu er líkara en að hún hafi stigið áfangalaust út úr allsleysi myrkra miðalda og inn í allsnægtaþjóðfélag nútím- ans. Stórfelldust hefur samt þró- unin orðið hin allra síðustu ár, og er nú svo komið, að við bú- um við efnalega velsæld á borð við þær þjóðir, sem þar standa fremst. Að sjálfsögðu hefur þessi hraða samfélagsþróun sagt ræki- lega til sín á öllum sviðum þjóð- lífsins og jafnvel umbylt því frá rótum. Fyrir örfáum áratug- um bjó allur þorri þjóðarinnar í sveit, þar sem hver fjölskylda um sig lifði í einangruðum heimi, án verulegra samskipta við aðra en næstu nágranna. í dag býr stærstur hluti lands- manna í þorpum og kaupstöð- um, og um það bil helmingur í Reykjavík og í nágrenni henn- ar. Jafnframt þessu er einangrun þjóðarinnar að fullu rofin, bæði inn á sið og út á við. Nú fljúga menn landshorna milli á viðlíka mörgum mínútum og jafnlangt ferðalag tók áður marga daga, og tugþúsundir fslendinga ferðast á ári hverju vítt um lönd. Á sviði menntunar og menn- ingarmála hefur breytingin ekki orðið minni, nema síður sé, og þar er vissulega fengin reynsla fyrir því, að mennt er máttur. Þegar öll kurl koma til grafar og skyggnzt er fyrir um hina öru samfélagsþróun á síðustu áratugum mun fljótt koma í ljós, að forsenda hennar er einmitt sí- aukin menntun og vaxandi vís- indaleg þekking og tæknikunn- átta. Það er því enn sem fyrr eitt af meginstefnumálum Sjálfstæð- isflokksins að stuðla að enn bættri námsaðstöðu uppvaxandi kynslóðar, greiða fyrir hinni fullkomnustu tæknimenntun og efla vísindastofnanir landsins til ýtrasta átaks í framfarasókn þjóðarinnar. Leggja ber mikla rækt við að bæta starfsskilyrði þeirra manna, er sinna vísinda- legum verkefnum, svo að það m. a. verði ungum vísindamönn- um hvatning til að beita þekk- ingu sinni og hæfileikum í þágu þess lands, er ól þá og mest þarf á menntun þeirra að halda. En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, og það ættu Is- lendingar að skilja flestum þjóð- um betur. Á mörgum og myrk- um öldum í sögu hennar voru það íslenzkar bókmenntir, sem brýndu vilja hennar og þrek til að lifa hörmungarnar af. Og vonandi kemur aldrei til þess, að þjóðin gleymi því, að án íslenzkra bókmennta, án þess mienningararfs, sem florfeður okkar hafa skilað nútiðinni í hendur, væri íslenzk þjóð ekki til. Skuld okkar við bókina verð- ur aldrei að fullu greidd. Til allrar hamingju eru fs- lendingar enn í dag bókelsk þjóð, sem hlutfallslega leggur meira fé í bækur árlega en nokkur önnur. Aðstoð til bókaútgáfu. Að því er bezt verður séð kaupir hver meðalfjölskylda hér á landi 8—10 íslenzkar bækur árlega, auk námsbóka. En allt að einu steðjar margur vandi að íslenzkri bókagerð í dag, og á það sér bæði innlendar og er- lendar orsakir. Vegna sívaxandi kunnáttu íslendinga í erlendum tungumálum eykst sala erlendra bóka hröðum skrefum og í ann- an stað fer meðalverð útlendra bóka stöðugt lækkandi. Ber þar tvennt til, að tækni við bóka- gerð erlendis hefur fleygt mjög ört fram og samvinna erlendra útgefenda aukizt að sama skapi, en það leiðir til stórum ódýrari framleiðslu, vegna hins mikla eintakafjölda, sem þá er prentað- ur hverju sinni. I>á stefnir þró- un erlendrar bókagerðar mjög í þá átt að gefa úc í æ ríkara mæli svonefndar vasabrotsbæk- ur. Er þá tilgangurinn sá, að gera lesmálið að ódýrri neyzlu- vöru fremur en að fallegri bók, sem geymd er að loknum lestri í bókasafni heimilisins. íslenzk útgáfustarfsemi stend- ur mjög höllum fæti gagnvart þessari þróun. Ógerlegt er að gefa út hérlendis vasabrotsbæk- ur, sem standist hina erlendu samkeppni, að því er verð og frágang snertir, enda eru áhrif hennar deginum ljósari, þar sem þýddum skáldritum, gefnum út á íslandi, fer sífellt fækkandi. Árið 1948 komu hér út 124 þýdd skáldrit, en á síðasta ári aðeins um 40. Að auki má benda á það, að bókmenntagildi þessara þýddu bóka sækir að sama skapi á lægra stig, svo að einungis 15 af þessum 40 þýddu bókum síðasta árs hafa umtalsvert Skáldskaþargildi. Þó að ég hafi drepið hér fyrst á þýddar bækur, er vandinn að því leyti samur um bækur ís- lenzkra höfunda, að kostnaður við sjálfa bókargerðina hækkar hér stöðugt, enda hefur tækni í bókagerð hérlendis lítið aukizt, nema helzt í prentun. Að sjálf- sögðu leiðir þetta til síhækk- andi bókaverðs, en það gefur auga leið, að því hljóta að vera einhver takmörk sett, hvað ís- lenzkar bækur mega kosta mik- ið, ef ekki á hreinlega til þess að koma, að menn hætti að kauþa þær. Og hvar stöndum við þá, hin íslenzka bókaþjóð? Ég legg áherzlu á það, að þetta er ekkert einkamál útgefenda eða rithöfunda, heldur brýnt vandamál, sem varðar þjóðina alla. Þegar íslenzk bókaútgáfa er í hæ'ttu stödd, er tilvera þjóð- arinnar í sama háskanum, því að framvegis sem hingað til hljóta bókmenntirnar að verða grundvöllur íslenzkrar menning- ar. En þótt hér sé við ærinn vanda að etja, er hann ekki óviðráðanlegur, sé drengilega við honum brugðizt. Ég get minnzt hér á eitt úr- ræði til athugunar. Ef öllum almenningsbókasöfnum á land- inu væri gert að kaupa eitt ein- tak hið minnsta af nýútkomnum bókum íslenzkra höfunda, væri þar með tryggð sala á 200—300 eintökum, og. gæti það bjargað miklu. Óhjákvæmilegt væri, að þessi kaupskylda yrði að ein- hverju leyti takmörkuð, svo að skorður yrðu reistar við mis- notkun hennar. Kæmi því til greina að fela ákveðnum aðila eða nefnd framkvæmd og eftir- lit þessara bókakaupa, enda fengi hún til þeirra sérstaka fjárveitingu af opinberu fé. Ég gæti hugsað mér, að í slíkri nefnd ættu sæti bókafulltrúi rík- isins, Landsbókavörður og þrír menn aðrir, einn tilnefndur af Háskólaráði, einn af Bandalagi íslenzkra listamanna og einn af menntamálaráðherra. En þó að þetta verði gert, er allt að einu nauðsynlegt, að gagnger athugun fari fram á að- stöðu íslenzkrar bókaútgáfu, og bráður bugur undinn að úr- bótum. Haft verði í huga, hvort ekki beri að afnema tolla á vél- um og efni til bókagerðar og blaða, og yrði ákvæðið um 50% toll af innfluttum bókum með íslenzkum texta jafnframt tekið til endurskoðunar. Ég geri mér ljóst, að þessi 50% tollur er verndartollur fyrir íslenzkan bókiðnað, en jafnvel þótt hann væri afnuminn í afmörkuðum til vikum, mundi ég þess fullviss, að íslenzkir bókiðnaðarmenn gætu haft í fullu tré við er- lenda aðila, ef tollar á efnivörum til þeirra og vélum yrðu afnumd- ir um leið. Baldvin Tryggvason Sögustaðirnir. Verum þéss minnug, að við bú- um í miðju Atlantshafi og yfir okkur flæða erlend áhrif, bæði úr austri og vestri. Við hljótum því að vera vel á verði og styrkja með öllum tiltækum ráðum þær meginstoðir, sem halda uppi ís- lenzkri menningarerfð. Og þar koma bókmenntir okkar í fremstu röð. Við verðum að glæða ást og virðingu uppvax- andi kynslóða fyrir öllu því, sem þar er fegurst, og gæta þess, að þær eigi þess jafnan kost að verða handgengnar fornum og nýjum bókmenntum þjóðar sinn- ar, og tengja þannig saman for- tið og nútíð. Við eigum einnig að gera land okkar sjálft að opinni bók ís- lenzkrar sögu með því m. a. að auðkenna alla helztu sögustaði með áletrunum, þar sem minnt er á þá atburði, er þar hafa gerzt, og áhrif þeirra á örlög þjóðarinnar. A þann hátt geta ferðalög um landið orðið mönn- um ómetanleg fræðsla um fortíð okkar og sögu, jafnframt því, sem menn njóta stórbrotinnar náttúru landsins. Erlendir menningarstraumar. En þó að ég leggi áherzlu á brýna nauðsyn þess, að við höld- um vöku okkar í umróti nýrra tíma og hafi bent á nokkurn vanda, sem steðjar að í íslenzkri þjóðmenningu, þá fer því víðs- fjarri, að ég sé svartsýnn á fram- vindu hennar. Sagan sýnir okk- ur, að einmitt þegar erlendir straumar hafa átt greiðastan veg til landsiris, hefur menningarlíf þjóðarinnar tekið riaestri blómg- un, en hnignun og stöðnun siglt að sama skapi í kjölfar einangr- unar. í því sambandi minnist ég þess, sem mér er vel kunnugt um, að fátt telja íslenzkir lista- menn sér nauðsynlegra en geta dvalizt erlendis öðru hverju og kynnzt af eigin raun því, sem er að gerast í listalífi heimsins. Fjöimargir þeirra hafa lagt mik- ið að sér 1 þessu skyni, og kannski á það einmitt veruleg- an þátt í því, að myndlistir hafa sennilega náð hér meiri þroska en aðrar listgreinar á síðustu áratugum. Fyrir þann tima voru myndlistarsýningar ærið sjald- gæfar, en nú teljast þær til dag- legra viðburða, og myndlistar- áhugi almennings leynir sér ekki, þegar komið er inn á heimili manna, því þar blasa svo að segja hvarvetna íslenzk málverk við augurrt. Þó eru enn lifandi á meðal okkar sumir þeir menn, sem fyrstir Islendinga helguðu myndlistum líf sitt, en aðrir þeirra nýlega látnir. Nú þegar liggja fyrir nokkr- ar milljónir króna, sem ætlaðar eru til byggingar veglegs húss fyrir Listasafn ríkisins, og hlýt- ur það að verða næsta verkefni ríkisins til eflingar myndlist í landinu að koma því upp hið fyrsta. Jafnframt þarf að stuðla að því, að upp rísi héraðslista- söfn, þar sem því verður bezt við komið, og listkynning þannig efld úti um landsbyggðina, m. a. með því móti, að þangað yrðu lánuð eða jafnvel gefin ýmis verk úr Listasafni ríkisins, að sjálfsögðu í samráði við List- ráð og að tilhlutun þess. Leiklistin. Alllangt er síðan tekið var að sýna sjónleiki úti um land, en um eiginlega leiklist hér er samt naumast að ræða fyrr en upp úr síðustu aldamótum og þá lengst af stunduð sem lítt eða ekki launað' sjálfboðastarf. Með tilkomu Þjóðleikhússins fengu íslenzkir leikarar í fyrsta sinn aðstöðu til að sinna list sinni sem aðalstarfi, og þó að Leikfélag Reykjavíkur eigi rúm 70 ár að baki, var það fyrst fyrir 4 eða 5 árum síðan, að örfáir leikarar komust þar á nokkur föst laun, sem hrökkva þeim samt engan veginn ein saman til lífsframfæris. Og enn er á fjölunum í Iðnó sá íslend- ingur, Haraldur Björnsson, sem fyrstur hætti á að gera leiklist að ævistarfi sínu. En grózka í leiklistarlífi þjóð- arinnar hefur verið ótrúlega mikil hin síðustu ár. Eftir að Þjóðleikhúsið kom til skjalanna og fjöldi félagsheimila, sem jafn- framt eru leikhús, hafa risið upp úti um land, hefur öll að- staða til leiklistar breytzt mjög til batnaðar, þó að aukin mennt- un leikara og leikhúsmanna skipti vitanlega mestu máli. En til framhalds þessari þróun virð- ist nú tvennt einkum nauðsyn- legt. Það þarf að koma upp nýju leikhúsi fyrir Leikfélag Reykjavíkur, og standa reyndar vonir til, að það rísi af grunni áður en langt um líður, með velviljuðum stuðningi borgaryf- irvaldanna. f annan stað þarf að leiklistarskóla á vegum ríkisins koma á fót, í samráði við leik- 'húsmenntaða aðila fullgildum og taki hann til eins eða tveggja ára náms við þeim nemendum, sem áður hafa útskrifazt frá Leiklistarskólum Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Sinfóníuhljómsveitin stærsta átakið. I tónlistarmálum hefur braut- ryðjendastarf slíkra manna sem dr. Páls ísólfssonar og fleiri samherja hans og tónlistarunn- enda borið slíkan ávöxt, að sjald- gæft má teljast. Tónlistarfélög og tónlistarskólar starfa nú víðs- vegar um land og hér í Reykja- vík eigum við æ oftar kost á hljómleikum, sem hver menning- arborg væri fullsæmd af. Stærsta átakið á þessu sviði er samt stofnun Sinfóníuhljóm- sveitarjnnar. En hún þarf enn að eflast og taka framförum, eigi hún að geta valdið þvf hlutverki sínu að túlka hljómlist eins og bezt gerist með öðrum tónlistarþjóðum. Þá fyrst, en ekki heldur fyrr, er hún orðin sú raunhæfa menningarstofnun, sem við getum verið stoltir af. Það er vafalaust nauðsyn, að hljómsveitin verði gerð að sjálf- stæðri stofnun með eigin stjórn, skipaðri tónmenntuðum mönnum auk þeirra, sem fjármagn veita til stofnunarinnar. Islenzk kvikmyndagerð. Ein er sú listagrein, sem við íslendingar höfum lítinn sem engan gaum gefið, en það er kvikmyndagerð. Ég sé ekkert þvi til fyrirstöðu, að við ættum þrátt fyrir fámennið, að geta unnið afrek á sviði þeirrar list- greinar. Mér er ljóst, að gerð kvikmynda kostar oft mikið fjár- magn, en það eitt saman skapar enga list. Það er umfram allt starf þeirra manna og kvenna, sem vinna að kvikmyndinni, sem sker úr um hinn listræna ár- angur. Og loks eigum við í nátt- úru lands okkar mikla auðlegð fegurðar og tignar, sem gæti verið íslenzkri kvikmyndalist ótæmandi höfuðstóll. Og nú, eft- ir að íslenzkt sjónvarp er tekið til starfa, erum við beinlínis knúin til átaka í þessu efni. Kynnum list okkar og menningu. I aldaraðir vorum við einangr- uð þjóð „yzt á Ránarslóðum.“ Sú staðreynd hefur rist djúpt í hugum fslendinga og einatt fyllt þá óþarfri minnimáttar- kennd gagnvart öðrum þjóðum. En nú hefur sjóndeildarhringur okkar stækkað og við erum farn- ir að hafa stórum meiri trú á getu okkar gagnvart umheimin- um. En því miður höfum við engu að síður látið að mestu undir höfuð leggjast að kynna list okkar og menningu á er- lendum vettvangi. f þessu efni verðum við einnig- að láta hendur standa fram úr ermum. Við eigum að stuðla að kynningu á menningu okkar að fornu og nýju hvar sem því verður við komið. Með þvf móti styðjum við ekki aðeins íslenzka listamenn, heldur auk- um við virðingu okkar og álit á erlendum vettvangi. Að því er myndlistina varðar eigum við að stuðla að þvi, að íslenzkir myndlistarmenn geti sem víðast komið verkum sín- um á framfæri. Jafnframt þvf eigum við að bjóða hingað heim erlendum myndlistarmönnum og gefa þeim kost á að iðka list sína í okkar fagra og sérkenni- lega landi. Við eigum að athuga gaum- gæfilega, hvort ekki sé unnt, að íslenzk tónskáld geti gerzt hlut- gengir aðilar að svonefndum Kynningarmiðstöðvum fyrir tón- list (Music Information Centres) sem starfa í flestum menningar- löndum og hafa að aðalmarkmiði að kynna erlendar tónsmíðar, hvert í sínu landi. t* Heimkynni lifandi menningar og listar. Við Sjálfstæðismenn höfum jafnan verið þeirrar skoðunar, að við gætum með engu móti betur stutt bæði atvinnulíf óg menningasókn þjóðarinnar ei» með því að veita hverjum ein- staklingi sem allra mest frelsi til orðs og æðis. Stuðningur okkar við andlegt líf, listir og menningu í landi okkar, miðar því umfram allt að því að tryggja svo vel sem auðið er, að Hver listamaður og sérhver lista- og menningar- stofnun fái sem mest frjálsræði og svigrúm. Fyrir því viljum við, að at- hugað sé gaumgæfilega. með hverjum hætti sé unnt að örva. Framh. á bls. 31 '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.