Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. JÓN Kjartansson ex, ex Sig- urey EA, ex Þorsteinn Þorska bítur, SH Jörundur er kom nýlega til Reykjavíkur írá Noregi, þar sem gerðar voru ýmsar endurbætur á skipinu öllu og það vandlega yfirfarið. Sem kunnugt er keypti hluta- félagið Grímur hf í Grímsey skipið af ríkissjóði um ára- mótin 1905/66 og lét breyta því í síldveiðiskip. Voru þá m. a. settir í skipið tvær hlið- arskrúfur, kraftblökk og ann- að er síldveiðum tilheyrir. SI. haust festi svo Þorsteinn Gíslason skipstjóri kaup á skipinu ásamt öðrum aðilum á Eskifirði. Var ákveðið að gera enn endurbætur á skip- inu, skv. fenginni reynslu á sumarsíldveiðunum. H e lz t u breytingar voru að stýrið á skipið var stækkað til þess að Jón Kjartansson. / miklu breytingar nam 3 millj. ísl kr., og er skipið nú sem nýtt hvar sem litið er á það. Við tókum eftir því, að ver- ið var að setja toggálga og botnvörpu utn borð í skipið, og skipsmenn sögðu okkur að ákveðið hefði verið að gera skipið út á botnvörpu þar til síldveiðar hefjast 1. júní. Einnig verður þorsknótin um borð. Er hér um algera nýjung að ræða, að skip sé bæði búið til nótaveiða og togveiða. Þorsteinn Gíslason mun fara með skipinu fyrstu ferðina, en fyrsti stýrimaður á Jóni Kjartanssyni er Alfreð Finn- bogason, sem er þaulvanur togaraskipstjóri. Margir sjó- menn voru staddir um borð í Jóni í gær og er við spurð- um hevrnig þeim litist á, sögðu þeir að þetta væri það eina, sem hægt væri að gera í þessari andskotans ördeyðu. Þar að auki væru togararnir að fá hörkuafla á heimamið- um. Brúin á Jóni Kjartanssyni er glæsilega búin fullkomnustu tækjum. Fxskileitarratsjain er við næst aftasta gluggann. Unnið er af kappi við að búa skipið a veiðar. Ljósm. Sv. Þ. borðum, og er þetta eins og um borð í fullkomnu far- þegaskipi. Þá var settur 25 lesta ballesttankur fram i skipið. Kostnaður við þessar Er við fórum frá borði heyrðum við gamlan sjómann tauta í barm sér: „Þetta kallar maður nú að hafa' bein í nef- inu“. Litið um borð í Jón Kjartansson, sem gerður verð- ur út á togveiðar þar til sumarsíldveiðar hefjast. Fyrsta skipið, sem búið er fiskileitarratsjá. fiskiskip íslendinga og bezt búið siglinga- og fiskileitar- tækjum. Síldardæla af fulikomnustu gerð var sett í skipið, ný rat- sjá af Atlas-gerð, ný og full- komin miðunarstöð, sjálfstýr- ing, ný innrétting í allan stjórnpallinn, mannaíbúðir all ar klæddar með harðplasti og einum hásetaklefa bætt við, þannig að öll áhöfnin býr nú afturí, eldhúsinnrétting öli endurnýjuð og síðast en ekki sízt innréttuð setustofa aftast 1 skinu með sjónvarpi, út- varpi, legubekk og tveimur það yrði fljótara í snúningum. Þá var sett í skipið nýjasta síldarleitartækið frá Simrad, sem án efa á eftir að vekja mikla athygli meðal sjómanna hér. Nýjungin í þessu tæki er fólgin í því, að neðansjávar- ratsjá er í sambandi við það, þannig að þegar sér torfu koma inn á asdicið, stillir hann ratsjána eftir fjarlægð- inni og getur þá séð hve stór torfan er. Einnig er 45 gráðu skásjá í asdicinu. Skipstjóri, sem staddur var um borð í Jóni Kjartanssyni í gær, sagði við blaðamann Mbl. að það væri auðvelt að leggja að bryggju eftir ratsjá og því ætti að vera jafn auðvelt að leggja að fiskitorfu eftir rat- sjá. Hann sagði einnig að Jón Kjartansson væri nú langstærsta og glæsilegasta Vil taka á leigu c.a. 5 herbergja íbúð nú þegar. ÓLAFUR E. EINARSSON Frakkastíg 13, Reykjavík — Sími 10590. Aðalfundur Fasteignalánafélags Samvinnumanna verður hald- inn á Hótel Sögu föstudaginn 2. júní 1967 að lokn- um aðaifundi Samvinnutrygginga og Líftrygginga- félagsins Andvöku. D a g s k t á : Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. titvarpsstjórar Norð- urlanda á fundi hér FUNDUR útvarpsstjóra Norð- urlandanna hófst í Reykjavík í gærmorgun og lýkur í kvöld. Slíkir fundir eru haldnir reglu- lega og er þetta sá þriðji á und- anförnum sex mánuðum. Vil- hjálmur Þ. Gíslason sagði m. a., að rætt hefði verið um ýmis sameiginleg hagsmunamál sjón- varps og útvarps á Norðurlönd- um en útvarpsstjóramir eru einnig allir stjómendur sjón- varps. Einnig var fjallað um afstöðu Norðurlandanna til Evrópusam- bandsins, sjónvarps um gerfi- hnetti og ýmis lögfræðileg atriði í því sambandi. fsland er nú formlega orðið aðili að Nord- vision og verður fundur 1 sam- bandinu hinn 22 þessa mánaðar, í Reykjavík. Skýrt var frá því, að fyrir nokkru væri hafinn und- irbúningur að litasjónvarpi á Norðurlöndum, en ekki enn hægt að segja nákvæmlega til um hvenær það kæmist á, heldur ekki hvaða land yrði fyrst með það. Rætt var um skipti á dag- skrám og sagði Vilhjálmur, að hér eftir fengju Islendingar að sjá og heyra meira norrænt efni en áður. Aðspurðir sögðu útvarpsstjór- arnir, að sjónvarpið myndi ekki ryðja útvarpinu úr vegi. Það hefði þegar komið í ljós, að eftir að nýjabrumið væri farið af sjónvarpinu, hlustaði fólk meira og meira á útvarp. Hraunprýðis- konur: HRAUNPRÝÐI, kvennadeild Slysavarnafélagsinst í Hafnar- firði, mun að venju efna til kaffi sölu á lokadaginn, 11. maí næst- komandi, og verður hún í Al- þýðuhúsinu og Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Kvennadeildin biður félags- konur að baka kökur fyrir félag sitt og eins þær, sem gætu unnið þennan dag, að láta skrá sig 1 síma 50571 og 50525.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.