Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAi^JR 6. MAÍ 1967. 21 ern allar úr sama pokanum, og v oru vigtaðar af Rannsóknarstofn- un iðnaðarins. Neytendasam- tökin krefjast að kartöflusala verði gefin friáls NEYTENDASAMTÖKIN kærða Grænmetisverzlun landbúnaðar- Ins sl. haust fyrir að selja blöndu af ætum og óætum kartöflum, skemmdum og óskcmmdum og í öllum hugsanlegum hlutföllum, í umbúðum með villandi einkenn- um. Lauk málaferlunum með því að ákæruvaldið krafðist eigi frekari aðgerða. Sveinn Ásgeirsson, formaður samtakanna hafði nýlega fund- með fréttamönnum og skýrði frá upplýsingum, sem hann hafði aflað sér í ferð til Svíþjóðar, en þangað fór hann til að sitja fund Norrænnar samstarfsnefndar um neytendamálefni. I>að sem hér fer á eftir er orðrétt haft eftir Sveini: „Grænmetisverzlunin hefur ein okun á sölu og innflutningi kart- aflna og annarra garðávaxta. Um langt skeið hefur starfsemi henn- ar engu síður verið fólgin í inn- flutingi, en sölu á innlendum af- urðum. Þegar uppskerubrestur verður eins og t. d. sl. haust er Grænmetisverzlunin fyrst og fremst innflutningsfyrirtæki, og einokunnar hennar verða neyt- endur að gjalda á margan hátt. Kemur það fram jafnt í verði sem vörugæðum og þjónustu. Undanfarna mánuði hafa verið jfluttar inn hingað danskar kart- öflur sem líka vel. En f.o.b. verð þeirra meira en fjórfaldast á leiðinni. Menn skyldu ætla að flutningskostnaður og tollar væru Skýringin en svo er ekki. Flutn- ings og uppskipunarkostnaður er um kr. 1,15 á kílóið. Þegar því hefur verið bætt við innkaups- verð kartaflanna þrefaldast verð- ið á leiðinni frá bryggju til neyt- enda. Tollur er 20 aurar á kíló. Söluskattur er 7,5% en smásölu- álagning 20,16% á fyrsta flokk en 22,14% á annan flokk. Eitt kíló af fyrsta flokks kart- öflum úti í Danmönku kostar sem svarar 4,04 kr. ísl. og þá eru þær hreinsaðar, burstaðar og þvegn- ar, og allar jafnar að stærð. Hér á Íandi kostar kílóið 11,30 kr. og eru óhreinsaðar með öllu Og mjög mikill stærðarmunur í pok- unum. Auk þess eru kartöflur í Danmörku í gegnsæjum plast- pokum sem fólk getur valið eftir vild. Neytendasamtökin létu i gær Rannsóknarstofnun iðnaðarins og vigta þrjár þær minnstu og 'kaupa þrjá poka af kartöflum þrjár þær stærstu í hverjum poka. (Sveinn fékk fréttamönn- um í hendur skýrslu stofnunar- innar og sagði þar m. a. að í poka númer tvö, sem í voru fyrsta flokks kartöflur, var sú stærsta 253 grömm og sú minnsta 34 gömm). Stæðarmunurinn var mjög mikill og ósvífni að bjóða neytendum slíkt samansafn. Það vita allir að mismunandi stórar kartöflur þurfa mismunandi langa suðu, svo að ekki er beint verið að gera þetta húsmæðrum til hagræðingar. Að lokum sagði Sveinn: Útkoman er því sú, að kartöflurnar sem hér eru á markaði eru a.m.k. þrisvar sinn- um dýrari neytendum en í Dan- mörku, en bæði verðlagning og þjónusta ber vott um furðu- legt virðingarleysi forsvarsmanna Grænmetisverzlunarinnar fyrir viðskiptavinum sínum. Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti fyrir alllöngu að krefjast þess að innflutningur og sala á kartöfl- um og öðrum garðávöxtum yrði gefinn frjáls og er sú krafa opin- berlega sett fram nú um leið og ofangreindar upplýsingar eru birtar. Einokun þessi á sér eng- an rétt í nútíma þjóðfélagi, hér er ekki aðeins um daglega neyzluvöru landsmanna að ræða, heldur og helzta c-vítamíngjafa íslendinga. Umsókn liim réttindi til hópferðaakst u rs Samkvæmt lögum nr. 83/1966 falla núgildandi rétt- indi til hópferðaaksturs úr gildi þann 9. júní 1967 og verða veitt að nýju frá þeim tíma fyrir tíma- bilið 9. júní 1967 til 1. júní 1968. Umsóknir um hópferðaréttindi skulu send Um- ferðamáladeild pósts og síma, Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík fyrir 22. maí 1967. í umsókn skal tilgreina skrásetningarnúmer, sæta- fjölda og tegund þeirra bifreiða, sem umsækjandi sækir um hópferðaréttindi fyrir. Reykjavík, 2. maí 1967. Mexikó er gott ferðamannaland -segir umboðsmaður Loftleiða þar 'HÉR var staddur fyrir nokkr- um dögum, forstöðumaður um- boðsskrifstofu Loftleiða í Mexíkó Maríó Aceves. Hann kom hingað til viðræðna við Loftleiðamenn og til að kynna sér starfsemina ‘hér. Skrifstofa sú sem hann stjórnar var opnuð í desember síðastliðnum. „Við erum fimmtán sem vinn- um þar“, sagði Maríó fréttamanni Morgunblaðsins. „Þar af erum við svo fimm, sem eingöngu helg- um Loftleiðum starfskrafta okk- ar. Við vorum heppin með skrif- stofuhúsnæði Það er á góðum stað í höfuðborginni Mexíkóborg og mjög skemmtilega innréttað. Árangurinn er þegar orðinn all- sæmilegur, töluvert af Mexíkön- um hefur lagt leið sína til ís- lands og íslendingar sömuleiðis komið til Mexíkó. Við vonum þó að þetta eigi eftir að aukast mik- ið og erum raunar sannfærðir um að svo verðþ ■ því að við erum að undirbúa mikla aug- lýsingaherferð og landkynningu. Við látum prenta bæklinga um Island á spænsku, sem verður dreift til ferðaskrifstofa og einn- ig fáum við kvikmyndir frá ís- landi, sem verður með spænskum texta. Við vonum líka að fleiri Islendingar leggi leið sína til Mexíkó. Ég held að þeir hefðu Maríó Aceves alveg jafn gaman af að koma til okkar og við til ykkar. „Ég vona að sem flestir komi við hjá okkur í Mexíkóborg, það er ákaflega skemmtileg borg. Annars fer það alveg eftir því hvað fólk vill. Það sem vill til dæmis liggja á baðströndum fer um Mexíkóborg og t. d. niður til Acapulco. Þar eru frægar bað- Nú eru aðeins eftir tvær sýnii gar á gamanleiknum Loftstein- inum, eftir Friedrich Diirrem; tt. Næst síðasta sýning leiksins verður í kvöld, en síðasta sýi ingin verður föstudaginn 12. maí. Valur Gíslason leikur sem kui nugt er aðalhlutverkið, nóbels- skáldið, Wolfgang Schwitter, og hefur hann hlotið mjög lof- samlega dóma fyrir túlkun síia á þessu hlutverki. — Myndin er af Val, Flosa Ólafssyni, Kr stbjörgu Kjeld og Baldvini Hall- dórssyni í hlutverkum sínum Húsbyggjendur Tökum að okkur að fjarlægja moldarhauga, skipta um jarðveg, grafa grunna. Höfum fljótvirkar vélar og bíla. Seljum hverskonar byggingarefni, rauða- möl, grófan sand. Upplýsingar og pantanir í síma 34108 og 33650. •strendur og hótel enda mikitJ sótt. Þar er verðlagið dálítið! hærra en annarsstaðar, eins og verða vill með vinsæla ferða- mannastaði, en þó held ég að það sé nokkuð sanngjarnt. Fyrir, útivistarmenn er næg villibráð og margir góðir staðir til fisk- veiða. Mörgum þykir gaman að ferðast um og skoða búgarðana. sem eru lítið breyttir frá fyrri tímum og enn aðrir vilja fara i fjallgöngur eða eitthvað slíkt. Og af fjöllum eigum við nóg. Flestir ■held ég þó kjósi að skoða nætur- líf og skemmtistaðL og þar er heldur ekki komið að tómum kofunum. Það er mikið af skemmtilegum næturklúbbum í Mexíkó, og auk þess óperuhús, leikhús og danshús, þar eru sýnd- ir mexíkanskir þjóðdansar. Þetta eru ódýrar skemmtanir og verð- lag er allt mun lægra en í Bandaríkjunum, ekki sízt leigu- híla og lestarferðir. Það er mik- ið gert fyrir ferðafólk i Mexíkó og alltaf verið að bæta þjónust- una. Það getur að sjálfsögðu feng ið leigðar bifreiðax sem það ek- ur sjálft, flugvélar sem það flýg- ur sjálft (ef það kann að fljúga auðvitað) hraðbáta, mótorhjól og allt sem nöfnum tjáir að nefna. fbúar Mexíkóborgar eru um sjö milljónir og þar er töluð spænska. Tungumálaerfiðleikar ættu þó ekki að vera miklir því að flestir tala ensku. Dagblöðin eru öll með enska dálka fyrir ferðafólk Og eitt blaðið er alveg skrifað á ensku. Lögregluþjónar eru mjög ‘hjálpsamir við ferðafólk og bera þjóðfána á einkennisbúningum ®ínum, sem sýna hvaða tungu- mál þeir tala. Einnig eru á ferð- inni úti á vegum sérstakar að- stoðarbifreiðar til hjálpar ferða- fólki sem kann að lenda í vand- ræðum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað mikla peninga tfólk má taka með sér og dollur- um og pundum er hægt að skipta hvar sem er. Allskonar leyfi eru mjög auðfengin, veiðileyfi o.s.frv. Og skriffinnska öll eins lítil og hægt er. Ég vona að sem flestir íslendingar leggi leið sína til iMexíkó í framtíðinni, við mun- 'Um leggja okkur alla fram við að taka vel á móti þeim. Feraiilng I HvaSsneskírkju Ferming í Hvalneskirkju sunnu- daginn 7. maí kl. 10:30 f.h. (SANDGERÐI). DRENGIR: Elmil Bjarni Karlsson, Suðurgötu 3X Garðar Garðarsson, Austurgötu 11. Guðmundur Gunnar Haraldsson. Vallargötu 13. GuðmUndur Rúnar Krtstmannssoiw Suðurgötu 18. Ingi Hans Sigurðsson, Skólastræti 1. Jóhann Kristján Harðarson, Nor5- urgötu 3. Ósikar Guðjónsson, Túngötu 3. STÚLKUR: Elenóra Björk Sveinsdóttir, Suður- götu 16. Guðbjörg Hreindal Pálsdóttir, Gunn arshólma. Halla Árný Júlíusdóttir, Brekkustíg 7. Ingibjörg Óskarsdóttir, Norðup- götu 15. Rut Sumarliðadóttir, Túngötu 11. Sigrún Kristinsdóttir, Suðurgötu 8. Siigurbjörg Baldursdó.kir, A-götu 2. . Ferming í Ifvalsneskirkju sunnu- daginn 7. maí kl. Z e.h, DRENGIR: Erlendur Friðriksson. Vallargötu 14. Guðmundur In-gi Guðnason, Sæbóli. Óskar Einarsson, Brekkustig 20. STÚLKUR: Ásdís Svala Pálsdóttir, Uppsalav. 8. Hervör Steina I>orkelsdóttir, Tjarn- argötu 12. Ingibjörg Guðlaug Aradóttir, Klöpp. Karitas Jóna Gísladótir, Setbergi. Nanna Soffía Jónsdóttir, Uppsala- veg 4. Ólafía Guðtojörg Ólaifsdóttir, Stafne« vegi 1. Sigríður Berta Grétarsdóttir, Tún- götu 16. Sigríður Þórhallsdóttir, Brekku- , stíg 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.