Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 28
Lang stœrsta og fjolbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967 Náttúrugripasafníð opnað að nýju Æskilegt að fólk komi þangað en ekki allt í einu MÁNUDAGINN 1. maí verður opnaður fyrir almenning nýr sýningarsalur hjá Náttúrufræði- stofnun íslands að Laugaveg 105, gengið inn Hverfisgötumeg- in. Þetta ex 100 fermetra salur, bjartur og rúmgóður. „Það hef- ur gengið á ýmsu hjá Náttúru- gripasafninu", sagði dr. Finnur Guðmundsson, þegar við litum inn hjá Náttúrugripasafninu á föstudag. „Fyrstu ár Náttúrugripasafns- ins var það í leiguhúsnæði á hin- um og þessum stöðum í bænum, en haustið 1908 fékk það inni í hinu nýbyggða safnahúsi við Hverfisgötu, og þar var þi5 ó- slitið til toaustsins 1900, er rýma varð húnæðið vegna þarfa Lands bókasafnsins. Allt frá síðustu aldamótum, hafa húsnæðismál safnjms ver- ið eitt helzta vandamál þess. Stefán skólameistari Stefánsson mun fyrst hafa hreyft því, að rétt væri að leggja megin- áherzlu á að koma sem fyrst upp húsi fyrir safnið. Eftir að safn- ið flutti í safnahúsið við Hvezí- isgötu varð nokkurt hTé á um- ræðum um húsbyggingarmál, en árið 1917 sagði þáverandi lanis- bókavörður því upp húsnæðinu. og var sú uppsögn síðar ítrekuð oftar en einu sinni. Innan í-átt- úrufræðifélagsins hófust nú enn á ný miklar umræður um lausn búsnæðismálsins og var það mál rætt öðru toverju næra aldar- fjórðung án nokkurs sýnilegs árangurs. Eins og áður hefur verið getið, var sýningarsalut náttúrugripa- safnsins í safnahúsinu við Hverf Famh. á bls. 20 Féll fyrir borð og drukknaði Dr. Finnur Guðmundsson stendur hér við líkanið af Geirfugl- inum og beinagrindinni af honum, sem fengin var frá Ný- Fundnalandi. „Þegar Frakkar komu á þessar slóðir, höfðu þeir sjaldnast með sér kjöt í matinn, og geirfuglinn varð þeirra uppáhaldsbráð“, sagði dr. Finnur. Innvegið mjólkurmagn minnkaði um tæp 5% AÐALFUNDUR Mjólkurbús Flóamanna var haldinn í gær að Hvoli, Hvolsvelli og sátu hann uon þrjú hundruð manns. For- maður félagsstjórnar, Sigurgrím ur Jónsson í Holti, flutti skýrslu stjórnarinnar. Minntist hann í upphafi fundar tveggja forvígis- manna samtakanna, sem látizt hafa frá því síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra séra Svein- bjarnar Högnasonar prófasts og Péls Björgvinssonar oddvita. Forstjóri Mjólikurbús Flóa- manna, Grétar Símonarson, las og skýrði reikninga félagsins og sagði frá starfrækslu búsins á síðasta ári. Kom fram í skýrslu hans, að innvegið mjólkurmagn var 36.833.772 kg. á árinu og Þjófur kom leitirnar á læknastofu F.INS og lesendur rekur minni «11, kærðj afgreiðslustúlka í kjólaverziun einni hér í borg til raimsóknarlögreglunnar að tvær konur hefðu komið inn í verzlunina og haft á torott með sér telpukjól. Er stúlkan ætlaði að hlaupa á eftir konunum óku þær burtu í Skodabifreið. í gær þurfti afgreiðslustúlk- an að bregða sér til læknis. Þegar hún kom inn á læknis- toiðstofuna veitti hún því athygli að þar sat þá önnur konan, sem kjólnum hafði stol Ið. Gerði afgreiðslustúlkan rannsóknarlögreglunni við- vart, og við yfirheyrslur í dag játaði fyrrgreind kona að hafa Stolið kjólnum. Hún hafði síð- an gefið dótturdóttur sinni hann. hafði minnkað um 1.816.221 kg. frá því árið áður eða um 4.7%. Nú eru í notkun 140 heimilis- tartkar á viðskiptasvæði Mjólk- urbús Flóamanna, en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 200 á þessu ári Um síðustu áramót unnu hjá félaginu 99 manns. Að lokinni skýrslu fonmanns tóku til máls Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamisölunnar, er skýrði frá rekstri hennar, og Sveinn Tryggvason, er ræddi um framleiðslu og verðlagsmál. Islenzkur slasast í Kaupmannahöfn, 28. apriL Einkaskeyti til Mbl. SJÖ ára gamall íslenzkur dreng- ur, Sigurður Magnússon, slasað- ist á höfði í gær, er hann féll út um dyr á hraðlest, rétt áður en hún stanzaði við Österport- stöðina í Kaupmannahöfn. Farþegi nokkur opnaði hurð- ina, meðan lestin var enn á ferð og féll Sigurður, sem stóð ásamt móður sinni rétt við dyrnar, út áður en móðir hans næði til að grípa í hann. Sigurður var flutt- Mál höfðað RANNSÓKN í máli skipstjórans á brezka togaranum Brandi frá Grimsby, sem tekinn var að meintum ólöglegum veiðum þrjár og hálfa sjómílu innan landhelgi sl. mánudag, lauk I Sakadómi Reykjavikur seint í fyrrakvöld. I gær höfðaði saksóknari rikis- ins mál á hendur skipstjóra tog- arans fyrir fiskveiðibrot. Var á- kæruskjalið birt skipstjóranum síðdegis í gær, en frekari fyrir- tekt málsins hafði ekki verið á- kveðin, er blaðið spurðist frétta af því í gærkvöldi. drengur K-höfn ur á Kommunesjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og var líðan hans sögð góð eftir atvikum og hann talinn úr lífshættu. Far- þeginn, sem opnaði dyrnar forð- aði sér og er ekki búizt við að hægt verði að hafa upp á hon- um. Rytgaard. Djúpavogi 28. apríl: 'ÞAÐ slys vildi til þegar vélbát- Urinn Sunnutindur frá Djúpa- vögi var að draga netin austur af Ingólfshöfða miðvikudaginn 26. þ.m., að matsveinninn Sig- urður Emilsson Hlíðarhúsi Djúpa vogi, féll fyrir borð og drukkn- aði. Síðast urðu skipverjar varir við Sigurð kl. 17, en kl. rúmlega 18 var hann horfinn. Hóf Sunnu tindur þegar leit ásamt fjórum öðrum nærstöddum skipum og var leitað fram til miðnættis, en án árangurs. Álitið er, að Sig- urður muni hafa verið að tæma ruslafötu, er slysið vildi til. Suð- vestan bræla vxir á 4 til 5 vind- stig. Sigurður var 48 ára að aldri, ókvæntur en var fyrirvinna aldraðrar. móður. Fréttaritari. Brotizt inn í Slippinn — rúml. 20 bús. kr. stolið í skrifstofunni Rannsóknarlögreglunni var tii- kynnt kl. 8 í gærmorgun um að brotizt hefði verið inn í Slipp- inn í Reykjavík. Við rannsókn kom í ljós að brotin hafði verið rúða í hurð bakdyramegin, og Ihöfðu þjófarnir komizt inn á skrifstofu stofnunarinnar með því að sprengja upp þrjár aðr- ar hurðir í húsinu. Við leit í skrifstofunni fundu þjófarnir lykil, sem gekk að stór um skáp, sem steyptur er í vegg- inn. Þar fundu þeir fyrir lítinn peningakassa. Tóku þeir tæp- lega 21.500 krónur úr kassanum, en af einhverri ástæðu skildu þeir eftir 6 þús. kr. í honum. Tveir lyklar voru geymdir í skápnum, og gengu þeir að tveim ur öðrum peningaskápum með talsverðri peningaupphæð í. Sást þjófunum yfir þessa lykla, eða 'þá þeir hafa ekki kært sig um þessa peninga. Rætt um hægri akstur á Selfossi SL. miðvikudag var haldinn fund ur um væntanlegan hægri hand- ar akstur á Selfossi. Var það fé- 'lagið öruggur akstur í Árnes- sýslu sem gekkst fyrir fundinum, er haldinn var í SelfosSbiói. Fund «rstjóri var Stefán Jasomarson en framsögu höfðu þeir Pétur Sveinbjarnarson, umferðarmála fulltrúi Reykjavikur og séra Árelíus Níelsson, sóknar- prestur. Að ræðum framsögumanna 'loknum var orðið gefið frjálst og tóku margir til máls. Stóð fundurinn fram á nótt. Engar ályktanir voru gerðar. Lögþingið samþykkir að sækja um að- ild að EFTA 'FRÉTTARITARI Mbl. í Fær- eyjum símaði í gærkvöldi að færeyska Lögþingið hefði þá um dagin'n samþykkt að fara þess á leit við dönsk stjórnar- völd, að þau beittu sér fyrir því, að Færeyingar yrðu að- ilar að fríverzlunarbandalag- inu EFTA, og tekið yrði til- lit til ýmissa þátta hins vænt- anlega samstarfs, er snerta sér þætti hins færeyska efnahags lífs. Þó lögþingsmenn væru I allir á einu máli um aðild 'Færeyinga að EFTA, féllu 14 atkvæði á þá lund að dönsku ríkisstjórninni bæri að bera væntanlegan aðildarsamning undir Lögþingið, áður en að- ildin yrði endanlega sam- þykkt. Er þess að vænta, sagði fréttaritarinn, að ekki líði langur tími, unz Færeyingar fullgildur aðili að EFTA. í dag opnar hinn nýstofnaði Sparisjóður alþýðu að Skólavörðustíg 16, gengið inn frá Óðins- götu. Er Sparisjóðurinn þar í mjög smekklegu en íburðarlausu húsnæði. Sú nýlunda verður tekin upp í starfsemi Sparlsjóðsins, að hann opnar kl. 9 árdegis alia daga. Á myndinni er stjórn Sparisjóðsins ásamt Sparisjóðsstjóra. Talið frá vinstri: Óskar Hallgrímsson, Bjöm Þór- hallsson, Ilermann Guðmundsson, stjórnarform., Jón U *Usson,sparisjóðsstjóri, Einar Ögmunds- son og Markús Stefánssnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.