Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR #. MAt Wfl*. 1T Fer í fyrstu veiöi- ferðina um heigina Spjallað stuttlega við Karl Rolvaag, hinn nýja sendiherra Bandaríkjanna hér HINN nýi sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, Karl Rolvaag, hefur nú tekið við embætti sínu, en hann kom til landsins sl. fimmtudagsmorgun ásamt konu sinni, Florence. Morgunblaðið hitti sendiherr- ann að máli í gærdag á skrif- stofu hans við Laufásveg. Roivaag hóf mál sitt með því að lýsa ánægju sinni með kom- una til fslands og kvaðst hafa komið til Keflavílkurflugvallar í sólskini og fögru veðri. Hins vegar hefði verið 7 stiga frost og um 30 sm snjólag í Minne- sóta, heimaríki hans, er hann fór þaðan sl. þriðjudag. Sendiherrann er af norskum ættum, en kona hans er frá Texas, þýzkrar aettar. Hann kvað konu sína fara aftur til Bandaríkjanna eftir nokkra daga til að sækja börn þeirra tvö, Paul, 19 ára, og Kristínu, 17 ára, sem koomi með henni til Reykja- víkur að loknum prófum í skól- um þeirra. Munu dau dvelja hér með foreldrum sínum í sumar. Rolvaag kvaðst hafa komið til Reykjavíkur einu sinni áður, í nóvember 1961. Hefði hann þá dvalizt hér í tvo daga á heiimleið öftir fyrirlestraferð á Norður- löndum. Rolivaag, sem les og talar norsku, kvaðst nú ætla að hefja islenzkunám, en það hefði kona hans og dóttir þegar hafið. Hann kvaðst hlakka til að ferðast um landið í sumar og vonast til að geta rennt fyrir lax og silung í ám og vötnum, því hann hefði mikinn áhuga á stangaveiði. Ætlunin væri að fara í fyrstu veiðifierðina nú um helgina og renna fyrir sjóbirting (líklega í Eldvatni). Sendlherrann sagði, að sambúð Bandaríkjanna og fslands væri mjög góð og það væri von sín að svo myndi verða áfram. Bandaríkjamenn hetfðu mikið álit á íslandi. Gat hann þess, að daginn, sem hann hefði svarið embættiseið sinn, hefði formað- ur utanríkisimálanefndarinnar. William Ful'brigiht, öldungadeild- artþingmaður, farið sérstökum viðurkenningarorðum um fsland og íslenzku þjóðina og getið þess að heimsókn hans til íslands sl. vetur hefði haft mikil áhrif á hann. Rolvaag sagði, að norræna væri kennd í mörgum háskólum vestra og þar væru íslendinga- sögurnar og Eddurnar lesnar. Sendiherrann sagði að næstu daga myndi hann nota til að kynnast starfsfólki sínu og fyrsta opinbera embættisverk siitt yrði að afhenda forseta íslands skil- ríki sín, en það yrði líklega í næstu viku. Hann kvaðst ekki hafa haft tækifæri til að kynnast íslenzk- um stjórnmálamönnum og emb- ættismönnum, en þó hefði hann hitt sendiherra íslands í Wash- ington, Pétur Thorsteinsson. Hins vegar kvaðst hann þekkja ýmsa Vestur-íslendinga, en þeir væru margir í Minnesota og m.a. væri Valdimar Björnsson, fjár- málaráðherra Minnesota, mikill vinur sinn, svo og Björn bróðir hans. Rolvaag bvaðst hafa tekið þátt í stjórnmálum mikinn hluta ævi sinnar (var vararíkisstjóri í Minnesota 1954—1962 og ríkis- stjóri frá þeim tíma þar til í fyrra). Kvaðst hann nú sem á- horfandi fylgjast með kosninga- baráttunni hér á landi. Aðspurður um stjórnmála- ástandið í Bandaríkjunum og á- hrif Víetnam-stríðsins á það, sagði Rolvaag, að stefna forset- ans nyti ekki aðeins stuðnings demókrata heldur einnig áhrifa- mikilla leiðtoga Repúblikana- flokksins eins og t.d. Dirksens, öldungadeildarþingmanns, og hugsanlegra forsetaefna flokks- ins eins og t.d. Romneys ríkis- stjóra og Nixons, fyrrum vara- forseta. Karl Rolvaag, sendiherra, kvaðst að lokum vilja endurtaka ánægju sína og konu sinnar með að vera kominn til fslands. Stúdesitakórinn kominn ur utanlandsförinni dag klukkan 15. mjög ánægjulega og undirtektir góðar. Þá sagði Jón Þórarins- son frá því, að rektor Háskóla íslands, Ármann Snævarr, heffft sýnt kórnum þann heiður að mæta til hátíðarinnar í Aixj, þar sem hann var sæmdur gull- merki Stúdentakónsins fyrir all- an þann stuðning og hlýhug; sem hann hefur sýnt kórnuna frá upphafi, en hann er sá fyrsti, Framhald á bls. 29 Forsetinn kominn heim FORSETI fslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, kom til Reykjavíkur sl. miðvikudags- kvöld frá Kaupmannahöfn, þar sem hann var skorinn upp þann 5. apríl í Bispcbjerg sjúkrahúsinu. Uppskurðurinn heppnaðist vel og dvaldist forsetinn um þrjár vikur í sjúkrahúsinu. Næstn tvær vikur dvaldi hann sér til hvíldar og hress- ingar á heimili sendiherra- hjónanna í Kaupmannahöfn, hjá dóttur sinni Völu og Gunnari Thoroddsen. Forsetinn tjáði Morgun- blaðinu í gær, að hann væri nú við góða heilsu. Myndina tók Ólafur K. Magnússon af forsetanum í hinni nýju bók- hlöðu að Bessastöðum. Heldur söngskemmtun i Gamla Biói í (j_.jo.sm.: oi. rv. ivi. j Stúdentakórinn islenzki þáði, eins og kunnugt er af fréttum, boð akademiska söngkórsins í Abo til norræns stúdentakóra- nióts, sem haldið var í Abo dagana 28. 4 — 1. 5. sl. í tilefni af 30 ára afmæli Brahe Djaknar. Var þessi för kórsins fyrsta ut- anlandsför íslenzks stúdentakórs. Söngstjóri kórsins er Jón Fór- arinsson, tónskáld, en formaður kórsins Jón Haraldsson, arkitekt var fararstjóri. Á fundi hjá forráðamönnum kórsins með fréttamönnum síð- degis í gær greindi Jón Haralds- son frá ferðaáætluninni. Héldu kórarnir konsert í Björneborg og Tammerfors í Finnlandi auk hátíðarkonsertsins í Ábo. Einnig isungu kórarnir í sænska útvarp- ið og finnska sjónvarpið. Kváðu þeir Jón Þórarinsson og Jón Haraldsson ferðina hafa verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.