Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967. Svetlana AUiljeeva, dóttir Jósefsfs Stalíns, fyrrum einræðisherr a Sovétríkjanna, brosir frammi #yrir blaffaljósmyndurum á fundi hennar meff fréttamönmun í New York á miðvikudag. Kristján Albertsson: Svetlana Alliljueva talar við blaðamenn New York 26. aprfl. SVETLANA Alliljueva hafði boðað blaðamenn á fund sinn í dag á Hótel Plaza hér í New York. Kunningi minn erlendur blaðamaður, bauð mér að koma þangað með sér. Fundurinn var haldinn í stærsta samkvæmissal hótels- ins, sem var troðfullur af blaða mönnum og myndatökumönn- um, löngu áður en von var á frúnni. Á tilsettum tíma kom hún inm, með tveim lögfræð- i<ngum sínum, fremur lágvax- in kona, rauðbirkin og bláeyg, Mtlaus og brosleit. Nú hófst margra mínútna myndatöku- hríð með tilheyrandi ljósagangi. Svo ávarpaði frúin fundinn með nokkrum orðum, baðst und an spurningum um foreldra sína og bræður, hún gæti ekki svarað þeim í stuttu máli; menn yrðu að bíða eftir væntanlegri bók sinni. Hún hefði aldrei áð- <Ufr haldið blaðamannafund, sér liði því ekki ósvipað og Valen- tínu Tereshkove á fyrsta flugi hennar út í geiminn. Hún var fyrst spurð um af- stöðu sína til kommúnismans. Hún kvaðst hafa gengið í flokk- inn fyrir 20 árum, þegar hún var stúdent í háskólanum í SVÍoskvu. Hún hafi verið alin npp í trúnni í kommúnismann, og allir vinir hennar og öll sú kynslóð verið sömu trúar. En Síðar komu efasemdir, eins og verða vfll „þegar maður er full orðinn og byrjar að hugsa með sínum eigin heila“ — og eins hafi nám sitt í sögu, þjóðfé- lagsfræðum, hagfræði og Marx isma vakið sér vafa um margt sem hún hafði vitneskju af bæði heima fyrir og í öðrum kommúnismalöndum. Hún hafi elskað og virt föður sinn, en eftir dauða hans hafi vantraust hennar á kommúnismanum far- ið vaxandi. „Síðustu 15 árin hefur gagnrýni aukizt í iandi mínu, ef til vill hjá hverjum manni, en þó sérstaklega meðal yngstu kynslóðar, því okkur mun hafa verið frjálsara en áður að hugsa og rökræða og dæma um hluti og viðburði“. l>ó hafa allir til þess fundið hve frelsið var af skornum skammti. Hún sjálf persónu- lega ekki hvað sízt þegar stjórn og flokkur neituðu að viður- kenna giftingu hennar og síð- ■asta manns hennar vegna þess að hann var útlendingur — og enda þótt rússneskum þegnum sé leyfilegt að lögum að gift- ast útlendingi. Hún kvað þessa framkomu við sig andstyggilega (disgustful). - Annars kvaðst hún hvorkl mæla með né móti kommún- isma, og yfirleitt ekiki hafa af- skifti af stjórnmálum. Hún hafi persónulega gerst afhuga komm únismanum, þegar hún vakn- aði til trúar á guð. Var það fyrir einhver sérstök persónu- leg áhrif, eða lestur? er hún spurð, og svarar því neitandi. Trúartilfinoiingu hafi sumir, en aðrir ekki, og þegar hún vakni sé það líkt og þegar blindur fái sýn. Eftir það hafi hún tekið að lesa um trúarmál, og látið Oiatur Björnsson: Hvert liggur leið Leiðin meff mörgu nöfnunum. Það mun vera rúmt ár síðan Framsóknanmenn tóku að boða „hina leiðina" til úrlausnar efna- hagsvandamálum þjóðarinnar. Erfiðlega hefir þó gangið frá upphafi að gera almenningi ljóst, hver þau úrræði væru, sem kölluð væru hin leiðin, að- eins gefið drýgindalega í skyn, að leiðtogar Framsóknar þekktu einhver töfrabrögð til þess að leysa allan vanda án þess að slíkt þyrfti að koma við neinn. Bkki mun alþýða manna neinu nær um það enn í hverju pessi töfrabrögð eru fólgin, hins veg- ar hafa Framsóknarmenn lagt mjög höfuð sín í bleyti við það að finna ný og ný nöfn á*leið ýna og með nokkrum árangri. Fyrst var talað um „hina leið ina“ næst um „einu leiðina" og síðan um „þriðju leiðina". Þeg- ar nær fór að draga kosningum bóttu bessi heiti þó of svinlaus tfl þess að þau væru líkleg til þess að „trekkja". Þá var farið að tala um „nýju leiðina“ og „já- kvæðu leiðina". Með svo að segja hverri nýrri tunglkomu hefir komið til skjalanna nýtt nafn á þessari frægu leið. Þau eru nú orðin fimm og sennilega á þeim enn eftir að fjölga verulega þæi viKur sem eftir eru til kosningi, Vakri Skjóni skal hann heita. Þó enginn verði neinu nær af þeim skýringum, sem framá- menn Framsóknar hafa bögglazt við að gefa á því, í hverju „hin leiðin" væri fólgin, er þó hægt að gera sér hugmynd um það, á grundvelli tillagna sem þeir hafa gert um aðgerðir á vissum sviðum éfnahagsmála, hvað það er, sem raunevrulega vakir fyr- ir þeim. Þeir hafa fordæmt harð- lega beitingu þeirra hagstjórnar- tækja, sem gert hafa það kleift, að koma á því jafnvægi í efna- hagsmálum og frjálsræði í við- skiptum út á við og inn á við, sem þjóðin hefir átt að fagna, síðan hin nýja stefna í efnahags- m/álum var mörkuð árin 1960— 61. Þeir hafa gert tillögur um það, að stórum hluta gjaldeyris- varasjóðsins yrði ráðstafað til ýmis konar framkvæmda, sumra hverra vafalaust þarflegra í sjálfu sér. Ennfremur að vextir yrðu stórlækkaðir og útlán banka og annarra lánastofnana stóraukin, þar sem afnema bæri sparifjárbindinguna í Seðlabank anum. Jafnframt verði stórauk- in framlög hins opinbera til verk legra framkvæmda og fjár til þess aflað með því að halda við yfirdrætti ríkissjóðs á reikningi sínum við Seðlabankann. Allt hlyti þetta að hafa í för með sér istórauikna gjaldeyriseftirspurn, og þar sem Framsóknarmenn gera jafnframt tillögur um mikla beina skerðingu gjaldeyr- skíra sig til kristinnar trúar af hákirkjupresti í Moskvu í maí 1962. Annars hafi hún ekki meiri mætur í einni kirkju eða einum trúarbrögðum en öðr- um. „Þau eru öll sönn, og að- eins mismunandi leiðir til sama guðs“. Hún er spurð hvort hún haldi að mörgum öðrum Rússum finnist trú á guð vera sér styrk ur til þess að bera byrðar lífsins, og hún svarar: „Ég held þeir séu margir“. Fram er nú komið í blöðum, að í Sviss hefur hún dvalið lengst af í kaþólsku nunnu- klaustri, og sótti messur á sunnudögum. Abbadísin var ein um að vita hver gesturinn var, og lét svo ummælt eftir á við blaðamann: „Hún hefur djúpstæða trú, og miðar allt sitt líf við guð- Trú hennar er bersýnilega hennar mesti styrk ur“. Þegar Svetlana Allilujeva er spurð hvort hún haldi að trú- arbrögð og kommúnismi geti átt samleið, svarar hún neit- andi, stéttarstríð og byltingar geta ekki samrýmst trúnni á kærleikann. Hún segir að í sínum augum hafi kenningar kommúnismans glatað allri merkingu. Hún sé tuttugustu aldar maður, og á öld kjarnorku og geimflugs hljóti framfarir að koma fyrir sameiginleg átök alls mannkyns ins, ekki stéttabyltingar. „Því minni barátta og blóðsúthell- ingar, því betra fyrir fólkið" Hún er spurð hvernig henni hafi fallið þegar rússneska stjórnin afneitaði stefnu og að gjörðum föður hennar, og hún svarar því tfl, að sæmra hefði verið að saka ekki einn mann um glæpi, sem svo margir áttu hlut að, og voru verk flokks- ins í heild sinni. Margir, sem enn eiga sæti í æðstu flokks- stjórn, ættu að vera látnir sæta ábyrgðar fyrir „samskonar verk og föður mínum einum voru gefin að sök. Og ef ég finn að nokkru leytd til ábyrgðar vegna þessara hryllilegu hluta, órétt- látum manndrápum, þá finnst mér samt ábyrgðin hafa hvílt og hvíla enn á flokknum, stjórnarfari hans og hugmynda fræði í heild sinni“. Bók sína, sem kemur út I Bandaríkjunum í haust, segist Svetlana Alliljueva hafa skrifað 1963, en tveim árum síðar þeg- ar yfir stóðu réttarhöldin gegn rithöfundunum Daniel og Sini- avsky, hafi hún og maður sinn talið réttara að koma hand- ritinu til útlanda með því að engin von var tfl þess að bók- in gæti komið út í Rússlandi. Með hjálp indverskra vina komu þau handritinu til Ind- lands, og þar tók frúin aftur við því við komu sína þang- að. „Réttarhöldin yfir Daniel og Siniavsky voru öllum mennta- mönnum í Rússandi og mér líka hryllilegir atburðir og ég missti þá vonir mínar um að meira frjálsræði væri framundan. Meðferðin á þessum tveim rit höfundum fyrir rétti, og dóm- arnir yfir þeim, gerðu gersam- lega út af við trú mína á rétt- lætl“. Rithöfundarnir voru sem kunnugt er dæmdir annar 1 fimm ára hinn í sjö ára hegn- ingarhússvinnu. Frúin var spurð hvort hún haldi að mörgum rússneskum rithöfundum myndi leika hug- ur á að komast úr landi, en •hún kveðst ekki vita það. Hitt sé víst, að mikið sé skrifað af góðum bókmenntum, sem ekki fáist prentað. Hún segir það „mikla skömm“ að ekki hafi enn öll verk Pasternaks verið gefin út í Rússlandi t.d. ekki Doktor Zhivago. Að lokum er frúin spurð hvort hún hafi trú á því að leiðtogar komandi tíma í Rúss landi muni breyta stjórnarfari í vestrænna horf, veita þjóð sinni meira athafnafrelsi og and leg.t svigrúm. Hún svarar: „Bkki veit ég fyrir víst hvað þeir gera, en mér sýnist sem ‘hver ný kynslóð vinni nýtt verk í þjóðfélagi sínu“ og ef til vill muni þeir, sem nú eru ungir og síðar verða leiðtogar, „finna upp á einhverju nútíma- legra og lýðræðislegra. Ég vona það“. Spurningar hafa verið afhent ar skriflega, og Svetlana Ailli- Ijueva svarar umhugsunarlaust, é reiprennandi, en ekki alveg gallalausri ensku, en rómurinn skýr og þægflegur, og allt auð- skilið. Þegar hún í fundarlok stend- ur upp og kveður, rísa allir •baðamennirnir úr sætum og kveðja hana með lófataki. New Yoric 26. apríl 1967. Framsóknar? Ólafur Björnsson issjóðsins, ætti hverjum manni að verða ljóst, að framkvæmd til lagna þeirra hlyti að leiða til algjörs öngþveitis í gjaldeyris- verzluniinni ef ekki væru jafn- framt gerðar þegar í stað ráð- stafanir til þess að takmarka gjaldeyriseftirspurnina með öðru móti. Og þá getur það varla ver- ið nema eitt, sem Framsóknar- menn hafa í huga, en það er endurreisn gjaldeyris- og inn- flutnings’haftanna, sem þjóðin bjó við samfellt um nær 30 óra skeið fyrir 1960. Gjaldeyrishöft- in voru í rauninni eina hagstjórn artækið, sem beitt var á þessu tímabili, og komu í stað annarra hagstjórnartækja sem síðan hef- ir verið beitt og Framsóknar- menn fordæma svó mjög, svo sem hina háu vexti, sparifjór- bindinguna og þá stefnu, að forð ast yfirdrtát ríkissjóðs hjá Seðla bankanum. Vakri Skjóni nýju eða jákvæðu leiðarinnar er því, þegar öllu er í botninn hvolft ekkert annað en gamla hafta- Brúnka kreppu- og hallærisár- anna, að vísu „klippt og kembd og þvegin“ með hinum fögru heit um, en vissulega jafn stöð og ávallt áður. Mesta blómatímabil SÍS og kaupfélaganna Þó að kreppu- og haftaórin á valdatímabili vinstri stjórnar Framsóknarflokksins og Alþýðu flokksins væru eitthvert mesta kyrrstöðutímabil í atvinnumál- urn þjóðarinnar á þessari öld, þá skipti mjög í tvö horn um það, hvernig einstökum fyrir- tækjum vegnaði. Þegar um sölu á innlendum markaði var að ræða, skipti auðvitað mestu máli, h-vort fyrirtækin væru í náðinni hjá þeim yfirvöldum, sem með gjaldeyrisúthlutunina fóru, eða ekki. Þau fyrirtæki, sem ekki voru þar í náðinni drógust saman og urðu jafnvel að hætta, hin gátu blómgast ótrúlega með tilliti til þess almenna vandræðaástands, Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.