Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 31
MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967' 31S BLAÐAMONNUM var í gær boðið að skoða þrjár nýjar lang- ferðabifreiðir af gerðinni Merc- edes Benz hjá Bifreiðastöð ís- lands. Eigendur þessara bifreiða eru þeir Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi í Borgarnesi, Helgi Pétursson sérleyfihafi á Snæ- fellnesi og Guðmundur Jónas- son. Bifreiðarnar taka hver um 50 farþega, en hægt er að bæta við 10 sætum á milli sætrað- anna. Þetta eru fyrstu bifreið- irnar á íslandi, sem byggðar éru fyrir hægrihandarakstur. Verð hverrar bifreiðar er um 1.5 millj- ónir kr. Tveir drengir slas- ast í umferðinni TVEIR litlir drengir urðu fyrir bílum í umferðinni í gær, og slösuðust nokkuð. Fyrra slysið varð rétt um há- degisbilið, en þá varð sjö ára drengur, Davíð Eiðsson, Hrísa- teigi 20, fyrir fólksbifreið, sem var á leið austur Hringbraut. Mun drengurinn sennilega hafa komið út á götuna frá eyjunni, sem klýfur götuna. Lenti hann á hægra frambretti og skall á göt- una. Hann var fluttur í Slysa- varðstofuna, og hafði hlotið höf- uðhögg, en ekki lá ljóst fyrir hve alvarleg meiðslí hans voru. Síðara slysið varð laust fyrfr kl. 1 og varð það á móts við Eskihlíð 15. t»ar var kona á gangi með börn sín á gangstéttinni, er fjögurra ára sonur hennar tók sig skyndilega út úr hópnum og hljóp út á götuna. Lenti hann þá fyrir bíl, sem var á leið niður niður götuna, og lá drengurinn undir bílnum er hann staðnæmd- ist. Skrámaðist hann m.a. á höfði en rannsókn var ekki að fullu lokið, þegar M'bl. hafði síðast fréttir af líðan hans. Hann heitir Þorsteinn Kristinsson, Barma- hlíð 22. Óvíst, að gríska koisuRgshfónin verði við brúðkoup Margrétar VaröSiðar berj- ast ianbyrðis Kaupmannahöfn, 4. maí, NTB. — Danska konungsfjölskyldan veit ekki ennþá um það, hvort Konstantin konungur og Anne Marie drottning muni koma til brúðkaupsins 10. júni nk., er Margrét krónprinsessa og Henri greifi ganga í hjónaband, en hugsanlegt er, að drottningin komi ein. Skýrði krónprinsessan frá þessu á fundi, sem hún og unnusti hennar, Henri greifi áttu með blaðamönnum sl. mánudag, en um 150 blaðamenn og ljós- myndarar frá flestum löndum Evrópu voru á fundinum, sem haldinn var í Friðarborgarhöll. Á meðan á blaðamannafundin- um stóð vísaði Margrét ríkisarfi Saigon, 5. maí, AP. í YFIRLÝSINGU frá utan- ríkisráðuneytinu í Saigon í dag var lögð áherzla á ákvörð un Saigon-stjórnarinnar um 24 klukkustunda vopnahlé 23. maí nk. í tilefni fæðingardags Buddha. Yfirlýsingin var gef- in út til að taka af öll tví- mæli um það, að vopnahléð yrði gert þrátt fyrir það, þótt svar við vopnahléstilboðinu og mögulegri framlengingu þess berist ekki frá Hanoi. — — Sýning Framhald af bls. 2 í febrúarmánuði sl. varð Slysa varnadeildin Ingólfur 25 ára og er þessi sýning haldin til að minnast þeirra merku tímamóta, og ekki síður hins að þakka hin- um mörgu velunnurum deildar- innar góðan stuðning á liðnum árum og sýna einn þátt hinnar þjóðhollu starfsemi SVFÍ. Áhorfendur geta fylgzt mjög vel með öllu því, sem þarna fer fram, af Skúlagötu, Skúlatorgi og Sætúni, og beinir Slysavarna- félagið þeirri áskorun til allra að sýna tillitssemi og kurteisi í um- ferðinni til og frá sýningarsvæð- inu. Þá er sérstök ástæða til að minna alla á, sem leggja leið sýna niður að Rauðarárvikinni á sunnudaginn kemur að klæðast vel, því andað getur þar svölu fyrir opnu hafi, þótt sumar sé gengið í garð. Að lokum vill SVFÍ minna alla á n.k. fimmtudag 11. þ.m., en þá er Lokadagurinn, sem ver- ið hefur fjáröflunardagur félags- ins um áraraðir, og verða þá merki félagsins seld um land allt. Enn sem fyrr heitum við á landsmenn alla að styrkja og efla slysavarnastarfið með því að kaupa merki félagsins. Minnumst þess að margt smátt gerir eitt stórt (Frá SVFÍ> hvað eftir annað á bug spurn- ingum á þeim forsendum, að þær væru pólitísks eðlis, en við spurn ingu um, hvort henni þætti það ekki miður, að gríski kon- ungurinn væri í bandalagi við herstjórnina þar i landi, svaraði hún: „Ekkert mun geta svipt brúðkaup okkar gleðinni“. „Ekki heldur hugsanlegar mót- mælaaðgerðir?“, var hún spurð. „Nei, alls ekki. Við látum ekk- ert draga úr okkur kjarkinn", svaraði krónprinsessan. Prinsessan sagði ennfremur, að henni fyndist ekkert athugavert við það, að faðir sinn hefði beðið sig fyrir bréf til Konstantins kon- ungs, er hún fór til Grikklands Víet Cong hefur fyrir sitt leyti lýst því yfir, að hreyf- ingin mundi gera 48 klukku- stunda vopnahlé dagana 23. og 24. maí. í sólarhringsvopnahléinu verð ur loftársáum á N-Víetnam hætt nema í ljós komi, að Hanoi not- færi sér vopnahléð til að flytja vopnabirðir og herflokka suður á bóginn, eins og hún hefur áður gert í slíkum tilvikum. Ekkert svar hefur borizt frá Hanoi varðandi tilboð Saigon um viðræður á framlengingu vopnahlésins, en talsmaður Sai- gon-stjórnarinnar hefur látið svo ummælt, að stjórn sin væri von- góð um að það bærist innan tíð- ar. — ISáskóEafys ii*- Eestur á miðvd. DR. PHIL. Werner Winter, pró- fessor í samanburðarmálfræði við Kielarháskóla, mun halda fyrirlestur í boði Háskóla íslands miðvikudag 10. maí kl. 5.30 e. h. í I. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn, sem nefnist Tocharian and Indo-European, verður fluttur á ensku og fjallar um rannsóknir á tokkarísku, indóevrópsks máls,, sem leifar fundust af á þesáari öld í Mið- Asiu og mikið gildi hefir fyrir hugmyndir manna um gerð indó evrópska frummálsins. (Frá Háskólanum). Hafnorfjörður ÞEIR sem fengið hafa senda miða í Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, vinsamlega ger- ið skil í skrifstofu flokksins að Strandgötu 29. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin á laug ardögum og sunnudögum frá kl. 1—3. fyrir skömmu, hann væri tengda- sonur föður hennar. Það væri venja hjá öllum fjölskyldum að flytja kveðjur, þegar komið væri í heimsókn. Þar að auki væri það vel kunnugt, að það væri viður- kennd regla dönsku konungs- fölskyldunnar, að hafa engin af- skipti af stjórnmálum, hvorki í Danmörku né í öðrum löndum. Tókíó, 5. maí, AP. RÚMLEGA 200 Kínverjar vorn drepnir, eða aærðir, í miklum átökum Rauðra varðliða fyrir utan ullarverksmiðju eina í út- hverfi Peking sl. flmmtudag. Varðliðarnir, sem áttust við, styðja allir Maó formann, en tal- ið er að orsök átakanna sé valda- barátta innan raða þeirra. Til- kynnt var um þessa atburði i veggblöðunum í Peking og var einnig skýrt frá því, að til átaka hefði einnig komið milli Rauðra varðliða i héruðum víða í Kína og mun orsökin einnig vera inn- byrðis valdabarátta. Varðliðar efndu á fimmtudag til mótmælaaðgerða fyrir utan sovézka sendiráðið í Peking. Á spjöldunum, sem þeir báru var því lýst yfir, að Sovétmenn hefðu tekið þátt í samsæri með Banda- ríkjamönnum um að varpa sprengjum á Kína. Þá hóöttu þeir einnig til þess, að Kosygin og Bresjnev yrðu hengdir. LítiBI áhugi i A-Evrópu á „réaiarhöSd- unum4i Stokkhólmi, NTB. Svo virðist sem „stríðsglæpa- dómstóll" þeirra félaga Bert- rands Russel og Jean-Paul Sartre njóti lítils stuðnings Austur- Evrópulanda. Til þessa hafa ein- ungis tveir kommúnistaflokkar, hinn sænski og hinn a-þýzki, látið í ljós stuðning við „dóm- stólinn". Engiun sovézkur blaða- maður er viðstaddur „réttarhöld- in“ í Stokkhólmi og aðeins einn blaðamaður frá A-Þýzkalandi fylgist með þeim. A-evrópskir diplómatar í Stokkhólmi hafa neitað að ræða um „dómstólinn" og blöð í A-Evrópu hafa gefið honum litið rúm í dálkum sinum. Stóiraukin lið- hlcnp hjá Viet Cong Saigon, 5. mai, AP. UPPLÝST var í Saigon í dag, að alls hefðu 13.552 sikæruliðar Viet Cong-hreyfingarinnar gerzt liðhlaupar það sem af er árinu og gengið Bandaríkjamönnum sjálfviljugir á hönd. Allt bendir til að liðhlaup Viet Cong-skæru- liðanna muni aukast um allan helming á þessu ári, en 1966 flúðu alls 22.242 skæruliðar yfir til Bandaríkjanna. í hverri viku flýja frá 400-1000 skæruliðar frá Viet Cong, em flestir hafa þeir flúið á einni viku 1187. Frá því 1963 hafa alls 61.582 skæruliðar flúið Viet Cong-hreyfinguna. Myndin er tekin í nágrenni við Vágr, þar sem miklir hamrai gnæfa út í Atlantshafið, ogr velta menn því nú fyrir sér, hvort átt greti sér stað, að undirgangur inn og: skruðningar þeir, sem vart hefur orðið við, stafi af því að b jargskriðuföll séu þarna í aðsigi. Nokkrir íbúar í Vág í Færeyjum flytja burt vegna ókennilegs undirgangs i sjónum EKKERT lát er á hinum ókenni- lega hávaða og undirgangi, sem vart hefur orðið við í Vág á Suðurey, að því er segir í frétta- skeyti frá Arge, fréttaritara Mbl. í Færey.ium. Segir þar, að sl. miðvikudag hafi skruðningar heyrzt og mátt greina einhverjar hræringar alls staðar á suður- hluta eyjunnar. Kannað hefur verið, hvort fyrirbæri þessi stafi af jarðhrær- ingum í jarðskjálftasvæði Atl- antshafshryggsins, en jarðskjálfa- stöðvar í Kaupmannahöfn og Reykjavík greina svo frá, að ekkert slíkt hafi mátt greina á mælum, þvert á móti hafi allt verið með kyrrum kjörum und- anfarnar vikur. Ibúar í Vág er hætt að standa á sama um fyrirbæri þessi, og hafa nokkrir flutt úr byggðinni að undanförnu, en enginn ofsa- hræðsla hefur þó gripið um sig. Einu skýringarnar á þessu fyrir- bæri eru enn, að þarna sé um að ræða hrun í holrúmi neðanjarð- ar, eða að bjargskriðuföll séu í aðsigi. Þá hefur orðið vart við annað óútskýranlegt fyrirbæri lítið eitt suður af eynni. Þar veitti fær- eyskur fiskibátur því athygli að ekki varð flóð og fjara sjötta hvern klukkutíma, eins og vera ber, heldur var stöðugur straum- ur til norðurs í 36 klukkutíma samfellt. Endurtaka vopna- hléstilboð sitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.