Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 1
2 smm
54. árg. —102. tbl.
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Italski skipstjórinn Pastrengo Rugiati lá í sjúkrahúsi í
Genúa þegar skýrsla Iáberínstjórnar var birt. Ræddi hann
þá við fréttamenn og kvaðst ætla að áfrýja domi rann-
sóknarnefndarinnar.
Crikkland:
Þjóöaratkvæðagreiðsla um nýja
stjórnarskrá - síðan kosningar
Spandidakis hershöfðingi á ráðherrafundi NATO í París
8. maí AP — NTB.
STJÓRN Grikklands kunngjörði
í dag fyrirætlanir sínar um að
láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýja stjórnarskrá,
áður en gengið verður til þing-
kosninga og landinu sett þing-
ræðisstjórn. Innanrikisráðherra
landsins, Stylianos Patakos, hers
höfðingi, upplýsti að skipuð yrði
Skipstjórinn á Torrey Canyon
ætlaði að stytta sér leið
Rannsóknarnefnd viSI svipta hann rettindum
NÝLOKIÐ er opinberri rann-
sókn í Líberíu á strandi olíu-
flutningaskipsins Torrey Cany
on á Sjö-Steina rifi suður af
Englandi hinn 18. marz s.I.
Skýrsla rannsóknarnefndar-
innar hefur verið birt, og eru
niðurstöðurnar þær, að skip-
stjórinn, Pastrengo Rugiati,
eigi einn sök á strandinu.
Mælir nefndin með því að
Rugiati verði sviptur skip-
stjórnaréttindum vegna mik-
illar vanrækslu og með tilliti
til þess hve strandið hafði
alvarlegar afleiðingar.
Rannsóknarnefndin segir,
að Rugiati hafi tekið þann
kost að stytta sér leið og sigla
fyrir austan Scilly-eyjar í
stað vestan þeirra af tveimur
ástæðum:
1) Hann óttaðist að hann
missti af flóði í Milford
Haven, sem var áfangastaður
skipsins, og yrði að bíða í
fimm daga eftir næsta há-
flæði til að komast inn í höfn
ina, en kostnaður við þá töf
væri um 10 þúsund sterlings-
pund.
2) Hann hélt að austurleið-
in væri nægilega djúp.
Framhald á bls. 5.
nefnd tuttugu lögfræðinga til að
semja stjórnarskrána.
Gregorius Spandidakis, hers-
höfðingi landvarnarráðherra
og aðstoðar forsætisráðherra
Gikklands kom í dag flugleiðis
til Parísar til þess að taka þátt
í ráðherrafundi Atlantshafs-
bandalagsins. Umfangsmiklar ör
yggisráðstafanir voru gerðar í
París vegna komu hans og frétta
menn og ljósmyndarar fengu
ekki að koma nærri hershöfð-
ingjanum.
Koma Spandidakis til Parísar
og þátttaka í fundinum hefur
mætt gagnrýni víða, m.a. í Sví-
þjóð. Stjórn Svíþjóðar hefur
jafnframt falið aðalfulltrúa sín-
um hjá Sameinuðu þjóðunum
að koma að máli við U Thant,
framkvæmdastjóra og láta í ljós
áhyggjur Svía vegna ástandsins
í Grikklandi.
Fregnir frá Aþenu herma að
hollenzkur fréttamaður, sem á-
samt öðrum fréttamanni ítölsk-
um var vísað úr landi þaðan á
laugardag, sé nú í höndum
grísku leyniþjónustunnar og hafi
sendimönnum hollensku stjórn-
arinnar ekki tekizt að ná sam-
bandi við hann né fá upplýsing-
ar um hann hjá grískum yfir-
völdunum.
NTB segir frá viðtali, sem
vestur-þýzka blaðið „Welt am
Sonntag", birti á sunnudag við
Chichester
við Azoreyju
London 8. maí (AP)
BREZki sæfarinn sir Francis
Chichester er væntanlegur til
Plymouth um 20. þessa mánað-
ar eftir siglingu umhverfis
jörffu einn sins liffs á seglskútu
sinni „Gipsy Moth“.
Sir Fanrcis sem er 65 ára er
nú við Azoreyjar og sagði í sím-
tali í dag, að hann hefði siglt
um 2,500 kílómetra vegalengd
undanfarna níu daga. „Gipsy
Moth gengur eins og hún viti að
hún er á heimleið", sagði sæ-
garpurinn. „Ég efast um að mér
takist nokkurntíma aftur að ná
hvílíkum áföngum“.
Ennþá átök í Szechuan
— eincf mikilvœgasfa landbúnaðarhéraði Kína, þar sem
búa 100 milljónir manna
Peking, 8. maí — NTB
Á VEGGSPJÖLDUM, sem sett
voru upp í Peking í dag, gat aff
líta áskoranir um aff „frelsa“
eitt af mikilvægustu landbúnaff-
arsvæffum ríkisins, Szechuan, í
suffvesturhluta Kína. Þaðan ber-
ast enn fregnir um öfluga and-
spyrnu gegn stuðningsmönnum
Mao Tze-tungs og hefur meffal
annars veriff sagt, aff flokksleiff-
togi héraðsins, Li Ching Chuan
og hans menn, hafi leyst upp
menningarbyltingarstofnanir
Termítar átu til agna
dýrmæt forn handrit
Bombay, 8. maí. — (AP)
TERMÍTAR (hvítir maurar)
hafa etiff upp nokkur mjög
dýrmæt handrit, sem hefffu
getað varpað nýju ljósi á forn
tungurnar, persnesku, ara-
bísku og urdu. Voru þetta
elztu handrit, sem menn
þekktu meff skrifum á þess-
um tungnum og höfffu ekki
veriff rannsökuð. Þau voru
því ómetanlegir fjársjóffir —
í eigu furstans af Hyderabad,
sem lézt snemma á þessu ári
— en hann var talinn einn
auðugasti maffur í heimi.
Sonarsonur hans, núverandi
fursti, Barkat Ali Khan, hef-
ur undanfarið verið að athuga
eigur hins látna og þar með
skrínið dýrmæta með hand-
ritunum, sem ekki hafði verið
opnað í 47 ár. Þegar því var
upp lokið, blasti við heldur
óhrjáleg sjón — brúnt duft.
Það var allt og sumt, sem
eftir var af handritunum dýr-
mætu.
Maos og tekiff leiðtoga þeirra
höndum. Hinsvegar hermdu
fregnir fyrir fáum dögum, að
herliff hef'ffi veriff sent til Szechu
an.
Hérað þetta er byggt um
hundrað milljónum manna. Það
sér stórum hlutum Kína fyrir
hveiti og hrísgrjónum. Þar virð-
ist andstaðan gegn Mao og hans
mönnum hafa verið hvað öflug-
ust, en einnig berast fregnir um
átök frá Innri Mongólíu.
Um helgina fóru um 50.000
Rauðir varðliðar í göngu um göt
ur Peking til þess að svara
áskorun „Dagblaðs Alþýðunnar"
þess efnis, að varðliðarnir breyti
Kína í erfiðan skóla, — þar sem
nemendurnir fái fræðslu um
hugsanir Maos. Enn hafa varðlið
ar krafizt þess að Liu Shao-chi,
forseta, verði vikið úr embætti
— og þykir það benda til þess,
að valdastaða hans sé allsterk,
að hann skuli ekki þegar hafa
hröklast burt úr embætti, eftir
allt, sem á undan er gengið. Það
sýnir enn, að ekki er allt í hönd-
um Maos og hans manna, að upp
hafa komið veggspjöld með árás
um á suma þeirra leiðtoga, sem
næstir stóðu Mao er hann ók
um Peking opinberlega 1. maí.
Þeirra á meðal voru Chen Yi,
utanríkisráðherra, marskálkarn-
ir Yeh Chien-ying og Hsuh
Siang-chien o.fl.
í AP-frétt frá Tokíó segir, að
fjórir stuðningsmenn Maos hafi
verið drepnir og 200 særðir
átökum í Honan-héraði 4. maí
sl. Hafi átökin orðið, er andstæð
Framhald á bls. 31.
einn af ráðgjöfum Konstantíns
konungs. Ekki er þess getið,
hver maðurin sé — en hann seg-
ir meðal annars, að konungur
hafi ekki beitt sér gegn nýju
herstjórninni til þess eins að.
koma í veg fyrir borgarastyrj-
öld í landinu. Á hinn bóginn hafi
hann margsinnis neitað að taka
sér einræðisvald ásamt her og í-
haldsöflum landsins og leiðtog-
ar nýju stjórnarinnar hafi hvað
eftir annað orðið að brjóta þvert
gegn vilja konungs.
Ráðgjafinn segir ennfremur. að
hann og fleiri sem standi kon-
ungi nærri. séu þeirrar skoðun-
ar, að hann hafi þroskast mikið
síðustu vikur „það er eins og
hann hafi elzt um mörg ár síð-
ustu vikurnar, segir hann, —
og haldi einhver að hægt sé að
fara í kringum hann verður sá
hinn sami fyrir vonbrigðum'*
Framhald á bls. 31.
Köfnuðu
í ísskáp
Dallas, Texas, 8 mai — AP
TVEIR litlir drengir biffn bana
á sunnudag meff því aff loka sig
inni í ísskáp, þar sem þeir köfn-
uffu. —
Drengirnir voru ásamt þeim
þriðja úti að leika sér. Þeir voru
á aldrinum þriggja og fimm ára
og fylgdist með ferðum þeirra
fertug kona, að nafni Mattie
Garner. Eitt sinn, er hún fór út
að gæta að þeim, fann hún þá
hvergi og þeir svöruðu ekki köll
um hennar. Hún hóf þegar gagn-
gera leit og að fyrirsögn lítilla
barna, sem höfðu séð til drengj-
anna, var þeirra leitað í auðu
húsi, sem var ólæst. Þar var
leitað dyrum og dyngjum og
þegar ísskápurinn, sem ekki var
í sambandi, var opnaður, duttu
drengirnir þrír út. Einum þeirra
tókst að bjarga, en hann var þá
mjög langt leiddur.
Tilmœli landflótta Ungverj
i:
Árás Sovétmanna
á ungversku þjóðsna
— verði rœdd á vettvangi Russell-
réttarhaldanna
Stokkhólmi, 8. maí — NTB-AP
SAMTÖK frjálsra Ungverja,
sem aff mestu eru skipuð Ung-
verjum, er flýffu land sitt eftir
aff Rússar bældu niffur uppreisn
ina þar haustiff 1956, hafa sent
tilmæli til rithöfundarins Jean
Paul Sartre, forseta Russell-
dómstósins svonefnda, þess efnis
að dómstóllinn taki einnig til
meffferðar „árás Sovétmanna á
ungversku þjóðina" eins og þar
er komizt að orffi. Ekki er kunn-
ugt um, aff svar hafi borizt frá
Sartre eða öðrum forráðamönn-
um dómstólsins. x..
í dag var haldinn almennur
opinn „réttarfundur“, þar sem
ýmsir tóku til máls og töldu upp
hryðjuverk, sem Bandarikja-
menn hefðu gert sig seka um í
Vietnam. Fyrir fundinn var
leiddur níu ára drengur frá
Norður-Vietnam, til þess að
sýna viðstöddum, hvernig
napalmsprengjur Bandaríkja-
manna iéku íbúana. Er dreng-
urinn einn þriggja, sem sendir
hafa verið til Karolínska sjúkra-
Framhald á bls. 31.