Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967.
31
4>jóðleikhúsið mun á næstunni fara i leikferð með einþáttunga
Matthíasar Johannessen, Eins og þér sáið og Jón gamla, og
Verða þeir sýndir í nágrenni Rey fcjavíkur. Fyrsta sýningin verður
i Keflavík n.k. þriðjudag 2. maS og verður sýning í Félagsbíói
fcl. 20,30. Síðar verða svo sýningar á Selfossi, Minniborg i Grims
íiesi og á Hvolsvelli.
stefnunni bkii
Nauðsyn aukins samstarfs a^iia
sem vinita að ferðamáinm
Ferðamálaráðstefnun'ni var
fram haldið í gær. Hófust störf í
nefndum kl. 9 í gærmorgun, en
eins og skýrt var frá í blaðinu í
gær fjölluðu nefndir um þau
mál, er framsöguerindi höfðu ver
Eldgos?
Manila, Filipseyjum,
28. apríl (AP).
VEÐURSTOFAN á Filipseyjum
skýrði frá því í dag að árdegis
hefðu mælst um 50 jarðhrær-
ingar. Benda hræringarnar til
þess að hætta sé á gosi í eldfjall
inu Taal sem síðast gaus árið
1965 og varð þá 190 manss að
bana.
Myndlistarskólinn opnar
sýningu á verkum barna
MYNDLISTARSKÓLINN opnarl
sýningu á verkum nemenda sinna
úr barnadeild í Ásmundarsal við |
Freyjugötu kl. 4 í dag. Er þar
am að ræða 38 myndir úr þekju-
litum, krít og grafík. Auk þess
eru á sýningunni nokkrar leir-
Btyttur, og 20—30 mósaikmyndir
og leirskálar.
Myndlistarskólinn hefur í vet-
ur haft fjórar barnadeildir, og
hafa milli 50 og 60 börn á aldr-
inum 5—13 ára stundað þar nám.
Flestar myndirnar á sýningunni
eru þó eftir börn á aldrinum 7—
10 ára. Sýningin verður opin frá
kl. 5—8 dag hvern næstu viku
eða fram á sunnudagskvöld. Að-
gangur er ókeypis.
Kennarar við Myndlistarskól-
ann hafa verið fjórir I vetur,
Magnús Pálsson, sem kennt hef-
ur leirmótun og pappírsmótun,
Ragnar Kjartansson sem kennt
hefur mósaik- og leirmótun, og
Jóhanna Þórðardóttir og Jón
Framfaramál
Suöurlands
Umrœðuefni á fundi Stúdentafél. Suðurlands
STÚDENTAFÉLAG Suðurlands
boðar til almenns umræðufund-
ar um framfaramál Suður-
lands í Selfossbíó miðvikudag-
innn 3. maí n.k. Fundurinn hefst
kl. 21.30.
Frummælendur verða efstu
menn framboðslistanna í Suður-
landskjördæmi við alþingiskosn
ingarnar í vor. Fyrir Alþýðu-
floikk; Unnar Stefánsson, við-
skiptafræðingur, fyrir Framsókn
arflokk; Ágúst Þorvaldsson,
bóndi, fyrir Alþýðubandalag;
Karl Guðjónsson, fræðslufull-
trúi og fyrir SjálfstæðLsflokk;
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra. Auk þeirra tala þeir
Guðmundur Daníelsson, rithöf-
undur, Eyrarbakka um skóla- og
menningarmál Hörður Sigur-
grímsson, bóndi Holti, Stokks-
eyrarhreppi um atvinnumál og
Kristján Finnbogason, verk-
stjóri, Selfossi um samgöngu-
mál.
Að loknum framsö'guræðum
verða frjálsar umræður og er
þess vænzt, að sem flestir Sunn-
lendingar komi og taki þátt í
þeim og láti í ljós skoðun sína á
því, hvernig væntanlegir alþing
ismenn geti bezt unnið að fram-
faramálum héraðsins.
Um nónbil í gær var SV-
kaldi hér á landi. Þá var alls
staðar úrkomulaust og á SA-
landi og Austfjörðum var létt
skýjað. Hlýjast var 11 stiga
‘hiti í Höfn í Hornafirði, en
kaldast eitt stig í Grímsey og
á Raufarhöfn, víðast 4 til 7
stig.
Engin lægð sækir að land-
inu í bili, svo að búast má
við góðu veðri um helgina.
Reykdal, sem kenna málun og
grafík. Framkvæmdastjóri skól-
ans er Baldur óskarsson.
ið flutt um á ráðstefnunnL
Nefndir -luku störfum fyrir há
degi, en síðan sátu fulltrúar ráð
stefnunnar hádegisverðarboð
‘borgarstjóra og borgarstjórnar.
Fundir ráðstefnunnar hófust
síðan að nýju kl. 2 e.h, Formenn
nefndanna skýrðu síðan nefnd-
arálitin um þau efni, sem fjall-
að hafði verið um í framsögu-
Tæðum fyrri dag ráðstefnunnar.
Að ræðum formana loknum hóf-
ust síðan almennar umræður um
um þau mál, sem ráðstefnan
hafði til meðferðar. Voru urnræð
ur fjörugar allan daginn og tóku
margir til máls.
Nefndarálita ráðstefnunnar og
samþykkta verður getið síðar.
Að því er Birgir Þorgilsson
tjáði blaðinu í gær mun ráð-
stefnan m.a. senda frá sér sam-
þykktir á sviði samgöngumála,
gistihúsmála og landkynningar-
mála. Sagði Birgir, að mjög mik-
ill einhugur ríkti á ráðstefnunni
um aukið samstarf á milli þeirra
aðila, sem vinna að ferðamálum
hér á lanlid í dag.
Ráðstefnuna sitja um nítján að
ilar úr velflestum atvinnugrein-
um, sem fjalla um ferðamanna-
móttöku hér á landi.
í gærkvöldi sátu fulltrúar boð
samgöngumálaráðherra * og lauk
ráðstefnunni með því.
Vorsýning Mynd
listarfélagsins
76 listamenn sýna verk eftir sig
t DAG kl. 16 verður opnuð Vor-
sýning Myndlistarfélagsins í
Listamannaskálanum. Sem kunn
ugt er eru félög listmálara tvö
á íslandi, fyrrgreint féJag og
Félag íslenzkra myndlistar-
manna, sem gengst hefur fyrir
Ilaustsýningunum í Listamanna
skálanum.
Á Vorsýningunni eiga að
þéssu sinni 16 listamenn verk
sín, niargir þjóðkunnir, en aðrir
ungir og á uppleið. Sýningin
stendur yfir frá kl. 14—22 dag
hvern til 6. maí nk.
Eftirtaldir listamenn eiga
verk á sýningunni: Finnur Jóns-
son, Eggert Guðmundsson,
Freymóður Jóhannesson, Pétur
Friðrik, Jón Gunnarsson, Sveinn
Björnsson Sigurður Arnason,
Gunnar Hjaltason, María Ólafs-
dóttir, Helga Weischappel, Guð-
mundur K. Ásbjörnsson, Jutta
Guðbergsson, Ragnar Páll, Hörð
ur Haraldsson, Þorlákur Haldor
sen og Gunnfríður Jónsdóttir,
sem sýnir höggmyndir.
Allir eiga listamennirnir 2—4
málverk á Vorsýningunni og
gætir á henni ýmissa grasa eins
nærri má geta, þegar um svö
fjölmenna samsýningu er að
ræða. Formaður Myndlistarfé-
lagsins er Finnur Jónsson.
London, 28. apríl (NTB).
EINN af framámönnum brezka
kommúnistaflokksins, Reg Birch,
og þrír flokksmenn aðrir hafa
verið reiknir úr flokknum vegna
stuðnings við stefnu Kínverja í
hugsjónabaráttu Kína og Sovét-
ríkjanna.
Skóld hefur stoðið í skilum
f MORGUNBLAÐINU 8. apríl
sl. birtist grein eftir Hannes Pét-
ursson, skáld, er ber nafnið:
„Staðið í skilum". Þar ritar hann
um atvik. sem gerðist í 30 ára
afmælis'hófi Skagfirðingafélags-
ins í Reykjaví'k þann 11. maxz
sL Margt í grein s'káldsins er á
misskilningi byggt, — og annað
stórlega móðgandi fyrir koiu
þá^ sem þar um ræðir. — Sigr ’m
Sigurjónsdóttir hafði fengið
leyfi til að lesa upp Ijóð í um-
ræddu hófi. — H.P. getur ek*.
um það í grein sinnþ að óshmd-
vísi sumra veiziugesta olli þ\í.
að fagnaðurinn hófst ekki fyrr
en u.þ.b. klukkustundu seinna
en til stóð. Það seinlæti skapaði
óhjákvæmilega tímaþröng, sem
kom niður á skemmtiatriðunum.
Þegar S.S. hóf upplestur sinn
var allmikill 'kliður í salnum. —
Ómaklegt er, að H.P. skuli rita:
„En brátt þótti sýnt að hér var
ekki heppilegur skemmtikraftur
á ferð“. Og: „Hún mun aftur á
móti hafa talið sig brögðum
beitta". Ennfremur: „— upplest-
ur hennar hafði verið stöðvaður
sem reynst hafði óhjákvæmilegt,
til að forða hneisu“. S.S. hætti
upplestri samkvæmt tilmælum
stjórnenda hófsins. — Hún
hreyfði ekki andmæl'um, gekk tii
dyra og hvarf úr þessu ,.hófi“
H P mun ekki hafa verið með-
al gesta í þessum afmælisfagn-
aði. — Undirritaður var aftur á
móti viðstaddur og sá allt sem
fram fór. Getur það talist sæmd-
arauki að vega á þennan hátt
að konu?
Reykjavík, 27. apríl 1967.
Björn Steinsson,
frá Neðra-Ási.
- HOLLAND
Framh. af bls. 1
Bent er á undarlega tilviljun í
sambandi við fæðingu prinsins í
gær. Langamma hans VilheLm-
ína fæddist 1880. Amma hans,
Júlíana, 29 árum síðar árið 1909.
Móðir hans 29 árum síðar árið
1938, og svo prinsinn sjálfur 29
árum síðar, árið 1967.
- GRIKKLAND
Framh. af bls. 1
fengu fréttamenn að hitta Glezos
að máli, þar sem hann er í gæzlu
varðhaldi á Nea Zoi hótelinu í
bænum Pikermi, sem er í um 20
km fjariægð frá Aþenu. Deilir
Glezos herbergi með Leonidas
Kyrkos, sem er fyrrverandi vara
formaður flokks Glezos. Frétta-
menn fengu einnig að sjá Andre-
as Papandreou, sem haldið er á
sama hóteli ásamt mörgum öðr-
um stjórnmálamönnum. Frétta-
menn fengu aðeins að spyrja
fangana um heilsu þeirra og með
ferð og svöruðu allir á þá leið,
að þeir hefðu yfir engu að
kvarta.
Bandaríkin og Bretland hafa
nú eins og Konstantín konungur,
sætt sig við ástandið í Grikk-
landi og tekið upp eðlileg sam-
skipti við hina nýju grisku
stjórn. Hafa bæði löndin viður-
kennt Paul Economougouras sem
utanríkisráðherra Grikklands,
Ekki þarf opinbera viðurkenn-
ingu, þar sem allir sendiherrar
eru fulltrúar landa sinna gagn-
Grikkjakonungi.
Tyrkneska innanríkisráðuneyt-
ið skýrði frá því í dag, að grísk-
ir og tyrkneskir hermenn hefðu
skipst á skotum á andamærum
andanna í dag. Tyrkneskur fjár-
hirðir beið bana og einn grískur
hermaður særðist. Höfðu grískir
fiskimenn ráðist á hirðinn, sem
kallaði á hermennina sér til
hjálpar.
Frá því var skýrt í Amster-
dam í dag, að fyrirhugaðri al-
þjóðaráðstefnu blaðamanna, sem
halda átti í Aþenu dagana 8.—13.
maí, hefði verið frestað, vegna
þess að blaðamannasamtökin
sæu sér ekki fært að halda ráð-
stefnu í landi, sem ekki leyfir
skoðana- og málfrelsi.
Paul Vardinoyannis, fyrrum
utanrikisráðherra Grikklands i
stjórnartíð Papandreous, kom
flugleiðis til Parísar í dag frá
Tyrklandi, en þangað flúði hann
er byltingin var gerð í Grikk-
landi. Sagt er að hann hafi beð-
ist hælis sem pólitískur flótta-
maður í Frakklandi. Vardinoy-
annis sagði við fréttamenn, að
hann vissi að konungur væri á
móti herstjórninni, og að hann
myndi hjálpa þjóðinni að koma
aftur á lýðræði.
- FRJÁLSRÆÐI
Framh. af bls. 17
frjáls framlög einstaklinga, fé-
laga og fyrirtækja til lista og
menningarmála, t. d. með því
móti að gera slík fjárframlög
frádráttarbær á skattaframtölum
I ríkara mæli en nú er.
Það gefur auga leið, að ríkið
sjálft verður að leggja fram
ærna fjármuni til þessara mála,
en þá verður jafnframt að búa
svo um hnútana, að stjórnmála-
leg misbeiting sé útilokuð.
Stjórnmál og listir fara illa
saman og of mikil bein ríkisaf-
skipti af listum og menningu
leiða aðeins til ófarnaðar. Beztu
sönnun fyrir þvi er að finna
í einræðisríkjum kommúnista og
nazista.
Sjálfstæðisflokkurinn mun þvi
aldrei gera kröfu um pólitískan
stuðning eða endurgjald fyrir þá
aðstoð, sem hann kann að geta
veitt fslenzkum listum og menn-
ingarlífi, heldur óskar hann þess
eins að land okkar megi verða
um alla framtíð heimkynni lif-
andi menningar og lista, öllum
almenningi til unaðar og þroska
og þjóð okkar til æ meiri virð-
ingar og álitsauka.