Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAI 1967. 25 Merkjasala unglinga reglu góðtemplara FRÁ Unglingareglu góðtemplara: Unglingaregla IOGT hefur nú starfað í rúma átta áratugi hér á íslandi og er elzti félagsskapur barna og unglinga á íslandi. Fyrsta barnastúkan, ÆSKAN nr. I, var stofnuð hér í Reykjavík 9. mai 1886 og síðan hver af ann- arri. Alls voru 65 barna- og unglingastúkur starfandi á síð- asta ári víðs vegar um land með 7.720 félögum. Á þessum átta áratugum hafa á vegum Unglingareglunnar ver- ið unnin ómetanleg uppeldis- störf, sem seint verða fullþökk- uð. Og enn er æskulýðsstarf Reglunnar með miklum blóma. Nægir í því sambandi að nefna mikið og fjölbreytt starf barna- stúknanna um land allt, útgáfu hins glæsilega og vinsæla barna- blaðs, ÆSKUNNAR, sem keypt mun á flestum heimilum þjóðar- innar, þar sem börn og ungling- ar alast upp, og margþætt og sí- vaxandi starf íslenzkra ungtempl ara (ÍUT). Hinn árlegi kynningar- og f járöflunardagur Unglingaregl- unnar verður næstkomandi sunnudag, 7. maí. Þá verða eins og venjulega seld merki og bók- in VORBLÓMIÐ til ágóða fyrir starfsemina alls staðar þar, sem barnastúkur starfa. Merkin kosta kr. 10.00 og bókin aðeins kr. 40.00. Þessi barnabók Unglinga- reglunnar, VORBLÓMIÐ, hefur náð miklum vinsældum og selzt í stóru upplagi. Það er einlæg tilmæli forvígis- manna þessa félagsskapar, að sem allra flestir landsmenn taki vel á móti sölubörnum okkar, þegar þau bjóða ódýr merki og athyglisverða bók á sunnudaginn kemur. Kvikmynda- sýning á vegum Germaníu f DAG verða sýndar. frétta- og fræðslumyndir á vegum félags- ins Germaníu, og eru frétta- myndirnar vart mánaðargamlar. Sýningin verður í Nýja Bíói, og hefst hún kl. 2 eftir hádegi. Ein hinna þriggja mynda er uan það, hvernig bók verður til, allt frá setningu textans þar til hún er komin í búðarglugga. Þá verður sýnd mynd um vinnslu timburs á ýmsan hátt, og loks er mynd um tónlistarferð frá Túbingen til Nígeríu, og brugðið upp myndum af lífi og landslagi þar um slóðir. Öllum er heimill aðgangur, en börnum þó aðeins í fylgd með fullorðnum. Fullt hús HEITA má að stanzlaus straumur gesta hafi verið í Færeyska sjó- mannaheimilið, á uppstigningar- dag er heknilisstjórinn Johan Olsen, hafði þar opið hús fyrir kaffisölu, til ágóða fyrir bygg- ingu nýs sjómannaheimilis. — Kvaðst Johan vera þakklátur þeim mörgu er komið hefðu, dagurinn verið ánægjulegur vott- ur þess hve sjómannaheimilið og starfið sem þar er unnið ætti marga góða vini og stuðnings- menn í Reykjavik. Ennfremur kvað hann heimilið standa íþakk arskuld við konurnar sem unnið hefðu mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf við kökugerð á heimilum sínum og við fram- reiðslustörf allan daginn. — Stúdentakórinn Framhald af bls. 17 sem hlotnast sá heiður. Báðu forráðamenn kórsins fyrir þakk- ir til Háskóla fslands, mennta- málaráðherra og fjölda annarra, sem stutt hafa kórinn til ferðar- innar. í gærkvöld hélt kórinn konsert í Gamla bíói fyrir styrkt- armeðlimi og gesti og í dag klukkan þrjú heldur kórinn skemmtun í Gamla bíói fyrir almenning. Á fundinum kom einnig fram. að íslenzki kórinn hafi verið fjölmennasti stúdentakórinn á mótinu og gat Jón Þórarinsson þess, að samkeppni við hina kór- ana hefði ekki verið eins hörð sem hann hafði búizt við. Ösk- uðu hinir kórarnir eftir áfram- haldandi samstarfi við íslenzka kórinn og má m. a. geta þess, að óformlegt boð bar á góma um söngskemmtun sem halda á í Gautaborg 1969. Var þetta söng- mót í Ábo 4. söngmótið og má reikna fastlega með því, að áður en langt um líður verði stúdenta- söngmót haldið hérlendis. ís- lenzki Stúdentakórinn gerði meir en að taka þátt í sameiginleg- um konsert stúdentakóranna, hann hélt einnig tvo sjálfstæða kórsöngva. Auk þess sem söng- ur þeirra var tekinn upp fyrir útvarp og sjónvarp. Gömlu dansamir H 3á í kvöld kl. 9. — Miðasala frá kl. 8. Hljómsveit hússins. Dansstjóri: Grettir Ásmundsson. Söngkona: Vala Bára. GSJTTÖ HÓTEL BORG ekkar vlnsœTa KALDA BORÐ kl. 12.00, elnnlg alls* konar heltir réttir. Fjölbreyttur matseðill allan daginn alla daga. Hsukur Murthens tV IU Bishop OG HLJÓMSVEIT ★ HINN HEIMSFRÆGI SKEMMTA SÖNGVARI xxxxxxxxx SÖNGUR OG STEMNING FYRIR ALLA. Opið í kvöld til kl. 1. sextett ólafs gauks í kvöSd Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur ítölsk lög við undirleik Ólafs Vignia Albertssonar. fjölskyldan sýnir frá- bært fjöllistaatriði og glæsilega danssýningu, sem enginn má missa af. Kvöldverður frá kl. 7, Borðpantanir í síma 35936. DANSAÐ TIL KL. 1. LIONETT ÍTALSKIJR HÁTÍDAMATSEÐILL SCAMBI FRITTI Djúpsteiktir humarhalar PODLO ALLA DIAVALO MINESTRONE ALLA CASALINGA ítölsk grænmetissúpa Glóðarsteikur kjúklingur með djöflasósu PESCHE SPEZIATI PEGUDO NELL VINO BIANCHO Nýru i hvitvini Krydduð ferskja SPAGHETTI ALLA BOLOGNESE SPAGHETTI ALFREDO DI ROMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.